Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 22
30 Sunnudagur 23. nóvember 1980 1 mörg ár hefur vofaö yfir þessari byggö, aö henni yröi sökkt vegna orkuvers, sem ráö- gert hefur veriö aö reisa við Altafljót. Um þetta hefur staöiö langvinnt striö, þar sem Samar og náttiiruverndarmenn, sem ljá málstað þeirra liö, hafa átt i höggi viö yfirvöldin og ‘eigendur og forráöamenn fyrirtækja i bæjum úti á ströndinni, er hungrar og þyrstir i meiri orku. Hvaö eftir annaö hefur dregiö til tiöinda i þessu striði, og nú i haust hefur enn á ný soðiö upp úr á sögulegan hátt. Þótt Masi sé afskekkt byggð, hefur ekki ævinlega veriö þar friölátt aö sama skapi. Fram á átjándu öld var þessa staðar aö fáu getið, en i landamæraskær- um, sem þá uröu á þessum slóö- um, var kirkja reist i Masi á þriðja áratug aldarinnar til mótvægis við sænska kirkju i Kautokeino, er þá var á valdi Svia. I heimsstyrjöldinni siöari voru hersveitir nazista ekki mjúkhentar i skiptum við fólkið i hinum strjálu byggðum á Finnmörk, þar sem þaö var grunað um fyrirgreiðslu við flóttamenn, sem reyndu aö komast undan Þjóöverjum um óbyggðir suöur til Sviþjóöar. Þegar þeir uröu loks aö hörfa af þessum slóöum, brenndu þeir kirkjuna i Masi, er byggð haföi verið rúmum áratug fyrr. Að loknu striöinu hófst svo endur- reisnarstarfiö, og um skeið virt- ist allt leika i lyndi I Masi — unz verkfræöingar orkumálastofn- unarinnar norsku komu á vett- vang og á skrifstofum suður i landi fæddust hugmyndir um Jan Nygárd, sem á prentsmiðju og gefur út byggöarblaö. stórvirkjun, sem kraföist þess, aö Masi yröi fórnaö. Nái ráöa- gerðirnar um orkuveriö fram aö ganga óbreyttar, verður byggð- in og stóru landsvæöi umhverfis hana svo rækilega drekkt, að vatn i uppistöðulóninu mun ná marga metra upp fyrir turninn á nýju kirkjunni i Masi. Fljótt varö mikil ókyrrö i Masi, er á vitorö manna komst, hvaö i bigerð var. Um tima fékkst fólk á þessum slóöum ekki til þess aö jaröa ættingja sina, er létust, i kirkjugaröinum i Masi, þar eö þeir gátu ekki til þess hugsaö aö láta þá hvila undir djúpu vatni. Lik voru þá flutt um sextiu kilómetra leiö suöur til Kautokeino, þvi aö þangaö átti uppistööulóniö þó ekki aö ná. Seint og um siðir geröu yfir- völdin út nefnd manna til þess aö ræöa viö fólk i Masi. En hún fékk engu umþokað. „Viö nám- um hér land — viö flytjum okkur ekki”, var svariö, sem hún fékk hjá Sömunum. Þaö hefur margt verið skrifaö um fórnfæringu byggöarinnar i Masi á altari auösins á seinni árum, og margir hafa tekið djúpt í árinni. Má ekki á milli sjá, hvorir hafa veriö þungorö- ari, þeir er andvigir eru fyrir- ætlununum eöa hinir, sem eru þeim fylgjandi. Þaö hafa jafn- vel veriö gefnar út bækur um þetta deilumál, og eru tvær — byggðin, sem streist er gegn, að verði sökkt þeirra eftir sama manninn, Magnar Mikkelsen. Magnar Mikkelsen er sjálfur upprunninn á Finnmörk og með ekki svo litið Samablóö i æðum. Ungur að árum gerðist hann rit- höfundur og hóf að skrifa um kjör Sama i norsku samfélagi, löngu áður en aörir fóru að gefa sliku gaum. Þegar i alvöru var farið að gera þvi skóna að sökkva Masi vegna stórvirkjun- ar við Altafljót, brá hann hart við og skrifaði bók, „Masi, Norge”, sem kom út árið 1971. Þessi bók var raunar ein sam- felld ákæra, skrifuð af miklu vægðarleysi, og fordæming á þeim, sem settu vött ofar viti. Nú i ár kom út önnur bók eftir hann, „Ain skal lifa”, er gert Masi heitir byggð við Altafljót, iangt norður á Finnmörk, um f jötiu og fimm kilómetra suður frá Altafirði. Þar á heima um fimm hundruð manns, flest fólk af kyni Sama og lifir við blómskap, hreindýrarækt, veiðiskap og smáiðnað og drýgir tekjur sinar með berjatinslu á siðsumrum. Masi er ein af stærstu Samabyggðum Noregs og jafn- framt ein hin blómlegasta og snyrtilegasta. Sam- ar i Masi hafa varðveitt betur sjálfsvitund sina og metnað en gengur og gerist, enda er byggðin inni i miðju landi Sama norðan finnsku landamær- anna og miðstöð þess um margt í skólanum þar er öllum börnum kennt sama- mál frá fyrsta bekk til niunda, og er það eini skól- inn i öllum Noregi, þar sem tunga Sama er ekki hundsuð. Einn bændanna á litla prentsmiðju, þar sem meðal annars er prentað byggðarblað. hefur mörgum heitt i hamsi. Hún er skrifuð af mikilli leikni. 1 henni er vitnað til mikils fjölda karla og kvenna, sem látið hafa til sin heyra um þetta mál, og orð þeirra fimlega felld i heild, þar sem allt hnigur að einum ósi. Hann sakar yfirvöldin um aö fara með eldi, öxi, byssu og dýnamiti að einni dýrustu perlu heimskautslandsins með hugar- fari, sem er samkynja þvi, sem fasistar og nazistar ólu með sér, og vila ekki fyrir sér að láta fyrirlitningu sina á kynþætti, er ekki er af norskum uppruna, koma berlega fram. Alyktunar- orö hans i þessari bók eru þau, að endalok þessa deilumáls varði menningu heils þjóöflokks og stöðulians i samfélaginu, og þau opinberi einnig, hvernig komið sé hugarástandi norsku þjóðarinnar. 1 þeim muni spegl- ast, hvort peningar skuli mega sin meira en manneskjur. Raddirnar eru margar ,og ósamhljóma. ,,Ég er sammála þvi, að Masi er þung á metunum, en sé litið á hagsmuni alls fylkisins, bland- ast mér ekki hugur um, að það verður að fórna þessari byggð”, sagöi Henry Karlsen i nafni fylkisstjórnarinnar árið 1970. „Ef þeir kaffæra Masi, er þaö einhver grófasta ákvörðun stjórnmálamanna i allri sögu Noregs”, sagði félags- fræðingurinn Joahn A. Gaski. „Mér finnst á engan hátt heppilegt, aö fólk i öörum lands- hlutum skipti sér af þessu máli — já, taki sér jafnvel ferö á hendur til Finnmerkur til þess að æsa fólk upp. Viö kunnum fótum okkar forsjá sjálf”, sagði Annemarie Lorentzen i ræöu i stórþinginu veturinn 1971. Ógæfulega var fariö af stað meö þetta, þvi aö byggöin i Masi var dæmd til þess aö farast, án þess svo mikið að oröa þaö við heimafólk. Sá háttur viröist hafa verið hafður á i trausti þess, aö Samarnir þar gætu hvergi látiö til sin heyra, meðal annars vegna takmarkaðrar kunnáttu i norsku, er hlaut að gera þeim örðugt um vik aö rök- ræöa við'andstæöinga sina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.