Tíminn - 12.04.1980, Qupperneq 3
Laugardagur 12. april 1980
3
Lista- og menningarsjóöur Kópavogs sýnir
Verk frægustu mál-
ara 20. aldarinnar
KL — Á morgun kl. 5 verður
opnuö i Norræna hiisinu mál-
verkasýning, sem er einstæð i
sinni röð hérlendis. Er hér um
aö ræöa málverk úr safni
skautadrottningarinnar frægu
Sonju Henie og manns hennar,
útgerðarmannsins Niels
Onstad, en i safni þeirra í Osló
er að finna verk frægustu og
mestu meistara 20. aldarinnar.
Má þar nefna Picasso, Matisse,
Klee, Miró, Léger, Munch, Jorn
og svona mætti lengi telja. Er
þvi um einstæðan listviðburð aö
ræöa á íslandi að fá myndir
þessara frægu manna hingað á
sýningu.
Það er Lista- og menningar-
sjóður Kópavogs, sem stendur
fyrir þessari sýningu og hefur
með henni i huga að styrkja
byggingu Listasafns Kópavogs,
sem nú er undirbúin. Aðal-
hvatamaðurinn aö sýningunni
er Frank Ponzi, ráðunautur um
listasafnsbygginguna. Er það
raunar fyrir hans tilstilli, að sá
einstæði atburöur hefur gerst,
að erlent safn hefur veriö til-
leiðanlegt til að lána svo merk
verk til sýningar á íslandi, og
eru engar likur til, að sá at-
burður endurtaki sig I bráð.
Gefst þvi Islendingum nú ein-
stakt tækifæri til að viröa fyrir
sér verk meistaranna.
Kópavogskaupstaður á nú
þegar þó nokkuð af listaverk-
um, en engan einn samastað
fyrir þau. Málverk i eigu kaup-
staðarins munu nú vera um 200
talsins, en stærsta heildarsafn
listaverka i eigu bæjarins er 200-
300 skúlptúrar listakonunnar
Gerðar Helgadóttur, sem syst-
kini hennar gáfu Kópavogs-
kaupstað að listakonunni lát-
inni. Sú stórgjöf hefur ýtt á eftir
með byggingu listasafns á
staðnum, enda fylgdu þeir skil-
málar gjöfinni. Hefur húsinu
verið valinn staður vestan gjár.
Er ætlunin að byggingin verði
1500fm að stærð, i'henni veröi 3
salir, einn þar sem málverk i
rigu safnsins verði sýnd, annar,
þar sem verk Gerðar verða til
sýnis, og sá þriðji, þar sem
haldnar verði einstakar sýn-
ingar. Er gert ráð fyrir, að ört
verði skipt um sýningarmuni i
tveim fyrrnefndu sölunum. A
milli salanna veröa laus skil-
rúm, þannig, að gera má úr
þeim öllum einn stóran sal,
þegar þurfa þykir.
Sýningin i Norræna húsinu
stendur yfir 13.-27. april og er
fólk hvatt til að missa ekki af
þessu tækifæri til að komast i
snertingu við heimslistina, það
er ekki víst, að annaö tækifæri
gefist á næstunni.
1 sjónvarpi i kvöld veröur 45
minútna löng kvikmynd um
safn Sonju Henie og Niels
Onstad. Er hún i lit. 1 þeirri
mynd bregður fyrir mörgum
þeirra mynda, sem eru á sýn-
ingunni i Norræna húsinu og
viðtöl við suma listamannanna.
1 safninu fer fram margvisleg
starfsemi á hinum ýmsu lista-
sviðum og er þar aldrei deyfð og
doði.
Aflinn í mars 616 þús. lestir
AM — Alls veiddust hér við land
92860 lestir af þorski i siðasta
mánuði, samkvæmt yfirliti Fiski-
félags Islands. 1 fyrra veiddust af
þorski 71947 lestir i mars. Þorsk-
aflinn i mánuðinum skiptist
þannig á landshluta: Suöurland
17834, Suðumes 20547, Hafnarfj.
6876, Vesturland 18027, Vestfirðir
8155, Norðurland 12080, Austfirðir
8808. Erlendis var landað 573 lest-
um af þorski.
Heildaraflinn i mánuðinum var
616436 lestir. Þar af var loðna
391204 lestir, rækja 3001 lestir og
hörpuskel 2117 lestir.
Sjómannafélagiö Jötunn:
Vill samninga um
helgarfri sjómanna
— sendir vestfirskum sjómönnum baráttukveöjur
HEI — „Aöalfundur Sjómanna*
félagsins Jötuns i Vestmannaeyj-
um lýsir furðu sinni og vanþókn-
un á þvi ófremdarástandi sem
rikir i samningamálum islenskra
sjómanna. Nú er að hefjast þriðja
áriö frá þvi að samningaviðræður
hefjist á næstunni”, segir i ný-
legri samþykkt félagsins.
Skoraði þvi fundurinn á sam-
bandsstjóm Sjómannasambands
Islands og öll stéttarfélög I land-
inu, og taka nú þegar ákvörðun
um næsta skref i kjarabaráttu
sjómanna.
Fundurinn lýsti yfir stuðningi
við kröfur Sjómannafélags Isa-
fjarðarog sendir vestfirskum sjó-
mönnum baráttukveðjur vegna
vinnudeilu þeirra.
Jafnframt var harölega átalinn
sá dráttur sem alltaf verður á
ákvörðun um fiskverð.
Einnig urðu miklar umræður
um fritima sjómanna og var sam-
þykkt að formaður félagsins færi
fram á samningaumleitanir viö
Útvegsbændafélag Vestmanna-
eyja um helgarfri sjómanna.
Lánsfjáráætlun verð-
ur að ná niður
— segir Guömundur G. Þórarinsson
JSG — ,,Þaö er alveg ljóst að ekki
er vilji fyrir þvi innan þingflokks
Framsóknarflokksins að sam-
þykkja lánsfjáráætlun að upphæð
94 milljarða króna. Það verður að
ná henni niður, þó það reynist
vafalaust erfitt,” sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson i viðtali
við Timann I gær, en Guðmundur
er einn þriggja manna sem þing-
fiokkur Framsóknarflokksins
hefur falið að yfirfara þau drög að
iánsfjáráætlun sem fjármáiaráð-
herra hefur kynnt þingflokkun-
um. Aðeins hluti Iánsfjáráætlunar
hefur formlega veriðlögð fram, i
tengslum við fjárlög, en siðari
hluti hennar er nú til meðferðar
hjá stjórnarflokkunum og hafa
þingmenn Framsóknarflokksins
lýst óánægju með þau drög sem
liggja fyrir og vilja gæta meira
aðhalds i lántökum en f drögunum
felst.
Guðmundur G. Þórarinsson
minnti á að i stjórnarsáttmálan-
um væru nokkur ákvæöi er snertu
lánsfjáráætlunina. Þar væri fyrst
kveðið á um að greiðslubyröi af
erlendum lánum yrði ekki meiri
en 15% af útflutningstekjum.
Þetta ákvæði var byggt á athugun
Þjóðhagsstofnunar frá þvi um
áramót, um að greiðslubyröin af
eldrilánum yröi 14.1% I ár, siðan
þessi athugun var gerð hafa að-
stæður á erlendum fjármagns-
mörkuðum breyst svo að
greiðslubyrðin er nú talin verða
um 15.9%, og það án þess að
nokkur ný lán verði tekin. Þetta
ákvæði stjórnarsáttmálans gæti
þvl ekki gilt bókstaflega lendur,
en á móti kæmi að I ákvæðinu
hefði upphaflega falist að lántök-
ur í ár yrðu milli 70 og 80 mill-
jarða, og við þetta vildu fram-
sóknarmenn nú standa.
„Vandinn viö að skera lánsfjár-
ætlun niður núna, til þess aö hún
fari ekki fram yfir 80 milljaröa,
er að I seinni hluta hennar er fatt
hægtaðhreyfa. Þareru t.d. lán til
Hrauneyjafossvirkjunar og lán til
flugvélakaupa sem þegar er búið
aö ganga frá. Viö gerðum ráö
fyrir meira svigrúmi i sinni
hlutanum og ég er viss um að
þann fyrri hefðum við aldrei sam-
þykkt ef okkur hefði veriö ljóst
hvaö i restinni fólst,” sagði Guö-
mundur ennfremur. „Við veröum
þviaðdraga úr áætluninni i heild,
en einnig kemur til greina aö
fresta einhverjum af fyrirhuguð-
um framkvæmdum fram yfir
áramót.”
„A næstu dögum verður að taka
á þessu máli, og finna launs sem
stjórnarflokkarnir geta sætt sig
við. Af hálfu Framsóknarflokks-
ins eru, auk min, þeir Halldór As-
grimsson og Ingólfur Guönason,
að yfirfara áætlunina. Lánsfjár-
ætlunina verður að afgreiða fyrir
mánaðarmót,” sagði Guðmundur
að lokum.
Barnaleiktæki
íþróttatæki
Þvottasnúrugrindur
Vélaverkstæði
BERNHARÐS HANNESSONAR
Suðurlandsbraut 12. Slmi 35810
.V.V.V.V.V.V.’.V.W.V.V^
RAFSTÖÐVAH jj
allar stærðir i
• grunnafl
• varaafl
• flytjanlegar
• verktakastöðvar
, Garðastræti 6 .*
Símar 1-54-01 & 1-63-41
BÆNDUR —
VIÐGERÐARMENN
Mjög ódýrar
rafsuðuvélar — 1 fasa
1. Margar stærðir
2. Mjög kraftmiklar
3. Truflunar- og hljóðlausar
4. Þola lága spennu
Baldursson h.f.
Ármúla 7 — Sími 8-17-11
Lausar stöður
Tvær fulltrúastöður við embætti ríkis-
skattstjóra eru lausar til umsóknar.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið em-
bættisprófi i viðskiptafræði, lögfræði eða
endurskoðun. Víðtæk þekking á skatta-
málum, þjálfun og starfsreynsla á sviði
þeirra, sem umsækjandi án embættisprófs
í áðurnefndum greinum hefur öðlast,
getur þó komið til álita við mat á umsókn-
um og ráðningu.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, skaí senda rikis-
skattstjóra,Skúlagötu 57, Reykjavík, fyrir
20. mai nk.
RÍKISSKATTSTJÓRI
11. apríl 1980.