Tíminn - 30.07.1980, Side 3
Miðvikudagur 30. júli 1980
3
Kengúruhjónin með afkvæmi sitt tveggja og háls mánaðar gamalt og voru þau eftirlæti gesta Sædýra-
safnsins I gær. Þangað lögðu á annað hundrað manns leið slna i bliðviðrinu, ekki slst börn, enda nóg af
öðru ungviði til þess að heilsa upp á Isafninu, kiðlingar, gæsarungar ogfleira. (Timamynd Tryggvi)
Leyfi til reksturs leiktækjasala:
Jóker fékk en
Vegas ekki
Kás — Tekin voru fyrir á borgar-
ráðsfundi i gær erindi frá leik-
tækjasölunum Jóker, Banka-
stræti 9 og Vegas, Laugavegi 92,
um starfsleyfi til handa sölunum,
I samræmi við nýlega breytingu á
lögreglusamþykkt Reykjavikur.
Báðir þessara staða höfðu áður
sótt um leyfi, en fengið neikvætt
svar, þar sem skilyrðum heil-
breigðis- og brunaeftirlits var
ekki framfylgt.
Nú höfðu báðir staðirnir, Jóker
og Vegas, bætt nokkuð úr, og lágu
fyrir jákvæöar umsagnir frá eld-
varnareftirliti. Borgarráð mælti
með starfsleyfi til Jókers, en
itrekaði fyrri afstöðu sina til Veg-
as, þar sem ekki var mælt meö
starfsleyfi. Þaö er lögreglustjóri
sem endanlega gefur út starfs-
leyfi til leiktækjasala, en það ger-
ir hann ekki, nema fyrir liggi já-
kvæö umsögn frá borgarráöi.
Bankastjóm Seðlabankans og yiðstóptaráðherra:
Ræða kreditkortaviðskipti í dag
Ekki lögbrot, þar eð engin lög eru um slík viðskipti
HEI — í framhaldi af nokkrum
umræðum sem urðu á Alþingi i
vetur um fyrirhugaða útgáfu
kreditkorta hérlendis, óskaði ég
eftir þvl við Seðlabankann að
hann fylgdist meö þvi sem gerð-
ist i þessu máli og léti viðskipta-
ráðuneytið vita um framvindu
mála, þannig að við höfum
fylgst meö þvl sem hefur verið
að gerast i þessu máli, sagði
viöskip taráðherra, Tómas
Arnason I samtalið við Tlmann i
gær.
Um þetta giltu sem kunnugt
er engin lög og þvi væri senni-
lega heimilt að gera þetta, þ.e.
að það væri ekki lögbrot, sagði
Tómas. Hinsvegar hefðu ýinsir
dregiöf efa að þetta sé æskilegt
eða heppilegt hér á landi, sem
Tómas sagðist þó ekki leggja
neinn fullnaðar dóm á.
Hann sagðist hafa talið koma
til greina að setja löggjöf um
svona mál og slikt væri I athug-
un i ráðuneytinu.
Þá sagðist hann verða á fundi
meö bankastjórn Seðlabankans
á morgun, (þ.e. I dag), þar sem
þessi mál verði rædd nánar.
Niöurstaðan kynni aö verða sú,
aö hann undirbyggi frumvarp
um slik viöskipti.
Búvörur lækka i kringum 10% í ágúst
11,4% verðlækk-
un á tóndatóötl
HEI — Lækkun er orð sem bvi fljótu bragði.
HEI — Lækkun er orð sem þvi
miður kemur sjaldan fyrir þegar
sagt er frá vöruverði hérlendis,
þar til nú, aö hinar auknu niöur-
greiðslur á landbúnaðarvörum
koma til með aö lækka verð
flestra búvara i kringum 10% nú i
ágústmánuði að þvi' er viröist I
fljótu bragði
Mesta lækkunin er á heilum nema um 2,4%,Þá lækkar smjor-
dilkaskrokkum, eða 11,4%. Súpu- kilóiðum 10,8% og kostar þá 3.240
kjötiö og lærilækka siðan I kring- kr. Þá lækkar nautakjöt i heilum
um 10% og sagað i sneiöar nálægt og hálfum skrokkum um 6,2% og
8%. Mjólkin lækkar um 30 kr. lítr- veröur þá 2.389 kr. kilóið. Skorið i
inn i 329 sem nemur 8,4% en buff og aörar finar steikur er
rjóminn lækkar hins vegar ekki lækkunin miklu minni.
Borgarráð ákveður að setja reglur um staðsetningu og opnunartíma
matsölubifreiða:
Stríð milli Péturs og veitinga-
manna í miðbænum
um staðsetningu hamborgarabflsins
Kás —Um miðjan siðasta mánuð
var Pétri Sveinbjörnssyni veitt
leyfi til reksturs matsölubifreiðar
til bráðabirgða i sex mánuði. Sið-
an þá, hafa lögreglu- og skrifstofu
borgarstjóra, itrekað borist
kvartanir vegna reksturs hans.
Kvartanirnar varða bæði staö-
setningu bilsins, svo sem á
Lækjartorgi og á Hallærisplani,
og jafnframt um opnunartimann,
en sala hefur átt sér stað úr biln-
um fram yfir miðnætti.
A fundi borgarráðs i gær var
lagt fram bréf frá þrettán veit-
ingamönnum hér I borginni, þar
sem kvartað er yfir staðsetningu
matsölubifreiðarinnar. „Virðist
okkur nauðsyn, að þjónustubil-
unum séu settar starfsreglur,
sem öðrum atvinnurekstri. Um
leið verði starfsemi þeirra settar
þær skorður að hún skaði ekki
staöbundin veitingahús, m.a. með
þvi að óheimilt verði að selja úr
bilunum innan viö 400 metra f-rá
viöurkenndum veitingastað”,
segir i bréfi þrettánmenning-
anna.
Einnig var lagt fram á fund-
inum bréf frá Ásgeiri Hannesi Ei-
rikssyni, pylsusala á Lækjar-
torgi, þar sem óskað er eftir
rýmkun á sölutima. Hefur hann
áðurfariðfram á það en þvi verið
hafnað. „Þetta erindi er itrekaö
núna þar sem hæstvirt borgarráð
hefur veitt sölubilnum leyfi til að
versla eftir að Pylsuvagninum er
gert aö loka á kvöldin”, segir i
bréfi Asgeirs Hannesar.
„Ekki verður hjá þvi komist að
skoða málefni matsölubifreiöar-
innar”, sagöi Gunnar Eydal,
skrifstofustjóri borgarstjórnar, i
samtali viö Timann i gær. Sagöi
Gunnar, að upphaflega hefði hug-
myndin verið sú, að af liönum
reynslutimanum skyldi formlega
gengið frá rekstrarleyfi með
tilheyrandi umsögn lögreglu-
stjóra. „Nú er hins vegar ljóst, að
ráðstafanir þarf að gera fyrr”,
sagði Gunnar. „Eðlilegast er að
um máliö verði fariö á sama hátt
og um leyfi rekstrar pylsuvagns
og nánari ákvæði þarf að setja
varöandi staðsetningu bilsins”.
Borgarráð samþykkti i gær að
settar veröi nánari reglur i sam-
ráöi við lögreglustjóra um staö-
setningu bilsins og opnunartima
hans.
Fyrirhugaður veitingastaður á Hagamel 67:
íbúar mótmæla staðsetningu
Kás — Fyrirhugað er að opna nyj-
an veitingastað að Hagamel 67 i
Reykjavik. Borgarráði hefur bor-
ist mótmæli frá fulltrúum húsfé-
laganna að Kaplaskjólsvegi 27-31,
þar sem staðsetningu hans er
mótmælt. Borgarráð samþykkti
fyrir sitt leyti á fundi sinum i gær
að gera ekki að svo stöddu at-
hugasemd við staðsetningu um-
rædds veitingastaðar.
Kaífivagnlnum
neitað um
vínveitingaleyfi
Kás— A fundi borgarráös i gær
var tekiö fyrir erindi frá Kaffi-
vagninum, sem er veitingastaöur
út á Grandagaröi, þar sem sótt er
um leyfi til aö fá að bera fram
vinveitingar á staönum, en ný-
lega hafa verið gerðar miklar
endurbætur á Kaffivagninum, og
er nú m.a. boðið upp á vandaöa
sjávarrétti á kvöldin. Borgarráö
mælti ekki meö erindinu, sem i
raun þýðir neitun, þvi dómsmála-
ráðuneytið veitir ekki slik leyfi,
nema fyrir liggi jákvæð umsögn
viðkomandi sveitarstjórnar.
Oformlegar upplýsingar munu
hafa legiö frammi á fundinum frá
matsnefnd vinveitingahúsa, þar
sem kemur fram að Kaffivagninn
uppfyllir ekki skilyröi laga um
leyfi til vinveitingahúsareksturs.
BLIKKVER
Skeijabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040.
BIIKKVER
SELFOSSt
Hrlsmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.