Tíminn - 09.05.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.05.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. mal 1980 5 Popp Óperan: Himnahnrftin Breið?” frumsýnd á morgun FRI —Kvikmyndin Himnahuröin Breið? verður frumsýnd i Regn- boganum á morgun laugardag en þá hefjast einning venjulegar sýningar á henni. Kvikmyndin er i formi popp- óperu en efni hennar er hefðbund- ið þ.e. baráttan milli góös og ills og fólk sem verður á milli i þeirri baráttu. UndirbUningur verksins hófst vorið 1979 en kvikmyndatökur hófust i byrjun október það ár og þeim lauk i febrúar siðastliðnum. öll myndin er tekin i Reykjavik og nágrenni að mestu utanhúss. klippingu verksins lauk siðan i april en kostnaður við myndina er nú orðinn um 20 millj. kr. Aðstandendur myndarinnar eru: SÖNGVARAR: AriHarðarson............Enginn Bogi Þór Siguroddsson .... Lögga Einar JónBriem ..........Bóndi Erna Ingvarsdóttir.... Húsmóðir Ingibjörg Ingadóttir....Stúlka Kjartan Ólafsson.......Einhver Valdimar örnFlygering .Prestur HLJÓMSVEIT: Eggert Pálsson, Egill Jóhanns- son, Guðni Franzson, Haukur Tómasson, Kjartan ólafsson. TEXTI .........AriHarðarson TÖNLIST......Kjartan Ólafsson KVIKMYNDAHANDRIT........Ari Harðarsson Kristberg Oskarsson KVIKMYNDUN.......Guðmundur Bjartmarsson HLÓÐ.........Kjartan Ólafsson KLIPPING ... Guðmundur Bjart- marsson Kristberg Óskarsson AÐSTOÐ VIÐ UPPTÖKU . Birgir Þ. Jóakimss. Halldór Bjarnason LEIKSTJÓRN.........Kristberg Óskarsson Málin rædd fyrir upptöku á atriöi I myndinni. Kjartan Ari, Ingibjörg og Kristberg Söngferð Rangæ- inga og Skaftfellinga Kór Rangæingafélagsins i Reykjavik og Söngfélag Skaftfell- inga i Reykjavik fara í sameigin- lega söngferð austur I Rangár- þing um næstu helgi og koma kór- arnir fram á söngskemmtun i Gunnarshólma i Austur-Landeyj- um laugardaginn 10. mai kl. 21:00. Á efnisskránni eru innlend og erlend lög og lýkur henni með þvi að báðir kórarnir, samtals um 80 manns syngja saman nokkur lög, þeirra á meðal héraðssöngva Rangæinga og Skaftfellinga. Söngstjórar i ferðinni eru Njáll Sigurðsson og Þorvaldur Björns- son. Eftir samsöng kóranna verð- ur dansskemmtun sem haldin er til fjáröflunar fyrir slysavarna- deildina Þrótt i Austur-Landeyj- um. Með söngferðinni um helgina lýkur starfsári kóranna, en þeir hafa á undanförnum árum verið aðal uppistaðan I félagsstörfum Rangæinga og Skaftfellinga i Reykjavík. Það er von forráða- manna kóranna að sem flestir úr heimahéruðunum geti sótt sðhg- skemmtunina i Gunnarshólma á laugardagskvöldið. Úrslit í reið- hjólakeppni línferðarráðs KL— Umferðarráð hefur sent frá sér úrslit i reiðhjólakeppni 12 ára skólabarna, sem fram fór i april sl. Það er orðin venja, að 12 ára skólabörn taka þátt I keppni um umferðarmál. 1 fyrsta áfanga fer hún fram i spurningaformi, en þeir nemendur, sem bestum árangri ná þá, öðlast rétt til að taka þátt i reiðhjólakeppninni. Að þessu sinni tóku 4100 börn þátt i spurningakeppninni i nær öllum grunnskólum landsins og komust 106 nemendur i 50 skólum áfram i reiðhjólakeppnina, sem fram fór á þrem stöðum á land- inu, i Reykjavik, á Akureyri og Egilsstöðum. Þeir sem hlutu flest stig i þeirri keppni, eru: A Akureyri: sæti 1.-2. Björg Lundarskóla 1.-2. Eggert Barnaskóla Ak. 3. Guðrún J. Glerársk. stig. Eiriksdóttir, 299 Benjaminss., 299 Magnúsdóttir, 294 Rangæinga og Skaftfellingar á söngæfingu I Skaftfellingabúö. 2. Asa Brynjólfsd, Egilsst.sk. 3. Dagrún Haraldsd., Egilsst.sk. 306 294 A Egilsstöðum: 1. Sveinn Þór Hallgrimss. Egilsst. sk. 339 1 Reykjavik: 1. Sigurður Rúnarss., Æfingask., K.H.l. 311 2. Bjarni Þór Þorvaldss., Hvassaleitissk. 305 3. Tryggvi Jónss., Oldutúnssk., Hafnarf. 304 Fjórir efstu úr Egilsstaða- og Akureyrarriðlinum ásamt 12 úr Reykjavikurriðlinum keppa til úrslita næsta haust um ferð til Noregs á næsta ári. En i Osló er fyrirhuguð alþjóðleg keppni á reiðhjólum 1981, Sameigin- legt söng- mót fimm skag- firskra kóra G.ó. Sauðárkróki. — Nk. laugar- dag efna fimm skagfirskir söng- kórar til sameiginlegs söngmóts i Miðgarði kl. 20:30. Þetta mun vera fyrsta sameiginlega söng- mót skagfirskra kóra og þvi nýr þáttur i sönglifinu i Skagafirði. Að lokum söng I Miðgarði mun dansinn duna við undirleik hljóm- sveitar Geirmundar Valtýssonar. 86-300 Ljósin í lagi - lundin góð. Siík áhrif hafa rétt stillt Ijós á meðfarendur í umferðinni UMFERÐARRÁÐ „Ekið á veltiborði” Jafnvægi og einbeiting sitja hér I fyrirrumi. (Mvnd G.A.) Akurevri? Nærsveitir? Við opnum 9. mai Tepprlrnd Tryggvabraut 22, Akureyri Simi25055 Glæsileg sérverslun með gólfteppi i tugum lita: Nylonteppi, acrylteppi, ullarteppi. Teppi á stofur og herbergi, ganga og hol, stigahús og skrifstofur, skóia og stofn- anir. önnumst máltökur, sniðslu og iögn. Vanir menn. lfcBTTnffraniff-viBiOTj*,'‘Tiri "iiiTinrii ,i"igiriiiiimrrr Verið velkomin? Tepprlrnd Grensásvegi 13, Reykjavik Simar: 83430 - 83577 Tepprlrnd Tryggvabraut 22 Akureyri Simi: 25055 Einnig fjölbreytt úrval: Stök teppi með austurlensku mynstri, gangadreglar, þykkir kókos-dreglar, kókos-dyramottur, bast-mottur, mais-mottur, piastdreglar, tappasjampo, (Crown og Foam Clean), teppahreinsarar, bletta- hreinsir, ullarmottur, nylonmottur, acrylmottur. Carmalin veggklæði o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.