Tíminn - 01.10.1980, Blaðsíða 10
60 ára
Miðvikudagur 1. október 1980.
10
FLUGLEIDIR ^0
Hluthafafundur
Boðað er til almenns hluthafafundar i
Flugleiðum hf miðvikudaginn 8. október
n.k. kl. 14:30 í Kristalsal Hótels Loftleiða i
Reykjavik.
Dagskrá:
1. Umræður og ákvörðun um framhald
Norður-Atlantshafsflugs Flugleiða hf.
milli Luxemborgar og Bandarikjanna.
2. Tillaga til breytingar á 4. gr. sam-
þykkta félagsins um heimild til
aukningar hlutafjár félagsins.
Aögöngumiöar og atkvæðaseölar veröa afhentir hluthöf-
um á aöalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli frá og
meö 1. október n.k. og lýkur afhendingu þriöjudaginn 7.
október
Þeir hluthafar sem hafa i hyggju aö láta umboösmann
sækja fundinn fyrir sina hönd, skulu leggja fram skrifleg
og dagsett umboö. Fyrri umboö gilda ekki.
Stjórn Flugleiða hf.
Verkakvennafélagið
Framsókn
Félagsfundur fimmtudagskvöld 2. október i Alþýöuhúsinu
viö Hverfisgötu kl. 20.00.
Fundarefni:
1. Rætt um samningana
2. Heimiid fyrir verkfailsboöun.
3. önnur mál.
Félagar fjölmennið, sýnið skirteini við
innganginn.
Stjórnin.
Tilboö óskast i eftirfarandi bifreiöar og tæki fyrir Véla-
miöstöö Reykjavikurborgar.
Vörubifreiöar:
3stk. Mercedes Benz 1513árg. '69og '70 án palls.
1 stk. vörubifreið Scania Vabis árg. '69 meö sex manna
húsi.
1 stk. vörubifreiö Voivo árg. ’66meðsex manna húsi.
1 stk. Volkswagen 1300 árg. '73
1 stk. Simca 1100 árg. '77.
1 stk. vökvagrafa JCB. SC
Ofangreindar bifreiöar og tæki veröa til sýnis i porti Véla-
miöstöövar aö Skúlatúni 1 i dag og á morgun fimmtudag-
inn 2. okt.
Tilboðin veröa opnuð á skrifstofu vorri aö Frikirkjuvegi 3,
föstudaginn 3. okt. kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvtgi 3 — Sími 2S800
Akureyringar
— Bœjargestir
Hótel KEA býður:
Gistiherbergi, veitingasal, matstofu, bar
Minnum sérstaklega á:
VEITINGASALINN II. hæö
Góöur matur á vægu veröi.
Hinn landskunni Ingimar Eydal
skemmtir matargestum öll kvöld i
StlLNABERG, matstofa.
Heitir og kaldir réttir
allan daginn.
Opiö 08-23. Glæsileg matstofa
‘sumar.
Dansieikir laugardagskvöld.
VI KU) Vl:LK()MI\'
Hótel KEA Akureyri
Hafnarstræti 89 Simi (96) 22200
Aðalgeir Sigurgeirsson
t dag, 1. október 1980 er góövin-
ur minn, Aðalgeir Sigurgeirsson,
forstjóri á Húsavik, 60 ára. Hann
hefir lagt gjörva hönd við margt á
lifsleiðinni. Alls staöar hefir hann
staðið vel fyrir sinu, hvort sem
það hefir verið til sjós eða lands.
Alli Geira, en hann er vel
þekktur undir þvi nafni i sinu
heimahéraði og viðar, er fæddur
að Bangastöðum á Tjörnesi. Það-
an fluttu foreldrar hans til Húsa-
vikur og um 6 ára að aldri var
honum komið að Fagranesi I
Aðaldal og átti að vera þar smá-
tima, en honum dvaldist þar til
hann var 16 ára, eða i 10 ár. Var
þetta myndarheimili, fékk hann
þar gott uppeldi og atlæti.
„Lengi býr aö fyrstu gerö”,
segir máltækið. Er þar fyrst aö
nefna foreldrana og svo dvöl hans
á þvi góða heimili, meðan hann
var ennþá ungur. Ber hann merki
þessa enn i dag.
Ekki kann ég að rekja ættir Alla
vinar mins, enda ekki vel ættfróð-
ur, en get mér svona til, að annar
hvor maður i hans umhverfi séu
frændur hans og vinir um leið, á-
samt óskyldum, þvi Alli Geira
hefur verið traustur og ábyggi-
legur félagi, sem og lika á við-
skiptasviðinu. Ekki var hann
nema rétt orðinn myndugur eöa
22 ára þegar hann „festi ráð sitt”
og gekk að eiga hina ágætu konu
sina Bergþóru Bjarnadóttur, ætt-
aða frá Norðfirði. Það var stórt
gæfuspor i lifi hans.
Eftir að þau byrjuöu sinn hjú-
skap urðu þau fyrir þvi óláni aö
veikjast og dvelja á sjúkrahúsi
æöitima. Virtist þá ekki bjart
framundan. En með harðfengi og
dugnaði komust þau yfir öll sin
veikindi og erfiðleika, og hafa
verið við góða heilsu siðan. Þau
hafa komið upp myndarlegum
barnahópi, eða 7 talsins, 4 synir
og' 3 dætur.
Bjarni er bæjarstjóri á Húsa-
vik, Sieuröur skólastjóri að
Hrafnagilsskóla i Eyjafirði.
Sigurgeir er kennari á Húsavik.og
einnig aðstoðarmaður fööur sins
við hans fyrirtæki. Sveinn er
yngstur i föðurhúsum. Þetta voru
synirnir. Dæturnar eru: Guðrún
Björg, búsett i Sviss, Sigrún
bóndakona á Hnjúki og Sigriður
búsett á Húsavik. Oll eru börnin
vel gefin, myndarleg og gegnir
borgarar. Eiga þau ekki langt að
sækja það.
Aðalstarf Aðalgeirs nú til
fjölda ára, hefir verið bifreiöa-
akstur. Fyrst ók hann venjuleg-
um vörubfl i almennri vinnu, sem
þeim tilheyra.
Siðar fékk hann sér Mercedes
Benz og byggði á hann skýli og
hóf aö aka vörum milli Húsavikur
og Reykjavikur. A þeim tima,
sérstaklega að vetri til,
lenti hann oft i mannraunum á
þessari leið, þvi oft var mjög
snjóasamt og vegaþjónusta ófull-
komin. Siðar bætti hann farkost-
inn með stærri og fullkomnari bil-
um, ásamt tengivögnum. Þessa
atvinnugrein rekur hann
enn i dag með myndarskap.
Hin siðari ár hefir hann ekki ek-
ið að staðaldri sjálfur heldur er
mikiö við afgreiöslustörf heima
fyrir i nýlegu húsi, sem hann
reisti vegna vöruflutninganna.
Þar er i ýmsu aö snúast. Sjálfur
leysir Aðalgeir bilstjóra sina af i
sumarfrium, og kippir sér þá ekki
upp við að renna svo sem 2 ferðir i
viku hverri, ef svo ber undir, á-
samt lestun i Reykjavik.
1 gegnum árin hefur Aðalgeir
verið mikill félagsmálamaöur.
Við, sem stöndum að rekstri
Vöruflutningamiðstöðvarinnar
hf. i Reykjavik höfum notið þess,
og einnig landssamtök vöruflytj-
enda með bifreiðum i félaginu
Landvara. 1 þessum félögum báð-
um er Aöalgeir stjórnarformað-
ur. 1 Landvara hefir hann verið
stjórnarformaður frá byrjun eða i
10 ár.
Aðalgeir er góður fundarmaður
og á létt með að tjá sig. Margar
ræöur sinar flytur hann næstum
blaðalaust. Þessi félagsstörf hafa
kostab hann mikinn tima, án þess
aö mikið gjald komi I staðinn.
Margthefuráunnistogá Aðalgeir
sinn mikla þátt þar i.
Aðalgeir er hress i bragði og
kemur vel fram. Minnist ég
margra ánægjustunda i návist
hans, þvi oft höfum við starfað
saman á undanförnum árum, á-
samt félögum okkar. Hann kann
vel að segja frá, snjallyrtur er
hann og hnyttinn, sem margir
kunna vel að meta. Mér finnst
alltaf hressandi að hitta hann.
Ég vil þakka Alla vini minum
samfylgdina hingað til, sem ég
vona að verði lengri og óska hon-
um gæfu og gengis við þessi tima-
mót.
Pétur Jónsson, Akureyri.
S.l. laugardag opnaöi Guðrún Tryggvadóttir ijósmyndasýningu i DJCPINU og stendur hún til 8. okt.
nk. Hér að ofan er eitt verka listakonunnar.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur 30 ára
á næsta ári
AB — Aðalfundur Þjóðdansa-
félags Reykjavikur var haldinn
18. september s.l.
Starf félagsins var meö nokkr-
um blóma á siðasta ári, en helstu
þættir starfseminnar voru nám-
skeiö i barnadönsum, gömlu
dðnsunum, og þjóðdönsum frá
ýmsum löndum.
Sýningarflokkur félagsins tók
þátt i KQarvikunni s.l. sumar og
dvaldi auk þess i boði F.V.S. á
Lúneborgarheiði.
Sölvi Sigurösson sem verið hef-
ur formaður félagsins s.l. 14 ár
lætur nú af störfum sem slikur, en
i hans stað var Ingibjörg Braga-
dóttir kosin formaður.
Þjóðdansafélag Reykjavikur
var stofnað 17. júni 1951, og verð-
ur þvi 30 ára á næsta ári.
Vetrarstarf félagsins, sem nú
er að hefjast, verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Gömlu
dansarnir og barnadansar verða
kenndir á mánudögum i Alþýðu-
húsinu við Hverfisgötu.
Innritun stendur nú yfir i sima
76420, en kennsla hefst mánudag-
inn 29. september.