Tíminn - 26.10.1980, Qupperneq 12
12
Sunnudagur 26. október 1980.
Greinargerð Flugfreyjufélagsins vegna fjöldauppsagna:
Sjálfsögð háttvísi atvinnurekenda
að virða starfsaldurslistann
Svo sem kunnugt er sögbu
Fluglei&ir upp öllu flugfólki sfnu
hinn 1. september s.l. Uppsagn-
irnar miBast viö 1. desember.
Flugleiöir lýstu þvi yfir, aB þeir
vonuBust, aö til endurráBninga
sem flestra flugfreyja gæti komiö
og yröi stefnt aö ákvaröanatöku
þar um fyrir 1. nóvember. Flug-
freyjufélagiö lýsti þá þegar yfir
vanþóknun sinni á þessari aöferö
og taldi óþarft aö segja upp öllum
flugfreyjum og flugþjónum, þar
sem Flugleiöir ætluöu aö halda
áfram flugrekstri og myndu
þurfa á umtalsveröum hluta
þessa starfshóps aö halda. Enn-
fremur hefur Flugfreyjufélagiö
itrekaö þá kröfu sina, aö endur-
ráöiö veröi i þessi störf sam-
kvæmt starfsaldri, eins og
jafnan hefur tiökast með fast-
ráöiö starfsfólk. Starfsmanna-
hald Flugleiöa geröi einn lista
yfir starfsaldur fastráöinna flug-
freyja i samráöi viö Flugfreyju-
félagiö og hefur siðan veriö fariö
eftir þeim lista i öllum þeim til-
fellum, sem sagt hefur veriö upp
eöa endurráöiö i umrædd störf
hjá fyrirtækinu.
Flugfreyjufélagiö er hiö eina af
flugliöafélögunum, er uröu fyrir
hópuppáögnum 1. september,
sem er fullkomlega sameinaö.
Félagiö telur sig hafa sýnt stjórn
Flugleiða fulla þolinmæöi og
samstarfsvilja vegna samein-
ingar félaganna sem og i þeim
þrengingum, er fyrirtækið hefur
átt i. Félagar stéttarfélagsins
hafa hlotið þjálfun á allar flug-
vélageröir Flugleiöa og fljiiga
jöfnum höndum innanlands og
utan, vinna sömu vinnuna. Þessir
starfsmenn sitja þvi allir viö
sama borö og Flugfreyjufélag Is-
lands telur þaö réttlætismál aö
starfsldur ráöi, þegar velja á fólk
i störf þeirra.
Þar sem stjórn Flugleiöa virö-
istekki ætla aö sinna þessari rétt-
lætiskröfu, heldur velja, sam-
kvæmt áöur óþekktum reglum, 68
úr þeim hópi 131 starfsmanns,
sem sagt var upp 1. september,
neyöistFlugfreyjufélagiö til þess,
aö kynna stööu sina.
Hér er um aö ræöa fólk, sem
gert hefur flugfreyjustarfið aö
ævistarfi, og hefur 7—25 ára starf
aö baki. Flugfélögin hafa valiö
þetta fólk af kostgæfni úr hópi
hundruða umsækjanda, sem
siöan þurfa árlega aö taka þátt i
námskeiöum og standast próf,
sem varða öryggi flugsins og
hugsanleg neyöartilfelli. Þar að
auki hafa Flugleiöir haft starf-
andi fimm eftirlitsmenn, sem
hafa haft þaö hlutverk aö lita eftir
og sjá til þess, aö allt þetta fólk
sinnti starfinu sómasamlega.
Sú staöreynd, aö starfsmanna-
hald fyrirtækisins, hefur ekki séö
ástæöu til aö segja upp fólki, sem
starfaö hefur þetta lengi, hlýtur
aö skiljast sem svo, aö þaö hafi
talist fullkomlega hæft.
Þegar um er að ræöa jafn
viöurhlutamikiö mál og slikar
fjöldauppsagnir, álitur Flug-
freyjufélagiö þaö sjálfsagöa hátt-
visi af hálfu atvinnurekenda, aö
viðhafa þá reglu, sem ein getur
talist réttlát, og hefur verið við-
höfö, en þaö er starfsaldursregl-
an.
Þaö gefur auga leiö, aö það
fólk, sem missir starf sitt á þeim
forsendum, aö þaö sé minna hæft
en hinir sem eftir sitja, á, af
skiljanlegum ástæöum ekki auö-
velda leiö út á vinnumarkaöinn.
Þarf þar ekki aö nefna annaö en
þá y tortryggni, sem Flugleiðir
hljota óhjákvæmilega aö vekja
gagnvart þessum einstaklingum.
Flugfreyjufélag tslands hefur
viljaö sýna Flugleiöum fullan
samstarfsvilja viö þær erfiöu aö-
stæöur, sem fyrirtækiö á i. Flug-
freyjufélagiö óskar eftir mann-
legum og eöiilegum samskiptum
starfsfólks og stjórnar fyrirtækis-
ins. Svo sem stjórnendur Flug-
leiða hafa bent á, hljóta þau sam-
skipti aö veröa viökvæmari en
ella, þegar jafn miklir erfiöleikar
steöja aö rekstrinum og raun
hefur á oröiö. En slikar aöferöir,
sem stjórn Flugleiöa hyggst nú
beita flugfreyjur, eru sist til þess
fallnar aö bæta þann samstarfs-
anda, sem flestar eru sammála
um aö þurfi að ríkja innan fyrir-
tækisins, svo takast megi að bæta
hag þess og tryggja viðgang þess.
Þvert á móti má búast viö
öryggisleysi meöal þeirra, sem
halda vinnu sinni, ef af þessum
uppsagnaraðferöum veröur, þvi
stjórnendur fyrirtækisins gætu þá
beitt þeim aftur, hvenær sem
þeim þætti ástæða til.
Flugfreyjufélag Islands er ekki
aö berjast fyrir stundarhagsmun
um, heldur almennu réttlæti er
varðar viröingu fyrir einstak -
lingnum og tilveru heils stéttar-
félags.
Með þökk fyrir birtinguna,
Stjórn og trúnaöarmannaráö
Flugfreyjufélags íslands.
Er öryggi þitt ekki
hjólbarða virði?
UMFEROAR
1 RÁÐ
VEIABCCG
Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80
DRÁTTARVÉLAR
Mjög fullkominn útbúnaður svo sem:
• Finnskt,,De Luxe" hljóðeinangrað ökumannshús með sléttu
gólfi, miðstöð, sænsku „Bostrom" ökumannssæti.
• Fislétt „Hydrastatic" stýring.
• Framh jóladrif handvirkt eða sjálfvirkt við aukið álag á afturöxli.
• Tvívirkt dráttarbeisli.
#,,Pick up' dráttarkrókur.
• Stillanleg sporvídd á hjóíum.
Fullkominn varahlutalager í verksmiðju í Englandi tryggir skjóta og
örugga afgreiðslu varahluta.
Fáum nokkrar vélar á mjög hagstæðu
verði fyrir áramótin
Guðbjörn Guðjónsson
heildverslun
Kornagarði 5 — simi 85677.
\