Tíminn - 12.04.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. april 1980
7
Sannleikurinn
hassið
um
Ég sá grein meö þessu nafni i
Det bedste fra Readers Digest,
febrúarhefti þ.á. Þar sem hér á
landi eru nýlega stofnuð samtök
til að berjast fyrir frjálsri sölu
kannabisefna þykir mér vel við
hæfi að koma útdrætti úr þeirri
grein á framfæri við islenska
lesendur.
Raunar er rétt að menn viti
það"að slfk félagsstofnun er ekki
einsdæmi. Til eru samtök sem
kalla sig alþjóðleg og berjast
fyrir frjálsri sölu kannabisefna
um allan heim.
Hér er raunar um að ræða
tvær ritgerðir eftir ameriska
visindamenn, þó að birtar væru,
og séu nú, undir einni fyrirsögn.
Varnaðarorð
vísindanna
Viðs vegar að hafa komið frá
visindamönnum varnaðarorð til
þeirra milljóna manna sem
Alvarlegar
heilaskemmdir
eru sannaðar
Doktor Robert Gilkeson er
geðlæknir. Arið 1976 kom til
hans ungur og myndarlegur
maður sem Steven hét. Hann
kvartaði um að sér væri farið að
ganga illa i skólanum, eftirtekt
og minni brygðist sér. Allt sem
hefði áður vakið áhuga hans
fyndist honum nú leiðinlegt,
stúlkurnar lika. Hann væri
þrúgaður einhverjum deyfðar-
dróma.
Steven skýrði svo frá að hann
reykti hass næstum daglega.
Geðlæknirinn bað hann að láta
það ógert i tvo mánuði til
reynslu. Steven var svo
skelkaður að hann féllst strax á
það.
Heilarit sýndi það þegar
Steven leitaði læknisins fyrst að
starfsemi heilans var mjög van-
voru úr hinum svo kallaöa
limbiska hluta heilans. Hann
stjórnar kynhvöt, matarlyst og
tilfinningalifi. Þessi heilahluti
er mjög áþekkur i mönnum og
þessari apategund. Aparnir
höfðu daglega meðtekið hass-
reyk sem svaraði til þess að
maður reykti 2-3 marihuana
sigarettur.
Dr. Heath sýndi með þessum
myndum að heilafrumurnar
höfðu beðið verulegt tjón af
hassinu. Hann vakti sérstaklega
athygli á þvi að hass þarf miklu
styttri tima til að skemma heila
en áfengi yfirleitt.
Oft lagast minnisgáfa ung-
linga sem hafa skert hana með
hassi þegar nokkur timi er lið-
inn frá þvi að neyslu er hætt, en
læknar leggja samt áherslu á að
það sé alls ekki alltaf. Stundum
finnst enginn bati þó að hætt sé
aö reykja. Þá eru skemmdirnar
ólæknandi, tjónið óbætanlegt.
HALLDÓR
KRISTJÁNSSON
———J
Tilraunadýr í
ógurlegri hættu
Dr. Robert Petersen i rann-
sóknarstofnun Bandarikjanna I
vimuefnaneyslu segir þetta:
Bitt hinna ungu fórnarlamba eiturefnaneyslu i Vesturlöndum.
reykja hass. Fleiri og fleiri at-
huganir benda til þess að fávisir
hassneytendur séu að skemma
heila sinn og skerða möguleika
sina til að eignast heilbrigð
börn.
Þessar aðvaranir eru byggðar
á visindalegum rannsóknum. A
alþjóðlegum fundi I Reims i
Frakklandi 1978 birtu meira en
50 visindamenn frá 14 löndum
niðurstöður sinar um skaðleg
áhrif hass á frjóvgunarfæri og
lungu og frumuefnaskipti i
héilanum. A vimulyfjafundi i
Virginiu i mars 1979 komu sér-
fræðingar fram meö fleiri sann-
anir um skaðleg áhrif hassins.
Og enn lengdist þessi
skemmdarverkalisti á lækna-
þingi New York rikis þremur
mánuðum seinna.
Alvarlegustu skemmdir af
hassreykingum koma fram á
heila og kynfærum. Kannabis-
efnin leysast upp I fitu og það
ræður þvi hvar þau setjast eink-
um að i likamanum. Þar geym-
ast þau lengi eftir að viman er
liðin hjá. Sannast hefur að þessi
efni eru ekki nema að hálfu
hreinsuð úr likamanum viku
eftir að þeirra er neytt.
þroskuð og likust þvi sem er hjá
6-8 ára börnum. Eftir tvo
mánuði var orðin veruleg bót á
þvi en skólastarfið gekk samt
litlu betur. Gilkeson hvatti
Steven til að halda hass-
bindindið tvo mánuöi til. Þá
varð heilaritið eðlilegt eftir
aldri.
Þessi veiklun Stevens varð til
þess að Gilkeson hélt áfram
rannsóknum á unglingum sem
reyktu hass. Hann hefur rann-
sakað 43 unglinga sem höfðu
reykt hass tvisvar i viku eða oft-
ar fjögra mánaða skeið, og
skipti þá ekki máli hvort þeir
hefðu neytt þess siðustu tvo
dagana fyrir athugun. Undan-
tekningarlaust sýndu linuritin
greinilega heilalömun.
Stundum
verður ekki
úr þessu bætt
A ráðstefnunni i Reims sýndi
virtur sérfræðingur I tauga- og
geðsjúkdómum, Robert Heath,
stækkaðar myndir af heila-
frumum úr rhesusöpum. Þær
Glæfraspil
gagnvart þeim
ófæddu
Margt bendir til þess að karl-
menn sem reykt hafa hass jafni
sig kynferðislega þegar frá liður
ef þeir hætta neyslu þess. Hins
vegar virðist fullsannað að
kvenmenn biði þess aldrei bæt-
ur.
Tilraunir á öpum benda til
þess að fóstrið verði fyrir heila-
skemmdum vegna hassneyslu
móðurinnar, jafnvel þó sú
neysla eigi sér staö löngu fyrir
meðgöngutimann. Hætta á að
fóstrið deyi margfaldast. Þó er
ef til vill alvarlegast að enginn
veit með hvaða erfðaeiginleika
þaö kann að fæðast ef það lifir.
Þvi er samhljóða niðurstaða af
rannsóknum dr. Gabriel Nahas
og 12 alþjóðlegra rannsóknar-
hópa annarra á þessa leiö:
„Hassreykjandinn skaðar
sennilega ekkiaðeins sjálfan sig
andlega og likamlega, heldur er
nautn hans glæfraspil sem
varpar dimmum skugga á
ófædd börn og barnabörn”.
„Enda þótt menn hafi neytt
áfengis i þúsundir ára er það
fyrst nýlega aö mönnum er ljóst
að ekki þarf mjög mikla neyslu
þess til þess að það valdi sjúk-
legu ástandi hinna ófæddu. Þvi
ættu væntanlegar mæður að
taka til greina aðvaranir um
hassið, enda þótt ekki liggi enn-
þá fyrir niöurstöður allra rann-
sókna”.
Og stjórnandi þessarar rann-
sóknarstofu bætir við:
„Aldrei fyrr i sögunni hafa
jafnmargir og nú neytt hass að
staöaldri. Þar meö gera þeir
sjálfa sig að tilraunadýrum i
mjög hættulegri tilraun. Allar
rannsóknir okkar benda til þess
að áhrifin séu ægilegri en hass-
reykjendur geta hugsað sér eins
og sakir standa”.
Walter Lehman
læknir segir frá
Segðu mér ekki að hass sé
meinlaust. Það hefur ekki verið
óskaðlegt neinum þeirra 3000
ungra manna sem ég hef haft til
meðferðar. Svo að segja allir
þeir sem orðið hafa háðir sterk-
ari eiturefnum hafa byrjað á
hassi. Þaö ruglaði dómgreind
þeirra og gerði þá háða eitrinu.
En það er önnur saga. Hér ætla
ég að benda á það að hass er i
sjálfu sér hættulegt enda þótt
áhrifin leyni sér i fyrstu. Varan-
legu skemmdirnar eru óút-
reiknanlegar.
Fjölda ungra hassreykjenda
gengur vel i skóla og þeir eru
sannfærðir um að ekkert sé að
óttast. En haldi þeir áfram með
hassið mun mörgum þeirra fara
að ganga ver — og það á öllum
sviðum. Þeir falla á prófum,
hætta að sinna áhugamálum
sinum, komast i ósátt viö fjöl-
skyldu sina samfara deyfð og
sinnuleysi almennt.
Móti hverjum einum hass-
reykjanda sem tekst að hætta
eru nokkrir sem ekki gera það.
Þeir vita ekki hvar og hvernig
þeir geta fengið hjálp og flestir
þeirra óska ekki hjálpar. Þeir
vilja losna við skólann og mann-
félagið. Hægt og sigandi ánetj-
ast þeir þeim sljóleika sem
hassið veldur.
Langar ekki til
neins nema-
Ég minnist 15 ára drengs.
Hann var duglegur i skólanum,
bjó yfir glæsilegum hæfileikum
og virtist liklegur til að verða
áhrifamaður. Einhverjir félag-
ar hans fengu hann til að reyna
hass. Honum féllu áhrifin vel og
þess var skammt að biða að
hann reykti hass að staðaldri.
Honum var sama. Hann langaði
ekki til neins nema að reykja
hass.
Þegar foreldrar hans reyndu
að skipta sér af þessu hvarf
hann i nokkra mánuði. Loks
fann faðir hans hann og kom
honum á hæli i von um bata. En
hann lagaðist ekki. Eftir sex
mánuði var hann útskrifaður.
Nú eru 10 ár siðan. Hann gerir
ekkert, væntir sér einskis.
Ég hef þekkt alltof marga
unga menn sem hafa búið sér
sömu örlög og aldrei sigrast á
þvi böli sem þeir hafa kallað
yfir sig. Það er örvæntingarfull
lifsreynsla.
Enda þótt hass sé viða bannað
svo að neysla þess varöar við
lög eru neytendur þess ekki
meiri brotamenn en gengur og
gerist. Umferðalög eru illa
haldin. En þrátt fyrir það að við
förum ekki alltaf nákvæmlega
eftir umferðareglunum viður-
kennum við að þær eru nauðsyn
og án þeirra lenti allt I ósköpum.
Viö þá sem vilja gefa hassið
frjálst segi ég að þær mannlegu
þjáningar sem yrðu afleiðing
þess hlytu að knýja okkur til að
banna það aftur. Þangað til yrði
tjónið svo viðtækt aö við réöum
ekki við að hjálpa þeim sem
fórnað yrði vegna skammsýni
okkar.
Hvað gerum við?
Þetta er litill útdráttur úr
þeim vitnisburöi visindanna
sem nú liggur fyrir og margir
ágætir menn viða um heim hafa
unnið að svo að leiddur yrði i
ljós. Ég tel að það sé skylda að
láta hvern og einn islenskan
ungling vita þetta. Það er
skylda skólanna aö veita þá
fræðslu. Rikisvaldiö ætti að
gæta þess að þeir ræki Jþá
skyldu. Og þaðætti jafnframYað
efla til starfa' þann félagsskap
sem varar við þessum voða og
vekur til hugsunar.
Þvi hefur verið haldið fram i
blöðum hér á landi að hass væri
meinlaust. Dagblaöið hefur birt
margar áróðursgreinar fyrir
hassneyslu. Ég man eftir langri
grein af þvi tagi i Morgun-
blaðinu. Ég hef lesið þennan
áróður i menntaskólablaði sem
virtur kennari var ábyrgðar-
maður að. Þeir timar ættu að
vera liðnir að svo glæpsamlegur
áróður sé rekinn á tslandi.
Útvarpið okkar er mikið
menningartæki. Þaö þegir ekki
um stórtiðindi eins og stofnun
félags til að berjast fyrir frjálsri
hasssölu. Ég ætlast til þess að
það segi lika satt og rétt frá þvi
sem menn vita nú mest um áhrif
hassneyslu. Okkur er engu
minni þörf aö vita það en um
þessa félagsstofnun.
Er ekki sjónvarpið með fasta
þætti um nýjustu vlsindi?