Tíminn - 12.04.1980, Síða 9

Tíminn - 12.04.1980, Síða 9
Laugardagur 12. april 1980 13 Minning Halla Jónsdóttir frá Kollslæk Halla Jónsdóttir fyrrum hús- freyja á Kollslæk i' Hálsasveit i Borgarfiröi lést á föstudaginn langa nær niræð aö aldri. Hún veröur jarösett i Stóra-Asi i dag. Halla Jónsdóttir fæddist 26. sept. 1890. Foreldrar hennar voru Jón Erlingsson bóndi á Noröur- reykjum en siöar á Kollslæk og kona hans, Þórunn Hannesdóttir. Halla ólst upp hjá foreldrum sin- um á Kollslæk. Hún átti einn bróöur, Stefán, sem var bóndi á Gröf i Lundareykjadal og er lát- inn fyrir fáum árum. Um tima dvaldist Halla i Reykjavik um tvitugsaldurinn hjá hjónunum i Ananaustum, og bar ætiö mjög hlýjan hug til þess fólks. Halla fór i Hvitárbakkaskóla, og þar kynntist hún manni sinum, Andrési Vigfússyni frá Asakoti i Biskupstungum, en foreldrar hansvoru Vigfús Vigfússon bóndi þar og Valgerður Ingimundar- dóttir. Halla og Andrés gengu i hjóna- band4. júli 1919og voru fyrstu tvö árin á Uppsölum i Hálsasveit, en fluttust siöan aö Kollslæk 1921 og bjuggu þar til 1956, er þau fluttust til dóttur sinnar aö Stóra-Asi og áttu þar heima siöan. Andrés og Halla eignuöust tvær dætur, Þór- unni, f. 4. mars 1919, sem gift er Magnúsi Kolbeinssyni bónda i Stóra-Asi, og Valgeröi, f. 5. febr. 1920, en hún lést 15. júli 1921. Andrés Vigfússon lést 1971. Kollslækur er fremur landsmá jörð efst i Reykholtsdal. En land- iö er vel gróiö, hagsælt og kjarn- gott. Halla og Andrés bjuggu þama fremur litlu búi en nota- drjúgu. Andrés var verkmaður góöur og ágætur fjármaður, hag- sýnn og búhagur i besta lagi. Hann átti ekki jöröina framan af búskap sinum og þaö hvatti ekki til mikilla jaröarumbóta á þeim dögum, og þegar þau Kollslækj- arhjón eignuðust ábýli sitt, var liöiö á dag hjá þeim. Búskapur þeirra var þvl I eldri stil en al- mennt geröist á þessum slóðum um miöja öldina. En þar var vel staöiö aö verju verki, öll umhiröa frábær úti sem inni. Þar sat alúö- in I öndvegi og bar ávöxt I rikum mæli. Halla á Kollslæk var friö kona, greind og skapstillt, hjartaheit og brigöalaus aö allri gerö. Hún var hin myndarlegasta húsmóöir, vandvirk, hagsýn og verkastór. Heimiliö var riki hennar, þar sem umhyggja og ástúö var lögmál, og ekkert skorti á samheldni og samlyndi hjónanna. Þar áttu margir skjól og hlif, ellin I van- mætti slnum og æskan á þroska- leiö. Foreldrar þeirra hjóna dvöldust þar meira eöa minna á efstu árum og hlutu þar hvild og umhyggju. Böm ættar- og vina- fólks dvöldust oft á heimili þeirra á sumrin, og tvö systurbörn Andrésar ólu þau upp aö miklu eöa öllu leyti. Annaö þeirra, Eyjólf son Þorbjargar Vigfús- dóttur og Siguröar Eyjólfssonar, sem bjuggu I Bygggaröi á Sel- tjarnarnesi og slðar I Reykjavik, tóku þau þriggja ára I fóstur og ólu hannupp. Þessi fjölskylda var barnmörg, og þegar Þorbjörg Vigfúsdóttir lést frá barnahópn- um, tóku þau Kollslækjarhjón einnig Baldur son hennar alveg I fóstur tlu ára gamlan og önnuðust hann til fullorðinsára. Þau voru báöum þessum drengjum sem foreldrar og þeir festu á þeim varanlega sonarást. Eyjólfur býr nú I Reykjavlk kvæntur Ingu Torfhildi Magnúsdóttur, og Bald- ur I Sandgeröi, kvæntur Þóru Þorgilsdóttur. Áriö 1930 reistu þau Andrés og Halla sér bæ á Kolslæk. Þetta var litiö ibúöarhús, byggt meö nokkr- um bæjarsvip og vandaö hús aö allri gerö, kjallari var steyptur en aöalhæö úr timbri og torfþak á járni á þaki. Þar voru verk svo vönduðogvelumgengiðsföan, aö þar hefur allt staðið og er enn með svipuöum ummerkjum eftir hálfa öld, meira að segja járniö undir torfþakinu að mestu hiö sama, en aö sjálfsögöu vikur nú þessi gamli og fallegi bær upp I dalshliðinni fyrir nýju og betra húsinýs bónda áKollslækcg verö- ur rifinn. En þaö var fallegt aö horfa heim aö Kollslæk neöan af veginum um miöja öldina, þar sem lltill og stllhreinn bær stóö I iðja grænu, hallandi túni meö úti- hús friö aö veggjum og stöfnum, oghvarvetna blasti viö hiröusemi búenda, alúö og iöjusemi. Og kæmi gesturinn heim á hlaö var honum tekiömeö látlausri alúö og ljúfri einlægni, og þegar inn var komiö uröu húsakynnin stærri og bjartari en hann haföi grunaö. Hreinlætiog umhiröa blasti hvar- vetna viö, og Halla húsfreyja bar fram höföinglegar veitingar, þar sem ekkert varskorið viö nögl, og þó stillileg og nærgætin umhyggj- an sist af öllu. Þegar ,þau Kollslækjarhjón voru rúmlega hálfsjötug aö aldri brugöuþaubúi 1956 og fluttust aö Stóra-Asi til Þórunnar dóttur sinnar og Magnúsar manns henn- ar. Þauvoru þóenn I góðu fjöri og lögöu ekki hendur I skaut. Andrés stundaöi einkum fjármennsku kvikur á fæti og verkahraöur, en Halla vann margt innan bæjar. Andrés hélt fjöri og starfsorku þangað til banameiniö tók af skariö. Halla hélt góðri heilsu og var vel ern fram yfir áttrætt, en þá tók aö sjálfsögöu aö halla und- an, og um þeð Ieyti varö hún fyrir þvl óhappi aö lærbrotna, og eftir þaövarð húnaönota hjólastól. En hugarstyrk, stillilegri gleöi sinni, sjón og heyrn hélt hún fram á siö- ustu ár, og fötum fylgdi hún flesta daga fram á þetta ár, en aö sjálf- sögöu þurfti hún mikillar hjúkr- unar viö. A þá umhyggju skorti ekkert af hendi dóttur og tengda- sonar og annarra, er næst henni stóöu. Henni voru þaö gleöistund- ir þegar sveitungar, vinir og ætt- ingjar settust hjá henni og ræddu um liöna tiö. Þá varö bros hennar milt og svipurinn ylhýr. Enginn veit að visu til hlltar um lifsham- ingjuna I annars garöi, en ég er illa svikinn, ef hún hefur ekki veriö heimagangur hjá þeim Hölluog Andrésiá Kollslæk langa ævi þeirra. Þau voru fátæk aö veraldarauöi eins og flestir af bændakynslóö þeirra I islenskum sveitum, en þau áttu meira aö gefa en margir þeir, sem ganga meö fulla vasa fjár, og þeim brást aldrei það örlæti sem máli skiptir I li'finu. Halla á Kollslæk bar þá prýöi, sem húsmóöir á Islenskum sveitabæ getur bestri skartaö og I hugum þeirra, sem þekktu hana vel, ber hana hátt I þeim fjöl- menna systrahópi. Andrés Kristjánsson Blómgaö ribs. sjálfsáningu og er oröiö þar al- gerlega ilent. Nauösynlegt getur veriö aö úöa ribs meö lyfjum gegn skóg- armökum og loftlúsum. Skógar- maökar eru fiðrildalirfur, fleiri en ein tegund. Þeir naga lauf ribs (o.fl. runna og trjáa) svo þau veröa götótt, visna jafnvel og falla. Blaölýsnar sjúga safa úr blöðunum, sem fá föla bletti og vefiast stundum utan um lýsnar og maökana. Þarf aö úöa áður en svo veröur — á vorin eöa framan af sumri. Tlö úöun á blööin meö vatni gerir nokkurt gagn. Þaö sem hér er sagt um ribs, gildir einnig um sólber, en sól- berjarunninn er heldur viö- kvæmari en ribs, náskyldur og svipaður, en stæk lykt er af blööum hans og berin svört. Ribsber eru venjulega rauð, en til eru afbrigöi meö hvit ber. Rauöar vörtur sjást alloft á greinum ribs og sólberja, af völdum svepps. Ber aðallega á þeim á dauöum eöa lasburöa greinum og skal sniöa þær af. Myndin sýnir ribsgrein meö blómaklösum og nýsprottnu laufi. Er auðvitaö mikilsvert aö Ingólfur Daviðsson: Muniðaðlaga ribsrunnana Ribs, ööru nafni rauöberja- runnar, þrifst vel viða um land og þroskar ber flestsumur. Ribs er ræktaö til skjóls, skrauts og berjatekju, og mun vera al- gengasti garðrunni hér á landi sem stendur. Arið 1871 er getiö um ribs á 2-3 stööum I Reykja- vik, og 1885 segir Schierbeck landlæknir aö nokkrir ribsrunn- ar og einstöku reynitré vaxi i Reykjavik. Talið er aö eitthvaö af ribsi hafi verið flutt til Reykjavikur frá Danmörku um 1850. Nú vex ribs svo aö segja I hverjum garði og hafa fáar tegundir þrifist eins vel og þaö. „Ribsiö hefur mikiö verið ræktaö hér á landi, einkum siö- an um aldamótin”, ritar Einar Helgason garöyrkjumaöur og hvetur jafnframt til aö fjölga þvi hér heima með græölingum, þaö sé réttara en að flytja allt inn. Fjölgun meö sveiggræöslu lánast einnig vel. Ribsið vex betur I litið eitt raklendum jarö- vegi en þurrum, hann þarf aö vera laus, djúpstunginn og I góöri rækt. Um lögun runnanna með klippingu ritar hinn reyndi garöyrkjumaður Einar Helga- son i bókinni Bjarkir; „Það þarf árlega aö laga runnana til, meö hnif eöa limskærum. Meöan runnarnir eru aö ná hæfilegum þroska eru aöal- greinar hans styttar nokkuö á hverju vori, eöa á útliöanda vetri. Oft þarf lika eitthvaö aö stytta aukagreinar og sumar þarf aö nema alveg burtu, svo runnurinn veröi ekki alltof þétt- ur. Einkum þarf aö taka burtu sumt af greinum þeim, sem vaxa beint upp frá rótinni. Þeg- ar runninn er farinn aö eldast, eru elstu greinarnar teknar burtuviöog viö, til þess aö hann yngist upp og ljós og loft komist betur inn á milli greinanna, veröur þá berjavöxturinn meiri og betri og runninn allaufgað- ur neöan frá séö, en þaö eiga runnar alltaf að vera, annars eru þeir ekki fallegir. Elstu greinarnar þekkjast á þvi, aö þær eru venjulega mosavaxnar, þær eru helst teknar burtu þeg- ar verið er aö grisja runnann. Þaö er fullhart á þvi, að berin þroskist vel hér á landi, nema þar sem runnarnir eru á skjól- góöum staö móti sól. Berja- vöxturinn veröur mestur og bestur, ef ribsiö er gróöursett viö suöurvegg og greinarnar bundnar upp meö veggnum á viö og dreif.” Bæta má þvi viö, að skemmdar greinar og kross- lægjur skal að sjálfsögöu nema burt. Ribs er oft ræktaö i rööum meö 1.25 — 1.50 m millibili. Sem laufrunni þrlfst þaö um land allt, þó skilyröi séu ekki i besta lagi, og gefur gott skjól. Þaö þolir m ikla klippingu og á stöku staö er þaö ræktaö sem stór laufkúla, t.d. úti á grasflöt. Ribs sáir sér oft, hefur m.a. breiöst út um Hallormsstaöaskóg meö tiö sé góö meðan á blómgun stendur, svo berjaspretta geti lánast vel. Kjallaribs (alparibs) er smá- vaxnara og ekki ræktaö vegna berjanna, heldur sem laufrunni, aðallega I lág limgeröi. Það er þvi klippt á annan veg en venju- legt ribs, og á aö mynda lága „lifandi veggi”. Það er venju- lega sléttklippt bæöi á hliöum og aö ofan, svo aö þétt limgeröi myndist. Best reynist aö laga tré og runna meö klippingu snemma vors áöur en safarennsli byrjar og lauf taka aö koma I ljós. Þá veröur plöntunum minna um klippinguna en ella. Sumir klippa i janúar — febrúar og get ur það heppnast, en hættan er sú, að greinaendar visni og kali áeftir i vetrarhörkum, meira en ella. Betra er aö lagfæra á hverju vori heldur en blöa árum samanog klippa svo gassalega i einu. Trjánum og runnunum veröur mikiö um slika stór- klippingu, og eru lengi aö ná sér. Geta má þess, aö nú er tilvaliö aötaka greinabúta af ribsi, viði o.fl. og setja i vatn inni I stofu. Laufgast þá greinarnar fljót- lega og geta haldist alllengi. gróður og garðar MJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR Slmi 11125 jtyn/wylLi 0--D FÖÐUR/ój nó sem bœndur treysta r' 2 Kúafóður — Sauðfjárfóður^ Hænsnafóður — Ungafóður Svinafóður — Hestafóður Fóðursalt MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164, REYKJAVÍK SIMI 11125

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.