Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 23. nóvember 1980 M ýar <& MMMr Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðsiustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Iieiöur Helgadóttir, Jónas Guö- mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einars- son, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og augiýsingar: Síöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Augiýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392.—Verö I lausasÖlu : kr. 280. Askriftar- gjald á mánuöi: kr. 5500.— Prentun: Blaöaprent hf. Stj órnarandstæðingar undirbúa efnahagstillögur Einn fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, Finnur Torfi Stefánsson, auglýsti á siðastl. sumri eftir stjórnarandstöðu. Hann hélt þvi fram, að hún fyrirfinndist ekki á íslandi. Auglýsing Finns Torfa hefur borið nokkurn ár- angur. Dag eftir dag að undanförnu hafa ræðuglöð- ustu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokks geystst fram á leiksviðið i Alþingishúsinu og haldið uppi löngu málþófi. Erindi þeirra hefur verið að krefja rikisstjórnina sagna um fyrirætlanir hennar i efnahagsmálum. Sérstaklega hafa þeir krafizt þess, að þær yrðu kynntar fyrir Alþýðusambandsþing. Rikisstjórnin hefur lýst yfir þvi, að hún sé ekki viðbúin að gera það. Það er vissulega miður. Ef vel hefði verið, hefðu aðgerðir af hálfu hennar átt að vera gerðar alllöngu fyrir Alþýðusambandsþing. Vandinn verður meiri af þeim sökum. En taka verður tillit til þess, að rikisstjórnin er samsteypustjóm og það er eðli slikra stjórna, að sá ræður oft mestu, sem hæggengastur er og heldur föstustum tökum i óbreytt ástand. Rikisstjórnin er hins vegar ekki eini aðilinn, sem að réttu lagi ætti að hafa birt tillögur til lausnar efnahagsvandanum áður en Alþýðusambandsþing kæmi saman. Það er ekki siður skylda stjórnarandstöðunnar að gera kjósendum grein fyrir, hvernig hún vill leysa vanda efnahagslifsins. Einkum er þetta skylda hennar, ef hún er ekki sammála rikisstjórninni. Þá er það hennar að sýna fram á, að hún geti leyst efnahagsmálin öðruvisi og betur en rikisstjórnin. Það skal upplýst hér stjórnarandstöðuflokkunum til málsbóta að þeir eru að undirbúa slikar tillögur. Geir Hallgrimsson hefur falið Mr. X, sem áður hefur komið við sögu, að veita forustu sérstökum vinnuhópi, sem á að undirbúa tillögur Sjálfstæðis- flokksins um lausn efnahagsvandans. Eins og kemur fram i bókinni Valdatafl i Valhöll segir Geir ekki eitt i dag og annað á morgun. Hann hefur þvi lagt fyrir vinnuhópinn að tillögurnar verði i aðalatriðum byggðar á leiftursóknarstefnu Sjálf- stæðisflokksins frá siðastl. hausti. Kjarni tillagnanna á að verða þessi: Allar verð- bætur samkvæmt visitölu skulu afnumdar. Verðlag skal gefið frjálst og rikisstofnanir fái þær hækkanir, sem þær hafa farið fram á. Skráning vaxta skal hætt, og lánsfé skal boðið upp á frjálsum markaði. Rikisútgjöld skulu hækkuð um minnst 35 milljarða króna og skal nákvæm grein gerð fyrir þvi, hvernig þeim niðurskurði skuli háttað. Kjartan Jóhannsson vill ekki verða eftirbátur Geirs. Hann hefur lika falið sérstökum vinnuhópi að undirbúa efnahagstillögur af hálfu Alþýðuflokks- ins. Kjarni tillagna Alþýðuflokksins mun eiginlega rúmast i einu orði: Raunvextir. Kappsamlega er unnið að þessari tillagnagerð, en tillögurnar verða þó ekki birtar fyrr en eftir Al- þýðusambandsþing. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Réttarhöld Stalíns að endurtaka sig í Kína Hua Kuo-feng getur verið i hættu Jiang Qing og Zang Chunqiao 1 PEKING er nú hafiö óhugnanlegt sjónarspil, sem minnir aö mörgu leyti á Stalins- timann i Sovétrikjunum, þegar Stalin var aö hefja málaferli gegn ýmsum nánustu sam- verkamönnum sinum, en yfir- leitt lauk þeim meö dauöadóm- um. Formleg réttarhöld yfir „fjór- menningaklikunni” og sex mönnum öörum hófust i Peking á fimmtudaginn, aö viöstöddum 35 dómurum og 880 völdum boösgestum. Réttarhöldin hóf- ust meö þvl, aö lesin var löng ákæra á hendur sakborningum, þar sem þeim var boriö á brýn aö hafa leitt hinar mestu hörmungar yfir þjóöina, sem m.a. hafi valdiö dauöa 34.800 manns. Þá eru þeir ásakaöir um morötilraun viö Mao og fjölda annarra glæpa. Hinir ákæröu báru sig mis- jafnlega vel meöan ákæruskjal- iö var lesiö upp. Jiang Qing, ekkja Maos, reyndi. aö bera höfuöiö hátt, en brast þó i grát ööru hvoru. 1 fjórmenningaklikunni svo- nefndu eru, auk Jiang Qing, Wang Hongwen, sem um skeiö var talinn liklegasti eftirmaöur Maós, Zang Chunqiao, sem bú- izt var viö aö hreppti sæti Chou En-lais sem forsætisráöherra, en Hua varö hlutskarpari, og Yao Wenyuan, blaöamaöur frá Shanghai, sem hefur veriö tal- inn helzti hugmyndafræöingur og mesti áróöursmaöur klik- unnar. Fjórmenningaklikan er búin aövera I fangelsisiöan i október 1976, en hún var fangelsuö rúm- um mánuöi eftir fráfall Maós. Dómstóllinn mun fjalla sér- staklega um mál fjórmenning- anna og Chen Boda, sem um skeiö var einkaritari Maós, en mál hans er taliö tengjast máli þeirra. lööru lagi mun svo dómstóll- inn fjalla um mál hinna sak- borninganna fimm, sem voru nánir samstarfsmenn Lin Biaos. Þeir eru fyrrverandi hershöföingjar, sem gegndu mikilvægum embættum, þegar vegur Lin Biao var mestur. Lin Biao var um skeiö út- nefndur sem eins konar arftaki Maós og er talinn einn helzti for- vigismaöur menningar- byltingarinnar svonefndu. Sög- ur herma, aö Lin hafi farizt i flugslysi 1971, þegar hann var aö flýja til Sovétrikjanna eftir misheppnaöa tilraun til aö ráöa Maó af dögum. 1 kinverskum fjölmiölum ganga fjórmenningarnir og Chen Boda oft undir nafninu Ji- ang Qing-klikan, en hinir undir nafninu Lin Biao-klikan. Sam- heitiö er Lin Biao-Jiang Qing- gagnbyltingarklikan. RÉTTARHÖLDIN gegn tvi- menningunum, sem nú eru loks formlega hafin, hafa veriö vandlega undirbúin af kinversk- um fjölmiölum um nokkurra mánaöa skeiö. Fjölmiölarnir hafa veriö aö birta nýjar og nýj- ar frásögur um glæpi þeirra. Margir vestrænir fréttaskýr- endur, sem rætt hafa um þessi mál undanfariö, hafa gizkaö á, aö hér búi meira undir en aö dæma tvimenningana eftir dúk og disk. 1 raun sé hér stefnt aö þvi aö steypa Hua Kuo-feng endanlega af stóli. Þessi ályktun er m.a. dregin af grein, sem birtist fyrir nokkru i Dagblaði alþýöunnar, sem er aöalmálgagn kinverska Kommiinistaflokksins. Greín þessi er eftir þekktan sagnfræöing, Li Honglin, sem hefur veriö samstarfsmaður Dengs, sem nú er mesti valda- maöur Klna. I greininni segir, aö meöan keisarastjórn var i Kina, hafi keisarinn haft rétt til að útnefna eftirmann sinn. Slik- an rétt geti enginn leiötogi I kommúnistisku riki haft. Það sé fólkiðen ekki fráfarandi leiötogi sem hafi þennan rétt. Hér þykir geirnum vera beint gegn engum öörum en Hua. Maó er talinn hafa ráöiö þvi aö Hua var skipaöur forsætisráðherra, þegar Chou En-lai féll frá i april 1976. Þegar Maó féll svo sjálfur frá i september sama ár, var hann búinn að útnefna Hua arf- taka sinn sem formann flokks- ins. Siöan hefur Hua veriö bæöi formaöur flokksins og forsætis- ráöherra þangaö til á fundi kin- verska þingsins i sumar, þegar hann varö að láta forsætisráö- herraembættiö af hendi. Viö þvi tók Zhao Ziyang, sem hefur not- ið hylli Dengs aö undanförnu. ÝMISLEGT þýkir nú benda til að þaö eigi eftir aö koma I ljós, aö Hua hafi haft náiö samstarf viö þorparana fjóra og veriö sérstaklega I náöinni hjá þeim. Þaö vakti á sinum tima mikla athygli, þegar Hua hófst skyndi- lega til æöstu valda, en hann mátti þá heita óþekktur. Nú eru þær sögur á kreiki, aö næstu fjögur árin á undan hafi Hua verið æösti yfirmaöur öryggis- gæzlunnar i landinu og beri þvi beint eöa óbeint ábyrgð á fangelsun Dengs og annarra þeirra leiðtoga, sem þorpararn- ir fjórir voru mótfallnir. Völd þorparanna fjögurra byggöust á þvi, að Maó var á bandi þeirra. Hafi Hua átt fjórmenningun- um völd sin að þakka, hefur hann launaö þeim illa. Þeir voru fangelsaöir rúmum mánuöi eft- iraö Maólézt. Hua sættist siöar við Deng, en sitthvað þykir benda til aö Deng hafi aldrei treyst honum vel. Liklegt þykir, aö þaö muni skýrast á flokksþingi Kommún- istaflokksins, sem haldiöveröur i Peking i janúar, hvort Hua heldur stööu sinni sem formaö- ur flokksins. Sennilega veröur réttarhöldunum yfir Lin Biao- Jian Qingklikunni þá lokiö. Margir fréttaskýrendur velta þvi fyrir sér, hvernig myndin af Maó, sem auglýstur hefur veriö sem hinn mikli leiðtogi, veröur oröin að öllum þessum mála- rekstri loknum. Hua flytur kveöjuorö við útför Maós. Viö hliöhans standa WangHongwen, Zang Chunqiao og Jiang Qing

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.