Tíminn - 24.04.1980, Page 5

Tíminn - 24.04.1980, Page 5
Fimmtudagur 24. april 1980 5 15 þús- und haía séð „Klerk- ar í klípu” Frá þvi i janúar hefur Leikfélag Reykjavikur sýnt ærslaleikinn „Klerkar i klipu” á miðnætursýn- ingum i Austurbæjarbiói og eru sýningar orðnar 20 á þessum stutta tima. Sýningargestir nálg- ast 15. þúsundið. Sýningum fer nú fækkandi, þar sem skammt er til leikársloka. Sýnt er á laugardagskvöldum kl. 23.30. Höfundur er Philip King og er leikurinn sýndur i leikstjórn Sig- urðar Karlssonar. Hlutverkin er i höndum Sögu Jónsdóttur, Jóns Hjartarsonar, Soffiu Jakobsdótt- ur, Margrétar ólafsdóttur, Har- alds G. Haraldssonar, Kjartans Ragnarssonar, Guðmundar Páls- sonar, Steindórs Hjörleifssonar og Sigurðar Karlssonar. Félag kart- öflubænda við Eyja- fjörð stofnað Þann 13. mars sl. var stofnað Félag kartöflubænda viö Eyja- fjörð. Tilgangur félagsins er að vinna alhliða að vexti og viðgangi kartöfluræktar á félagssvæðinu, en það er svæði Búnaöarsam- bands Eyjafjarðar, þ.e. Eyja- fjaröarsýsla og tveir vestustu hreppir S.-Þingeyjarsýslu, Grýtubakkahreppur og Sval- barösströnd. Samkv. lögum fé- lagsins, sem samþykkt voru á stofnfundinum, geta þeir orðið fé- ' lagsmenn, sem rækta kartöflur til sölu og eru ábúendur á lögbýli og/eða eru heimilisfastir á lög- býli. Félagið hyggst beit sér fyrir stofnun Landssambands kar- töflubænda og ýmsum fleiri brýn- um hagsmunamálum kartöflu- bænda og einnig neytenda. Núverandi ástand i fram- leiðslumálum landbúnaðarins al- mennt gerir það mjög brýnt að vel sé hugað að þeim búgreinum, sem eiga enn eftir að geta vaxið og dafnað. 30 bændur gerðust fé- lagar á stofnfundinum en áætlað er aö þeir geti oröið allt að 60 sið- ar meir. Bændum á svæðinu skal sér- staklega bent á að hafa sem fyrst samband viö félagið og gerast fé- lagar. Framhaldsstofnfundur verður haldinn að loknum vor- önnum. í stjórn félagsins voru kjörnir Sveinberg Laxdal, Túns- bergi form., Kristján Hannesson, Kaupangi, Eirikur Sigfússon, Silastöðum, Guðmundur Þóris- son, Hléskógum, og Ingi Þór Ingi- marsson, Neðri-Dálksstööum. Kaffisala og basar í Bem- höftstorfu Haldinn veröur basar á vegum nemenda Myndlista- og handiða- skdla íslands I Bernhöftstorfunni á morgun 25. april og á laugar- dag, 27. aprll, frá kl. 10-18.1 dag, sumardaginn fyrsta, selja nem- endur hins vegar kaffi og meðlæti I Torfunni frá kl. 10-6. Lánskjara- vísitala 153 stig í maí HEI — Lánskjaravisitala sem gildir fyrir maimánuö verður 153 stig, sem er 6 stiga hækkun frá lánskjaravisitölu aprilmánaöar. Guðlaugur efstur Nýlega fór fram skoöanakönn- un á Fjdrðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Atkvæði greiddu 74 og fékk Guölaugur Þorvaldsson meira en helmlng þeirra at- kvæða. En atkvæði féUu þannig: Albert Guömundsson hlaut 5 at- kvæði, Guðlaugur Þorvaldsson 41, Pétur Thorsteinsson 1 at- kvæði, Rögnvaldur Pálsson 2 atkv. og Vigdls Finnbogadóttir 24 atkvæði, en einn seðill var auöur. Athugasemd KL— Eirlkur Sveinsson læknir á Akureyri hefur upplýst blaðið um það, aö gefnu tilefni, að við sjúkrahúsiö á Akureyri sé fyrir hendi Util deild, sem sérhæfi sig I að sinna heyrnarsköðum og skertri heym. Vegna plássleysis á deildinni er ekki unnt að sinna fuUorönum að ráði, en áhersla lögð á að sinna börnum með heymarskaöa. C I I ZX * 7 í> tD i. f ncDnjDonnaoínti -« t) * -i >1 O: tb 3 s- 0 n X 71 í 1 — . 6., 1 - 4= 7 40/ s O iA UM.-fA Q ? g \i 00 isol ~Tos mm QBBBIÍtJ £ iníínnr — It Húsnæöismálastofnun ríkisins auglýsir til sölu 30 íbúðir í parhúsum viö Háberg og Hamra- berg í Breiðholti. Brúttóflatarmál íbúöanna er um 103m2 og verður þeim skilað fullfrá- gengnum aö utan sem innan 1. júní n. k. Grassvæði lóða verða lögð túnþökum, stéttarsteyptaren stígar, leiksvæði og bílastæði malbikuð. Hús þessi standa á þremur lóðum og eru 5 hús (10 íbúðir) á hverri lóð. Húseigendum erskyltað myndameð sérfélagerannastframkvæmdirogfjárreiðurvarðandi sameignina.Söluverð íbúðanna er kr. 29.8000.000.00 og greiðist þannig: 1. 80% verðs íbúðar veitir Húsnæðismálastofnunin að láni úr Byggingarsjóði .'íkisins til 33 ára með 2% vöxtum og fullri vísitölubindingu miðað við byggingarvísitölu. Einnig ber lántaka að greiða 1/4% af lánsfjárhæðinni til Veðdeildar Landsbanka íslands vegnastarfa hennar. Lán þettaerafborgunarlaust fyrstu3árinen greiðistsíðan uppá 30 árum (annuitets-lán). 2. 20% verðs íbúðar ber kaupanda að greiða þannig: a. Fyrirafhendingu íbúðar verður kaupandi að hafa greitt 10% kaupverös. b. Á næstu 2 árum eftir afhendingu íbúðar, skal kaupandi greiða 10% kaupverðs auk vaxta af láni skv. 1. tölulið. Lánskjöreru að öðru leyti hin sömu og á láni skv. 1. tölulið. íbúðir þessar eru eingöngu ætlaðar félasgmönnum í verkalýðsfélögum innan ASÍ og giftum iðnnemum. íbúðirnareru fyrir 5 manna fjölskyldurog stærri. Umsóknareyðublöð ásamt nánari upplýsingum um skilmála liggja frammi á skrifstofu Húsnæðismála- stofnunarinnar, Laugavegi 77. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 9. maí n. k. Húsnæðismálastofnun ríkisins

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.