Tíminn - 03.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.04.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. april 1980 V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00; 86387. Verö I lausasölu kr. 240.- Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent.; Kjartan Jónasson Erlent yfirlit Kemst Obote aftur til valda í Uganda? Hann hyggst bjóða sig fram til forsetakjörs Ætlunarverk Fram undan er hátið vors og upprisu. Um þessar mundir er náttúran sjálf að leika ánægjulegasta þáttinn i helgileik lifsins, upprisuna að vori. Maðurinn er sjálfur þáttur i þessum leik, og er ekki að efa að margar fjölskyldur lita með von- gleði til páskanna. Ef veður og aðrar aðstæður leyfa er ekki að efa að þúsundir manna munu nýta sér helgina til þess að njóta hollrar útivistar og hvíldar frá erli og amstri. Það er einmitt einhver gleðilegasta breyt- ingin i islensku þjóðlifi á siðustu árum, að útivist er að verða almenn meðal fólksins. í þvi efni sér sannarlega staði þess mikla starts sem áhugafélög og sjálfboðaliðar hafa lagt á sig við að tilreiða almenningi aðstöðu jafnt i byggð sem á fjöllum uppi. Og þess sér einnig staði að stjórnvöld hafa á siðustu árum lagt miklu meira af mörkum en áður til þessara mála. En svo mikilvægur sem þáttur stjórnvaldanna er, jafnt rikis sem sveitarfélaga, verður hann aldrei metinn til ;jafns við eigið sameigirúegt fram- tak frjálsra félagasamtaka. Og satt að segja læðist að mönnum grunur um að enn geti opinberir aðilar gengið lengra til liðs við félögin, geti látið þeim meira eigið fjármagn eftir án skatttöku af þeim sem sjálfviljugir leggja fram fé til þessara þjóðþrifa, og að stjórnarvöldin gætu gefið félögun- um enn þá meiri hvatningu og enn þá meira frjáls- ræði til að láta gott af sér leiða. Það er nefnilega með þetta eins og gróðurinn að ræturnar eru að neðan og blómið vex upp, og þá best þegar það fær frið til að dafna. í þessu sambandi má þó minnast þess og fagna þvi að framlög til iþróttamála hafa mjög verið aukin i nýjum fjárlögum islenska rikisins. En á páskum minnumst við ekki aðeins upprisu náttúrunnar,vorsins;og þeirra tækifæra sem góð lifskjör hafa veitt okkur til þess að njóta vordægr- anna. Páskarnir eru meginhátið kristinna manna, og páskaundrið er grundvöllur þeirra miklu atburða, þeirra timamóta i veraldarsögunni sem urðu þegar lögmálum heims og náttúru var svipt til hliðar með upprisu Krists. Eftir þann atburð er allt breytt i lifi manns og heims, og allt verður að endurmeta i þvi ljósi. Heiminum var birt háleitt takmark, og mönnunum opinberað ætlunarverk þeirra. Og á páskum, þegar vorið ris og gróðurinn fer senn að vakna af dvala, er það ef til vill skýrara og ljósara en á öðrum stundum hvað i þvi ætlunar- verki mannsins er fólgið að vera samverkamaður skaparans i veröldinni, fylgismaður frelsarans og áheyrandi andans. öll þjóðþrif og allar sannar framfarir eru af þessum toga spunnar og verða metnar með þessari mælisnúru. Timinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra páska. JS Nú er um þaö bil eitt ár liöiö siöan hersveitir frá Tanzaniu og uppreisnarmenn frá Uganda réöust inn i höfuöborg Uganda, Kampala, og steyptu hinum al- ræmda Idi Amin af stóli. Sföan hefur óreiöa i landinu magnast, efnahagslifiö i rústum og viöa I landinu jaörar viö hungursneyö. Um þessar mundir eru lika rúm 9 ár liöin frá þvi Idi Amin steypti af stóli I Uganda Milton Obote forseta sem flúði til Tanzaniu og hefur siöan búiö I næsta húsi viö Julius K. Nyerere Tanzaniuforseta. Alla sina stjórnartiö óttaöist Amin aö Obote mundi snúa aftur og lét hann taka af lifi mörg þúsund fylgismanna hans. Eh þegar Amin var loks steypt hélt Obote kyrru fyrir I Tanzanlu og rak áfram „supermarkaöinn” sinn I Dar es Salaam. Nú er hins veg- ar kominn hans timi, telur hann, og hefur hann nýlega lýst því yfir aö hann bjóöi sig fram til forsetakjörs I Uganda á þessu ári. Þegar Tanzanfuher steypti Amin af stóli I apríl á siöasta ári var Yusufu Kironde Lule skipaöur forseti til bráöabirgöa. Hann hóf strax aö losa sig viö kunna fylgismenn Obote úr stjórninni og sýndi ýmsar ein- ræöistilhneigingar aö mati Tanzaniumanna. Honum var skipaö aö standa fyrir máli slnu 1 Dar es Salaam og þaöan var hann sendur I útlegö til London. A eftir honum á valdastóli I Uganda kom Godfrey Binaisa og hefur hann setiö þar siöan, i seinni tiö aöallega vegna þess aö þingiö i Uganda hefur ekki getaö komiö sér saman um ein- hvern annan. Tanzanlumenn eru heldur ekkert hrifnir af Binaisa og hefur Nyerere ný- lega lýst þvl yfir að hann muni kalla allt herliö Tanzaniu burt frá Uganda fyrir árslok. Herliö þetta er eins og nú stendur eina trygging Ugandamanna fyrir votti af lögum og reglu,en vest- rænir feröa- og sendiráösmenn I Uganda lýsa annars ástandinu þar eins og I Villta vestrinu þegar þaö var upp á sitt besta. Binaisa brást þannig viö hótunum Nyerere aö hann sneri sér til Moi forseta Kenya og baö hann um herliö en þeirri um- sókn var hafnaö. Hins vegar herma áreiöanlegar heimildir ab Moi hafi hvatt Binaisa til Obote. þess aö leita á náöir Samveldislandanna og mundu Kenyamenn vera reiðubúnir aö senda gæsluliö á vegum þess. Ennþá er ekki ljóst hverjar undirtektir Binaisa fær hjá breska samveldinu. Það sem einkum hefur orðiö til þess aö Binaisa hefur fallið i ónáö hjá Nyerere er aö hann Astæöan fyrir þvl aö Binaisa og stjórn Uganda óttast brott- flutning tanzanlska hersins er einfaldlega sú að fylgismenn Idi Amins hafa lagst i viking I land- inu.ræna og rupla og standa aö hryöjuverkum . Fleiri metnaöarfullir pólitlkusar hafa og tekiö upp skæruhernaö og skógarlif. Gegn þessum ósóma hafa Ugandamenn oröið aö reiða sig á vörn Tanzaníuhers- ins og dugir hún þó aðeins i björtu. Er llöur að kvöldi tæm- ast allar götur og menn halda sig heima viö. Þaö veröur llka aö segjast aö hefur eins og fyrirrennari hans þótt einráöur og auk þess al- gjörlega mótfallinn þeim sóslal- isma sem Nyerere og Obote eru talsmenn fyrir. Þá hefur Binaisa átt þaö til aö kenna tanzaniska herliöinu um margt sem miöur fer i landinu og hefur Nyerere eölilega tekiö þaö óstinnt upp og þá einfaldlega boöað brottflutning þess. yfirvöldum i Uganda hefur lítiö miöaö i aö uppræta ósómann i landinu og hefur Nyerere fundið aö þvi aö stjórnmálamenn leit- ist helst viö aö mata krókinn I óstjórninni og spillingunni. Hann kvaöst ekki hafa frelsaö landiö undan haröstjórn Idi Amin til þess. Og I augum Ugandaþjóöarinnar er svo komið aö Amin veröur stööugt hvltþvegnari I samanburðinum viö núverandi ástand. Nokkrir fréttaskýrendur hafa þó sett fram þá kenningu aö hótun Nyerere sé þáttur I sam- særi hans og Obote en yfirlýsing Obote kom rétt I kjölfariö á hótun Nyerere. Obote, segja þeir, mundi geta fengiö Tanzaniuher til aö snúa til baka. Og þó Obote sé enn vinsæll meöal mikils hluta þjóðarinnar gæti sú staöreynd vegiö þyngst á metunum þegar Ugandamenn kjósa sér nýjan forseta, llklega I nóvember næstkomandi. Uganda er sannarlega engin undantekning hvaö þaö varöar aö erfitt getur veriö aö koma á reglu og leikreglum lýöræöis I landi sem búiö hefur lengi viö haröstjórn og innanlandsdeilur. Vestrænir diplómatar I Uganda telja flestir að helsta vonin til þess aö ástandiö geti lagast sé aö fljótlega takist aö kjósa meö traustum meirihluta nýja stjórn i landinu. Þangaö til er einskis góös aö vænta. Og raunar er þaö þégar fyrirsjáanlegt aö erfitt veröur fyrir hvaöa stjórn sem vera skal aö byggja aö nýju upp efnahagslifiö og fá allan al- menning ofan af þeim háttum sem hann hefur nú tekiö upp og felst I þvi aö svindla, pretta, stela og smygla. Embættismenn I kerfinu stinga undan hinum óliklegustu hlutum til aö selja á svörtum markaöi og stórum hluta kaffiframleiöslu landsins er fremur smyglaö til nálægra landa en aö selja hana á opin- beru veröi. Nyerere hefur nótaö aö kalla heim herliö sitt I Uganda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.