Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.04.1980, Blaðsíða 1
Miövikudagur 30. apríl 1980 91. tölublaö—64. árgangur Siðumúla 15 • Pósthólf 370 ¦ Reykjavík ¦ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ¦ Afgreiðsla og áskrift 86300 ¦ Kvöldsímar 86387 & 86392 Dómur f skaðabótamálunum kveðinn upp í gær: 70 milljónir í skaðabætur — fjórmenningunum dæmdar 15.5 —19 milljónir hverjum AM — i gær var kveöinn upp dómur í „skaðabóta- málunum" svonefndu sem höföuð voru gegn fjár- málaráöherra og ríkissaksóknara fyrir hönd ríkis- sjóðs, vegna varðhalds þeirra Einars Bollasonar, Magnúsar Leopoldssonar Valdimars ólsen og Sigur- björns Eiríkssonar. Þrír þeir fyrstnefndu voru í varð- haldi í 105 daga, en Sigurbjörn í 90 daga. Dómari var Garðar Gíslason borgardómari. Einari Bollasyni voru dæmdar 19.084.773 kr. með hæstu innlánsvöxtum frá 10. maí 1975, en þeir byrja á 13% og fara stighækkandi i 16%, 19%, 22% 34% 39% Og löks 43%. Málskostnað var rlkissjóöur dæmdur til aö greiða 2.550.000 og eru laun lögmanna þar innifalin. Rikissjóöur var dæmdur til aö greiöa Valdimar Olsen 18.000.000 meö hæstu innlánsvöxtum frá sama tlma og 2.550.000 I málskostnao. Sigurbirni Eirlkssyni voru dæmdar kr. 15.500.000 meo hæstu innlánsvöxtum frá sama tíma 2.3 milljónir I máls- kostnao. Magnúsi Leopoldssyni voru loks dæmdar 18 milljónir með hæstu innlánsvöxtum og 2.9 milljónir I málskostnaö. Enn er ekki búiö ao ganga frá ritun forsenda dómsins, en hlutaðeigandi voru birtar niðurstöðurnar i gær. Bótakröfur þeirra fjórmenn- inganna voru á bilinu frá 90-120 milljónir króna. Kaupgleðin mikil |an., febr. og mars i ár: Vöru- skipta jöfnuður- inn 17,7 milljarða í mínus HEI — Þótt slfellt sé verið ao segja okkur að vond stjórnvöld hamist við að minnka kaupmátt okkar tslendinga virðist kaup- gleði okkar fyrstu þrjá mánuði ársins litil takmörk sett. Innflutningur til landsins fyrstu þrjá mánuði ársins nam rúmum 91,3 milljörðum króna, sem var 73% meira en á sama tlma I fyrra. Útflutningurinn (til að borga þetta) var hinsvegar ekki nema 73,5 milljarðar, eða um 45,4% meiri en I fyrra, þannig aö vöruskiptajöfnuðurinn þessa fyrstu þrjá mánuöi ársins er nei- kvæður um 17,7milljaröa. 1 fyrra á sama tlma var þessi tala aðeins litlir 2 milljarðar. Til samanburðar við utanrlkis- verslunartölur ársins 1979 skal þess getið, að meðalgengi erlends gjaldeyris er taliö vera 27,3% hærri mánuðina jan.-mars I ár en áriö 1979. Þaö viröist þvl varla vera nema þrlr kostir fyrir okkar eyðslu- seggina, að framleiða miklu meira til útflutnings, aö selja fyrir hærra verð eða þann leiðin legu kost að fara að spara inn- kaupin, ef við ætlum ekki að fara endanlega á hausinn. Nýi kerjaskálinn I Straumsvfk, en þar verða 40 ný ker tekin I notkun á næstunni. Tímamynd Tryggvi. Auka þarf orkusölu til álversins um 20 MW 2. maí Þá verða 40 ný ker tílbúin AM— Nú er unnið af krafti við að gangsetja þau ker F skálum álversins í Straums- vík, sem tekin voru úr sambandi vegna raf magnsskömmtunar f vetur, en alls hafa 41 ker verið óvirk. Þorsknetaveiðibann um land allt frá 6. maí Bannið syöra og vestra hef st á hádegi í dag Sjávarútvegsráðuneytiö gaf I gær út reglugerð, sem bannar allar> veíðar I þorsk- fisknet a svæði fyrir Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austurlandi frá hádegi 6. mal til 21. maí n.k. Svæði þetta markast að vestan af llnu, sem dregin er réttvlsandi vestur frá Bjargtöngum og að austan af Hnu, sem dregin er réttvlsandi I austur frá Eystrahorni. Bann við netaveiðum sunnanlands og vestan tekur aftur á móti giidi á hádegi I dag og stendur Ul 21. mal. Sjávanitvegsráðuneytíð hefur ennfremur með reglu- gerðinni, bannað skipum þeim, er loðnuveiðar stunduðu á s.l. loðnuvertlð, að stunda veiðar I þorskfisknet frá há- degi 6. mal til 16. ágúst 15)20. Ingvar Pálsson, verk- fræðingur i kerjaskála, sagði I samtali við blaðið að 15 ker væru gangsett á einni viku og ætti þessu að vera lokið síðast í næstu viku. Hef ur verkið gengið mjög vel. Nú er verið að leggja síðustu hönd á smíði 40 nýrra kerja í nýjum áfanga versins og sagði Ingvar að byrja mætti að hleypa straumi á þann hluta 2. maí n.k., ef leyfi fyrir viðbótarorku fæstu hjá Landsvirkjun. Álverið mun nota 132 AAVV, þegar kerin sem slökkt var á verða komin í gang, en um 20 AAW mun þurfa í viðbót þegar nýju kerjunum verð- ur bætt við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.