Tíminn - 12.04.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 12.04.1980, Qupperneq 6
6 Laugardagur 12. april 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sfðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð í lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuði. Blaðaprent. J Youssef M. Ibrahim: Erlent yfirlit Bandaríkin setja traust sltt á einn mann í Egyptalandi Yfirburöir komi i ljós Mikilvægi samvinnufélaga ræðst af sérstöku eðli þeirra og þeim skerfi sem sagan sýnir að þau hafa lagt fram til framsóknar þjóðarinnar. Gildi sam- vinnufélaga verður best metið af reynslunni af þvi hve vel þau hafa leyst þau verkefni sem þau hafa tekið að sér, hver aflvaki þau hafa reynst i félags legu og efnahagslegu tilliti þann tima sem þau hafa starfað. Mikilvægi samvinnufélaganna sannar saga þjóð- arinnar og byggðin sjálf viða um land. Gildi þeirra birtist i öflugri framleiðslu- og þjónustustarfsemi um land allt, sem er burðarás efnahagslifs og af- komu þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður viða, og enn fremur i félagsstarfi og framlagi til menningar- mála sem hefur verið fólkinu ómetanlegt. Haukur Ingibergsson skólastjóri ritaði grein i timaritið Samvinnuna á sl. ári og fjallaði þar um sannvirði i viðskiptum manna sem er meginmark- mið samvinnustefnunnar. í grein sinni segir Hauk- ur m.a.: „Gundvöllur samvinnufélaganna er sá að menn skipti við sin eigin félög og að félagið tryggi félags- mönnum sinum vörur eða þjónustu á þvi verði sem raunverulega þarf til að kosta, án þess að þar bætist við milliliðagróði. Það er sannvirði varanna”. Þetta er meginmarkmið samvinnuhreyfingar- innar.Undir þessu sólarmerki hefur hún tekist það á hendur að standa vörð um hagsæld i heimahögum fólksins. Samvinnufélögin geta ekki fært auð úr garði i annan stað, heldur ávaxtast þessi auður hjá þeim sem skapa hann. Og i samvinnufélaginu eiga þeir sjálfir auðinn og hafa tækifæri til þess að ráða ráðum sinum um meðferð hans og ráðstöfun i krafti þess að félögin lúta lýðræðislegri stjórn. Með þvi að benda á þessi augljósu megineinkenni samvinnufélaganna er einfaldlega lögð áhersla á fyrirbæri sem hver maður getur staðreynt með reynslu eða athugun. Með þessum orðum er ekki verið að varpa rýrð á önnur rekstrarform, svo sem einkarekstur bænda aða annarra einstaklinga eða félaga, eða opinberan rekstur þar sem hann á við og verður réttlættur. Veröldin er miklu viðáttumeiri og fjölbreytilegri en svo að hún verði læst i eina og að- eins eina formúlu, en sú mikla staðreynd dregur ekki að sinu leyti úr sérkennum eða mikilvægi sam- vinnuhugsjónarinnar. Haukur Ingibergsson skólastjóri bendir á það i grein sinni hversu þröngar skorður samvinnuhreyf- ingunni eru sniðnar i þjóðfélagi okkar. Hann segir m.a.: ,,Það má segja að almennt sé komið nokkuð fast mat á það hvað sé sannvirði. Sannvirði er ákvarðað með opinberum tilskipunum og samningum aðila undir verndarvæng rikisvaldsins. Vegna hinnar fé- lagslegu uppbyggingar og félagslegu viðhorfa sem rikja i samvinnurekstri hefur samvinnuhreyfingin haft áhrif á sköpun þessa „sannvirðis”. Hinu er ekki að leyna að þessi viðtæku afskipti rlkisvaldsins af verðlagi gera það að verkum að yfirburðir samvinnurekstrarins eru ekki eins aug- ljósir og þeir áður voru”. Mergurinn málsins er einmitt þessi: Aðeins at- hafnafrelsi, jafnrétti ólíkra rekstrarforma og eigin ábyrgð félaga og einstaklinga á ákvörðunum sínum leiðir í ljós hvernig keppt er að markmiðunum og hvar yfirburðina er að finna. JS — Anwar el-Sadat Strætisvagnarnir streitast á milli biðstöðvanna i Karió yfir- fullir af fólki á leið til vinnu sinnar. Þessir vagnar — eins og fjölmargt annað — eru gjöf Bandarikjanna til egypsku þjóðarinnar. A þeim er merki Þróunarstofnunar Bandarikj- anna, handabandið, en það fjár- magn sem hún hefur siðustu ár- in dælt til Egyptalands er meira en stofnunin hefur áður varið til aðstoðar við nokkurt eitt rfki. Hvort sem það verður til góðs eða ills hefur amerisk-egypska „hjónabandið” verið innsiglað með stöðugum straumi sérfræð- inga, verkfræðinga, þing- manna, vopna og hvers konar aðstoðar frá Bandarikjunum til Egyptalands. Og með þessu hjónabandi hafa Bandarikin fengið Anwar el-Sadat forseta Egyptalands fjöregg hagsmuna sinna i Mið-Austurlöndum til gæslu. Fyrir nokkrum dögum tók Sadat enn dirfskufulla ákvörðun er hann bauð til sin öðrum manni, sem i eina tið gætti fjör- eggs Bandarikjanna i þessum heimshluta. Egypskir borgarar, sem búa yfir svolitlu illkvittnu skopskyni, stóðust ekki freist- inguna. Þeir lýstu þessum at- burði svo, að nú væri nýi keisar- inn að faðma gamla keisar- ann. Bandariskir og evrópskir sendifulltrúar fóru greinilega hjá sér við samlikinguna og þoldu illa athöfnina. Gagnrýn- endur Sadats hafa haldið þvi fram að næg væru vandamál Egypta fyrir þó þeir færu ekki að veita skjól hinum fallna keis- ara íran, Mohammed Riza Pahlevi, sem öll önnur riki hafa skirrst við að hýsa, þar á meðal Bandarikin. I heildina tekið viröist þó egypska þjóðin hafa sætt sig við þá skýringu Sadats, að hún ætti keisaranum skuld að gjalda er hann hjálpaöi Egypt- um um milljónir dollara i formi oliu og fjárhagsaðstoðar árin 1973 og 1974, þegar egypskt efnahagslif var hvað kvaldast af afleiðingum striðsins við Israel. Sú tilfinning var almenn meðal borgara Egyptalands, er þeir litu keisarann fölan og veiklu legan, er hann kom til Kairó frá Panama, og sem fjórum dögum seinna gekkst undir krabba- meinsskurðaðgerð, að hann væri hrjáð gamalmenni sem ætti skiliö að fá að deyja 1 friði. Þar fyrir utan virtist sem mönnum stæði á sama um að hann væri kominn, og að hann dveldist á hersjúkrahúsi i ný- tiskulegu úthverfi Kairó virtist ekki skipta máli. Önnur málefni eiga hug Kairóbúa allan, svo sem há húsaleiga, skortur á matvælum og hverskyns þjónustu og sterkur orðrómur um vaxandi spillingu i embættismannakerf- inu. Að ógleymdum friðarvið- ræðunum og hver ósköpin hafi orðið af vináttu þeirra Sadats, Jimmy Carters og Menachem Begins, forsætisráðherra ísrael. Ari eftir að friðarsamningur- inn var undirritaður af þeim þremenningum við yfirmáta hátiðlegt tækifæri fer nú uggur Egypta mjög vaxandi er gallar hans verða ljósir, skuldbinding- ar og afleiðingar. Egyptar eru farnir að finna til innilokunar- kenndar i Arabaheiminum og i þriðja heiminum yfirleitt þar sem flestir vinir þeirra voru áð- ur. Fulltrúar Egyptalands hafa veriö hraktir á brott frá öllum fundahöldum Arabarikja, Arababandalaginu, Afriskum bandalögum og Samtökum óháöra rikja. , Sadat tekur á móti keisaranum Margendurtekin loforð Sadats um að árið 1980 yrði framfara- árið mikla virðast ekki ætla að rætast. Nýja árið hefur heilsað með 30% verðbólgu, merkjum um vaxandi harðstjórn og þeirri staðreynd að Egyptar eru nú nær algjörlega háðir Bandarikj- unum um aðstoð. matvæli og vopn. Háttstemmdar vonir um að friðargjörðin muni leiða til lausnar Palestinuvandamálsins hafa fokið út i veður og vind með vaxandióbilgirni stjórnar Begin i Israel sem stundar landnám ákafar en nokkru sinni og dælir stöðugt fleiri tsraelsmönnum inn á hernumin svæði Palestinu- manna á Vesturbakkanum og Gaza. Sadat sýnir þó engin merki um uppgjöf eða áhyggjur. „Hann er alveg sannfærður um að öll Arabarikin eigi eftir að snúast til fylgis við hann”, segir vestrænn sendiráðsmaður, sem er nákunnugur þankagangi for- setans. Embættismenn forset- ans sem styðja hann i þessum efnum,benda á að Egyptar hafi ekki beðið skipbrot þó Araba- rikin hættu 800 milljón efna- hagsaðstoð við þá á ári. Hins vegar fá Egyptar nú rúma bill- jón dollara frá Bandarikjunum á hverju ári og herma heimildir i Bandarikjunum að engin ástæða sé til að ætla að eitthvert lát verði þar á i náinni framtið. Egypskt efnahagslif sem átt hefur við að striða óskaplegan vanda um áratugarskeið sýnir þrátt fyrir allt nokkur bata- merki. Þjóðartekjur uxu á sið- asta ári, þökk sé útflutningi á hráoliu (1,3 billjónir dollara) og peningasendingunum frá Egyptum sem vinna við oliu- framleiðslu i nágrannarikjun- um (nær 2 billjónir dollara). En gagnrýnendur Sadats eru ekki sannfærðir. Það eina sem ljóst er orðið, segja þeir, er að Egyptar björguðust i gegn um fyrsta árið af þvi Arabarikin þrýstu ekki allt of fast að þeim. Þessir og fleiri Egyptar hafa er hann kom til Kairó. og miklar áhyggjur af þvi að haldi sambúð Egypta og Israelsmanna áfram að batna án þess að nokkuð miði i Pale- stinumálinu munu Arabariki jafnframt snúast enn harkaleg- ar gegn Egvptalandi. Þegar gætir vaxandi óánægju i stjórnkerfinu gegn tsrael. Eftir aðeins mánuð i Kairó hefur fyrsti israelski sendiherrann þar, Eliahu Ben-Elissar, mátt reyna það að hann er sniðgeng- inn af egypskum embættis- og stjórnmálamönnum. Embættis- menn hafa og dregið úr menn- ingar- og ferðamannasamstarfi við Israel og nýlega tók Sadat sjálfur upp harðari afstöðu, er hann lýsti þvi yfir að næðist ekkert samkomulag fyrir 26. mai um Palestinumálið, svo sem tilskilið væri i friðarsamn- ingi, mundi „nýtt ástand” skap- ast. Fullvist er talið að Sadat muni á fundi með Carter i Washington leggja mikla áherslu á að ísrael verði að slaka til og sumir telja að hann muni að öðrum kosti hóta að stöðva frekari aðgerðir til bættrar sambúðar, svo sem tilskilið er i samningi rikjanna. En þeir eru lika til, svo sem Is- mail Fahmy fyrrverandi utan- rikisráðherra, sem sagði af sér 1977 til að mótmæla samdrætti Sadats og Begin, sem telja að Sadat hyggist undirrita ein- hvers konar málamyndunar- samkomulag við tsrael um heimastjórn Palestinumanna og losna þar með út úr málinu. I raun og veru veit enginn hvað vakir fyrir forsetanum. Þrátt fyrir skiljanlegan ótta Bandarikjastjórnar við að reiða sig algjörlega á einn mann virð- ist svo sem ekki sé margra kosta völ fyrir Bandarikin. „Við álitum að þetta land sé imynd jafnvægisins i þessum heims- hluta”, sagði Bandarikjamaður nokkur, sem um 15 ára skeið hefur búið i Kairó. „I hreinskilni sagt. Við höfum engan annan til að veðja á”. Þýðing: Kjartan Jónasson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.