Tíminn - 08.11.1980, Síða 4

Tíminn - 08.11.1980, Síða 4
4 Laugardagur 8. nóvember 1980 í spegli tímans Loni Anderson með hárkolluna/ sem notuð er síðast í myndinni um Jayne Mansfield. „Hvíthærða Arnold Schwarzenegger og Loni sem hjónin Jayne og Mickey Hargitay. kynbomban 5 1 Jayne Mansfield var fyrst og fremst þekkt sem „hvíthærða kynbomban", en hún hafði alltaf mikinn hug á því að sanna áhorfendum að hún væri fyrst og fremst leikkona. Henni entist ekki aldur til þess, því að f lest þau hlutverk sem hún f ékk byggðust f yrst og f remst á útliti hennar. Nú hefur verið gerð kvikmynd um ævi hennar. Jayne fæddist 1933 og dó í bílslysi 1967, 34 ára. Þá hafði hún ekki enn sannað gildi sitt sem leikkona en blöðin töluðu um „bleika heimilið" hennar. Allt var bleikt,bleik rúmföt og rúmið sömuleiðis og rúmið var eins og stórt hjarta i laginu. Bleika baðkarið hennar var líka hjartalaga. Eiginmaður Jayne var vöðvafjallið Mickey Hargitay, sem varð heimsmeistari í „kroppa- keppni" vöðvakarla. Núverandi vöðvakappi, Arnold Schwarzenegger, leikur eiginmann Jayne í myndinni. Hann hef ur komið á óvart með ágæt- um leik og hversu hann var fljótur að taka til- sögn því að það er yf irleitt ekki búist við neinum andlegum afrekum af þessum vöðvafjöllum. Arnold er alveg fyrsta flokks leikari, segir mót- leikkona hans Loni Anderson en hún sagðist hafa verið kvíðin að leika á móti honum. Loni átti að láta lita á sér hárið platínuhvitt til þess að líkjast enn meir fyrirmyndinni Jayne^en hárgreiðslumeistarinn sagði henni að hár hennar myndi skemmast af svo sterkum lit, sem yrði marga mánuði að vaxa úr hárinu aftur. Þá fór Loni fram á það við f ramleiðendur myndarinnar að þeir létu gera hárkollur sem hún gæti notað i myndinni. Það voru gerðar margar hárkollur eftir hinum ýmsu greiðslum, sem Jayne var með á gömlum myndum, en þegar farið var að taka saman hárkollukostnaðinn í myndinni þá brá framleiðendum í brún, þvi að hann var orðinn um fjórar milljónir króna! tSVO' — Hæ elskan, þú hefur unniö I golfkeppninni . . -'O'; ' — Súsanna mfn, helduröu ekki aö þessi þakkarkort megi blöa til morguns? — Og ég lofa aö hreinsa snjóinn hjá þér í vetur, væri hægt aö fá svolítið kaup fyrirfram? krossgáta H5 t 3439. 1. Vegir. 6. Lukka. 8. Fugl. 9. Trant. 10. Hár. 11. Ætt. 12. Straumkast 13. Vin. 15. Skakka. Lóörétt. 2. Gamalmenna. 3. Nes. 4. Táning. 5. ötulu. 7. Naglar. 14. Greinir. Ráöning á gátu No. 3438. Lárétt. 1. Fálki. 6. Slæ. 8. Söl. 9. Róm. 10. Áma. 11. Ask. 12. Sel. 13. Unt. 15. Fráir. Lóðrétt. 2. Áslákur. 3. LL. 4. Kærasti. 5. öslar. 7. Smali. 14. Ná. bridge Nýlega voru spiiuð undanúrslit i bikar- keppni B.S.l. Sveit Óðals vann sveit Þórarins Sigþórssonar og sveit Hjalta Eliassonar vann sveit Sigfúsar Arna- sonar. Sveitirnar sem unnu mætast svo i úrslitaleik sem fer fram á Hótel Loftleiðum 6. desember. Spilið i dag er frá leik Hjalta og Sigfúsar. Norður. S. K96 H. AD1075 T. 7 L.10653 N/Enginn Vestur. Austur. S. 5 S. D8 H. 96 H.K T. K108532 T. ADG964 L. A94 Suður. S. AG107432 H.G8432 T. - - L.D L. KG82 1 opna salnum sátu Helgi Jónssonog Helgi Sigurðsson i NS og örn Arnþórsson og Guðlaugur Jóhánnsson i AV. Vestur Norður. Austur. Suður pass 2 tiglar 4spaðar 5tiglar 5spaðar allir pass. Það er kannski umdeilanleg ákvörðun hjá Guðlaugi i vestur að passa 5 spaða en eins og hann sagði með réttu þá vissi hann ekkert hvað hann átti að gera ef Helgarnir héldu áfram i 6 spaða. En Guðlaugur íryggöi sér allavega toppskor i 5 spöðum þegar hann spilaði út litlu laufi. Þegar örn átti slaginn á kónginn var suður viss um að austur ætti ás og kóng i laufi. Og þar sem 2 tiglar lofuðu venjulegri opnun meðgóðum tigullit var ekki rúm fyrir hjartakónginn þar. Þegar austur spilaði spaða til baka tók Helgi spaðann og svinaði siðan hjartanu. 450 til Sigfúsar. 1 lokaða salnum sátu Þórir Sigurðssn og Asmundur Pálsson i NS og Gestur Jónsson og Sverrir Kristinsson i AV. Vestur. Norður. Austur. Suður. pass ltigull 3spaðar 5tiglar 5hjörtu pass pass 6tiglar pass pass 6hjörtu pass 6spaðar dobl. Þegar vestur spilaði út laufaás var e.t.v. ekki alveg úti hött aö stinga upp hjartaás. En Asmundur spilaöieftir likun- um og svinaði hjartanu. 11 impar til Sig- fúsar. — Nei, eruö þiö þá komin blessuö hjón- in ég átti ekki von á ykkur svona snemma...

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.