Tíminn - 26.10.1980, Page 22

Tíminn - 26.10.1980, Page 22
3Ö Sunriudagur 26. október 1980. Málningarvörur: Veggstrigi: gott verð. Veggdúkur: br.: 52 cm — 65 cm—67 cm — 1 m. Veggfóður: Nýtt glæsilegt úrval. Veggkorkur: br.: 90 cm. Gólfdúkur: Nýtt glæsilegt úrval. Gólfteppi Fíltteppi Gólfflísar: Vinil. Korkflísar jfö Loftaplötur Sannkallaö LITAVERS kjörverö Ertu að byggja, viltu breyta, þarftu að bæta? Líttu viö í Utaveri, því þaö hefur ávallt borgaö sig. Granaásvagi. Hraytilshúsinu. Sími 13444. fRafmagns- verkfæri Borvéiar-Heflar Slípirokkar Stingsagir Hjólsagír {-. c „ BeltavélarjS^ _ Hristarar Hornafirði Gerður Steinþórsdóttin Sveitarstjómar- kosningar Þaö rifjaBist upp fyrir mér saga sem ég las fyrir nokkrum árum um konu sem var að hasla sér völl i stjórnmálum. Hún var fulltrúi á þingi S.Þ. þar sem hún flutti ræðu. Þegar hún hafði lokið máli sinu og var á leið til sætis sins tók hún eftir þvi' að maður nokkur horfði á hana meö aðdáun. Hún gladdist og hugsaði með sér aö ræðan hefði tekist vel. En þá er hún gekk fram hjá manninum hallaði hann sér i áttina tilhennar og hvislaði: „Mikiö hefurðu fallega fætur”. — Þetta er eitt dæmi um það að fremur sé horft á konur en hlustaö á þær. Verkefni mitt i þessu fram- söguerindi er að greina frá þátt- töku kvenna i sveitarstjórnum, hér er um sögulegt yfirlit að ræða og tölfræði, og koma með ábendingar hvernig auka megi hlutkvenna í sveitarstjórnum. Er þá gengið út frá þvi að aukin hlut- deild kvenna sé æskileg, bæöi út frá jafnréttissjónarmiði eða mannréttindasjónarmiði, auk þess sem hún er að minu mati þjóðarnauðsyn. Engin heildarúttekt er til um þátttöku kvenna f sveitarstjóm- um en þar er vissulega um for- vitnilegt verkefni að ræða a.m.k. sögulega séð. Það ætti að vera ' okkur metnaðarmál, sem að jafn- réttismálum vinnum, aö halda á lofti minningu þeirra fáu kvenna sem hafa haftþor og dug aö brjót- ast út úr heföbundnum verka- hring kvenna. Hannibal Valdi- marsson kemst svo aö orði um þessa frumherja i „19. júni” 1971: „Þegar konur tóku að berjast fyr- TUkynnmg frá Tryggingastofnun rfldslns • Á fundi Tryggingaráðs þann 25. júni 1980 var sú ákvörðun tekin, að allar mánaðarlegar bótagreiðslur Tryggingastofnunar rikisins verði frá næstu áramótum afgreiddar inn á reikning hinna tryggðu i lána- stofnunum. • Fyrirkomulag þetta mun gilda i Reykjavik svo og i öðrum þeim umdæmum, þar sem þvi verður við komið. • Með hliðsjón af ákvörðun þessari eru allir þeir, sem fá greiddar mánaðarlegar bætur frá Tryggingastofnun rikisins, hverrar tegundar, sem þær eru, eindregið hvattir til þess að opna við fyrsta hentugleika bankareikning (sparisjóðsbók, ávisanareikning eða giró) i lánastofn- un, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert það nú þegar. • Um leið skal Tryggingastofnun rikisins tilkynnt númer banka- reiknings, nafn og nafnnúmer hlutaðeiganda svo og nafn lánastofnun- ar. í þessu skyni eru fáanleg sérstök einföld eyðublöð hjá Trygginga- stofnun rikisins og lánastofnunum. • Athygli skal vakin á þvi, að jafnframt þvi sem viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins fá þannig greiðslur sinar lagðar inn á reikning sinn fyrirhafnarlaust og sér að kostnaðarlausu, hljóta þeir með hinu nýja fyrirkomulagi greiðslur sinar þann 10. hvers mánaðar i stað 15. hvers mánaðar. • Tekið skal skýrt fram, að þeir viðskiptamenn Tryggingastofnunar rikisins, sem þegar hafa opnað reikning og tilkynnt það Trygginga- stofnuninni, þurfa ekki neinu að breyta. • Tilkynningu þessari er aðeins beint til þeirra viðskiptamanna Tryggingastofnunar rikisins, sem ekki hafa þegar fengið sér banka- reikning og tilkynnt það Tryggingastofnuninni TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. erindi flutt á ráðstefnu með jafnréttisnefndum sveitarfélaga og sveitar- stjómum 26. september ir beim rétti. vakti baö andúö oe hneykslin. Þær, sem það geröu, þóttu ókvenlegar. Og enn eimir eftir af þeim hugsunarhætti bæöi meðal kvenna og karla. Þessum fordómum þarf að eyða. Þessa fjötra vanans þarf að slíta”. Ég heldaö margir hafi haft svipaðar hugmyndir um rauösokkana á sinum tima. Kosningamar 1908 Sjá má að ris i kvennabarátt- unni hafa haft áhrif á löggjafa- valdið. KRFl var stofnað árið 1907 og ári siðar 1908 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórnar á sama grund- velli og karlar. Þvi marki hafði verið náö i áföngum. Ari síðar, 1908 unnu konur stærsta sigur sinn i sveitarstjórnarkosningum. Þær tóku höndum saman og buðu fram sérstakan kvennalista i Reykjavik. A kjörskrá voru 1200 konur.um helmingur þeirra neytti réttar sins og 58% þeirra kaus kvennalistann. Hann fékk fjóra fulltrúa: Briet Bjarnhéöinsdóttir sat lengst þeirra i bæjarstjóm, alls i 12 ár. t tvö ár (1912-14) sátu 5 konur sem aðalmenn í bæjar- stjórn. Aldrei hefur vegur þeirra verið meiri. Hlutfall kvenna I sveitarstjórnum Eftir að konur taka aukinn þátt i störfum stjórnmálaflokka versnar hlutur þeirra. A árunum 1924-28 átti engin kona sæti I bæjarstjórn Reykjavikur. Frá 1928 hafa verið 1-3 konur I bæjar- stjórn (borgarstjórn). Alls hefur 21 kona verið borgarfulltrúi i Reykjavik frá upphafi, þessi 72 ár. Þar hefur hlutfall þeirra verið hæst. Kjörtimabiliö 1962-66 voru 1151 sveitarstjórnarmaöur á landinu öllu þar af 11 konur 1966- 70 voru 18 konur af 1159 sveitar- stjórnarmönnum, 1970-74 eru þær 28eða 2.4%, 1974-78 eru þær 42eða 3.7% og núna kjörtimabiliö 1978- 82 eru þær einungis 71 af 1172 sveitarstjórnarmönnum eða 6.2%. Skoöum stööuna aðeins nánar: 1 landinu eru 224 sveitar- félög, I 163 sveitarstjómum eru eingöngu karlar, i 51 er 1 kona — þessi eina klassiska sem gerir engan skurk — aðeins i 8 sveitar- stjórnum eru 2-3 konur en það er hámarkið. Þátttaka kvenna i nefndum Þátttaka kvenna og karla I sveitarstjórnum endurspeglar hlutverkaskiptingu þeirra i sam- félaginu: karlar tengjast opin- beru lífi, konur heimilunum. Þannig tengjast störf kvenna i nefndum á vegum sveitarfélaga heföbundnum verkefnum þeirra á heimilum: félags- fræðslu- og heilbrigöismálum. A siðasta kjör- timabili störfuðu á vegum sveitarfélaga 50 tegundir af nefndum og vom konur 14% nefndarmanna. I 32 nefndum voru eingöngu karlmenn, i hinum nefndunum voru bæði konur og karlar. Konur voru fjölmennastar i barna- verndarnefndum, en siöan I félagsmálaráðum, áfengis- varnarnefndum, heilbrigðis- málanefndum, fræösluráðum, æskulýðsráðum, leikvallanefnd- um. Ekki hefur verið kannað hlutfallkvenna I nefndum á þessu kjörtimabili en i 25 nefndum á vegum borgarinnar eru 7 ein- göngu skipaðar körlum (lausleg talning). Tillaga i tveimur liðum Arið 1970 barst nýja kvenna- hreyfingin til islands eins og kunnugt er og upphófust eld- fjörugar umræður. Þá kemur til kasta Alþingis sem samþykkir árið 1971 tillögu i tveimur liðum: annars vegar að láta kanna raun- verulega stöðu kvenna og karla, hins vegar — og takið nú eftir — aö láta kanna hvaða breytingar þyrfti að gera til að stuöla að auknu jafnrétti kynjanna. Félagsvisindadeild var falið verkefnið og gerði hún úttekt á fyrri hlutanum en treysti sér ekki á þvi stigi að gera tillögur um siöari liðinn, þ.e. breytingar á gerð þjóöfélagsins. Ég vil minna á að hér á eftir að vinna aðalverk- ið. I niðurstöðum skýrslunnar, Jafnrétti kynjanna (1975), segir m.a.: „Þótt á undanförnum árum hafi nokkuð þróast i átt til viðtæk- ara jafnréttis kynjanna, sýna at- huganir á aöstæöum og þróunar- einkenni samtimans, aö enn um langt hriö mun aö öllu jöfnu rikja verulegt misrétti kynjanna á mörgum sviðum. An nýrra að- gerða — ég endurtek: án nýrra aögerða — og breyttra viðhorfa verður ekki i náinni framtið um- fangsmiklar breytingar”. Jafnréttislögin Að loknu kvennaári var svo lög- fest jafnrétti kvenna og karla (1976) og skipað 5 manna jafn- réttisráð sem hefur skrifetofu og framkvæmdastjóra. Það ber vott um áhuga- og skilningsleysi stjómvalda aö ráðið hefur aöeins einum starfsmanni á að skipa. Ljóst er aö án öflugs fram- kvæmdavalds verður ekki að vænta mikilla breytinga, þratt fyrir yfirlýsingar einstaklinga og valdalausra hópa. Eitt vekur athygli við jafn- réttislögin: þar er ekkert ákvæði að finna um fjölskylduna og heimilið. Hiö sama gildir um „Yfirlýsingu um afnám misréttis gagnvart konum” sem samþykkt var einróma á Allsherjarþingi S.Þ. 1967. Aöur en yfirlýsingin var

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.