Tíminn - 25.10.1980, Qupperneq 16
1
Slmi: 33700
A NÖTTU OG DEGI ER VAKA A VEGI
Gagnkvæmt
tryggingafélag
WSIGNODE
Sjálfvirkar bindivélar |
Sjávarafurðadeild j
Sambandsins
Simi 28200 j
■WMUIMiiiÆUM
Benedikt ákveður að vflqa
,,Til að forðast flokkadrætti,
sundrungu og deilur hef ég ákveð-
ið að gefa ekki kost á mér tii
endurkjörs sem formaður Al-
þýðuflokksins”, segir i yfirlýs-
ingu sem Benedikt Gröndal, nú-
verandi formaður flokksins og
fyrrum forsætisráðherra, gaf út i
gær. Tilefni yfirlýsingarinnar er
sú ákvörðun Kjartans Jóhanns-
sonar, varaformanns flokksins,
að etja kappi við Benedikt um
formennsku fyrir Alþýöuflokkn-
um á flokksþingi, sem hvatt hefur
verið saman um nk. mánaðamót.
Ekki verður sagt að þessi yfir-
lýsing komi i sjálfu sér á óvart.
Kunnugir menn töldu að Kjartan
hefði alla möguleika á þvi að
sigra Benedikt á flokksþinginu,
en á hinn bóginn höfðu miklar
sögur gengið um það, einkum I
fyrra vetur, að Benedikt Gröndal
sjálfur væri afhuga þvi að sækjast
eftir að halda áfram sem flokks-
foringi, hvað þá að hann vildi
berjast fyrir þvi gegn öðrum
frambjóðanda.
1 yfirlýsingu Benedikts Gröndal
segir enn fremur:
„Það er nú ljóst, að flokksþing
Alþýðuflokksins, sem kemur
saman eftir viku, verði að kjósa
milli núverandi formanns og
varaformanns i stöðu formanns
fyrir næsta tveggja ára kjörtima-
bil.
Alþýðuflokkurinn hefur langa
reynslu af innri átökum i forustu-
liöi, sem ávallt leiöa til sundrung-
ar. Hefur þetta valdið flokknum
óbætanlegu tjóni og haldið fylgi
hans og starfi niðri. Hvernig sem
kosning formanns færi nú, mundi
hún draga á eftir sér slóða sund-
urþykkni og vandræða og veikja
flokkinn.
Eftir kosningar siðustu þrjú ár
er Alþýðuflokkurinn fjöldahreyf-
ing og sterkt afl i þjóðmálum.
Flokksþing og flokksforusta bera
þá skyldu gagnvart kjósendum að
Frá útifundinum á Lækjartorgi igær.
Tlmamynd: Róbert.
Hress útífundur
farandverkafólks
hJKJ — Baráttuhópur farand-
verkafólks hélt útifund á Lækjar-
torgi I gær, til að mótmæla þeim
kjaraskeröingum sem VSl er svo
iðiö við að leggja á verkafólk.
Fimm manns fluttu ræður á fund-
inum og milli ræðuhalda spiluðu
og sungu þeir Þorlákur Kristins-
son og Tómas J. Sigurösson.
Fundarstjóri var Rúnar Guö-
brandsson. Fundurinn var allvel
sóttur og að honum loknum var
gengið aö húsi Vinnuveitenda-
sambands tslands til að afhenda
mótmæli um samningamálin, og
tillögur sem samþykktar voru á
fundinum. Þar komu farand-
: verkamenn aö lokuðum dyrum en
’ plöggunum var stungið inn um
bréfalúguna, þannig að vonandi
komast þau til skila.
1 bréfi baráttuhóps farand-
verkafólks, til ASl segir svo:
Blindaöur á ofstæki sinu vilja þeir
(VSl) þannig neyða rikisvaldiö til
aö gripa inn i gang samninganna
meö lögboði, firra sig þannig af
þeim allri ábyrgö til að geta siðan
i framhaldi af þvi orgað I sifellu á
frekari kjaraskerðingar ailt
næsta samningstimabil og
sprengt sfðan það pólitfska
bandalag sem núverandi rikis-
stjórn er fulltrúi fyrir þegar þeim
þykir best henta. Um leið sjá þeir
sér þann leik á borði, að takist
þeim að fá verkalýðsforystuna til
aö knékrjúpa rikisvaldinu i bón
um kaupogkjör, veröi þeim eftir-
leikurinn einn”.
Samtök farandverkafólks
leggja á það mikla áherslu að
verulegra úrbóta er þörf hvað
varðar fæðis- og ferðapeninga,
svo og betri verbúðir. Baráttu-
hópur Farandverkafólks vill mót-
mæla harðlega að gengiö verði til
samninga um fæðismál á þann
hátt sem umræðugrundvöllur
sáttasemjara gerir ráö fyrir. Og i
áðurnefndu bréfi segir: ,,Með þvi
að binda niðurgreiðslur á fæði viö
mötuneyti atvinnurekenda stuðl-
ar tillagan að þvi að fyrirtæki
leggi mötuneyti sin niður, farand-
verkafólk þurfi að kaupa fæði sitt
af sérstökum fyrirtækjum og
einkaaðilum á sina ábyrgð. Bar-
áttuhópur farandverkafólks
gengst aldrei undir slika samn-
inga og mun standa i stööugu
striði við atvinnurekendur allt
þetta samningstimabil verði
þetta samþykkt”.
Fundurinn var hinn hressasti
og bárust honum mörg skeyti viðs
vegar að af landinu.
Tæknimál prentara leystust i fyrrakvöld:
Aðeins 5 af 8
skrifuðu undir
HEI — Þaö fór eins og lá I loft-
inu I fyrrakvöld, að samkomu-
lag náðist um tæknimál prent-
ara. Reyndar skrifuðu aðeins 5
af 8 samninganefndarmönnum
HÍP undir samkomulagiö.
„Þannig að þaö er engin himin-
lifandi ánægja yfir þessu” eins
og Magnús E. Sigurösson hjá
Prentarafélaginu sagði I sam-
tali I gær.
„Þótt búið sé að ná þessu
samkomulagi, þá á félagsfólkið
eftir aö segja sitt álit á þvi”
bættiMagnús við. Efnisinnihald
samninganna sagði hann þá
prentara ekki reiðubúna að
ræða i fjölmiölum fyrr en það
heföi verið kynnt félagsfólkinu,
en það stendur til að gert verði á
félagsfundi i Prentarafélaginu
n.k. mánudag.
Magnús sagði enga áfram-
haldandi samningafundi hafa
verið boðaða ennþá. En prent-
ararnir eru ekki inni i þeim
samningum, sem væntanlega
eru að nást i gegn milli VSÍ og
ASl þegar þetta er skrifaö.
standa saman og láta heill flokks-
ins og jafnaðarstefnunnar ganga
fyrir öllu”.
Við þessi tiðindi hafa umræður
þegar orðið um það hvort Bene-
dikt hyggist hverfa af vettvangi
stjórnmálanna með öllu eða
halda áfram sem þingmaður. 1
þvi sambandi hefur bæði verið
minnst á embætti sendiherra eða
útvarpsstjóra, en allt mun það þó
taka sinn tima.
Amerísk
HRÍSORJÓN
(Kviana)
RIVER hrisgrjón þekkir húsmóóirin og veit hve hagkvæm
þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig:
AUNT CAROLINE hrísgrjón, sem eru vítamínrík, drjúg, laus
í sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi.
SUCCESS hrísgrjón koma hálfsoðin í poka, tilbúin
í pottinn. RIVER brún hýðishrisgrjón holl og góö.
\
I
V
V
Rjyer
Enrtched Rlce
ToBetain Vitamins
no Not Rinse Before
0r Drain After
Cooking.
__Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið