Tíminn - 13.08.1980, Síða 5

Tíminn - 13.08.1980, Síða 5
Miðvikudagur 13. ágúst 1980 5 Öryggismálanefnd: Greinargerð vegna umræðu og skrifa um kjarnorkuvopn 1 þessari greinargerð verða raktar þær athuganir og gögn er komið hafa fram f sambandi við könnun og umfjöllun öryggis- málanefndar vegna umræðu og skrifa um staðsetningu kjarn- orkuvopna á íslandi Rétt er að taka fram, að nefndin hefur ekki enn fengið öll þau gögn í hendur, sem leitað hefur verið eftir og er umfjöllun nefndarinnar ekki lokið. I. Nefndin hefur safnað eftir- farandi gögnum og tilvisunum þar sem staðhæft er, að kjarn- orkuvopn séu staösett á Islandi: — The Defense Monitor, febrú- ar 1975, (Center for Defense Information, Washington D.C.) — Bulletin of Peace Proposals, Nr. 3,1975. (kaflar úr Defense Monitor, feb. 1975) — Bulletin of the Atomic Scient- ist, mai 1975. (grein eftir Barry Schneider aöalgreina- höfund Defense Monitor, feb. 1975) — Congressional Record, mars 7. 1975, 94th Cong. lst. Session bls.5761-5763. (endurprentun á Defense Monitor) — Disarmament and Destruc- tion, SIPRI 1975. — Arms Uncontrolled, SIPRI: Hvarvard UNIVERSITY • Press 1975. — Ambio, Vol. IV, Nr. 5-6, 1975 (grein eftir Frank Barnaby forstööumann SIPRI) — Armaments and’ Disarma- ment in the Nuclear Age, SIPRI 1976 Tölvukönnun, sem gerö var á vegum nefndarinnar i Banda- rikjunum á þvi hvort slikar staöhæfingar koma fram i fleiri erlendum timaritum eöa dag- blööum leiddi ekkert nýtt I ljós. Eins og séö veröur á listanum hafa staöhæfingar um tilvist kjarnorkuvopna á Islandi komiö fram hjá tveimur stofnunum og/eöa einstaklingum, sem þar hafa starfaö, Center for Defense Information, Washington D.C. og Stockholm International Peace Resarch Institute (SIPRI). Frank Barnaby forstööumaö- ur SIPRI hefur staöfest, aö upp- lýsingar þeirrar stofnunar koma frá Center for Defense In- formation (CDI) og er þvi ljóst, aö frumheimildin fyrir þeim skrifum, sem talin eru hér á undan er The Defense Monitor febrúar 1975. Aöalgreinahöf- undur þessarar útgáfu mun hafa veriö Barry Schneider, sem á þeim tima starfaöi hjá CDI. Ekki hefur tekist aö ná tali af Barry Schneider en William M. Arkin, sem starfar viö CDI haföi eftir Schneider, aö hann heföi komist aö þessari niöurstööu eftir aö hafa átt viötöl viö menn er störfuöu hjá bandariska ut- anrikis- og varnarmálaráöu- neytinu. Heföi Schneider sagt, aöhann væri tiltölulega viss um (reasonably confident), að um réttar upplýsingar væri aö ræöa. 1 viötali viö David Johnson og William Arkin I Washington þ. 16.6. s.l. sagðist Johnson, sem hefur umsjón meö rannsóknum CDI, minnast þess, aö þegar The Defense Monitor var gefinn út i febrúar 1975 hafi hann per- sónulega ekki taliö heimildir nægilega áreiðanlegar og viljaö kanna máliö frekar. Gene La Rocque fyrrv. aömíráll og for- stööumaöur stofnunarinnar heföi hinsvegar tekiö ákvöröun um útgáfu. Il.íyfirlýsingu Center for De- fense Information sem birst hefur opinberlega hérlendis er gerö grein fyrir afstöðu stofnun- arinnar varöandi þessi mál þar sem byggt er á likum. Starfsmaöur nefndarinnar átti viötal viö Gene La Rocque forstööumann CDII Washington D.C. þ. 20.6. s.l. Tók La Rocque mun ákveðnari afstööu i viötal- inu heldur en gert er i yfirlýs- ingu stofnunarinnar og hélt þvi raunar beinlinis fram, aö á Is- landi væru staösett kjarnorku- vopn. Var meginröksemdin sú, aö þaö væri föst regla hjá bandariska flotanum aö staö- setja vopnin þar sem áætlaö væri aö nota þau. Sama sinnis var aöstoöarforstööumaöur CDI Bertram K. Gorwitz fyrrv. hershöfðingi. Aö visu sagðist La Rocque dcki vera alveg 100% öruggur vegna þess aö flotinn gæti auöveldlega flutt vopnin burtu á mjög skömmum tima og kynni hann aö hafa gert þaö þegar. Aöspuröur hvernig þekkja mætti kjarnorkuvopn, sagöi La Rocque aö i útliti væru þau ekki frábrugðin öörum vopnum. Hinsvegar væru oddar þeirra rauðmálaöir en i sjálfu sér væri allt eins hægt aö mála þá i öörum lit ef ætlunin væri, aö þau þekktust ekki. Er La Rocque var spurður heimilda fyrir niöurstööu „The Defense Monitor” feb. 1975 svaraði hann þvi til, aö Center for Defense Information heföi meö 156 riki i heiminum aö gera ogheföi ekki tima til aö fara of- an I mál, sem væri orðiö fimm ára gamalt. Starfsmaöur nefndarinnar hefur haft samband viö Milton Leitenberg, sem um þessar mundir starfar fyrir SIPRI. Hefur Leitenberg á grundvelli áheyrna i bandariska þinginu kannaö stefnu Bandarikja- manna meö tilliti til kjamorku- vopna i Evrópu. Sagöi hann i samtali þ. 22.5. s.l. aö hann vissi til þess aö hér væru tæki, sem borið gætu kjarnorkuvopn en þaö þýddi hinsvegar ekki aö þau væru staösett hér. 1 yfirlýsingu Center for De- fense Information er minnst á setningu i upplýsingabæklingi varnarliösins þar sem stendur aö landgönguliöar flotans hafi með öryggisgæslu aö gera skv. reglum, sem kveöiö er á um i handbók flotans um öryggis- gæslu kjarnorkuvopna. Er þetta talin sönnun fyrir þeim mögu- leika, aö hér séu staðsett kjarn- orkuvopn eöa aö þau verði flutt hingaö á hættu- eöa ófriöartim- um. Fræöimenn á sviöi öryggis- mála hjá Brookings Institutíon ogCongressional Research Ser- vice i Washington voru spuröir álits á þessu atriöi. Voru menn á einu máli um, aö sennilega væri gert ráö fyrir flutningi kjarn- orkuvopna til lslands á hættu- eöa ófriöartimum en töldu ólik- legt, aö hér væru staösett slik vopn. III. Island fellur undir her- stjórnarsvæöi CINCLANT (Commander in Chief, Atlantic). Reynt hefur veriö aö kanna hvernig kjarnorkuvopn koma inn á þetta herstjórnar- svæði. Hefur árangur þeirrar athugunar verið takmarkaöur enda hefur ekki unnist tími til aö afla gagna sem skyldi. Rétt þykir þó aö benda á eftírfarandi sem fram kemur i áheyrnum bandariskrar þingnefndar. Ef við snúum okkur nú aö CINCLANT þá sjáum viö, aö þar er beitingu háttaö á ann- an veg, aö þvi leyti aö meiri hluti hins taktiska kjarnorku- vopnaherafla tilheyrir flotan- um og er aöeins hluta hans beitt i framvarnarstöðu á hverjum tima. CINCLANT hefur nú á aö skipa (útstrik- aö) taktiskum kjarnorku- vopnum og eru (útstrikaö) staösett i framvarnarstööu. Hinn taktiski kjarnorku- vopnaherafli CINCLANT samanstendur af (útstrikaö) A6/A7 sprengjuflugvélum, sem staösettar eru á flugmóö- urskipum annars flotans. At- hygli er vakin á þvi aö CIN- CLANT hefur á aö skipa taktiskum kjarnorkuvopnum til átaka og vama i formi stórskotaliös- og staöbund- inna kjarnorkuvopna land- gönguliössveitanna. Þau eru geymd (útstrikaö) eins og flestar kafbátaleitarvéla CINCLANT og þær kjarn- orkudjúpsprengjur, sem þeim eru ætlaöar. Allur er þessi vopnabúnaöur tilbúinn til þess aö vera fluttur á átaka- svæöin á hættutimum. 1) + lenskatextanum er „theater nuclear forces”. Er það orö- tak ásamt „tactial nuclear forces” notaö um kjarnorku- vopn, sem borin eru af tækj- um, sem draga tiltölulega stuttar vegalengdir. Viömiö- unin er þá tekin af hinum löngu vegalengdum milli Bandarikjanna og Sovétrikj- anna. 1) Department of Defense Authorization for Appropria- tions for Fiscal Year 1980. Hearings before the Comm- ittee on Armed Services Un- ited State Senate. Part. 6. bls 3428.) Samkvæmt upplýsingum, sem nefndin hefur aflað munu flestar kafbátaleitarvéla CIN- CLANT vera staösettar i Bruns- wick, (fimm flugsveitir /40-45 vélar), sem liggur noröur af New York borg. Eins og hér kemur fram er aöeins hluti hins taktiska kjarnorkuherafla I framvarnarstöðu á friöartim- um. Bendir þetta til þess, að fremur er gert ráö fyrir flutn- ingi vopnanna á átakasvæöin á hættu eöa ófriöartimum, en aö staösetja þau þar á friöartim- um. IV.Frank Barnaby og Milton Leitenberg hjá SIPRI hafa báö- ir lagt áherslu á þaö i samtöl- um, aö auövelt sé aö komast aö raun um hvort kjarnorkuvopn eru staösett á lslandi meö þvi aö kanna hvernig öryggisgæsiu vopna er háttaö hér á landi. Sagöi Leitenberg aö venjulega væru tvöfaldar giröingar til staöar, svæöiö væri upplýst all- an sólarhringinn og vopnaöir veröir viö gæslu. Barnaby lýsti þessu á sama hátt en bætti þvi jafnframt viö, aö varöturnar væru oftast til staöar og raf- eindabúnaöur tengdur viövör- unarkerfiværi staösettur á milli giröinganna. Upplýsingar um þaö hvernig öryggisgæslu kjarnorkuvopna er háttaö eru ekki opinberar nema aö mjög takmörkuöu leyti. Eftirfarandi atriöi þessu varöandi koma fram i áheym- um bandariskrar þingnefndar. Almennt gildir aö sjálf kjarn- orkuvopnin eru geymd i byrgj- um (igloos), sem búin eru stái- huröum. Viövörunarkerfi er tengt innganginum og eru lásar þannig úr garöi geröir, aö fleiri en einn mann þarf tíl aö opna þá. Frá fyrri hluta áttunda ára- tugar hafa áætlanir veriö I framkvæmd, sem miðaö hafa aö þvi aö auka öryggisgæslu kjam- orkuvopna hvort sem er innan Bandarikjanna eöa utan. Hefur þetta veriö gert til aö hindra skæruliða eöa aöra aöila i aö komast yfir slik vopn. Kjarnorkuvopnageymslur staösettar utan Bandarlkjanna hafa haft forgang aö þessu leyti og var áætlaö, aö I árslok 1980 yröi lokiö endurbótum á öryggiskerfi þeirra. Nokkur mismunur viröist vera á endur- bótum, sem framkvæmdar hafa veriö á vegum landhers, flug- hers og flota en þó ekki i grund- vallaratriöum. Þá hefur öryggi verið mismunandi mikiö eflt meö tilliti til staösetningar kjarnorkuvopna. Þar sem mikil hætta er talin stafa aö vegna skæruliöa er öryggisbúnaöur og varsla strangari o.s.frv. Sem dæmi um hvernig, endurbótum er hagað hefur bandaríski flugherinn látiö framkvæma eftirfarandi endur- bætur á kjarnorkuvopna- geymslum bæöi innan og utan Bandarikjanna: Breytingar hafa verið geröar á giröingum eöa settar upp nýjar. Geröar hafa veriö ráöstafanir til aö fá aukalegt rafafl inn á svæöin i þvi tilfelli aö skæruliöar reyndu að rjúfa rafstraum. Stórum svæöum utan giröingar hefur verið haldiö opnum til aö mannaferöa veröi fljótlega vart. Nýjar læsingar hafa verið settar á vopnageymslur. End- urbætur hafa veriö geröar á raf- lýsingu svæöa þar sem kjam- orkuvopn eru geymd. Gæslu viö kjarnorkuvopna- geymslur er þannig háttaö, aö öryggisveröir eru viö hliöin inn á svæöin. Gert er ráö fyrir aö um 15 vopnaöir hermenn geti komið á staöinn innan fimm minútna ef þess er talin þörf. Þá er auk þess gert ráö fyrir minnst 30 manna varaliöi. Ljósrit úr: The Defense Monitor, febrúar 1975. Bulletin of Peace Proposals, Nr. 3 1975. Ambio, Vol. IV, Nr. 5-6, 1975. Armaments and Disarment in the Nuclear Age, SIPRI ’76. Iceland Defense Force: In- formation Brochure (1978). Útgáfulista bandariska flotans. Centerfor Defence Information, Statement on Iceland. Department of Defence Aut- horization for Appropriations for Fiscal Year 1980. Hearings before the Comittee on Armed Services United States Senate, Part 6. Hljómsveit QissurAr Qeirssonor Selfossi GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. VÆNTANLEGIR VIÐSKIPTAVINIR: RÉTTARBÖLL, ALMENN BÖLL, EINKASAMKVÆMI, ÞORRABLÓT, JÓLABÖLL OG FLEIRA. ERUM TIL ALLS VISIR. PANTIÐ TIMANLEGA. Upplýsingnsími: 99-IW Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1980 Miövikudagur U.ágúst R-46301 til R-46800 Fimmtudagur I2.ágúst R-46801 til R-47300 Föstudagur 13.ágúst R-47301 til R-47800 Mánudagur 18.ágúst R-47801 til R-48300 Þriðjudagur lð.ágúst R-48301 til R-48800 Miövikudagur 20.ágúst R-48801 til R-49300 Fimmtudagur 21.ágúst R-49301 til R-49800 Föstudagur 22.ágúst R-49801 til R-50300 Mánudagur 25.ágúst R-50301 til R-50800 Þriöjudagur 26.ágúst R-50801 til R-51300 Miövikudagur 27.ágúst R-51301 til R-51800 Fimmtudagur 28.ágúst R-51801 til R-52300 Föstudagur 29.ágúst R-52301 til R-52800 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera * gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubif- reiðum til mannflutninga, allt að 8 far- þegum, skal vera sérstakt merki með bók- stafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn i Reykjavik 11. ágúst 1980. Sigurjón Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.