Tíminn - 14.08.1980, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 14. ágúst 1980
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug-
lýsingastjóri: Stelngrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
Sfóumúla 1S. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562,
86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö I lausasöiu kr. 250
Askriftargjald kr. 5000 á mánuöi. Blaöaprent.
Má ekki dragast
lengur
Fyrir nokkru gerði Guðmundur G. Þórarinsson,
alþingismaður Eeykvikinga, grein fyrir þvi i blaða-
grein hvilikt ranglæti er i þvi falið, að svo er látið
heita i opinberri skýrslugerð og ákvörðunum að
„visitölufjölskyldan”svo nefnda„búi” i Reykjavik.
Sem öllum er kunnugt byggjast fjölskrúðugustu
efnahags- og kjaramálaákvarðanir á þvi sem út-
reikningar lærðra manna segja um liðan og hag
þessarar merkilegu „fjölskyldu”.
Fyrir höfuðborgina og reyndar einnig nágrenni
hennar hafa afleiðingarnar, -i óðaverðbólgu liðinna
ára og á liðandi stund, orðið vægast sagt hörmuleg-
ar. Þær birtast i taprekstri þjónustustofnana og
opinberra fyrirtækja, i mikilli skuldasöfnun vegna
nauðsynlegs rekstrar, svo að heldur við stöðvun
nauðsynlegra framkvæmda og þjónustu, en i heild
hefur þetta útreikningskerfi leitt til þess að spenni-
treyja er lögð á margvislega starfsemi.
Sú mynd sem blasir við höfuðborginni og næsta
nágrenni er skýr, og hún er ófögur. En enginn
skyldi ætla að með þessu ófremdarkerfi sé verið að
bæta hag annarra landsmanna sem búa fjær mið-
stöðvum valdsins.
Þeir útreikningar, sem hafa hina „reykvisku
visitölufjölskyldu” að forsendu, koma ekki hætishót
betur við fólkið úti um land. Fólkinu úti um land er
vitaskuld enginn greiði gerður með þvi að vera á
dularfullan hagviskuhátt spyrt aftan eða framan
við gjaldskrá Hitaveitu Reykjavikur, svo að aug-
ljóst dæmi sé nefnt.
Með núverandi útreikningskúnstum er ekkert til-
lit tekið til lifskjara eða aðstöðu fólksins úti um
landið. Svo sem öllum er kunnugt eru aðstæður
mismunandi, kostnaður við ýmsa aðdráttu og nauð-
synlega þjónustu mishár af ýmsum ástæðum um
landið og lifskjör og lifshættir að sama skapi. Með
þvi að tengja ákvarðanir um kjaramál og önnur
efnahagsmál einhliða við þessa dularfullu „visi-
tölufjölskyldu” er gersamlega litið fram hjá mis-
munandi eða jafnvel ólikum forsendum efnahags-
starfsemi og þjóðlifs i héruðum landsins.
Það er þannig sameiginlegt hagsmunamál lands-
manna, um land allt, að núverandi kerfi verði
breytt. Núverandi útreikningsaðferðir eru beinlinis
til þess fallnar að ala á tortryggni og úlfúð milli
landshluta, eins og best hefur komið fram i upp-
hitunarmálunum, þegar tillit er til þess tekið
hvernig farið hefur um hag Hitaveitu Reykjavikur.
Og á þeirri tortryggni og þeim misskilningi getur
enginn hagnast, en allir tapa.
Hér er um að ræða mikilsvert sameiginlegt hags-
munamál allra landsmanna. Hér er um að ræða eitt
mikilvægasta skilyrði þess að unnt verði að auka
fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna og sam-
taka þeirra. Og þetta er þjóðfélagslegt réttlætis-
mál. Það má þvi ekki dragast lengur að visitala
verði reiknuð samkvæmt skynsamlegum forsend-
um i landshlutunum hverjum fyrir sig. í þvi sam-
andi skiptir það ekki máli út af fyrir sig að niður-
staða kann að verða svipuð á einhverjum tima. Sú
reynd hlýtur þvert á móti að vera stjórnmálalegt
markmið þeirra sem vinna vilja að jöfnuði i sam-
félaginu.
Kjartan Jónasson:
Erlent yfirlit
Enn aukast vangaveltur
um veðurfarsbreytingar
— einnar gráöu kólnun mundi þýða að jörðin framfleytti
ekki öllum ábúendum sínum
Island er ekki eina landið þar
sem veöurfar hefur siöustu árin
verið meö eindæmum afbrigöi-
legt svo áratuga gömul met i
hitastigi hafa fallið hvert á fæt-
ur ööru. Þessu er raunar eins
háttaö út um alla heimsbyggö-
ina, og hefur enn ýtt undir
vangaveltur og ágreining
veöurfræöinga um hvert stefni i
veðurfari. Tvær meginkenning-
ar eru uppi og gerir önnur ráö
fyrir hlýnandi veðurfari en hin
kuldaskeiöi, jafnvel „smáls-
öld”. Eining rlkir aöeins um þaö
atriði aö einhverra hluta vegna
séu hæöir óvenjulega aösóps-
miklar og stööugar svo veöurfar
hvort heldur þurrkar, hitar,
kuldar eöa rigningar helst
óbreytt langtimum saman. 1
Evrópu hafa rigningar þannig
gert mikinn óskunda I sumar en
þurrkar i Bandarikjunum.
Veðurfræöin er vissulega
mikilsverö okkur nútlmamönn-
um, en sem vlsindi er hún ófull-
komin að þvi leyti að hún hefur
svör á reiöum höndum um
hvernig veöurfræðileg fyrirbæri
gerast en ekki hversvegna.
Fjölmargar og ósamhljóða
kenningar eru og uppi um þátt
mismunandi áhrifavalda á
veðurfarið, hvort heldur sólar,
mengunar, heimskautaisa eða
hita sjávar. Samtimis hefur það
komiö átakanlega i ljós, aö
heimurinn i dag má varla við
neinum skakkaföllum i veður-
fari. En litum nú nánar á veöur-
fariö siöustu árin og kenn-
ingarnar tvær um annarsvegar
kólnandi og hinsvegar hlýnandi
veðurfar.
Ef viö byrjum i Bandarikjun-
um hefur hitabylgja, þurrkar og
fellibyljir stuölaö að uppskeru-
bresti og dauösföllum. 1 Suöur-
Afriku hafa verið óvenjulegir
kuldar. Óvenjumiklar rigningar
viöast I Evrópu og flóö i Austur-
Evrópu og gróöurskemmdir,
sem þjóöir þar máttu sist viö,
þvi tveir siðastliönir vetur hafa
veriö svo kaldir og snjósamir,
aö mikill orkukostnaður hefur
hlotist af og skepnufall (sem á
mestan þátt i kjötskorti þeirra
auk þess sem veöurfarsáföllin
eiga ekki litinn þátt I ólgunni i
Póllandi þessa dagana). Þurrk-
ar hafa hins vegar skemmt upp-
skeru i Mexikó, Brasiliu, Afrlku
og viöar.
Þegar komið er austur I
Siberiu er það að segja um
siðastliðinn vetur að hann var
svo mildur að hveitiakrar nutu
ekki verndar snjóanna og uröu
illa úti. I Afganistan aftur á
móti stuölaöi haröur vetur aö
ógöngum Sovétmanna I viöur-
eigninni viö skæruliöa. Á sama
tíma héldu Bandarlkjamenn
olympluleika, en þar snjóaöi
lengi vel ekki neitt og svo fór aö
þeir uröu aö framleiöa snjóinn
sjálfir. Siðan tóku viö mestu
rigningar I 30 ár I Kaliforníu,
þar sem 38 manns létu llfiö og
tjón var áætlað rúmar 300
milljónir dollara. En I kjölfariö
fylgdu eins og áöur sagði hita-
bylgja I mörgum rlkjum Banda-
rlkjanna, sem stuölaöi aö láti
1.200 manna og glfurlegu tjóni.
Og þá erum viö komin hringinn.
Þetta er raunar ekki I fyrsta
skipti sem veðurfar er óstýrlátt,
hegöar sér ööru vlsi en vandi er
til. Veöurfræöingar eru heldur
ekki I neinum vafa um hvernig
þetta gerist og þátt hæöanna þar
i. Spurningin er hins vegar
hvort þetta viti á eitthvað annað
og meira, og þar verður auösær
sá vandi veðurfræöinnar aö vita
ekki hvers vegna. Margir
mikilsvirtir veðurfræöingar
halda þvi blákalt fram, að
veöurfar sé hvorki að breytast
til hins verra eða betra, i mesta
lagi sé hægt að tala um örlitla
óreglu, sem raunar sé ekki ýkja
sjaldgæft i veðurfarssögunni.
Aðrir veðurfræðingar staö-
hæfa hins vegar, aö við megum
eiga von á veöurbreytingum
sem gætu orðið afdrifarlkar,
þar sem viökvæmt framleiöslu-
ferli okkar þoli ekki miklar
sveiflur, og allur sá fjöldi sem
nú byggir heiminn eigi allt sitt
undir óskeikulu gengi þessa
framleiðsluferlis.
Um þetta geta flestir veöur-
fræöingar orðið sammála, og
allir viöurkenna þeir að maöur-
inn geti verið aö breyta veður-
fari jarðarinnar meö margvis-
legu atferli sinu, svo sem meng-
un, skógarhöggi og fleiru. Þá er
bent á gosið i St. Helens og gosin
á Galapagoseyjum og að ösku-
mengun frá þeim ásamt meng-
un mannsins muni stuðla aö
minnkandi geislun frá sólinni til
jarðar. A þessum rökum eru
reistar kenningar um aö veður-
far fari kólnandi og sé það rétt
gætu afleiðingarnar oröið
hörmulegar. Eöa eins og einn
formælandi þessara veðurfræö-
inga, Reid A. Bryson prófessor,
segir: „Ef til dæmis hitastig
lækkar um þó ekki sé nema eina
gráðu að meðaltali mundu mikl-
ir þurrkar herja á Indland á
fjögurra ára fresti og landið
gæti aöeins framfleytt þremur
fjóröu af ibúatölu sinni.” Hann
segir ennfremur aö slik lækkun
meöalhitastigs mundi leiöa til
þess aö lönd Efnahagsbanda-
lagsins gætu ekki framleitt mat-
vöru nema til eigin afnota.
Sovétríkin yrðu af miklum
ræktarlöndum og I Kina mundi
rikja hungursneyð á fimm ára
fresti. Hungursneyö mundi og
rikja viös vegar annars staöar I
vanþróuöum löndum. Viö slikar
aöstæöur, hvaö þá verri, gæti
jöröin einfaldlega ekki fram-
fleytt öllum sinum fjölda. Póli-
tiskar afleiöingar sllkrar hita-
breytingar eru svo geigvænleg-
ar, aö best er aö tala sem
minnst þar um, minnast aðeins
varnaöaroröa Willys Brandt, aö
ekkert er eins hættulegt heims-
friönum eins og hungur og
skortur. Þá veitti hinn kaldi vet-
ur 1978 iðnaðarlöndum norður-
Evrópu, Bandarlkjunum og
Sovétrikjunum nokkurn for-
smekk á þvl hvað kuldinn „kost-
ar” óskaplega i orkusóun, snjó-
mokstri, skepnufelli o.s.frv. En
visindamennirnir sem spá
kuldaskeiði ei:u ekki einir um
hituna, aörir spá nefnilega hlý-
skeiði og byggja þá spá á af-
leiðingum aukins kolvetnis i
andrúmsloftinu sem mundu
auka sólargeislun til jarðarinn-
ar. Afleiðingar þess yrðu is-
bráðnun á skautum jaröarinnar
og mikiö land færi undir vatn.
Hversu mikiö mundi hitna skæri
hins vegar alfarið úr um hvort
mannkyn kæmist verr eöa betur
af á jörðinni.
Þriöji visindamannahópurinn
fer sér hins vegar hægt I spá-
dómum og veltir fyrir sér aö hve
miklu leyti þessir þættir vegi
hvern annan upp. Þeir fullyröa
aö enn séu engar ótvíræöar vis-
bendingar um meiriháttar
breytingar enda þótt þeir viður-
kenni áhrif áöurnefndra þátta á
veðurfar. Ennfremur benda
þeir á hversu miklu aðstæöur á
sjálfri sólinni ráða hér ferðinni,
taka undir meö starfsbræörum
sinum um nauösyn aukinna
rannsókna en vara viö of mikilli
svartsýni.
Mannllf, tækni, vlsindi og veöurfar er svo samslungiö ab viö gerum okkur litia grein fyrir hversu mikiö
jafnvægiö má raskast ef ekki á ína aö fara. Orkuskorturinn er nægur fyrir — en hvaö gerist ef geislun
sólar til jaröarinnar minnkar — eöa eykst?
JS