Tíminn - 22.06.1980, Page 6
6
Sunnudagur 22. júni 1980
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og augiýsingar SiOu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaOamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. VerO i lausasölu kr. 250. Áskriftargjald kr.
5000á mánuöi. BlaOaprent.
Efnahagsvandi
er víðar en hér
Annað hvort eru stjórnarandstæðingar gleymnir
eða fáfróðir, þegar þeir halda þvi fram, að verð-
bólga hafi eiginlega ekki þekkzt hérlendis fyrr en á
áttunda áratugnum.
Næstum allan sjöunda áratuginn, viðreisnar-
áratuginn svonefnda, var verðbólgan hér þrisvar til
fjórum sinnum meiri en i öðrum vestrænum lönd-
um.
Þeir, sem hafa stjórnað á áttunda áratugnum,
tóku þvi við þeim arfi, að verðbólga hafi verið
margfalt meiri hér en annars staðar áratuginn á
undan. Smekkurinn sá, sem kemst i her, keiminn
lengi eftir ber.
Þá sjá stjórnarandstæðingar annað hvort ekki út
fyrir landsteinana eða vilja ekki sjá þáð, þegar þeir
halda þvi fram, að eiginlega sé hvergi glimt við
efnahagserfiðleika nema á íslandi.
í Bandarikjunum er verðbólgan nú margfalt
meiri en á siðasta áratug og atvinnuleysi eykst með
hverjum degi.
I Sovétrikjunum eykst margvislegur vöruskortur
og biðraðir lengjast i búðum.
Erindrekar Kinverja fara um allar jarðir til að
leita eftir efnahagsaðstoð. Atvinnuleysingjar i
borgunum eru fluttir nauðungarflutningi út i
sveitir, þótt nægilegt vinnuafl sé þar fyrir.
Jafnvel hinir stjórnsömu Japanir glima við mik-
inn efnahagsvanda og lifskjör almennings i Japan
fara versnandi.
Land hins norræna efnahagsundurs, Sviþjóð,
hefur ekki sloppið, Eftir margra áratuga vinnufrið,
hefur komið þar til stór verkfalla og verkbanna og
lifskjör hafa versnað, þrátt fyrir kauphækkanir.
Hinir gömlu húsbændur tslendinga, Danir, búa
við stórfellt atvinnuleysi og iskyggilegasta halla á
viðskiptum við útlönd.
í Bretlandi hefur verðbólgan tvöfaldazt siðasta
árið og atvinnuleysi stóraukizt.
Islendingar eru þvi vissulega ekki einir um það að
glima við efnahagsvanda um þessar mundir. En
það má ekki draga úr þvi, að reynt sé að sigrast á
honum. Gott er lika til þess að vita, að íslendingar
hafa oft glimt við meiri vanda með góðum árangri.
Það getur þó gert þessa glimu örðugri, ef
stjórnarandstaðan heldur áfram að vera ábyrgðar-
laus og reynir hvarvetna að veita þrýstihópum lið.
Friedmanistar
ráða síst við vandann
Fróðlegt var að hlusta á þær fréttir, sem lesnar
voru i útvarpinu siðastliðið fimmtudagskvöld, að
verðbólga væri nú 120—130% i Israel.
Stjórn Israels mun frekar en nokkur rikisstjórn
önnur hafa farið eftir ráðum ameriska hag-
fræðingsins Miltons Friedmans, en leiftursókn sú
gegn verðbólgu, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði á
siðastl. hausti, byggðist að mestu leyti á kenningum
hans.
Reynslan frá ísrael er þvi ótvirætt dæmi um, að
Friedmanistar ráða sizt við efnahagsvanda. Ekkert
bólar þó enn á þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn sé
horfinn frá leiftursókninni.
Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Genscher berst fyrir
lífi flokks síns
Hann þarf að vera jafnoki Schmidts og Strauss
fylgismaöur slökunarstefn-
unnar, sem ótvirætt er vinsæl i
Þýzkalandi. A flokksþingi
Frjálslynda flokksins, sem ný-
lega var haldiö i Freiburg, lét
Genscher ákveönar i ljós en
áöur aö leggja bæri megin-
áherzlu á slökunarstefnuna.
A FLOKKSÞINGINU I Frei-
burg var mörkuö sú afstaöa, aö
samvinna viö kristilega flokk-
inn kæmi ekki til greina. Sam-
vinnunni viö sósialdemókrata
yröi haldiö áfram, en þó ekki ef
þeir fengju einir meirihluta.
Frjálslyndi flokkurinn heföi
þaö tviþætta hlutverk i kosning-
unum aö koma I veg fyrir valda-
töku Strauss og aö sósialdemó-
kratar fengju meirihluta. Þá
skapaöist sú hætta, aö Helmut
Schmidt yröi háöur vinstri
öflum i flokki sinum.
Eins og oftast áöur, var bent á
hættuna, sem hlytist af þvl, ef
aöeins yröutveir stórir flokkar i
Vestur-Þýzkalandi. Sú hætta
yröi þá meiri, aö öfgaöflin innan
þeirra gætu haft aukin áhrif.
Frjálslyndi flokkurinn heföi
gegnt þvi mikilvæga hlutverki i
þýzkum stjórnmálum eftir siö-
ari heimsstyrjöldina aö koma I
veg fyrir aö þar yröi háö eins
konar úrslitabarátta milli
tveggja andstæðra afla.
Frjálslyndi flokkurinn heföi
áorkaö þvi I samstarfi viö
sósialdemókrata, aö þeir heföu
ekki fariö inn á neinar hæpnar
brautir til aö koma á sósial-
isma. Þaö myndi hann tryggja
áfram, ef hann færi meö odda-
valdiö I þinginu.
Vinsamlega var talað um
Schmidt og sagt, að þaö yröi
honum mestur greiöi, aö hann
þyrfti ekki að vera háöur vinstri
öflum i flokki sinum, en þaö
myndi gerast, ef flokkurinn
fengi meirihluta.
Meðal þess, sem bar á góma á
flokksþinginu, voru skoöana-
kanna nir og var varaö viö þvi aö
'byggja um of á þeim. Sama
geröist á flokksþingi
sósialdemókrata, sem var >
haldið nokkru siöar. Bæöi
Brandt og Schmidt vöruöu viö
skoöanakönnunum, sem sýndu,
aö Strauss væri ekki sigurvæn-
legur. Þaö væri hættulegt aö
vanmeta Strauss og áróöurs-
hæfileika hans.
Eru Genscher og Schmidt aö hugsa um Strauss?
FYLKISKOSNINGARNAR,
sem fóru fram i Nordrhein-
Westfalen fyrir skömmu, uröu
alvarleg áminning til Frjáls-
lyndaflokksins um þaö, aö hann
þarf vel aö halda vöku sinni, ef
hann á ekki aö þurrkast út á
þinginu i Bonn I þingkosningun-
um 5. október næstkomandi.
Flokkurinn fékk rúmlega
4,9% greiddra atkvæöa. Hann
heföi þurft aö bæta viö sig rúm-
lega 200 atkvæöum til aö komast
yfir 5% markiö. Vegna þess aö
flokkurinn fékk ekki þessi 200
viöbótaratkvæöi, missti hann öll
þingsæti sin á fylkisþinginu og
fékk engan mann kosinn.
Sú regla gildir jafnt um kosn-
ingar til sambandsþingsins i
Bonn og fylkisþinganna, aö
flokkur þarf aö fá minnst 5%
greiddra atkvæöa til þess aö fá
þingmann kjörinn.
Frjálslyndi flokkurinn hefur
fariö tvivegis áöur undir þetta
5% mark i fylkiskosningum
siöan 1976. Þaö var I Hamborg I
júnl 1978 og I Neöra Saxlandi I
sama mánuöi. Hann fékk 4.8% I
Hamborg og 4.2% i Neöra Sax-
landi. I kosningum til sam-
bandsþingsins i Bonn, sem fóru
fram 1976, fékk hann 7.8%.
1 öörum fylkiskosningum,
sem hafa farið fram siöan 1976,
hefur flokknum vegnaö betur.
(Jrslitin i Nordrhein-Westfalen
eru samt mikiö áfall, þvi aö þaö
er langsamlega fólksflesta
fylkiö og síöasta fylkisþingiö,
sem kosiö er til fyrir þingkosn-
ingarnar I haust.
KOSNINGARNAR i
Nordrhein-Westfalen leiddu þaö
vel I ljós, aö yfir Frjálslynda
flokknum vofir jafnan sú mikla
hætta, aö hann hverfi I skugg-
ann og gleymist vegna viður-
eignarinnar milli risanna
tveggja, sósialdemókrata og
kristilegra demókrata.
Þetta geröist einmitt I kosn-
ingabaráttunni I Nordrhein-
Westfalen. Sósialdemókratar
héldu þvi þar fram meö góöum
árangri, aö kjósendur ættu aö
þessu sinni aö lýsa afstööu sinni
til Helmuts Schmidts og Franz
Josefs Strauss. Frjálslyndi
flokkurinn tefldi hins vegar
fram litlitlum heimamönnum i
Nordrhein-Westfalen.
(irslitin i Nordrhein-West-
falen munu veröa til þess, aö
Hans-Dietrich Genscher, for-
maöur Frjálslynda flokksins,
mun hafa sig enn meira i
frammi en ella. Hann veröur aö
reyna aö vekja á sér engu minni
athygli en þeir Schmidt og
Strauss.
Þaö mun hjálpa Genscher, aö
hann er i góöu áliti i Vestur-
Þýzkalandi. Hann nýtur viöur-
Hans-Dietrich Genscher
kenningar fyrir þaö aö vera
mikill vinnuhestur, sem byrjar
vinnudaginn kl. 6 aö morgni og
heldur slöan oftast áfram til
miönættis. Þaö er viöurkennt,
aö hann hafi reynzt vel sem
utanrikisráöherra, og hafi átt
mikinn þátt I aö móta utanrikis-
stefnuna, þótt Schmidt sé oft
meira þökkuð hún. Genscher er
vinsæll I flokki sinum og á engan
keppinaut um flokksforustuna.
Genscher er 53 ára gamall,
fæddur og uppalinn I Austur-
Þýzkalandi. Hann lauk laga-
prófi þar og starfaöi nokkur ár I
Halle, þar sem hann geröist
meölimur Frjálslynda flokksins
austur-þýzka. Ariö 1952 flutti
hann til Vestur-Þýzkalands og
gerðist bráölega erindreki
Frjálslynda flokksins þar. Hann
hefur átt sæti á þinginu i Bonn
siöan 1965. Hann var innanrikis-
ráöherra 1969—1974, en slöan
hefur hann veriö utanrikisráö-
herra. Jafnframt hefur hann
veriö formaöur Frjálslynda
flokksins.
Þaö háöi Genscher fyrir
nokkrum árum, aö hann var
veillfyrir hjarta, en hann er tal-
inn hafa yfirunniö þaö.
Það þykir hafa dregiö nokkuö
úr vinsældum Genschers um
skeiö, aö hann hefur veriö talinn
hallast meira aö Bandarikjun-
um en Schmidt og vera minni