Tíminn - 13.08.1980, Page 16
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Sími: 33708
A NÖTTU OG DEGI ER VAKA A VEGk
Nýja
fas teignasalan
Ármúla 1 Sími 39-400
Miðvikudagur 13. ágúst 1980
Róbert
fékk leyfi
Þjóöleik-
hússtjóra
í gær
Leikur ættarflokks-
foringjann Faum, sem
berst við villimenn
um eldinn við
upphaf ísaldar
AM — „Ég kom heim frá London f
gærkvöldi, þar sem ég var aö
undirbúa mig vegna kvikmynda-
tökunnar, og nú i morgun fékk ég
bréf, þar sem mér er veitt leyfi
frá störfum vift Þjóöleikhúsiö um
sinn, þótt ekki fengist þaö leyfi al-
veg átakalaust”, sagöi Hóbert
Arnfinnsson, leikari, sem leika
mun eitt helsta hlutverkiö i
myndinni „Leitin aö eldinum”,
sem 20th Century Fox hyggst
kvikmynda hér á landi I haust.
Róbert sagöi aö þaö gerðist
ekki á hverjum degi aö islenskur
leikari fengi tilboö um aö leika i
mynd hjá félagi eins og ,,Fox” og
heföi sér fariö eins og flestum i
hans sporum, aö hann heföi þurft
aö hugsa sig um tvisvar og þrisv-
ar, ef hann heföi átt aö hafna
sliku.
1 London kynntist Róbert bún-
ingum, möskum og fleiru þvi sem
myndinni tilheyrir, en t.d. mask-
arnir eru mjög vandaðir og ná-
kvæmir aö gerö, þar sem myndin
á aö fjalla um fólk á fyrra jarö-
söguskeiöi. 1 sem skemmstu máli
sagöi Róbert aö þarna væri f jall-
aö um þaö skeiö þegar „homo
sapiens” kemur fyrst fram og
hefur náö eldinum á sitt vald, en
frumstæöari menn hafa ágirnd á
aö ná eldinum líka. Baráttan um
eldinn veröur þvi haröari, þar
sem isöld er i nánd.
Mikiö er vandaö til myndar
þessarar, aö sögn Róberts og
vandlega hefur verið hugaö aö þvi
aöallt sé i sem nánustu samræmi
viö visindalega þekkingu á for-
sögu mannkynsins. Þarna veröur
um stórmynd aö ræöa, og ekki til
neins sparaö. Auk þess hluta sem
kvikmyndaöur veröur hér, fer
mikil vinna fram i Sheppard-
Studios i London, þar sem Róbert
var i fyrri viku, en þar var kvik-
myndin „Starwars” kvikmynduð.
Róbert mun leika foringja ætt-
flokks þeirra sem náö hafa stigi
„homo sapiens” og mun kallast
Faum i kvikmyndinni. Kvik-
myndatakan ætti aö öllu forfalla-
lausuaöhefjastnú i lok mánaöar-
ins, en hausttíminn er valinn meö
tilliti til þess aö ísöld er yfirvof-
andi á sögusvitjinu. Er gert ráö
fyrir aö kvikmýndatakan standi
fram til loka október.
Gunnar Thoroddsen, forsætisráöherra og Jón Ormur Halldórsson formaöur efnahagsmálanefndarinnar á fundi meö fréttamönnum f ger.
Gunnar Thoroddsen á afmæli ríkisstjórnarinnar:
„Miðað hefur í rétta átt”
— Tillögur efnahagsmálanefndar lagöar fyrir ríkisstjórn í dag
JSG — i tilefni af sex mánaöa af-
mæli rikisstjórnarinnar boöaöi
Gunnar Thoroddsen, forsætisráö-
herra, biaöamenn á sinn fund !
gær til aö ræöa um stööuna f ýms
um af stefnumálum rikisstjórn
arinnar. Efnahagsmál voru aöal-
umræöuefni fundarins.
„Rlkisstjórnin setti sér i upp-
hafi aö berjast gegn veröbólg-
unni, og lagöi fram um það
þriggja ára áætlun. Viö lofuðum
ekki aö slá hana niöur i einu
höggj. Þó seint hafi gengiö það
sem af er, og enn sé verðbólgan
alltof há, þá getum viö sagt að
miöaö hafi i rétta átt”, sagði for-
sætisráöherra á fundinum.
„Ef áætlanir okkar fyrir siöari
hluta þessa árs standast, þá ætti
veröbólgan aö veröa undir 50%
frá byrjun til loka ársins. Þaö
liggur ekki fyrir hver visitölu-
hækkunin veröur nú i ágúst, en
þaö er reiknaö meö að hún verði
um 9%. Siöan er gert ráö fyrir aö
hækkunin veröi innan sömu
marka I nóvember, og þá veröur
veröbólgan á árinu 46-47%. I
íyrra var veröbólgan 61% ”.
Forsætisráðherra benti á, aö
undanfarna mánuöi heföi ströngu
aðhaldi veriö beitt í verölagsmál-
um. Svo miklu, aö ýmsir aöilar
kvörtuöu sáran. En hann vonaðist
til að nokkur árangur heföi oröið.
Þá ályktun mætti draga af þvi, aö
hraöi veröbólgunnar væri nú mun
minni en i upphafi ársins.
„Við settum okkur i upphafi aö
telja veröbólguna niður i á-
föngum samkvæmt fyrirfram
settum mörkum”, sagöi ráö-
herra. „Þaö getur þurft aö endur-
skoöa viðmiöunartölurnar, en
þær eru enn handhæg verklags-
regla”.
Gunnar minnti á, aö áætlaö
væri aö innflutningsverölag
hækkaöi á þessu ári um 15%, og
menn gætu gert sér i hugarlund
hvaö þaö þýddi fyrir verðbólguna
innanlands. Samtsem áöur ætlaöi
rikisstjórnin sér aö standa viö á-
kvæöi stjórnarsáttmálans um aö
veröbólgan yröi svipuö og I viö-
skiptalöndum okkar áriö 1982.
Hún væri nú um 15% I Bandarikj-
unum, en um 20% i Bretlandi.
Forsætisráöherra upplýsti á
fréttamannafundinum, aö i dag
yröu tillögur efnahagsmála-
nefndar þeirrar sem starfað
hefur undanfarnar vikur, lagðar
fyrir rikisstjórnina. Jón Ormur
Halldórsson, formaöur nefndar-
innar, vildi ekki segja frá efni til-
lagnanna, en sagði þær i fyrsta
lagi fela i sér skammtima að-
geröir, en i þeim væri „einnig
gert ráö fyrir rökréttu framhaldi
til lengri tima”.
JSngln sakamálaraimsókn’
— segir formaður Félags matvörukaupmanna um hugsanlega rannsókn á kjötskortinum
KL —Svo sem Timinn hefur skýrt
frá áöur, er nú oröinn tilfínnan-
legur skortur á 1. og 2. fl. dilka-
kjöti i matvöruverslunum i
Reykjavik. Er nú málum svo
komiö, aö Félag matvörukaup-
manna ihugar aö fara fram á
könnun á þvi misræmi, sem þeir
telja vera á uppgefnum kjötbirgö.
um I landinu og þvi framboöi,
sem er á boöstólum I Reykjavík.
Af þessu tilefni ræddi Timinn viö
Jónas Gunnarsson, formann Fé-
lags matvörukaupmanna.
— Já, þaö er rétt, aö þetta mál
hefur veriö til umfjöllunar i félagi
okkar, en engin ákvöröun hefur
þó enn verið tekin. Þaö veröur
haldinn stjórnarfundur i dag og
ég reikna meö þvi, aö þar veröi
samþykkt, aö einhvers konar
rannsókn fari fram. Þaö er ekki
þar meö sagt, aö þaö veröi nokk-
urs konar sakamálarannsókn,
heldur gæti t.d. Framleiösluráö
kynnt sér þessi mál betur.
Nú má svo heita, aö viö fáum
ekkert 1. flokks kjöt, og reyndar
ekki 2. flokks kjöt heldur, en t.d.
fyrir helgina var til i verslunum
Sláturfélagsins alveg nóg af kjöti.
Reyndarheld ég, aö þaö hafi ver-
iö til eitthvert kjöt i flestum búö-
um fyrir helgi. Þaö hefur ekki
veriö alveg skrúfaö fyrir þaö. Við
fáum svona smáskammta, en
minnaen viö erum vanir aö selja,
og þaö er náttúrlega ekki i sam-
Norðurland vestra með langminnsta hækkun tekjuskatts:
Aðeins 5,1 % hækkun
JSG — Álagningu skatta er nú
lokiö á Noröurlandi vestra og er
auösýntaö hækkun frá fyrra ári
er þar mun minni en I þeim um-
dæmum öörum þar sem álagn-
ingartölur liggja fyrir I. Þannig
hækkar heildartekjuskattur um
35,6%, og er 2,067.485 þúsund
krónur. Séu barnabætur, per-
sónuafsláttur til greiöslu út-
svars og sjúkratryggingagjalds,
sem samtals nema 989,5 mill-
jónum króna og mismunurinn
borinn saman viö sambærilega
tölu frá þvl 1 fyrra, þá kemur f
ljós aö nettótekjuskattur I um-
dæminu hækkar um aöeins
5,1%.
Til samanburöar má geta
þess aö samsvarandi hækkun á
Noröurlandi eystra er 22,8%, en
önnur umdæmi eru meö milli 50
og 65% hækkun, og Reykjavfk
meö 61,7%.
Jón Guömundsson skattstjóri
á Siglufiröi taldi I samtali viö
Tlmann, aö þessi munur væri
greinilega I þvi fólginn aö á
Noröurlandi vestra er litiö þétt-
býli. Skatturinn hækkaöi meira i
þéttbýli en heildartalan gæfi til
kynna, en hins vegar lækkaöi
hann i sveitum. „Ariö i fyrra
var slæmt ár fyrir bændur, en
ég held lika að skattalögin séu
þeim ekkert slæm”, sagöi Jón.
Samtals hækkuöu álögö gjöld
á Noröurlandi vestra frá fyrra
ári um 42,2%, og nema 4.785.221
þúeuftd krónum. Eignaskattur
'nemur 86,9 milljónum, og
hækkar um 76,1%, en álögð út
svör nema alls 2.056.330 þúsund
krónum, og hækka um 47,4%.
ræmi viö þær birgöir. sem voru
gefnar upp i landinu.
Okkur finnst þvi, að þaö sé öll-
um aöilum fyrir bestu, aö málin
séu könnuö, svo aö þaö sé ekki
veriö aö ætla þessum dreifingar-
aöilum, sem dreifa til okkar, þ.e.
Sláturfélaginu og Sambandinu,
aö þeir séu aö gefa upp rangar
birgöir. Eiginlega fyndist mér
ennþá nauösynlegra fyrir þá, aö
slik rannsókn fari fram.
Sföan sagði Jónas:
Sé hins vegar svo, eins og hald-
iðhefur veriöfram, aö kjötiö liggi
úti á landi, á náttúrlega fólkiö i
landinu, sem stendur straum af
sköttunum, sem standa undir niö-
urgreiöslunum, heimtingu á þvi
aö fá kjötiö hingaö, þaö er ekki
veriö aö greiöa niöur bara fyrir
landsbyggöarfólkið. Undanfarin
árhefurekkiveriö svona litiökjöt
á markaönum um þetta leyti árs,
en þaö hefur oft verið þannig, aö
niöurgreiösla hefur verið komin
um svipaö leyti og þetta.
Viö höfum hálfillan bifur i
vinnslum, bæöi hjá Sambandinu
og Sláturfélaginu, og dettur i hug,
aö þær kunni aö halda eftir kjöti,
sem þær nota til vinnslu áfram.
Niðurgreiöslaner náttúrlega ekki
hugsuö þannig, að hún komi í
kjötvinnsluna i nóvember, eftir
aö þaö er komiö nýtt verö á
neysluvörur. Viö höfum auðvitaö
engar sannanir fyrir þessu. En
þaö eru sem sagt alls konar get-
gátur uppi, og ég held, aö öllum
aöilum yröi fyrir bestu, aö hið
sanna væri leitt I ljós.
Frestað að ráða fjármálastjóra
Rafmagnsveitunnar:
Verður staðan
lögð niður?
Kás — Borgarráö hefur frestaö
um nokkurn tima aö taka afstööu
til umsókna um stöðu fjármála-
stjóra Rafmagnsveitu Reykja-
vikur en stjórn veitustofnana
hefur þegar mælt meö þvi aö Ei-
rikur Briem veröi ráöinn til starf-
ans. Hafa sumir borgarráösmenn
lýst yfir áhuga sinum á aö aug-
lýsa stööuna lausa til umsóknar á
ný. Siöast i gær frestaöi borgar-
ráð afgreiöslu þessa máls.
Gárungarnir segja aö ef svo
’haldi áfram, þ.e. þrefið og frest-
anirnar, þá endi meö þvi aö ekki
veröi ráöiö i stööu fjármála-
stjóra, fljótlega fari aö koma i
ljós aö rekstur Rafmagnsveitunn-
ar gangi meö afbrigöum vel þrátt
fyrir aöstaöa fjármálastjórans sé
laus, og þvi rétt aö leggja hana
niöur.