Tíminn - 23.04.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. apríl 1980 13 Inngangsorö Ólafs Jóhannes- sonar, utanrikisráðherra, i Jan Mayen-viðræðunum 14. april 1980. Ég vil hefja þessar viðræður með þvi að láta i ljós þá von mina, að okkur takist að finna heildarlausn að þvi er varðar hagsmuni okkar á Jan Mayen svæðinu. Ég vænti þess, að við getum verið sammála um, að það þjóni best sameiginlegum hagsmunum, ef efnahagslög- saga umhverfis Jan Mayen á- samt efnahagslögsögu Islands yrði til þess að létta sem mest af svæðinu utanaðkomandi ásókn. Svo sem kunnugt er, má rekja hagsmuni Islands á Jan Mayen svæðinu langt aftur i timann, allt til 17. aldar. Ég mun ekki nú vikja nánar að þessu efni, en visa tilhins itarlega yfirlits i riti Sigurðar Lindals, prófessors, „Island og Svalbarði hinn Knud Frydenlund utanrikisráðherra Noregs og Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra f Ráðherra- bústaðnum 14. aprfi si. Timamynd Tryggvi. Ef ekki væri um að ræða kcöfugerð vegna Jan o Mayen, fengi Island yfínáð yfír öiHu land- grunnssvæði sínu forni”. En eitt atriði, sem ég tel mjög mikilvægt frá lagalegu og siðrænu sjónarmiði, vil ég ræöa nánar. Fyrirvari íslensku rikis- s tj órnarinnar 1927 Norsktlandnám á Jan Mayen var tilkynnt Islendingum á sin- um tima. íslenski forsætisráð- herrann, Jón Þorláksson, tók þá fram i bréfi dags. 27. júlí 1927, að rlkisstjórn Islands áskildi is- lenskum rikisborgurum jafn- rétti gagnvart borgurum sér- hvers annars rikis varðandi hagnýting náttúruauðæfa Jan Mayen. Getið var um þennan fyrirvara rikisstjórnar Islands i Stórþingsfrumvarpi nr. 27, 13. janúar 1928, um innlimun Jan Mayen i norska rikiö, svo og I áliti fullskipaörar utanríkis- og stjórnlaganefndar Stórþingsins, 3. mai 1929, er fjallaði um málið. Þessum fyrirvara var ekki and- mælt, né heldur gerðar aðrar athugasemdir við hann. Ekki er vitað um þess háttar fyrirvara annarra rikja. Mikilvægasti kafli bréfs Jóns Þorlákssonar hljóðar svo- „1 tilefni þess, að rikisstjórn Noregs hefur opinberlega til- kynnt rikisstjórn Islands landnám þetta, skal það tekiö fram, að Island, sem næsti granni eyjarinnar á vissra hagsmuna að gæta að þvi er hana varðar. Þannig hafa ís- lendingar sótt þangað rekavið til eldsneytis, siðast 1918, svo vitað sé. Þá er veðurþjónusta á Jan Mayen mikilvæg hags- munum tslands. Jafnframt þvi, að látin er I ljós viöur- kenning á starfsemi veður- stofunnar, skal tekið fram, að rikisstjórn Islands telur sann- gjarnt, að náttúruauðæfi eyj- arinnar veröi nytt i þágu starfsemi veöurstofunnar, að þvi marki, sem hún telur nauösynlegt, en að þvi leyti sem til greina gæti komið að nyta eyna i þágu annarra hagsmuna óskar rikisstjórn Islands að áskilja islenskum rikisborgurum jafnan rétt á við borgara hvaða annars rik- is sem vera skal”. Framangreindur fyrirvari var i heild sinni skráður i orð- sendingu þeirri, sem afhent var sendiherra Noregs i Kaup- mannahöfn 30. september 1927 og jafnframt tekið þar fram, að ekki virtist að öðru leyti ástæða til að taka afstöðu til réttar- áhrifa landnámsins. t bréfi dags. 25. október 1927 til utanrikisráðuneytis Dana, lýsti Tryggvi Þórhallsson, sem tekið hafði við embætti forsætis- ráðherra 28. ágúst s.á., yfir samþykki sinu á efni og oröalagi orðsendingarinnar frá 30. sept- ember. Nánari vitneskju i þessu sambandieraðfinna á bls. 25-33 i ritinu „Island og Svalbaröi hinn forni”. Hagsmuni íslands á svæöinu má að sjálfsögðu rekja til legu Jan Mayen i nánd við tsland og þeirra efnahagslegu atriða, sem taka ber tillit til viö sanngjarna afmörkun milli tslands og Jan Mayén/ Noregs. Afmörkunin verður að ákveðast með hliðsjón af öllum þeim þáttum, sem eru forsenda sanngjarnrar niður- stöðú. Þessir þættir eru, að Jan Mayen er litil, óbyggö og án sjálfstæðs atvinnulifs eða efna- hags. Hún er i námunda viö Is- land — en fjarri Noregi. Slik eyjaerágætt dæmi um sérstak- ar aðstæður („special circum- stances”), sem taka verður tillit til, þannig aö vægi hennar veröur takmarkað miðað við ts- land, sem er 277 sinnum stærra og byggt þjóö, sem háð er nátt- úruauðæfum svæöisins. Þvi má einnig slá föstu, að Island og Jan Mayen-svæðið mynda eina heild, sem úthafsdýpi og mikil fjarlægð skilja glöggt frá Nor- egi. Ef ekki væri kröfugerð Allar þessar ástæöur stuöla að eftirgreindum niðurstöðum: 1. 200 mflna efnahagslögsaga tslands stendur óhögguð. 2. Jafnframt er nauðsynlegt að ná samkomuiagi um hvernig heiidarveiði utan 200 mflna marka islands skuii ákveðin, svo og um skiptingu veiöi- magns. Ég hygg, að samkomu- lag hafi oröið i umræðum f fyrra, þess efnis, að loðnuveiði á svæðinu bæri að skipta jafnt milli islands og Noregs. öðrum fisktegundum ber einnig að skipta á svipaöan hátt. Starfs- bróðir minn, Steingrimur Her- mannsson, sjávarútvegsráð- herra, mun siðar gera nánari grein fyrir þeim vandamálum er snerta fiskveiðarnar. 3. Landgrunninu utan 200 milna islands ber að skipta á sanngjarnan hátt milli islands ogNoregs. Taka ber ákvarðanir um skiptihiutföll I viöræðunum hér og ganga frá þeim i smáat- riðum i samræmi við niðurstöð- ur þeirra umræðna. 1 þessu sambandi ber að geta þess, aðþaðer matsatriði, hvort Jan Mayen á að fá nema 12 milna lögsögu á sjó að viðbættu mjög takmörkuðu landgrunns- svæði. Dæmi eru til þess, að sllk eyja hafi aöeins fengið viður- kennt einnar milu landgrunn. Þvi ber aö ræða það og leita nið- urstööu um, hve stórt svæði skuli koma I hlut Jan Mayen. Af tslands hálfu er lögð áhersla á það, að ef ekki væri um aö ræða kröfugerð vegna Jan Mayen, fengi Island yfirráð yfir öllu landgrunnsvæði sinu. Þegar af þeirri ástæöu má ekki til þess koma, að Jan Mayen raski heildarmyndinni á ósanngjarn- an hátt. Ef tslandi er ætlað að styðja það, að tekin sé efna- hagslögsaga viö Jan Mayen, verður það meginsjónarmið að ráða, að slikt þrengi ekki kost tslands með ósanngjörnum hætti. Viðurkenna ber, að hér er ekki um að ræöa sams konar að- stæður. Annars vegar er tsland sem á lifshagsmuna að gæta á þessu svæöi, hins vegar litil óbyggð eyja, viðsfjarri Noregi, sem stenst engan samjöfnuð við tsland og þar af ieiöandi er mjög léttvæg þegar til svæðis- skiptingar kemur. Þess vænst að þessum málum verði ráðið til lykta af sanngirni og réttsýni Af tslands hálfu er þess vænst, að öllum þessum úr- lausnarefnum megi ráða til lykta með sanngjörnum og rétt- látum hætti, svo sem sæmir bræðraþjóðum og vinum. Ég vil fullvissa norsku viöræðunefnd- ina um þaö, að islenska nefndin gengurtil viðræðnanna meö já- kvæðum huga og eindregnum vilja til þess að ná fram sann- gjarnri heildarlausn. Við verðum að leggja okkur alla fram til þess að óvissan um lausn málsins verði ekki svo mikil eða langæ, að hún taki smám saman að varöa skugga á góð samskipti þjóða okkar. Ég hef veitt athygli og m'et mikils yfirlýsingar þinar, Frydenlund utanrikisráðherra, og fleiri norskra ráðherra og stjórnmálaleiðtoga áþá lund, að af norskri hálfu sé vilji til að taka sanngjarnt tillit til hags- muna tslands i málinu. Ég vona, aö það verði gert nægjan- lega tilþess aðviðnáum saman um grundvallaratriðin. Þessi læt ég verða inngangs- orð min aö viðræöum okkar og ég vil biðja hinn norska starfs- bróður minn að láta i ljós við- brögð sin viö þessum hugleiö- ingum. Inngangsorð Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, í Jan Mayen-viðræðunum 14. apríl 1980

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.