Tíminn - 13.08.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. ágúst 1980« 177. tölublað 64. árgangur. Eflum LTímann Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 - .Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Heitavatnshoranir gefa góðan árangur að Laugalandi: Fá Hella og Hvolsvöllur hitaveitu? Kás — 1 fyrrinótt varö óvænt mikili árangur af heitavatns- borun sem Orkustofnun hefur unniö aö viö Laugaland i Holta- hreppi. Komu þá upp 12 sek- úndulítrar af 90 stiga heitu vatni á 750 metra dýpi. t gær var dælt upp úr holunni og mældist rennsliö þá um 20 sekúndulitrar. Nú eru 24 dagar liönir frá þvi aö Glaumur, bor Orkustofnun- arinnar hóf boranir viö Lauga- land. Þær voru hafnar fyrir til- stilli Asa-, Holta- og Land- mannahreppa, sem reka skól- ann aö Laugalandi, en nú stendur fyrir dyrum stækkun hans, m.a. bygging iþróttahúss o.fl., og lá þvi ljóst fyrir, aö afla þyrfti meira vatns til aö hita hann upp. Haldiö veröur áfram aö bora að Laugalandi, allt niöur á 900 metra dýpi, i þeirri von, aö meira vatn finnist. Þegar er ljóst, aö það heita vatn sem nú hefur fundist nægir til þess að hita upp skólann, næstu bæi, svo og Hellu. Ef meira vatn finnst viö frek- ari boranireru likur á aö nægi- regt vatn fáist til aö hita upp Hvolsvöll einnig. „Við erum ákaflega ánægöir meö þennan árangur sem nú hefur náöst”, sagöi ölvir Karls- son, oddviti Asahrepps, i sam- tali viö Timann i gær. „En viö viljum halda áfram borunum”, sagöi ölvir, „þvi margt bendir tilþess aö meira vata sé hægt aö fá úr þessari holu. Þaö gæti leitt til þess aö hægt yröi aö leggja hitaveitu til Hellu og Hvolsvall- ar”. Rangárvallasýsla hefur hing- aö til veriö afskipt hvaö heitt vata snertir, og ekki hefur veriö hægt að kynda upp hús þar meö þvi svo nokkru nemi. Veröur nú á þvi veruleg bragarbót. Búast má viö aö innan skamms taki innlendir orku- gjafar völdin i Rangárvalla- sýslu og leysi oliuna af hólmi, þannig aö þeir bæir sem ekki geta nýtt sér heitt vatn til upp- hitunar fái rafmagn til þeirra nota. Búið að semja við BNOC: Fast verð næstu sex mánuði Kás — Nú hefur veriö gengiö frá samningum við rikisoliufyrirtæk- iöbreska BNOC um verö á gasoli- unni sem þeir ætla aö selja okkur á næstu fimm til sex mánúöum. 80 þús. lestir veröa keyptar hingaö til lands af gasoliu fram aö ára- mótum og siöan kemur einn farmur upp á 20 þús. lestir i janú- ar á næsta ári. Samiö er um eitt fast verö sem gilda á allt timabiliö, þ.e. fram i janúar á næsta ári, svokallaö „main-streem-verö”. Þetta verö er nokkru hærra en verö á gasoliu á Rotterdammarkaöi i dag. Dr. Gunnar Toroddsen: „Sjálfstæð- isflokkur- inn þarf að skipta um formann” JSG — „Ég hef lýst þvi yfir aö Sjálfstæöisflokkurinn þurfi aö skipa um formann”, sagöi Gunn- ar Thoroddsen á biaöamanna- fundi f gær. ,,Ég teldi æskilegast aö formannsskiptin færu fram meö samkomuiagi”. Forsætisráöherra sagöi aö- spuröur aö hann heföi ekki hug á þvi að verða i framboði til for- manns á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar heföi hann lýst þvi yfir aö málin horföu ööru- visi viö ef meirihluti landsfundar- manna skoruðu á hann aö bjóöa sig fram. Ráðherra tók fram að hann teldi það mjög óæskilegt að þeir sem nú væru á öndverðum meiöi innan Sjálfstæöisflokksins myndu bjóða sig fram hvor gegn öörum á landsfundinum. Þegar forsætisráðherra var spurður hvort hafnar væru um- ræöur til aö ná samkomulagi um formannsskiptin svaraöi hann stutt og laggott: „Ekki ennþá”. Látnir lausir úr gæslu- varðhaldi AM — 1 dag veröa leystir úr gæsluvarðhaldi tveir piltar, sem mjög hafa komið viö sögu i inn- brotafaraldri undanfarinna vikna, en hinn þriöji veröur látinn laus á morgun. Hallvarður Einvarösson, rann- sóknarlögreglustjóri, sagöi blaö- inu i gær, aö þessi rannsókn heföi gengið vel og upplýst um mörg afbrot, sem piltarnir heföu fram- iö. Enn er unniö að rannsókn vegna innbrotsins i skartgripa- verslun Jóhannesar Noröfjörð og árásarinnar á bilstjórann sem átti aöræna viö bensinafgreiðslu- stöö.en hvorugt máliö hefur upp- lýst. t gær heimsóttu bandarisku börnin úr skákskóla John Collins í New York, sem stödd eru hérlendis I boöi T.R. og Skáksambandsins, forseta islands og var þessi mynd tekin er Vigdis Finnbogadóttir sýndi gestunum kirkjuna á Bessastööum. * Timamynd Tryggvi. Samkomulag með hagsmunaaðilum um þorskveiðitakmarkanir fram i desember: Ágreiningur um jólastoppið Kás — t gær var fundur meö full- jólahátiöina. „Viö andmæltum LltJ, i samtali viö Timann i gær, Benda útvegsmenn á aö mjög trúum úr sjávarútvegsráöuneyt- þessu mjög ákveöiö”, sagöi „og teljum aö þaö sé ekki fisk- erfitt geti veriö fyrir fyrirtæki inu og hagsmunaaöilum I sjávar- Kristján Ragnarsson, formaöur veiöistefna aö gefa mönnum fri”. Framhalo á 15. siöu. útvegi um þorskveiöitakmarkan- ir fram til áramóta, en Stein- grimur Hermannsson, sjávarút- vegsráöherra, haföi lagt fram ákveönar tillögur þar aö lútandi fyrir viku siöan. Samkomulag varö um þá 31 viöbótarþorskveiöibanndaga á timabilinu 16. ágúst til 30. nóvem- ber, með þeirri breytingu þó að ákveðiö var aö hafa timabilin tvö, þ.e. frá 16. ágúst til 30. sept. þar sem þorskveiðar togara yröu bannaðar I 13 daga, og 1. okt. til 30. nóv.þar sem þorskveiðar yröu bannaöar i 18 daga. 1 upphafleg- um tillögum sjávarútvegsráöu- neytisins var gert ráð fyrir þvi aö skipta banninu niöur í fjögur timabil, þ.e. miöað viö hvern mánuö. Agreiningur varö hins vegar um þá hugmynd sjávarútvegs- ráðuneytisins að stöðva allar þorskveiöar nokkra daga yfir Samið hjá BSRB JSG — Drög aö aöal- kiarasamningi milli Bandalags starfsmanna rikis og bæja og rikisins liggur nú fyrir. Sam- komulagiö var til umræöu á fundi aöalsamninganefndar BSRB sem stóö fram eftir kvöldi, en samninganefndin mun ekki taka formlega afstööu til þess fyrr en um næstu helgi þegar nefndarmönnum hefur gefist tækifæri til aö kynna sér þaö nánar. Samkomulagið, sem gert er ráö fyrir aö gildi til ágústloka aö ári, er i tiu liöum. Þar er meöal annars kveöiö á um aö rikis- stiórnin beiti sér fyrir ýmsum lagabreytingum sem veröi rikis og bæjarstarfsmönnum til hags- bóta, t.d. um aö þeir öölist rétt til fullra atvinnuleysisbóta. Þá veröi veigamiklar breytingar geröar á lifeyrissjóöslögunum, er taka til greiöslutima, rétt- inda, og siöast en ekki sist aö svokölluð 95 ára regla verði endurvakin. Kauphækkun samkvæmt samningnum veröur föst upp- hæö 14 þúsund krónur upp aö 15. launaflokki. Þar fyrir ofan kem- ur hækkun sem er hlutfallslega lægri. Þá veröa tilfærslur i flokkarööun neöstu flokkanua, sem þýöa aukna hækkun fyrir þá lægstu. Þá er gert ráö fyrir stofnun stafsmenntunarsjóös BSRB, og aö komiö veröi á fót sérstökum starfsmannaráöum á fjölmenn- um vinnustööum. „1 þessum drögum er þaö sem álitiö er aö sé hægt aö ná á þessu stigi máls, án þess aö boöa til verkfalls,” sagöi Haraldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri BSRB i stuttu samtali viö Timann i gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.