Tíminn - 23.04.1980, Síða 5
Mibvikudagur 23. aprll 1980
5
Sýníng Stefáns
vaktí
athygli
Um pdskahelgina sem var friö-
sæl og góö á Sauöárkróki haföi
Stefán Pedersen myndlistarsýn-
inguISafnahúsinu á Sauöárkróki.
Alls sýndi Stefán 66 myndir, 33
ljósmyndir og 33 málverk unnin
meö olíukrit. Stefán Pedersen er
ljósmyndari aö atvinnu en þegar
tómstundir gefast tekur hann
gjarna pensilinn og gerir myndir
sér til hugarhægöar eins og hann
sjálfur segir i sýningarskrá. Og á
þessari skemmtilegu sýningu
gafet fólki tækifæri aö sjd og
skoöa margar fallegar og vel
unnar myndir, sem eru vissulega
athyglisvert framlag til mynd-
geröar. Vakti þessi myndasýning
Stefáns sem var opin i 3 daga
verðskuldaöa athygli og ekki
færra en sex hundruð manns
komu og skoðuðu þessa mynda-
sýningu. Sýningin var jafnframt
sölusýning og mun um helmingur
af olfumyndunum hafa selst.Q.ó. Gestir á sýningu Stefáns Pedersen
Tívolískemmt-
un í míðbæn-
um á sumar-
dagínn fyrsta
Hátiöahöldin i Reykjavik á
sumardaginn fyrsta hefjast
um morguninn meö fjöl-
skylduguöþjónustu i
Dómkirkjunni kl. ll. Prestur
veröur séra Þórir Stephensen.
Einnig veröa skátamessur i
Langholtskirkju og Neskirkju.
Eftir hádegi veröur safnast
saman á tveim stööum i borg-
inni og frá þeim gengiö i
skrúðgöngu niöur I miöbæ. -
Frá Hlemmtorgi veröur lagt
af staö kl. 13:30 og frá Mela-
skóla veröur lagt af staö kl.
13:20. Fyrir göngum munu
fara fánaborgir skáta og
lúörasveitir.
Skemmtun I miöbænum
veröur tviþætt.
Tivoliskemmtun skáta
veröur I Austurstræti, Póst-
hússtræti og á Hótel-lslands-
planinu. Hún hefst strax og
skrúðgöngurnar koma i miö-
bæinn. Er hægt að velja á milli
um 55 atriöa, s.s. rúllettu,
naglaireksturs, veöreiða,
dósabakka o.fl. Aögangseyrir
i atriöi þessi er svokölluð
sumarkróna, sem seld veröur
á staönum og „kostar allt á
bilinu eina til þrjár „sumar-
krónur” i atriði, eftir þvi hve
veigamikil þau eru. „Sumar-
krónan” veröur seld á kr.
100.00. Skemmtidagskrá fer
fram á sviöi á Lækjartorgi.
Dagskrá hefst á honum kl.
Framhald á 19. siöu.
A sumardaginn fyrsta I fyrra voru skátar meö
ýmis leiktæki, sem börnin kunnu vel aö meta.
Annað starfsár
Jarðhítaskóla
Háskóla Sb
haíið
KL — Jarðhitaskóli Háskóla
Sameinuöu þjóöanna hefur hafið
annaö starfsár sitt. Aö þessu sinni
verða við skólann 7 erlendir
styrkþegar viö sérhæföa þjálfun á
hinum ýmsu sviðum jaröhita-
fræða. Tveir þeirra koma frá
Kina, aðrir tveir frá Filippseyj-
um, en einn frá hverju eftirtal-
inna landa: E1 Salvador, Hondú-
ras og Indlandi. Einn þeirra mun
aöeins dvelja hér 1 3 mánuöi en
hinir i sex. Sex styrkþeganna eru
hér á vegum Háskóla Sameinuðu
þjóöanna, en einn á vegum Þró-
unaraðstoöar Sameinuöu þjóð-
anna.
'Náminu er þannig hagaö, aö
fyrstu f jórar vikurnar hlýöa nem-
endur á fyrirlestra um hin ýmsu
sérsvið jaröhitafræöa. Alls verða
fluttir um 60 fyrirlestrar, eru fyr-
irlesarar 13, allir starfandi jarö-
hitasérfræöingar viö Orkustofnun
og Háskóla íslands. Auk erlendu
gestanna sækja 5 starfsmenn arö-
hitadeildar Orkustofnunar
og fjórir verkfræðingar frá ráö
gjafarverkfræöistofum fyrir-
lestrana, en til þessa hefur engin
skipuleg fræðsla á sviöi jaröhita-
mála verið hér á landi.
Að þessu fyrirlestraskeiði loknu
fara styrkþegarnir i læri hjá is-
lenskum jarövarmasérfræðing-
um, þar sem þeir læra rétt hand-
brögð viö rannsóknirnar, og aö
lokum fást þeir viö rannsókna-
verkefni. Náminu er skipt i 8
námsbrautir og getur hver styrk-
þegi aðeins valiö eina þeirra á
hverju skólaári, enda þarf
margra leiöbeinendur til, u.þ.b. 1
kennara á hverja 2 nemendur.
Þeir styrkþegar, sem námsvist
hljóta viö Jaröhitaskólann, eru
vel menntaö fólk, jaröfræðingar,
verkfræöingar, efnafræöingar
o.s.frv., og meö a.m.k. 1-2 ára
starfsreynslu i jaröhitamálum.
Starfsemi Háskóla Sameinuöu
þjóöanna á íslandi er fjármögnuö
sameiginlega af islenska rikinu
og Háskóla Sameinuöu þjóöanna,
sem hefur aöalstöövar sínar í
Tókýó i Japan. A fjárlögum 1980
eru veittar 45,6 milljónir króna til
jarðhitaþjálfunarinnar, og er litið
á þá upphæö sem hluta af fram-
lagi íslands til þróunarhjálpar,
enda koma erlendir styrkþegar
eingöngu frá þróunarlöndunum.
Framlag Háskóla Sameinuöu
þjóöanna er lægra.
Skólastjóri Jaröhitaskólans er
dr. Ingvar Birgir Friöleifsson
jarðfræðingur.
Jakob Björnsson orkumála-
stjóri sagði á blaðamannafundi,
þar sem starfsemi Jaröhitaskól-
ans var kynnt, að þaö væri vel til
fundiö sérstaklega á viösjárverö-
um timum i orkumálum heims-
ins, að veita þróunarlöndunum
aöstoö i þessu formi, en mörg
þeirra hafa yfir jarðhita að ráða,
en diki kunnáttu til aö hagnýta
sér hann. Þar af leiðir, aö á tim-
um hækkandi oliuverös, sem ekki
sist bitnar á þeim, sem minnst
mega sin, þ.e. þróunarlöndunum,
hefur starf Jarðhitaskólans si-
aukið gildi, en það getur m.a.
stuölaö aö örari efnahagsþróun
þessara landa. Mun mikilvægi al-
þjóðlegs samstarfs i orkumálum
aukast mikið á næstu árum, sagði
Jakob.
Guömundur Pálmason, for-
stööumaöur Jaröhitadeildar
Orkustofnunar, lagði á þaö
áherslu, að Jaröhitaskólinn heföi
ekki sföur gildi fyrir okkur ís-
lendinga en þjóðir styrkþeganna.
Skólahaldiö gefur tilefni til ná-
inna samskipta viö fólk i öörum
löndum, sem starfar á sama
sviði, auk þess sem það hvetur til,
að fengnir séu hingað til ldands
þekktir, erlendir jarövarmasér-
fræöingar til fyrirlestrahalds.
Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson
sagöi starfsemi skólans hið fyrsta
starfsár hans þegar á góöri leið
meö aö sýna góöan árangur. T.d
væru Filippseyingar, sem hér
voru þá, langt komnir með aö
koma upp rannsóknastofu heima
fyrir, þar sem þeir gætu hagnýtt
sér þá kunnáttu, sem þeir öfluðu
sér hér i fyrra.
Þóaðsegja megi, aö starf skól-
ans hiö fyrsta starfsár, hafi gefið
góöa raun, er þó einn skuggi, sem
hvllir yfir framtfð hans. Skólinn
er i algeru húsnæöishraki. Þetta
starfsár er hann til húsa i hús-
næöi, sem ætlaö er fyrir efna-
rannsóknastofu Jaröhitadeildar
Orkustofnunar, og veröur tækjum
hennar komiö þar fyrir þegar aö
þessu starfsári skólans loknu.
Enn er ekki fundin lausn á hús-
næöisvanda skólans, en þar sem
samningur Orkustofnunar og Há-
skóla Sameinuöu þjóöanna renn-
ur ekki út fyrr en 1982, er brýnt aö
þaö veröi hiö fyrsta.
Amnesty
International
Samvisku-
fangar
apríl-
mánaðar
PETR CIBULKA frá
TEKKÓSLÓVAKIU er 29 ára
verkamaður, sem handtekinn var
i april 1978ásamt tveimur mönn-
um öðrum fyrir aö skipuleggja
samkomur þar sem flutt var tón-
list og lesin ljóð listamanna sem
ekki vildu una viöurkenndum
stefnum i þessum listgreinum, —
og fyrir aö hafa dreift rituöum
texta meö meintri gagnrýni á
þjóöfélagskerfiö i Tékkóslóvakiu.
Samkvæmt dómi, sem upp var
kveðinn yfir Petr Cibulka i
nóvémber 1978 heföi hann átt aö
losna úr fangelsinu nú i april en
nýlega hlaut hann nýjan dóm fyr-
ir agabrot i fangelsinu, (hungur-
verkfall) og á samkvæmt honum
aö afplána heilt ár til viöbótar við
strangari reglur en fyrr. I réttar-
höldunum vegna hungurverk-
fallsins sagöist Petr Cibulka hafa
gripið til þess ráös til aö mótmæla
aöbúnaöinum i fangelsinu, vinnu-
skilyrðum þar og barsmiðum
samfanga sinna, sem hannhaföi
oröiö fyrir itrekaö.
Samkvæmt upplýsingum
Amnesty International hafði hann
veriö settur tvivegis i einangrun i
15 daga i senn, i klefa þar sem
hann var látinn sofa á gólfinu og
fékk naumasta matarskammt:
siöar var hann hafður i neðan-
jaröarklefa á hálfum matar-
skammti. Heilsa hans er mjög
slæm oröin og hefur farið hraö-
versnandi siöustu vikurnar. Hann
hefur ekki getaö náö þeim vinnu-
afköstum, sem honum eru ætluð
ogþvi aftur sætt vist i neöanjarð-
arklefanum. Islandsdeild hafa
borizt tilmæli frá læknum, sem
starfa fyrir Amnesty Inter-
national i Danmörku, um að
hvetja sem flesta islenzka lækna
til aö taka þátt i aö biöja Petr
Cibulka frelsis.
Skrifa ber til: Dr. Gustav
Husak President of The
Czechoslovak Socialist Republic,
Praha — Hrad, CSSR
SION ASSIDON frá Marokkoer
32 ára kennari, sem afplánar 15
ára fangelsisdóm fyrir aö standa
að útfáfu marxisk-leninisks
blaðs. Hann er einn af mörgum
pólitiskum föngum i aöalfangels-
inu i Kenitra sem taldir eru hætt
komnir vegna þess aö þeir fá ekki
viöunandi læknismeöferö vegna
alvarlegra veikinda.
Sion Assiodon var handtekinn
árið 1972 og sakaöur um aöild aö
samsæri um aö steypa stjórn
landsins. Hann var dæmdur áriö
1973 i réttarhöldum i Casablanca
fyrir 80 sakborningum, sem
margir staöhæföu aö þeir heföu
verið pyntaðir viö yfirheyrslur.
loktóber 1979flúöi Sion Assidon
úr fangelsinu ásamt tveimur öðr-
um föngum. Einn þeirra, Rahal
Jbiha, sem veriö haföi samvízku-
fangi Amnesty International, lézt
af slysförum á flóttanum, en hinir
tveir náöust aftur eftir þrjá daga
og hlutu þriggja ára viðbótar-
fangavistar dóm fyrir vikiö. Staö-
hæföu þeir, aö þeir heföu sætt
barsmiöum og er Assidon sagöur
hafa hlotiö af eyrnaskaöa og fing-
urbrot.
Amnesty International er
þeirrar skoöunar, aö þessi maöur
sæti fangelsi vegna skoðana
sinna, sem hann hafi reynt aö tjá
án valdbeitingar — er þvi óskaö
eftir, aö fariö veröi fram á, aö
hann veröilátinn laus — ogskrifa
ber til:
His Mahesty King Hassan II
Rabat
Morocco.
Þriöja tilfelliö, sem alþjóöa-
samtökin hafa valiö fyrir april er
Framhald á bls. 19