Tíminn - 03.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.04.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. aprll 1980 7 ilíliliil Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: BláfjaHafólkvangur Sú hugmynd, að gera Bláfjöllin að miðstöð fyrir skiðaiðkanir fólksins i byggðunum við sunnan- verðan Faxaflóa, er ekki gömul. Aö vísu höfðu skiðamenn veitt þvf athygli, einkum er líða tók á vet- ur, aö nægur snjór var i brekkun- um i vestanveröum Bláfjöllum, þótt autt væri oröið á hinum hefð- bundnu sklðaslóðum. Löng og erf- iðleið frá veginum gerði það hins vegar ab verkum, að þangað var torsótt og varla á færi annarra en þeirra allra harögeröustu aö sækja þangab til skíðaiökana. Reyndar var það svo I Reykja- vik og nágrannabyggöunum, að nokkrir hópar skiðaáhugafólks höfðu komið sér upp fjallaskálum á vegum iþróttafélaganna vitt og breitt frá Skálafelli i norðri til Jósepsdals i suðri. Þessir skálar voru sóttir um helgar og á stórhá- tiðum.þegarhægt var að komast, en allir vegir á þessum slóðum voru þá niöurgrafnir troðningar, sem tepptust fljótt I snjóum. Við þessi skilyrði gat skiðaiþróttin tæpast orðið almenningsiþrótt, sem öll fjölskyldan tæki þátt i, eins og nú er raun á oröin. Sklðasaga Reykvlkinga og ná- granna þeirra verður ekki rakin I þessari grein. Til þess skortir mig alla þekkingu. Hún er hins vegar ekki lengri en svo, að synir braut- ryöjendanna eru nú á miðjum aldri. Skiðagöngur þeirra Guð- mundar frá Miödal og L.H. Möll- er þóttu hið mesta fréttaefni á sinum tima, eins og lesa má i blöðum, enda sjaldgæft hér syöra, að menn gengju á skiöum á þeim árum. Segja má, að þáttaskil hafi orö- ið, þegar upphækkaöur vegur meö varanlegu slitlagi var lagöur austur yfir Hellisheiði. Þá byrjaði fólk að flykkjast upp i fjöllin á góðviðrisdögum um helgar. Jafn- framt sáu menn, aö skálarnir, sem áhugafólkiö hafði reist, gátu ekki þjónaö slikum fjölda, og nauðsynlegt væri þvi, aö opinber- ir aöilar hlypu undir bagga og bættu aðstöðuna. Reykjanesfólkvangur Um haustið 1969 var samþykkt samhljóða i borgarstjórn Reykja- vikur að beita sér fyrir, aö land- svæðið frá Elliðavatni suður á Krisuvikurberg yrði gert að fólk- vangi i tengslum við Elliðaárdal og Heiömörk. Einnig var sam- þykkt aö taka upp samstarf viö önnur sveitarfélög viö sunnan- veröan Faxaflóa svo og náthlru- verndarráö um könnún þessa svæðis með það fyrir augum, ab þaö gæti oröið friðiyst útivistar- svæði fyrir almenning. Þessi samþykkt byggðist á lögum um náttúruvemd frá 1956. Þessari hugmynd var forkunnarvel tekið af hinum sveitarfélögunum, sam- vinna þeirrahófst um þetta verk- efni, og málib þokaöist af stað. Stofnun þessa mikla fólkvangs þurfti hins vegar langan undir- búningstima, þar sem margs þurfti að gæta. Upphaflega höföu menn talið, að Bláfjallasvæðiö mundi falla innan fólkvangsins. "'tfOLHOLL BLÁFJALLAF^kK^AIs(qUR 'SÁNDFELL HUSFELLSBRUNI STÐRA- KONGSFÉLU r-r L_ ELDBORG náttúruvæ REYKJANES- FÓLKVANGUR Q, ^STORIBOLLI % KÓNGStELL'____ / __________________ 3 krr HEIÐIN HA KERLINGARHNÚKUR Uppdráttur, er sýnir fólkvanginn I Biáfjöllum og nágrenni. Skýringar eru i meginmáli neðar á slðunni. Greinarhöfundur áætlar, að fólkvang- urinn sé 70-80 ferkm. Þegar hins vegar varö ljóst, að nokkur ár mundi taka aö fá fólk- vanginn endanlega samþykktan og á sama tima óx mjög áhugi á sklöalandinu I Bláfjöllum, var á- kveðiö að stofna sérstakan fók- vang um Bláfjallasvæöið. Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólk- vangsins, og með auglýsingu I Stjórnartlðindum tveimur mánuðum siðar má segja, að hann hafi veriö orðinn að raun- veruleika. Þau sveitarfélög, sem i upphafi stóöu að Bláfjallafólk- vangi, voru Reykjavik, Kópavog- ur, Seltjarnarnes og Selvogur. Siðar bættust i hópinn Hafnar- fjörður, Garðabær og Keflavik. Vegna þeirrar samstöðu, sem oröin var um stóra fólkvanginn gekk miklu fyrr og greiöar aö fá samþykki sveitarstjórnanna fyrir stofnun Bláfjallafólkvangs en ætla má, að annars heföi oröið. Hvert hinna sjö sveitarfélaga á einn mann i stjórn, og eiga nú eftirtaldir fulltrúar þar sæti: Gestur Jónsáon, Reykjavik, Karl B. Guðmundsson, Seltjam- amesi, Guttormur Sigurbjöms- son, Kópavogi, Olafur Nilsson, Garðabæ, Eggert ísaksson, Hafn- arfirði, Guðleifur Sigurjónsson, Keflavlk, og Guðmundur Björns- son, Selvogi. NUverandi formaður Bláfjalla- Kristján Benediktsson. nefndar er Gestur Jónsson, en áður hafa gegnt formennsku Elln Pálmadóttir og Þóröur Þ. Þor- bjarnarson. IþróttafulltrUi Reykjavikur Stefán Kristjánsson, er framkvæmdastjóri Bláfjalla- nefndar og hefur yfirumsjón meö daglegum rekstri. Fólkvangs- stjóri er Þorsteinn Hjaltason. Sögulegur aðdragandi Eins og áður er að vikiö, höföu skiðamenn við sunnanverðan Faxaflóa litið löngunaraugum til vesturhliða Bláfjallanna, sem blöstu við frá byggöunum. Aö frumkvæði Skiöaráös Reykjavik- ur var árið 1967 sett á fót nefnd til aö gera tillögur um nýtt sklöa- svæði til viöbótar þeim, sem fyrir voru. Gerði nefndin tillögu um Bláfjöllin, og hlaut sú tillaga samþykki skiðaráðsins. Um sum- arið og haustið 1971 var unnið aö fjárútvegun til vegalagningar suöur með fjallgarðinum frá Austurvegi viö Sandskeið. Fjár- útvegun gekk vel, og lögðu marg- iráhuga- og áhrifamenn þarhönd áplóginn.m.a. Eysteinn Jónsson, sá mikli skiðaáhugamaður. Var vegurinn orðinn skröltfær fyrir páska 1972, og uröu það fyrstu sklöapáskamir i Bláfjöllum. Þar meö var oröin bylting I Utilifsmál- um fólksins I nærliggjandi byggð- um. En þrátt fyrir áhuga skiöa- ráðsins og dugnað margra skiöa- manna, hefði þessu máli ekki þokaö svo skjótt áleiöis, ef ekki I Bláfjöllum eru brekkur við allra hæfi. Þangað er unnt að sækja hress- ingu og a'nægju og koma endurnærður til baka. Skíðaland byggðanna við sunnanverðan Faxaflóa Cr Kóngsgili. Myndin sýnir núverandi byggingar og stólalyftuna, sem liggur upp á fjallshrygginn rétt norðan viö Hákoll. Til hægri, þvert á stólalyftuna liggja tvær lyftur upp á fjallsrana, sem þar gengur fram, en af honum er Armannslyftan á tind Hákolls. tir Eldborgargili. Myndin sýnir báöar Framlyfturnar og skála skfða- deildar Fram. Sklðaland I Eldborgargili er mjög skemmtilegt. Þar er einnig mjög skýlt. hafði annab komiö til. Ahugi borgarfulltrúa I Reykjavik var vakinn á málinu. í april 1970 kemur svofelld tillaga fram I borgarstjórn og er samhljóða vis- ab til Iþróttaráðs: „Borgarstjórn Reykjavikur á- kveður að beita sér fyrir þvi, að komið verði upp á næstu árum f nágrenni borgarinnar fullkom- inni aðstöðu til skiðaiðkana fyrir almenning, „sklöamiöstöð”. Telur borgarstjórnin nauðsyn- legt, að sem fyrst verði mörkuö á- kveðin framtiðarstefna varðandi uppbyggingu slfkrar „miðstöðv- ar”, bæði aö þvf er varöar stað- setningu hennar og búnað. Til að hrinda þessu máli I fram- kvæmd telur borgarstjórnin æski- legt að ná sem viðtækustu sam- starfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og þau félög og félagasamtök, er hafa skfða- iþróttina á stefnuskrá sinni. Borgarstjórn felur Iþróttaráði að hafa forgöngu i þessu máli af sinni hálfu. Skal það skila grein- argerö og tiilögum um máiið til borgarstjómar, áður en fjárhags- áætiun borgarinnar fyrir næsta ár veröur ákveöin”. Þar með var Reykjavikurborg orðin beinn aöili og um leið frum- kvööull að þvi að koma upp skiöa- aöstöðu. Framhaldið varð svo stofnun fólkvangsins, eins og rak- ið hefur verið. Framkvæmdir Allt frá þvi að vegurinn kom 1972, hefur veriö unnið sleitulaust aö uppbyggingu svæðisins, mest á vegum sveitarfélaganna, sem aö fólkvanginum standa, en einnig nokkuð af hálfu iþróttafélaganna Armanns, Fram og Breiöabliks, sem öll hafa aöstööu á Bláfjalla- svæðinu. Þannig hefur vegurinn verið bættur ár frá ári og bila- stæði aukin. Þá hafa lyftur veriö reistar, brekkur lýstar, skálar byggöir, lagðar göngubrautir og þær merktar. Sé framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna skipt niður á ár- in, litur framkvæmdaröðin þann- ig út. Kostnaðartölur eru á verö- lagi hvers árs: Ar: 1972: Keyptur og reistur skiöa- skáli lOOferm. Þennan skála lét Reykjavikurborg reisa, og er hann séreign Reykjavikur enn. Kostn. kr. 1.127.363. 1973: Lögö raflina frá Sandskeiöi i Kóngsgil. Byggt geymsluhús og spennistöö. Kostn. kr. 8.877.692. 1974: Reistar tvær sklðalyftur, diskalyftur, sem hvor um sig er ca. 300 m löng og flytja samtals 1400 manns á klukkustund. Kostn. kr. 12.854.967. 1975: Lokið við uppsetningu lyftn- anna, lyftuhús o.fl. Kostn. kr. 11.365.621. 1976: Keyptur vandaður snjótroö- ari og ein brekka flóðlýst. Kostn. kr. 14.400.986. 1977: Unnið viö vegabætur, blla- stæði gerð fyrir 500 bila, keypt og sett upp salernisbygging, raflina lögð i Eldborgargil. Kostn. kr. 39.057.212. 1978: Reist stólalyfta ca. 700 m löng, afköst 1200 pr. klst. Mikiö unnið að brekkulögun. Kostn. kr. 108.561.647. 1979: Lokiö frágangi á stólalyftu. Unniö aö vegagerð og brekku- lögun. Gerð ný bilastæði fyrir 150 bila. Brekka við stólalyftu flóðlýst. Reist skemma fyrir snjótroöara, vélsleða og önnur áhöld. Kostn. ca. kr. 130.000.000. Kostnaöi við framkvæmdirnar i Bláf jöllum hefur verið skipt á að- ildarsveitarfélögin I hlutfalli vib ibúafjölda þeirra. Miöað við 1. desember 1978 var prósentuskipt- ing kostnaðarins sem hér segir: Reykjavik 67,89% Kópavogur 10,80% Hafnarfjörður 9,90% Framhald á bis. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.