Tíminn - 03.10.1980, Page 8

Tíminn - 03.10.1980, Page 8
B PÖstu'dagur 3. október 1980. Gunnar M. Magnilss sá um hand- rit aö leikþáttunum eftir sögu Jóns Trausta, Leysing. ,4,eysing” eftír Jón Trausta — flutt í 6 þáttum sem framhaldsleikrit BSt— A sunnudaginn 5. okt. hefst i útvarpi flutningur á framhalds- leikriti i 6 þáttum, sem byggt er á sögu Jóns Trausta, „Leysing”. Gunnar M. Magnúss hefur skrifað handrit að útvarpsþáttunum. Leikstjóri er Benedikt Arnason og meö stór hlutverk i framhalds- leikritinu fara Róbert Arnfinns- son, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Steindór Hjörleifs- son og Klemenz Jónsson. Hver þáttur tekur um þrjú korter i flutningi. Leikurinn gerist í kauptúninu Vogabúðum á árunum 1890-1910. Þorgeir ólafsson er verslunar- stjóri hinnar dönsku Jespersens- verslunar. En nýr timi er aö ganga i garð og hefur óhjákvæmi- lega áhrif d stöðu Þorgeirs i sam- félaginu. Jón Trausti eða Guðmundur Magnússon eins og hann hét réttu nafni, fæddist aö Rifi á Melrakka- sléttu árið 1873 og dó i Reykjavik 1918. Hann stundaöi nám i prent- iðn á Seyðisfirði um tima, en dvaldi i Kaupmannahöfn 1896-98 og kynnti sér leiksviösbúnað. „Halla” (1906) og „Heiðarbýlið” (1908-11) eru sennilega þekktustu bækur hans en hann samdi margt annarra verka af ýmsu tagi, bæði i bundnu og óbundnu máli. Gunnar M. Magnúss er fæddur á Flateyri i Onundarfirði 1898. Tók kennarapróf 1927 og stundaði framhaldsnám við Kennarahá- skólann i Kaupmannahöfn. Fyrsta bók hans var smásagna- safn en siðar komu unglingabæk- ur, sem uröu mjög vinsælar, t.d. „Suður heiðar”. Frásagnir og þjóölegur fróöleikur ýmis konar hefur veriö meginuppistaða verka hans siðasta aldarfjórðung. Hann hefur skrifað allmörg leik- rit, þ.á.m. þrjú framhaldsleikrit fyrir útvarp. Þátturinn sem fluttur verður nk. sunnudag, heitir „Milli kauptiðanna”. Benedikt Arnason er leikstjóri fram haldsleikritsins. Skólamál Reykjavikurborgar 43% nemenda grunnskóla í Breiðholtshverfunum AB — Formaður fræðsluráðs og fræðslustjóri kynntu nú nýveriö væntanlegt vetrarstarf grunn- skóla Reykjavikurborgar. Afundinum kom m.a. fram að fækkun nemenda grunnskól- anna hefur fariö minnkandi á s.l. árum, sem bent gæti til að fjöldinn i aldursárgöngum grunnskdlanna væri að leita jafnvægis. Fólksflutningar inn- an borgarhverfa halda áfram og er nú svo komið að 43% nem- enda grunnskólanna eru bú- settir í Breiðholtshverfunum. Þvi hafa margir skólar i eldri hverfum borgarinnar verið nýttir undir aðra starfsemi en kennslu fyrir grunnskólanem- endur og nægir i þvi sambandi að nefna skóla eins og Mið- bæjarskólann, Vogaskólann, Ármúlaskólann, og Kvenna- skólann. 1 öörum skólum hefur fækkunin leitt það af sér að kennsluhúsnæöinu hefur að hluta til veriö breytt, þannig að nú geta skólarnir boöiö nemendum upp á betri þjónustu s.s. bókasöfn, tækjasöfn og sér- kennslustofur. Eins hefur fækk- unin orðið til þess að þrisetningu hefur veriö útrýmt og allmiklu minna er nú um tvisetningu en áður. Hin öra nemendafjölgun i Breiðholti hefur oröið til þess að byggingarframkvæmdum þar var flýtt verulega og komið var upp talsvert mörgum lausum kennslustofum. Starfið i skólunum i vetur verður meö svipuðu móti og verið hefur en þó verður eitt- hvað um nýjungar eins og list- kynningu i skólum i samvinnu við Höfundamiðstöð Rithöf- undasambands íslands, Sin- fóniuhljdmsveit Islands og Leikfélag Reykjavikur. Þá er einnig ætlunin að auka verulega náms- og starfskynningu fyrir nemendur 9. bekkjar grunnskól- ans. Á vegum Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur mun nú sem undanfarin ár fara fram kynn- ing á minja- og listasöfnum borgarinnar. Margt fleira mætti hér segja að fyrirhuguðu starfi skólanna á vetri komanda, en hér verður látið nægja að lokum að drepa aðeins á ráðgjafar- og sálfræði- þjónustu skóla i Reykjavik sem hefur aðalaðsetur i þremur hverfisskrifstofum, en þær eru Tjarnargata 20, sem þjónar vesturbænum, gamla miðbæn- um og gamla austurbænum, Réttarholtsskólinn sem þjónar skólum á nýja austurbæjar- svæðinu og Hólabrekkuskóli, sem þjónar Breiðholtshverfum að mestu leyti. Starf þjónust- unnar beinist aðallega að þvi að leysa vandamál einstakra nem- enda er upp kunna að koma i skólum eða vanda á heimilum, sem áhrif hafa á liðan og starf barnsins i skóla. Eins og sjá má hefur ekki gefist timi til þess að ganga frá leiksvæði barnanna iSeljaskóla, en þaöstendur vonandi tilbóta. Tímamynd GE. Fyrsta áfanga Seljaskóla lokið AB — A ofangreindum fundi var 1. áfangi Seljaskóla kynnt- ur, en byggingu hans er nú svo til lokið. Indriði Þorláksson sem er for- maöur byggingarnefndarinnar, greindi frá þvi að bygging 1. á- fangans, sem er 3600 fermetrar, hefði aðeins tekið 18 mánuöi. Hann benti á að hægt heföi verið að hraða framkvæmdum svo mjög sökum þess aö fé það er rikið leggur i byggingu skólans hefði nú borist jafnóðum á með- an á framkvæmdum stóö, en ekki eftir á eins og tiðkast hefur. Þarna heföi verið um tilraun aö ræða þar sem riki og bær hefðu viljað fá samanburðarmat á kostnaði, byggingartima og byggingarháttum. Indriðisagði aðekkiyrði annað séö en tilraun þessi heföi heppnast vel, þvi bygging þessi yröi að öllum lik- indum sist dýrari en aðrar skólabyggingar, jafnvel ódýr- ari. öll byggingin er framleidd i verksmiðjum i einingum og þær siðanfluttará staðinnog reistar þar. Allir innveggir eru flytjanleg- ir, allar leiðslur og lagnir utaná- liggjandi og þær siðan hólfaðar af meö flekum sem lagðir eru neöan i loft og þjóna jafnframt hlutverki i hljóðburðarkerfi hússins. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir, en búast má við að kostnaður við þennan á- fanga verði um einn milljarður. 1 fyrsta áfanga eru fjorar samtengdar einingar, og eru i þeim samtals 19 kennslustofur. Hönnun skólans var f höndum teiknistofunnar Arkhönn s.f., sem sá um arkitektateikningar, og verkfræðistofunnar Itak h.f., sem annaðist verkfræði- teikningar. Allt húsið er hannað með sérstöku tilliti til fatlaðra og er það einkar á- nægjuleg nýbreytni i skólamál um okkar ísler.dinga. önnur skemmtileg nýjung er sú að hver eining skólans hefur sinn einkennislit (á loftflekum og ofnum) en það er gert til þess að auðvelda börnunum að rata um skólann sinn. Mynd þessi var tekin er Har- aldur Kröyer afhenti triinaðar- bréf sitt sem sendiherra islands i Sovétríkjunum 18. júni s.l. Sitj- andi eru M.P. Georgadze ritari forsætisnefndar æðstaráðsins. Haraldur Kröyer, V.V. Kuzent- sov fyrsti varaforseti Æðsta ráösins og I.M. Zemskov vara- utanrikisráðherra. Standandi eru Sigrföur Snævarr sendiráös- ritari, hægra megin viö hana stendur G.F. Farafonov yfir- maður Norðurlandadeildar utanrikisráðuneytisins og vinstra megin við Sigriöi stendur D.S. Nikiforov siða- meistari utanrikisráðuneytis- ins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.