Tíminn - 01.10.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1980, Blaðsíða 6
h {1‘U {l{ K Miðvikudagur 1. október 1980. Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jon Sigurðsson. Ristjórnarfull- triíi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Haligrimsson. Aug- iýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verð í lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuði. Prentun: Blaðaprent. Brotsjór fram undan t mjög athyglisverðu viðtali um málefni lifeyris- sjóðanna, sem birtist i Timanum i siðastliðinni viku, setti Pétur Blöndal tryggingafræðingur fram tvær staðhæfingar sem ástæða er til að minna sér- staklega á: — í fyrsta lagi hélt Pétur þvi fram að þau lifeyr- isréttindi sem starfsmenn hins opinbera hafa tryggt sér með samningum gætu aldrei orðið al- menn lifeyrisréttindi i landinu; þessi réttindi hjá hinu opinbera gætu ekki staðist vegna þess að ekk- ert þjóðfélag gæti borið þau. — í öðru lagi hélt hann þvi fram að lifeyrissjóð- irnir i landinu væru i reynd gjaldþrota; það væri aðeins gálgafrestur uns þeir tæmdust og lifeyris- réttindi fólksins yrðu að engu. Svipuð ummæli og þessar staðhæfingar trygg- ingafræðingsins hafa áður heyrst af hálfu ábyrgra aðila sem vit hafa á þessum málum. Röksemdir Péturs Blöndal, sem fram koma i þessu viðtali, hljóta að vekja athygli og hvetja menn til að taka öll þessi mál til rækilegrar yfirvegunar. Ef þetta mat tryggingafræðingsins og margra annarra er rétt— verða menn að fara að átta sig á þvi sem fram undan er og velja þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera. A þvi er tæplega vafi að besta lausnin á þessu mikla vandamáli er sameiginlegur lifeyrissjóður allra landsmanna, þar sem allir sitja við sama borð. Og satt að segja virðist öfugþróunin i þessum efnum stefna i þá átt að þessi lausn verði eina framkvæmanlega lausnin, og ekki sist ef ekki verður að gert fyrr en i óefni er komið. Sú lausn að „samræma” þá lifeyrissjóði sem fyrir hendi eru verður sjálfsagt i framkvæmdinni allt of flókin og viðamikil, og skal það þó ekki full- yrt fyrir fram. Það er hins vegar matsatriði hvort frjálsir lifeyrissjóðir gætu starfað áfram við hlið sameiginlegs sjóðs, eftir þvi sem einstaklingarnir kjósa að tryggja sér auka-lifeyri með frjálsum framlögum hver og einn. önnur hlið þessara mála kann að verða ennþá erfiðari úrlausnar, ef og þegar núverandi sjóða- kerfi hrynur i rúst. Sú hlið snýr að húsnæðismálun- um, en sem kunnugt er hafa lifeyrissjóðirnir að verulegu leyti starfað sem húsnæðismálasjóðir. Það væri mjög alvarlegt áfall fyrir þjóðina ef ekki verður gripið i taumana áður en i óefni kemur i svo mikilvægum málaflokki sem húsnæðismálin eru. t Flest bendir til þess að við megum litinn tima missa áður en brugðist verður við þvi óskaplega vandamáli sem upp er komið og fyrirsjáanlegt er i lifeyris- og húsnæðismálum landsmanna. Á þessu sviði þarf þegar i stað að taka til höndum. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Styrj öldinni i íran lýkur ekki að sinni íranir fallast ekki á skilyröi íraka ÞÖTT margir aði^ar, eins og öryggisráöiö, samtök múham- eöstrúarmanna og fjölmörg riki, hafi oröiö til þess aö skora á Irak og lran aö hætta styrjöld- inni, eru harla litlar likur til þess, aö svo veröi i bráö. Irakar, sem hófu styrjöldina oghafa náö verulegum árangri i sókn sinni inn i tran, segjast aö visu tilbúnir til aö hætta styrj- öldinni, en þó þvi' aöeins aö yfir- ráö þeirra yfir Shatt al Arab veröi viöurkennd og Iranir láti af hendi yfirráö yfir eyjum ná- lægt Hormuzsundi, sem þeir hertóku 1971 gegn mótmælum arabisku furstarikjanna. Þessi skilyröi þýöa i reynd, aö Irakar hafna þvi aö hætta styrj- öldinni, þar sem augljóst er aö Iranir fallast ekki á þessi skil- yröi á þessu stigi. tranir hafa enn ekki svaraö þessum áskorunum formlega, en gefiö til kynna á annan hátt, aö þeir muni ekki hætta styrj- öldinni né ganga til samninga fyrr en allur iraskur her er far- inn úr landi. Þaö eru þvi allar horfur á þvi, aöstyrjöldin haldi áfram drjúga stund enn og striösaöilar reyni á þaö, hvor þeirra hefur meira út- hald. FRAM aö þessu hefur striös- gæfan veriö trökum hliöholl. Þaö á sinn þátt i þvi, aö þeir uröu fyrri til og höföu haft tima til aö undirbúa innrásina. Hins vegar bendir flest til þess, aö tranir hafi ekki átt von á henni. trakar hafa bersýnilega reiknaö meö þvi, aö íranski her- inn væri i lamasessi eftir hreinsanir Khomeinis. Bæöi floti þeirra og flugher hefur þó reynzt betur en búizt var viö. Erfiöara er aö dæma um land- herinn. tranir viröast reikna meö þvi, aö sóknin reynist trökum erfiö- ari eftir aö þeir koma lengra inn i iandiö og þá skapist aöstaöa til gagnsóknar. Þetta gera trakar sér vafalaust ljóst. Svar íraka mun vafalitiö vera þaö aö reyna aö eyöileggja sem mest oliugeyma og oliuleiöslur oggera iranska herinn óvigan á þann hátt. tranir munu svara á sama hátt meö loftárásum á trak. Stjórnendur trans munu treysta á þaö, aö þjóöin samein- Arafat hefur hvatt Saddam Hussein til aö semja. ist undir forustu þeirra gegn innrásarhemum. Þetta munu vafalaust Persar gera, en margir þjóöflokkar aörir byggja Iran. Irakar treysta á, aö þeir muni ekki hlýöa kalli. Þámunstjórn transtreysta á, aö Shitar, sem eru i meirihluta i trak, muni snúast á sveif meö trúbræörum si'num, sem fara meö stjórn trans og eru i meiri- hluta þar. Vitaö er, aö Shitar i trak eru ekkert hrifnir af stjórn- inni þar, sem er aöallega skipuö Sunnitum. Þetta gera stjórnendur Iraks sér vafalitiö vel ljóst. Þvi getur skipt miklu fyrir þá aö knýja fram úrslit sem fyrst. Afstaöa Kúrda til styrjaldar- innar getur haft veruleg áhrif á gang hennar. Sumir frétta- skýrendur hafa gizkaö á, aö Khomeinikunni aö lofa Kúrdum viötækri heimastjórn og jafnvel sjálfstæði, ef þeir geta fengiö þjóöbræöur sina i trak til upp- reisnar. Allt það, sem hér er rakið, veldur þvi, aö erfitt er aö spá um framvindu styrjaldarinnar. Liklegt virðist þó, aö henni ljúki ekki aö sinni og aö hlutur Irana kunni aö batna, ef hún dregst á langinn. ÞAÐ hefur verið sameiginleg afstaöa Bandarik janna og Sovétrikjanna til þessa aö vera hlutlaus I styrjöldinni. Athygli hefur þó vakiö, aö háttsettur ráöherra frá trak var i Moskvu rétt áöur en styrjöldin hófst. Sumir fréttaskýrendur telja, aö erindi hans þangaö hafi verið aö tryggja sér stuöning Rússa, ef á þyrfti aö halda. Vináttusamn- ingur er I gildi milli traks og Sovétrikjanna. Bandarlkin munu ekki telja sér hagstætt, þrátt fyrir gisla- deiluna, aö Arabar styrkist viö Persaflóa á kostnaö trans. Meö- an tsraelsdeilan er óleyst, geta þau ekki gert sér vonir um sam- vinnu viö Araba. Saddam Huss- ein hefur sagt, aö hann geti fall- izt á milligöngu allra þjóöa ann- arra en Israelsmanna og Bandarikjamanna. Sennilega hefur styrjöldin ekki mikil áhrif á oliumálin meðan Hormuzsund er opiö. Oliuflutningar frá tran og trak hafa stöövazt, en trak hefur skoraö á önnur oliuframleiöslu- riki aö auka framleiöslu sina á meöan. Þá hafa flest riki, sem flytja inn oliu, drjúgar birgöir, nema helzt Bandarilcin, Ótrúlegt er á þessu stigi, aö tranirloki Hormuzsundi. Annaö mál er, ef þeir sæju fram á full- kominn ósigur I styrjöldinni. Þá gæti Khomeini gripiö til örþrifa- ráða. TURKEY ijy SYRw i XWPSlll •Qum Qasr-I-Shlrlofe■ ,| Kerfnanahah, 'Baghdad I 1 ,.U1 ^ IRAQ W Basra IRAQ Khurramshahr • Abadan IRAN Muaiariy 5^ * J^-ylTVH.TÍT' aC } KHUZISTAN “TT'.. Vn/ ^ 1 KUWAIT1 M3es i SAUOl ARABIA TUPJB< AÐUMUSA StrQitptHorjTjuz (Jppdráttur, sem synir siyrjuiuarsvæuiu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.