Tíminn - 30.07.1980, Qupperneq 6
Miövikudagur 30. júli 1980
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur óiafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 250. Askriftargjald kr.
5000ámánuöi. Blaöaprent.
Villandi viðtal
Viðtal, sem birtist við Steingrim Hermannsson
sjávarútvegsráðherra i Visi 12. þ.m., hefur orðið
þess valdandi, að hann hefur verið talinn óvinsam-
legur skipasmiði innanlands:
Sjávarútvegsráðherra hefur nú birt leiðréttingu i
Visi (28. þ.m.) og þykir rétt að birta hana hér:
,,í Visi, laugardaginn 12. júli s.l., birtist viðtal,
sem tveir blaðamenn áttu við mig um sjávarút-
vegsmál. Viðtal þetta er verulega stytt, sem ekki er
óeðlilegt. Þvi miður sýnist mér að i styttingunni
hafi ýmis atriði komið illa eða óljóst til skila. Þó
mun ég ekki gera athugasemd við nema eitt slikt
atriði.
Til þess að ekkert fari á milli mála hef ég jafn-
framt fengið frá Visi segulbandsspólur þær, sem
viðtalið geyma.
í viðtalinu er áberandi undirfyrirsögn, þar sem
segir: „Hlynntari skipakaupum að utan en nýsmiði
innanlands”.
í þeim kafla kemur siðan fram spurning blaða-
mannsins, sem endar þannig:
,,Ertu ekki hlynntur þvi að nauðsynleg endurnýj-
un flotans fari fram innanlands?”
Þessa spurningu finn ég að visu ekki á segulband-
inu svo orðaða, á þessum stað, að minnsta kosti, en
það er aukaatriði. Svar mitt fylgir á eftir og er svo-
hljóðandi i Visi:
,,Ég vil stuðla að þvi að gamlir togarar fari úr
landi og nýir komi i staðinn, með þvi móti verður að
visu einhver aukning i sóknarþunga en ekki eins
mikil og ef togararnir væru smiðaðir innanlands og
enginn færi i staðinn. Ég er þvi hlynntari kaupum
að utan en nýbyggingu innanlands”.
Þetta er efnislega rétt nema hvað niðurlaginu er
aðeins breytt. Skv. segulbandinu var það þannig:
„Þannig að ég er i sambandi við togaraflotann
hlynntari þessu heldur en nýbyggingu innanlands,
en hins vegar er...”
í blaðinu er svar mitt gert almennara en það var.
Það er látið ná til alls flotans en ekki bara togara-
flotans. Það er þó einnig aukaatriði. Hitt er mikil-
vægara að þvi er sleppt, sem ég segi siðar um
skipasmiðar innanlands. Þar segi ég m.a.:
„Þær (þ.e. islenzkar skipasmiðastöðvar) geta
annað endurnýjun og það eru nú i smiðum nokkrir
togarar... Fyrir þá togara er engu skipi lagt”.
Blaðamaður spyr: „Má ekki setja reglur um að
selja beri skip úr landi, þegar endurnýjun fer fram
innanlands?”
Svar mitt: „Salan úr landi er algerlega háð kaup-
um á skipi. Það, sem ég held að þurfi að gera i
þessu sambandi, er að stórauka aldurslagatrygg-
ingu, þannig að aldurslagatryggingin geti keypt
upp gömul skip, en menn skulu gæta að þvi að slikt
þýðir opinbert fjármagn. Staðreyndin er jafnframt
sú, að skipasmiðastöðvar erlendis, þvi miður, njóta
gifurlegra rikisstyrkja. Ég er þeirrar skoðunar að
skoða beri kalt og rólega, hvort rétt sé að taka upp
slika aðstoð, e.t.v. i gegnum aldurslagatryggingu
eða á annan máta hér innanlands. Við skulum gæta
að þvi að mjög mikið fjármagn fer úr landi á þenn-
an máta. Það getur þvi borgað sig að veita jafnvel
aðstoð til að byggja megi skip á samkeppnisfæran
máta hér heima, ef við tökum til greina atvinnuna,
skattana og allt, sem frá slikri starfsemi kemur.
Þetta vil ég láta skoða”.
Ljóst er af þessu svari Steingrims Hermannsson-
ar sjávarútvegsráðherra, að hann er siður en svo
mótfallinn skipasmiði innanlands, heldur vill gera
stórátak til að efla hana.
Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Þórarinn Þórarinsson:
Atvinnuleysið stór-
eykst hjá Thatcher
Atvinnuleysingjar orönir um tvær milljónir
TOLUR þær um atvinnuleysi I
Bretlandi, sem birtar voru í siö-
ustu viku, gefa til kynna aö at-
vinnuleysingjar séu nú orönir
um tvær milljónir. Þegar
talningin fór fram, voru þeir
skráöir 1869 þúsund, en hefur
fjölgaö siöan aö taliö er. Af
þeim voru 295 þúsund skóla-
nemendur innan viö 18 ára
aldur.
Samkvæmt talningunni bitnar
atvinnuleysiö hlutfallslega mest
á ungu fólki. Sé miöaö viö 18 ára
aldur, voru 1264 þúsund eldri en
18 ára, en 662 þúsund yngri.
Atvinnuleysiö er nokkuö mis-
munandi eftir landshlutum.
Verst er þaö I Noröur-trlandi
eöa 11.6% þegar miöaö er viö
vinnufært fólk. Næst kemur
Noröur-England meö 11.1% en
siöan Skotland og Wales meö
9%.
Þaö er nokkurt dæmi um at-
Margaret Thatcher
vinnuleysiö I Noröur-Englandi
aö ráöningarstofa fyrir ungt
fólk i Liverpool haföi aöeins
fimm störf laus en 6100 umsókn-
ir. Nokkru skárra var þetta hjá
ráöningarstofu I Manchester,
þar sem 115 störf voru laus, en
umsóknirnar 3000.
Samkvæmt þessum siöustu
tölum er atvinnuleysiö nú oröiö
jafn mikiö i Bretlandi og þaö
var á kreppuárunum fyrir siö-
ari heimsstyrjöldina. Þaö hefur
aldrei veriö meira eftir striös-
lokin.
Síöan rikisstjórn Thatchers
kom til valda I maibyrjun 1979
hefur atvinnuleysingjum
fjölgaö um 600 þúsund, þar af
eru 300 þúsund innan 18 ára
aldurs.
Þetta linurit New York Times sýnir atvinnuleysiö
I Bretlandi 1969-1980.
ÞAÐ var eölilegt aö þingmenn
Verkamannaflokksins brygöust
hart viö þessum tölum og geröu
hróp aö Thatcher I þinginu:
Segöu af þér, segöu af þér, eins
og ekki er ótitt þar.
Thatcher lét sér hins vegar
hvergi bregöa. Hún sagöi, aö
höfuömál hennar væri aö ráöa
niöurlögum dýrtiöarinnar og
þaö yröi ekki gert, nema nokk-
urt atvinnuleysi kæmi til sögu
um skeiö. Hjöönun veröbólg-
unnar væri óhjákvæmileg, ef
brezkir atvinnuvegir ættu aö
veröa samkeppnishæfir, en þeir
færu nú mjög halloka á erlend-
um mörkuöum.
Þá benti fjármálaráöherrann,
Geoffréy Howe á aö veröbólgan
heföi heldur minnkaö i júni-
mánuöi svo aö árangur væri aö
byrja aö nást. Healey, fyrrv.
fjármálaráöherra svaraöi þvi
til aö öll hjöönun veröbólgunnar
I umræddum mánuöi ætti rætur
aö rekja til verölækkana á inn-
fluttum vörum.
Bæöi Thatcher og Howe
reyndu aö kenna kauphækkun-
um um, aö atvinnuvegirnir
væru ekki samkeppnishæfir og
drægjust saman. Verkalýös-
hreyfingin kynni sér ekki hóf.
Leiötogar Verkamanna-
flokksins svöruöu á þá leiö aö
kaupiö geröi ekki meira en aö
elta verölagiö. Sökin væri þvl
ekki verkalýösfélaganna.
Callaghan kvaö vaxtastefnu
stjórnarinnar eiga mikinn þátt I
versnandi afkomu atvinnuveg-
anna, en vextir hafa hækkaö
verulega slöan Thatcher kom til
valda. Þá taldi hann samdrátt
opinberra framkvæmda alltof
mikinn. A atvinnuleysistlmum
þyrfti frekar aö auka opinberar
framkvæmdir en draga úr
þeim.
Margir atvinnurekendur
viröast nú orönir efins um, aö
efnahagsstefna Thatchers sé
rétt. Frá sjónarmiöi rikis-
stjórnarinnar er þaö ávinn-
ingur, aö sterlingspundiö hefur
heldur hækkaö I veröi, miöaö
viö ýmsa erlenda mynt, en þaö
hefur ekki bætt stööu út-
flutningsa tvinnu veganna.
EF James Callaghan, leiötogi
Verkamannaflokksins, stendur
viö þaö, sem hann var búinn aö
boöa, mun fara fram i þessari
viku umræöa I neöri málstofu
þingsins um vantraust á rikis-
stjórn Margaretar Thatchers.
Callaghan boöaöi vantrausts-
tillöguna I siöustu viku, þegar
umræöur fóru fram um siöustu
talningu atvinnuleysingja.
Talningin þótti leiöa svo ógn-
vekjandi staöreyndir I ljós, aö
Callaghan taldi Verkamanna-
flokkinn nauöbeygöan til aö
sýna andstööu slna gegn
stjórnarstefnunni meö þvi aö
knýja fram atkvæöagreiöslu
um, hvort íhaldsflokkurinn
stæöi enn óskiptur um hana. J
Eftir öllum sólarmerkjum aö
dæma, eru engar llkur til þess
aö tillagan veröi samþykkt.
Þótt vaxandi gagnrýni gæti hjá
sumum þingmönnum Ihalds-
flokksins, eru þeir enn sammála
um, aö Thatcher fái tækifæri til
aö sannreyna stefnu sina I
framkvæmd. Hún fær þvl enn
nokkurn frest.
En haldi svo áfram sem nú
horfir, mun óánægja I flokknum
vafalaust magnast og kröfunum
um breytta stefnu aukast fylgi.
Þingstyrkur Ihaldsflokksins
er hins vegar svo mikill, aö
Thatcher ætti ekki aö þurfa aö
óttast neitt aö sinni. Ihalds-
flokkurinn hefur 43 þingmönn-
um fleira en andstæöingarnir
sameinaöir.