Tíminn - 22.06.1980, Side 19

Tíminn - 22.06.1980, Side 19
Sunnudagur 22. júnl 1980 ðfclílÍlMÍ 27 25. þing Lions- klúbba á íslandi: 1,4% ís- lendinga Lions- félagar — langstærsta hlutfall miðað við fólksfjölda HEI—25. þing Lionsklúbbanna á islandi var haldib I Festi I Grindavik fyrir hvltasunnuna og stóö I tvo daga. Þingiö sóttu yfir 240 fulltrúar hinna 77 klúbba sem starfandi eru vlös vegar um landiö, en félagar þeirra eru alls 2812. Einnig sátu þingiö fulltrúar frá hinum fjórum Noröur- löndunum. t ávarpi finnska fulltrúans kom fram, aö miöaö viö mannfjölda eru langsamlega flestir Lions- menn á Islandi. Hér er 1.4% þjóöarinnar Lionsfélagar, en hjá Finnum sem koma næst i rööinni er hlutfalliö hins vegar 0.4%. A þinginu var m.a. rætt um stuöning þann sem Lionsklúbbar- nir veittu til sundlaugar Sjálfs- bjargar á árinu, 17 milljón kr. Samþykkt var — i tilefni af ári fatlaðra sem veröur 1981 — að visa þvi til næstu fjölumdæmis- stjórnar aö kanna þaö til hlitar hvort Lionshreyfingin á íslandi geti ekki styrkt mannvirkjagerö i framhaldi af byggingu sund- laugar fyrir fatlaöa við Hátún i Reykjavik, eöa álika fram- kvæmdir annars staöar á landinu. Jafnframt heimilaði og hvatti þingiö fjölumdæmisstjórnina, aö leita eftir samstarfi við önnur styrktar- og liknarfélög til fram- gangs þessu málefni, allt þó i fullu samstarfi viö félagasamtök fatlaöra. Þá var rætt um sölu á rauöu fjöörinni, sem samkvæmt bráöa- birgðauppgjöri nam 70.3 mill- jónum kr. Þvi fé veröur varið til styrktar heyrnardaufum i land- inu , i samráði við læknanefnd skipaöa: dr. Stefáni Skaftasyni, yfirlækni háls-, nef- og eyrna- deildar Borgarspitalans, Einari Sindrasyni, lækni, og Olafi Bjarnasyni, lækni. Gerði Ólafur grein fyrir hvernig hugsað væri að söfnunarfénu yrði varið. Formaöur fjölumdæmis- stjórnar Lionsblúbbanna i land- inu var kjörinn Ólafur Sverris- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga. Meö honum i stjórn eru Björgvin Schram, stórkaup- maður, og Gissur K. Vilhjálmsson, deildarstjóri. Einnig sitja i stjórninni umdæmisstjórar beggja umdæm- anna i landinu, Eirikur Alexandersson, bæjarstjóri i Grindavik, og Aðalsteinn Jónsson, verkfr. á Akureyri. Nýlega... Nýlega birtist i hinu virta bandariska popptimariti, Cashbox, mjög lofsamleg grein um frammistööu Brunaliösins á Midem hátiöinni i Cannes. Eins og sjá má á meöfylgjandi úr- klippu, mega Brunaliösmenn mjög vel viö þessi ummæli una, þó aö i sjálfu sér sé þetta eins konar minningargrein um hljóm- sveitina, sem nú er hætt störfum. WHISKEY A GO GO. CANNES - Amongst he many llve showcase performances at VIIDEM this year, one of the most in- eresting and refreshingly original acts to be seen was the lcelandic Fireband. Spawned from a very small country and nitially aimed at an equally tiny marke [gold disc is 5,000), the Fireband revealec >ome fresh northern talent that deserves tc nfiltrate other larger territories around thc vorld. The group's record company celandic Recordinos & Music Inc., spon- Enn brautryðjandi í gerð icon i hjólmúgavéla og hefur þjónað íslenskum bændum hátt á þriðja áratuginn. Vicon verksmiðjumar hafa ávallt verið fremstar í flokki í sambandi við þróun í heyvinnutækni. Nú býður Globus h/f fjölbreyttasta úrval rakstrarvéla og nýjungar í sláttuvélum og grasknosurum. Aerobat HKX 620 4ra hjóla Lyftu- tengd Nú með aukinni vinnslu- breidd. Allir bændur þekkja Vic- on Acrobat-vélina. Hún er einföld i gerð og lipur i notkun. Vinnslugæði frábær og rakar bar að auki frá girðingum og skurð- köntum. Vinnslubr. 2,25 m. ican NY VEL Atleet H 820 5 hjóla Lyftutengd. Hefur alla eiginleika Acrobatsins, en meiri vinnslubreidd. Vinnslubreidd 2,50 m. icon NÝJUNG OM 165 Diskasláttuþyrla og grasknúsari Mikið hefur verið rætt um þá aðferð að merja grasið um leið og slegið er, til að flýta þurrkun. OM 165 mer grasið og sprengir húð þess um leið og hún slær, sem flýtir þurrkun þess. OM 165 var reynd hjá Bútæknideild- inni á Hvanneyri á siðastliðnu sumri og reyndist vel. Vinnslubreidd 1,65 m. lOOOJ Sprintmaster H 1020 Mest selda vélin Afkastamikil t drag- tengd rakstrarvél. Vinnsluafköst: Allt að 6 ha. pr. klst. Vinnslubreidd 3 m. Mismunandi vinnslu stillingar. Vökvahifir á rakstrarhjólum. NÝJUNG CM 240 Diskasláttuþyrla Vicon verksmiðjumar hafa á undan- fömum árum hannað þessa vél, og var hún reynd hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri á siðastliðnu sumri. Vélin reyndist mjög afkastamikil, sterkbyggð og slá vel. Kynnið ykkur skýrslu Bútæknideildar. Vinnslubreidd 2,4 m.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.