Tíminn - 01.10.1980, Page 13

Tíminn - 01.10.1980, Page 13
17 Miövikudagur 1. október íssn Bob Magnusson AB —Bassaleikur Bob Magnús- son á Hótel Sögu s.l. föstudags- kvöld vakti geysimikla hrifn- ingu gesta. Bob Magnússon kom hingaö i boöi Jazzvakningar og lék hér á þrennum tónleikum ásamt félögum i Kvartet Guðmundar Ingólfssonar. Fyrrgreindir tónleikar hófust meb nokkurs konar upphitun, þar sem hver og einn tók sitt sóló og mesta athygli þar vakti sérlega skemmtilegt og sam- stillt samspil Bob Magnússon og Guðmundar Ingólfssonar. Rúnar Georgsson blés af snilld i laginu „Medication” sem er i bossanóva stil og var sérlega skemmtilegt aö fylgjast með samspili hans og Magnús- son i þvi lagi. Gegnumgangandi alla tón- leikana var snilldarlegur bassa- leikurBobMagnússon og óx hon- um stööugt ásmegin eftir þvi sem á leið. Spilamennska hans er afar örugg, afslöppuð og yfir- veguö. Fingrafimi hans og fingrastyrkleiki eru með ólik- indum. Þegar hann tók sóló i laginu „The Gentle Rain” varð einum kunnum bassaleikara hér i bæ á orði „Þetta er meistaralega spilað”. Gunnar Reynir Sveinsson hafði i tilefni hingaðkomu Bob Magnússon útsett nokkur islensk þjóðlög og vakti flutn- ingurinn á „Móðir min i kvi, kvi” sérlega hrifningu. I hléi hitti blaðamaður Tim- ans Bob Magnússon og sagðist Magnússon vera einstaklega ánægður með heimsóknina hingað og það væru kona hans og tvö börn einnig. Magnússon sagöi að ísland væri alveg til- valið land til þess að heimsækja með fjölskyldunni, þvi náttúru- fegurð og fámenni sameinuðu það tvennt sem hans fjölskyldu dreymdi hvað mest um. Aðspurður um það hvernig honum þætti að leika fyrir islenska áheyrendur svaraði Magnússon þvi til að islenskir áheyrendur væru þakklátir og prúðir, en að sinu mati helst til feimnir. Magnússon sagðist vera mjög ánægður með meðspilara sina, Bob Magnússon ásamt félögum slnum Guðmundi Ingólfssyni og Viöari Alfreössyni á æfingu. en ef hann þyrfti að tilgreina einn sérstakan þá hefði honum likað leikur Viðars Alfreðssonar hvaö best og það verður að segjast að Viðar var hreint frá- bær þetta kvöld og sóló hans á fliigelhorn i „Móðir min i kvi, kvi” var með þvi besta sem maður heyrði þetta kvöld. # Bókapósturinn Viltu vlnna tii verðlauna? Hér sést þegar dregiöer úr hinum 6789 réttu lausnum. Dregið úr réttum lausnum hjá Erni og Örlygi AB — í tilefni væntanlegrar út- gáfu fyrsta bindis bókarinnar „Landið þitt — ísland”, sem kemur út i haust hjá Bókaútgáf- unni örn & örlygur hf., efndi bókaútgáfan til verðlaunaget- raunar á sýningunni Heimiliö 80. I getrauninni reyndi m.a. á hvort þátttakendur þekktu fjallstindinn Hraundranga i öxnadal, sem er i merki bókaútgáfunnar. Alls tóku 7763 þátt i getrauninni og þar af skiluðu 6789 réttum svörum. Dregið var úr réttum lausnum miövikudaginn 24. þ.m. að við- stöddum fulltrúa borgarfógeta. Veitt voru 10 vegleg bókaverð- laun, en I fyrstu þremur sætunum voru: Inga Rós Eiriksdóttir, Sæviöarsundi 4, Reykjavik og hlaut hún „Landið þitt — Island”, öll fjögur bindin, önnur verðlaun komu i hlut Gústafs Guðmunds- sonar, Safamýri 50, Reykjavik, og kom i hans hlut „Ferðabók Eggerts og Bjarna”, og þriöju verðlaun hlaut Asta Þ. Guðjóns- dóttir, Hraunbæ 76, Reykjavik, en hún fékk „Feröabók Stanleys”. öðrum verölaunahöfum hefur nú þegar verið tilkynnt um verð- laun sin. Syrpuskápar staólaóar einingar—færanlegar innréttingar Með færanlegum innréttingum bjóða Syrpuskóparnir þér enda- lausa möguleika á hagkvæmri nýtingu. Þú færir til hillur, skúffur, slár og bakka eftir þörf- um hverju sinni, bætir við fleiri skápum, skrifborðum, snyrti- borðum, o.fl. þegar það þykir henta o.s.frv. Syrpuskápar eru framleiddir í stöðluðum einingum sem lækkar verð og styttir afgreiðslutíma verulega. Þeir eru auðveldir í flutningi og til uppsetningar þarf fátt annað en skrúfjárn, hamar og ofuriitla handlagni. Syrpuskápar eru heimilisprýði í svefnherbergi sem baðherbergi, barnaherbergi eða forstofu. Einn skápur, tveir skápar eða tíu skáp- ar...það er þitt að velja. Nú eru Syrpuskáparnir meö hljófilausum smellum i sérstökum innfelldum lömum, sem færa þér áferöarfallega og heilsteypta skápa- samstæöu. 1/3 út - eftirstöövar á 6mánuóum AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI9 KÓPAVOGI SÍMI43577 Vinsamlegast sendiö mér nánari upplýsingar um Syrpuskápa. Nafn Heimili. Sendum um allt land

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.