Tíminn - 26.10.1980, Qupperneq 21

Tíminn - 26.10.1980, Qupperneq 21
Sunnudagur 26. október 1980. 29 „Laufin falla, litir dofna, ljUf- ust blóm á hausti sofna”. Gróðurinn býr sig undir vetur- inn með því að fella blöðin og hægja á allri lifsstarfsemi. Ofanjarðarhlutar flestra jurta visna og deyja, en niðri i mold- inni lifa rætur og jarðstönglar með næringarforða frá sumr- inu. Forðinn er geymdur til vorsins, þegar nýr vöxtur byrjar. Langflest barrtré fella ekki blööin, barrnálar þeirra eru sf- grænar, en mjóar og vel Ut- búnar til aö þola veturinn. Krækilyng, beitilyng og sortu- lyng eru lika sigræn og sérstak- lega útbúin til að þola þurrk og kulda. Kalda sumarið i fyrra var sigrænum plöntum mjög erfitt, svo þær náðu margar hverjar ekki aö þroska brum og greinar nægilegu undir vetur- inn. T.d. visnaði krækilyng á stórum svæöum I noröanverðu landinu. Plöntur úti um hagann veröa að spjara sig sjálfar, en garða- gróöi er hægt að veita aðstoð, búa hann undir veturinn, enda ekki vanþörf á þvi, einkum fyrir ýmsar tegundir sunnan Ur lönd- um, sem vanar eru mun hent- ugra veðurfari en hér gerist. Hugum ögn að barrtrjánum. Greni og furuplöntum hættir til að hálfsviðna og brúnlitast á vetuma og vorin. Orsökin er oft sú, að rætumar ná ekki i nóg vatn þegar jörð er frosin og sól- in skin. Sólskinið örvar lifsstarf- semina, útgufun eykst um barr- nálarnar, þær skemmast af vatnsskorti. Ber mest á slikum skemmdum mdti sól , eins og eölilegt er. i görðum er hægt að hli'fa ungum barrtrjám talsvert með þvi aö refta yfir þau, þannig að þau búi i grindum á vetuma. Við Miklatún > n ii ^ Ingólfur Davíðsson: Vetrarkoma og garðagróður mold upp að rósunum á haustin, eða fylla að þeim með greinum og ýmsu msli. Sumir vefja um þær striga, en hann verður að vera mjög gisinn, ella er hætt viö rotnun. Laukabeð: Margir setja niður ýmsa blómlauka á haustin til blómg- unar að vori, oge.t.v. ár eftir ár. Moldin verður að vera vel fram- ræst, þaö er fyrsta skilyröi. t öðm lagi er gott að láta létt og loftmikið skýli ofan á laukabeð- in t.d. greinar, jurtastöngla, mosa o.fl. svipað, eöa gamlan húsdýraáburö. Viökvæmum jurtum ýmsum má skýla á sama hátt. Greinar barrtrjáa þykja sérlega hentugt vetrar- skýli. En þétt og þungt skýli getur valdið fúa og köfnun jurt- anna. Ekki er vert að snoöa beö fjölærra jurta á haustin. Snjórinn og hrislurnar Snjórinn hlífir á vetmm bæöi jurtum og trjám, sem þá em i dvala. Mikill snjór getur þó skemmt trjágróður mikið, eink- um bleytusnjór, brotiö greinar og stofna. Stundum rífur snjór, sem er að þiðna og siga, greinar af trjánum. t göröum er fært aö draga Ur skemmdum, þegar svona stendur á með þvi aö hrista greinar svo að snjór falli af þeim.en varlega veröuraö fara að. I litlum göröum í snjóa- plássum binda menn upp við prik smáhrislur, vefja greinar saman til varnar á haustin. Skemmdir af snjóþyngslum fara talsverteftir greinarskipun trésins. Langar lafandi greinar taka á sig mikinn snjóþunga, einkum neðarlega á trénu. Hægt er aö laga lauftré talsvert, meö tilliti til snjóþyngsla, og sniöa af eöa stytta varasarnar greinar aö haustinu. Stór álmur i vetrarbúningi I Suöurgötu Mjöll i viðihrislum Bergflétta að Hringbraut 10 gróður og garðar Sumarið hefur verið óvenju gott og mun gróður hafa búiö sig vel undir veturinn, miklu betur en I fyrra. Lauf er visnaö á trjá- gróðri aö mestu og flestöll blóm fallin, nú i lok sumars, enda best aö gróöur sé kominn i dvala þegar vetur gengur i garö. Bergfléttan, sem klæöir vegg hússins á Hringbraut 10 gegnt umferðarmiöstöðinni, helst nokkurn veginn græn allan veturinn. Verður þó dálitiö brúnleit ef sólfar er mikið á vor- in. Nú gefur aö lita bergfléttur hér og hvar i ReykjaÝik og viöar. Þrifast þær allvel þó þeim sé ekkert skýlt á vetuma. A Hringbraut teygir hún arma sina umhverfis gluggana. Litum á yfirlitsmynd Guð- jóns. Horft er yfir Miklatún, Háteigskirkja t.h. i bakgrunni. Þarna sjást birkihrislur i vetrarbúningi og sitkagrenitré. Skammt frá stirnir á lauf Alaskavföis, likt og á silfur (silfurviðir).Þaöer þessvert aö leggja leiö sina um Miklatún og sjá þetta. Holklaki veldur oft skemmdum á vorin, lyftir rót- um og slitur þær. Ber mest á þessu á snjóléttum stöðum. Gegn holklaka er veruleg vörn aö bera húsdýraáburö kringum plönturnar. Frjósemi jarövegs- ins eykst þá einnig. Munið að rætur trjáa og runna ná venju- lega álika langt út frá trénu og greinarnar ná. Það er þvi ekki nóg að bera áburð rétt inn við stofninn. 011 tré, runnar og flestar skrautjurtir hafa gott af áburö- inum. Sandur veitir og nokkra vöm gegn holklaka, og sé um fáeinar smáhrislur aö ræða, er gott aö leggja grasþökur á moldina umhverfis þær. Má gera rauf I þökurnar svo þær falli vel inn að stofninum. Margar rósir eru viðkvæmar og þola illa veturinn, einkum þar sem snjór hlifir ekki aö staöaldri. Vd reynist aö moka

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.