Tíminn - 03.10.1980, Qupperneq 1

Tíminn - 03.10.1980, Qupperneq 1
Föstudagur 3. október 1980. 218. tölublað 64. árgangur Eflum Tímann Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Einn af tafaleikjum VSI — segir Benedikt Davíösson um afstöðu ASÍ til áframhaldandi viðræðna um sérkröfurnar HEI— Við erum mjög harðir á þvi, að eftir sé að ræða mörg at- riði varðandi sérkröfur, bæði hinar sameiginlegu sérkröfur og einnig hjá Verkamannasam- bandinu, hjá okkur bygginga- mönnum svo og i sambandi við málefni farandverkafólks”, sagði Benedikt Daviðsson i gær, er rætt var við hann vegna um- mæla Þorsteins Pálssonar að viðræðum um sérkröfursé lokið af hálfu VSl. Benedikt taldi þessa afstöðu VSÍ sennilega einn af tafaleikj- um þeirra. Þeir hafi alltaf verið að setja allskonar skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum. Und- anfarna daga hafi það verið prentaramálin og nú komi skil- yrði um hreint borð varðandi sérkröfur, áður en farið verði að ræða um laun, visitölu og þess háttar. Þá sagði Benedikt þá hjá VSI marg oft hafa lýst þvi yfir, að engar sérkröfur komi til greina sem kosti einhverja peninga. Margar af þessum kröfum séu þó þannig, t.d. varðandi öryggismál og vinnutilhögun, að það sé dálitið langsótt að þær kosti einhverja peninga. T.d. nefndi hann eina kröfu sem byggingamenn stæðu mjög stift á, sem er að sett verði ákveðin mörk við þvi við hve mikinn vindstyrk megi nota hina stóru byggingakrana sem nú tiðkast, þ.e. að miða við 6 vindstig. Helsta málið varðandi farand- verkamennina er hins vegar um að sett verði hámark á fæðis- kostnað þeirra, sem verið hefur ákaflega mismunandi á milli staða og fyrirtækja. En ef VSi neitar að ræða þessi mál frekar? Þá yrði annað hvort aö gera — eins og venjulega þegar upp úr slitnaði — að sáttasemjari komi með nýja tillögu um málsmeð- ferð, eða þá að láta mætast stál- in stinn og takast á um málin. gráar fundustí Skeiðsfossi I gær fundu tollverðir 383 flöskur af smygluðu áfengi um borð i m/s Skeiðsfossi er skipið lá i Hofsóshöfn. Var áfengið af ýmsum tegund- um,romm, whisky, vodka en þó mest af spiritus. Áfengið var falið i loftstokk i vélar- rúmi og i skutþró. Matsveinn og vélstjóri hafa viðurkennt að vera eigendur smygl- varningsins. Skipið kom til Rifshafnar i fyrrinótt frá ýmsum Miðjarðarhafshöfnum og var Hofsós önnur höfn þess hér á landi. Þarna eru stórvirkar vinnuvélar að vinna að nýrri tengingu af Stekkjarbakka niður á Reykjanesbraut, sem kemur til með að greiða fyrir umferð úr Stekkjahverfi og Hólahverfi niður á Reykjanesbrautina i framtiðinni. ASI verður að sætta síg við lok í sérkröfum — eins og þau mál standa í dag, segir Þorsteinn Pálsson Blaðamannafélagið: Kynnir sár tæknihlið prentara- deilunnar HEI— „Ekki vil ég nú meina að viðræöur hafi siglt i strand, en hins vegar hefur afskaplega lit- ið gerst alla þessa viku. Að okk- ar mati stafar þessi töf af þvi, að ASl hefur ekki verið reiðubú- ið til þess að sætta sig við lok viðræðna um sérkröfurnar” sagöi Þorsteinn Pálsson i gær. Spurður um hvernig ágreiningur gæti verið um það, hvort einhverjum samningum væri lokið eða ekki lokiö svaraði Þorsteinn, að auðvitað væri endalaust hægt að halda fram kröfum. En að mati þeirra hjá VSl hafi nú þegar verið gengið frá þvi í þessum sérkröfum, sem VSÍ teldi sig geta gert i þessum samningum. ASl verði þvi að sætta sig viö lok i sér- kröfuviðræðunum eins og þau mál standi i dag. Auk þessa stæöi siöan tæknideila prentara ennþá i vegi fyrir áframhald- andi samningaviðræðum. HEI— 1 deilu prentara og prent- iðnaðarins er að nokkru verið að fjalla um mál sem snerta blaða- menn, þ.e. varðandi tækniatriðin. Timinn spurði Kára Jónasson, formann Blaðamannafélagsins hvort félagið hafi tekið einhverja afstöðu til þeirra mála. Hann sagði launamálanefnd, stjórn og trúnaðarmannaráð Blaðamanna- félagsins hafa fjallað um þetta mál á fundi, ásamt þvi að fjalla um önnur kjaramái félagsins. Fulltrúar félagsins hafi siðan gengið á fund sáttasemjara og fulltrúa prentara og prent- iðnaðarins, vegna þessa máls. Fyrst og fremst þó til þess að kynna sér stöðu málanna. Kári tók fram, að samkvæmt samningi frá árinu 1977 hafi blaöamenn leyfi til að skrifa eigin hugverk inn á tölvuskerma og - gera það nú þegar. Nýr kjara- samn- ingur HEI— Bankamenn undirrita i dag nýjan kjarasamning er gilda á frá 1. ágúst 1980 til 31. ágúst 1981, að þvi er kemur fram i frétt frá Sambandi is- lenskra bankamanna. Samkomulagið er sagt um margt hliðstætt nýlegum kjarasamningi BSRB, en nokkur atriði snerti þó bankamenn sérstaklega. Grunnkaupshækkanir eru þær sömu og hjá BSRB, svo og ákvæði um verðbætur. Einnig kveður samkomu- lagið á um atvinnuleysis- tryggingar, 95 ára lifeyris- reglu, lagfæringar á ákvæðum um slysatrygging- ar, vaktavinnu og hollustu- hætti. Auk þess er i samningnum tekiö aukið til- lit til þeirrar tölvu- og tækni- væðingar sem hafin er i is- lenskum bönkum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.