Tíminn - 13.08.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.08.1980, Blaðsíða 6
6 V Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar SfOumúia 15. Sfmi 86300. —■ Kvöldsfmar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO f lausasölu kr. 250 Askriftargjaldkr. 5000 á mánuöi. ■ BlaOaprent. J, í hverra þágu? íslendingar hafa löngum stært sig af þvi að vera vopnlaus þjóð og að hafa ekki i frammi neina til- burði til að fara með ófriði á hendur öðrum rikjum. Af sjálfu leiðir að hugmyndir okkar um vopnabúnað og striðsrekstur á nútimavisu eru mjög af skornum skammti. Við erum vel að okkur i þeim fræðum hvaða tól Gunnar Hámundarson notaði á óvini sina og hvernig hann beitti þeim. Næsta framlag okkar til hernaðarlistar eru klippurnar, sem varð- skipin beittu með góðum árangri i baráttunni gegn erlendri ásælni á fiskimið okkar. Annað slagið risa upp meðal þjóðarinnar hernaðarpostular, sem að eigin sögn kunna gjörla skil á manndrápsfræðum nútimans, og sjá i gegn- um holt og hæðir i ákafri leit sinni að kjarnorku- vopnum. Bágt er að sjá hvaða nauðsyn ber til þess að sanna umheiminum að ísland sé atómstöð. Það hlýtur að bera vott um eitthvað annað en umhyggju fyrir þjóð sinni þegar ábyrgir stjórnmálamenn þrástagast á þvi árum saman sem staðreynd, að kjarnorkuvopnabirgðir séu geymdar á Keflavikur- flugvelli. Ásökunum af þessu tagi hefur þráfaldlega verið svarað af stjórnvöldum, ávallt á sömu lund, að hér væru ekki geymd kjarnorkuvopn. Nú siðast hefur ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra gefið út yfirlýsingu um þessi mál og bent þar á að sam- kvæmt varnarsamningi Islands og Bandarikjanna skuli engin kjarnorkuvopn vera geymd hér á landi. En áfram skal haldið. Ólafur Ragnar Grimsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, vill ekki heyra á annað minnst en að varnarstöðin á Miðnes- heiði sé kjarnorkusprengjuhreiður. Þessu lýsir hann yfir i málgagni sinu og annars staðar eftir að utanrikisráðherra hefur staðhæft hið gagnstæða. í Þjóðviljanum i gær leiðir þingmaðurinn til vitnis tvo uppgjafahershöfðingja, bandariska, „sem þekkja vel til bandariska hernaðarkerfisins”. Þess- ir heiðursmenn „fullyrða afdráttarlaust að hér séu geymd kjarnorkuvopn.” Það er ekki ófróðlegt að frétta, að þingmaður Alþýðubandalagsins skuli fremur ljá eyra gömlum starfsmönnum úr Penta- gon en islenska utanrikisráðherranum. Það er eins og einhvern reki minni til að Þjóðviljinn hafi ekki á- vallt talið það sem áreiðanlegast sem berst úr þeim herbúðum. En nú skal treysta þeim eins og nýju neti. 1 yfirlýsingu Ólafs Jóhannessonar um þessi mál segir, — að af hálfu Bandarikjamanna hafi ekki verið settar fram óskir um neina tegund kjarnorku- vopna á íslandi né af hálfu annarra rikja Atlants- hafsbandalagsins og að stefna islenskra stjórn- valda i þessu efni hafi ávallt verið skýr og ótviræð, að kjarnorkuvopn skuli ekki geymd hér á landi. Það er að visu ekki auðvelt að setja sig i þær stell- ingar að þykjast hafa vit á vigvélabrölti stórveld- anna. En með þvi að nota svolitið brjóstvit ætti Ólafur Ragnar og áhangendur hans að geta sagt sér að fremur er óliklegt að herveldi noti galopinn alþjóðaflugvöll sem geymslustöð fyrir atómbomb- ur. Það hljóta að vera viða annars staðar sýnu tryggari staðhættir til slikra nota. En það hlýtur að vekja nokkra furðu hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem sifellt þurfa að sannfæra aðra um að ísland sé hættuleg kjarnorkustöð — og þar með skotmál ef til ófriðar dregur. í hverra þágu eru allar þessar staðhæfingar? Miövikudagur 13. ágúst 1980 Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Hvítir í Suður-Afríku eiga ekki von á góðu — árangur Zimbabwemanna hefur hleypt nýju lífi í skæruliðasamtök svartra þar í landi Tambo: „Hvitir ibúar landsins hafa taliö sér trú um aö viö sé- um apar”. Vikuritið Newsweek birti fyr- ir skömmu viötal viö Oliver Tambo forseta ANC, Afriska þjóöarráösins, sem sföustu mánuöina hefur hert baráttuna viö stjórnvöld i Suöur-Afriku. ANC eru elstu og herskáustu samtök biökkumanna i Suður- Afriku og hafa lýst yfir þvi márkmiöi sinu aö steypa stjórn hvitra manna i Suöur-Afriku. Kveöa forystumenn samtak- anna þau njóta fylgis meirihluta rúmra 16 milljóna blökkumanna Suöur-Afriku. Viö tökum okkur hér bessa- leyfi til aö snara viðtali þessu sem Peter Younghusband átti við Tambo sem býr i útlegö utan landamæra Suöur-Afriku: Younghusband: Skæruliöar þin- ir sprengdu nýlega i loft upp oliugeyma i Sasolburt i Suður- Afriku auk þess sem árásir á lögreglustöövar og banka hafa verið tiöar. Þýöir þetta aö stjórn Suöur-Afriku eigi aö mæta harðnandi skærustriöi af hálfu samtaka ykkar? Tambo: Ég er smeykur um það. Ekki svo aö skilja aö ANC hafi samþykkt eitthvaö slikt út í loft- iö. Viðhorf fólksins ráöa hér ferðinni og þetta er óhjákvæmi- legt. Y: Telur þú aö ofbeldi sé eina raunhæfa leiöin til lausnar á vandamálum Suöur-Afriku. T: Þessari spurningu er alltaf snúiö við og ábyrgöinni velt yfir á okkur. Viö bregöumst aöeins viö kerfi sem felur ofbeldiö i sér. Stjórn Suöur-Afriku stjórnar i krafti aöferöa sem eru hold- tekja ofbeldisins. Og hvernig eigum viö svo að bregöast viö? Ef til er önnur leiö er hún sú, aö stjórn Suöur-Afriku viöurkenni réttlátar kröfur meirihluta ibúa landsins um þjóöfélag er viöur- kenni manngildi þessa meiri- hluta. Y: Telur þú virkilega aö ykkur takist aö vinna bug á hernaðar- og stjórnmálalegum mætti Suö- ur-Afriku? T: Já. Þaö er alls ekki um þaö aö ræöa aö viö þurfum aö standa augliti til auglitis viö hernaöar- vél þeirra. Ein meginástæöan fyrir þvi aö viö munum sigra er sú, aö þeim er nánast um megn aö gera sér i hugarlund aö blökkumenn geti gert éitthvaö, aö þeir geti barist, aö þeir geti gert áætlanir eöa aö þeir geti sýnt hugrekki. Hvitir ibúar landsins hafa talið sér trú um aö viö séum bobbejaans (apar). Af þvi leiðir aöeins eitt — og þaö er að áfalliö veröur þeim ennþá þyngra. Viö erum aö skipu- leggja okkur út um allt land og okkur fer mikiö fram. Y: Þaö eru þá þinir menn sem bera ábyrgö á óeiröunum aö undanförnu (t.d. skólaverk- föll)? T: Ekki öllum. Þaö þarf ekki alltaf pólitiska skipuleggjendur til þess aö fólk risi upp gegn lög- regluofbeldi og órétti. Y: Vafalaust hefur þú frétt um yfirlýsingar stjórnarinnar siö- ustu mánuöina um aö hverfa af vegi Apartheid og loforða Pieter Botha forsætisráöherra þar aö lútandi. Teluröu ekki aö hér sé um framför að ræöa? T: Nei. Viö erum ekki lengur reiöubúin til aö þiggja smáfórn- ir hvita minnihlutans. Viö erum löngu komin yfir þaö stig. Fyrir tuttugu árum heföi máliö horft ööru visi viö. Littu bara á hvaö er aö gerast annars staöar i Afriku. I Zimbabwe og Mósam- bik eru aö fæöast þjóöir þar sem allir þegnar, svartir sem hvitir standa jafnfætis. 1 Suöur-Afriku aftur á móti er Apartheid kyn- þáttamismunarstefnan enn i fullu gildi. Sé Botha forsætis- ráöherra alvara var honum of lengi að snúast hugur. Þaö sem nú gerist I Suður-Afriku gengur of skammt og kemur of seint. Grundvöllur kynþáttamis- mununarstefnunnar er enda enn i fullu gildi, breytingarnar eru aðeins á yfirboröinu og koma ekki viö fólk okkar. Y: Hvert er álit þitt á nýjum stjórnarskrárdrögum fyrir Suö- ur-Afriku er fela það i sér aö fulltrúar allra kynþátta fái sæti viö hlið hvitra manna i rikisráö- inu og stofnun undirráös meö fulltrúum svartra borgarbúa? T: Þau eru óhæf þar sem meiri- hluti ibúa Suður-Afriku kemur hvergi inn i myndina. Þessi stjórnarskrárdrög fjalla ekki um ibúa Suðbr-Afriku sem heildar. í þeim felast öll ein- kenni kynþáttamismununarinn- ar. Hlutverk þeirra er raunar aö halda öllu óbreyttu, völdunum i höndum hvita minnihlutans án nokkurra raunverulegra af- skipta blökkumanna. Viö erum alveg á móti þeim. Y: Ertu hliöhollur Suður-Afríku i formi einhvers konar rikja- sambands: T: Slikt rikjasamband yrði óhjákvæmilega grundvallaö á kynþáttamismun og þaö fæli þvi i sér viöurkenningu á apartheid. Við viljum sameinandi kerfi. Venja veröur fólk af þvi aö hugsa og finna til sin sem ætt- flokks, þjóðar og kynþáttar. Y: Þegar þú ræöir um samein- andi kerfi i Suður-Afriku áttu þá viö marxiskt kerfi? T: Valdiö á aö koma frá fólkinu sem heild. Það vald má siöan nota til aö skapa þá Suöur- Afriku sem fólkiö vill. Ennfrem- ur veröur aö sjá til þess aö jafna réttlátiega niöur þeim aröi sem fólkiö skapar i sameiningu. Y: Þetta svarar ekki spurningu minni. Afriska þjóöarráöiö er aö minnsta kosti aö hluta til skipað kommúnistum og nýtur stuön- ings Sovétrikjanna. Keppir þú að marxisku þjóöfélagi eöa get- uröu bent á eitthvert riki hér i álfunni sem þú mundir vilja feta i fótspor? T: Ég held ekki aö Suöur-Afrika mundi likjast tiltakanlega neinu ööru riki. Ég held að hún hljóti aö veröa afsprengi sögu sinnar, eölis sins og reynslu þess fólks sem hana byggir. Allt þetta verður aö taka inn i myndina þegar stigin veröa einhver ný spor i átt aö nýju þjóðfélagi. Lit- um á Zimbabwe. Hvaöa kerfi býr Zimbabwe við i dag? Er þaö marxiskt? Er þaö kapitaliskt? Býr þaö viö afriskan sósial- isma? Ég held aö Zimbabwe- menn séu ekki enn búnir aö gera þaö upp viö sig. Þeir taka allt inn i myndina — ótta hinna hvitu, þarfir hinna fátæku og fyrirlitningu, nauösynina á að þróa efnahagskerfiö. Ég efast um að nokkur sé fær um aö skil- greina hvert þjóöfélagskerfi þeir búa nú viö. Áður en leiötog- ar skæruliöanna tóku viö völd- um höföu þeir ákveönar kenn- ingar um hvernig ætti aö stjórna landinu. Nú þegar þeir stjórna landinu veröa þeir aö horfast i augu viö veruleikann og vand- ann eins og hann er. Þaö sama veröur uppi á teningnum i Suö- ur-Afríku. Y: Ertu aö gefa i skyn að stjórn- völd i Suöur-Afriku muni á endanum ganga til samkomu- lags viö ykkur? T: Já. ANC er hiö raunverulega þjóöþing og hinn rétti fulltrúi meirihluta Suður-Afrikumanna..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.