Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 27
v
3 S
Sunnudagur H. nóv'emfeér ÍÖSO
F,m" Grimms
ævintýri
Teiknmgar tfltr Svend Q(lo S.
„Fimm
Grimmsævintýri’ ’
Út eru komin Fimm Grimms-
ævintýri, myndskreytt af danska
teiknaranum Svend Otto S. Þor-
steinn frá Hamri islenskaói. Ið-
unn gefur bókina út i samvinnu
við Gyldendal i Danmörku.
1 bókinni eru þessi ævintýri:
Mjallhvit, Úlfurinn og kiðlingarn-
ir sjö, Brimaborgarsöngvararnir,
Stigvélaði kötturinn og Þuma-
lingur. — Svend Otto S. hlaut H.C.
Andersen-verðlaun fyrir mynd-
skreytingar sinar árið 1978.
Teikningarnar i Fimm Grimms-
ævintýrumeru allar i litum. — öll
eru ævintýri þessi meðal þekkt-
ustu Grimmsævincýra, en tvö
þeirra, Stigvélaða köttinn og
Þumaling, er þó ekki að finna i
safni Theódórs Arnasonar sem
þýddi Grimmsævintýri á sinni tið.
Fimm Grimmsævintýri er lið-
lega 120 blaðsiðna bók i stóru
broti. Hún var sett i Odda en
prentuð i Danmörku.
HEVGÐD
MTW KJARTA
WIÐ ,
UNDAD HHÉ
Ameríska
vestrið frá
sjónarmiði
indjána
HEYGÐÚ MITT HJARTA VIÐ
UNDAÐ HNÉ er titill bókar sem
nýlega er komin út hjá Máli og
menningu. Þetta er saga
ameriska vestursins frá sjónar-
hóli indiána, og er höfundur
hennarDee Brown, þekktur sagn-
fræöingur. Bók hans „Bury My
Heart at Wounded Knee” kom
fyrst út árið 1970 og hafa fáar
bækur sem komist hafa á met-
sölulista I Bandaríkjunum þótt
sæta þvillkum tfðindum og hún og
sló bókin öll fyrri sölumet. Hér
var gerbylt viðteknum hug-
myndum um margrómaö tfmabil
i bandariskri sögu, sjálft land-
nám ríkisins. Þær sagnfræði-
rannsóknir sem að baki lágu var
erfitt að véfengja og við þaö
bættist að bókin þóttí afburða
listaverk.
1 formála sinum að bókinni
segir höfundurinn m.a..:”... Þótt
þeir indiánar sem lifðu þessi
ragnarök menningar sinnar séu
horfnir af jörðinni hafa orð þeirra
varðveist milljónum saman I
opinberum skjölum. Skýrslur um
margar þýöingarmestu ráðstefn-
urnar voru gefnar út af hinu opin-
bera.
Ég hef reynt að setja saman
frásögn um landvinninga I
ameriska vestrinu eftir þessum
hálfgleymdu heimildum munn-
legrar sögu, frásögn þolend-
anna... Þetta er ekki upplif-
gandi lesning, en staðreyndir sög-
unnar hafa tilhneigingu til að
þröngva sér upp á nútina og
máske öðlast einhverjir lesend-
anna betri þekkingu á hinum am-
eriska indiána eins og hann er i
dag ef þeir kynnast fortið hans...
Lesandinn gæti lfka lært ýmislegt
um tengsl sin við jörðina af þjdð
sannra náttúruverndarmanna.
Indiánarnir vissu að lifið og
jöröinmeðauðlindum sinum voru
eitt, að Amerika var paradis, og
þeir skildu ekki hvers vegna inn-
rásarmennirnir úr austri voru
svo einbeittir eyðileggjendur
Ameriku og alls þess sem frá
indiánunum kom.”
Bókin er prýdd fjölda ljós-
mynda af helstu indiánafor-
ingjum sem koma við sögu og
henni fylgja rækileg kort og
nafnaskrá.
Heygöu mitt hjarta við undað
hné er þýdd af Magnúsi Rafns-
syni. Bókin er 413 bls. prentuð i
prentsmiðjunni Odda.
Ný barnasaga
Litla
hvíta
Lukka
Litla hvlta Lukka heitir ný bók
eftir Helen Bannermansem út er
komin hjá Iðunni. Höfundur sögu
og mynda er bresk kona, og er
kunnasta verk hennar Litli svarti
Sambó sem margir þekkja frá
gamalli tið. Sú saga var endurút-
gefin i fyrra, og ennfremur bókin
Sambó og tvíburarnir. Litla h vita
Lukka er i sömu sniðum og þær
tvær bækur, og er ætluð litlum
börnum, letur stórt og linur stutt-
ar. — Vilborg Dagbjartsdóttir
þýddi bókina. Myndir á annarri
hvorri siðu eru I litum. Bókin er 66
blaðsiður. Oddi annaðist setningu
en bókin er prentuð i Portúgal.
Tfumm Fmkrtksett
DAGBÓKARBLÖÐ
vAv veiáimanm
imáti og myhduttt
lArnn
■
Grænlensk
dagbókarblöð
Daglegt
líf
veiðimanns
- i máli og myndum
Út er komin bókin Grænlensk
dagbókarblöö, daglegt lif græn-
lensks veiðimanns i máli og
myndum. Höfundur mynda og
texta er Thomas Frederiksen, en
Hjálmar Ólafsson þýddi. Iðunn
gefur út. Formála að bókinni
skrifar Emil Rosing og segir þar
meðal annars: „Thomas Frede-
riksen (Tuma) er fæddur 1939 i
Iginiarfik. I báðar ættir eru for-
feður Tumas veiðimenn... Tuma
og bræöur hans voru aldir upp til
þess að verða veiðimenn og hafa
fylgst með fiskveiði frá upphafi
vega... Allt frá fyrstu æskudögum
hefur Tuma skrifað dagbók sjálf-
um sér til ánægju. Hann hefur
skráð hjá sér það sem á dagana
hefur drifið, lifsreynslu, erfiði og
frásagnir annarra. Hann kann að
meta grænlenska kimni og hefur
ánægju af ómenguðu grænlensku
tungutaki. öðru hverju kemur
fram hjá honum metnaður vegna
menningar þjóðarinnar og virð-
ing hans á forfeðrum sinum með
þeim hætti aö hann rifjar upp sög-
ur og sagnir. Jafnframt greinir
hann frá þróuninni og afleiðing-
um hennar, og hann leggur
áherslu á að fjalla um frekari
framfarir, sem beinast að þvi að
veröa samfélaginu til framdrátt-
Grænlensk dagbókarblöð eru
150 siður, mynd á annarri hvorri
siðu, i litum. Þá er kort af þvi
svæði sem höfundur hefur farið
um og segir frá I bókinni. Hún er
gefin út samtimis hér og I Kaup-
mannahöfn i samvinnu við
Gyldendal. Oddi annaðist setn-
ingu.
Svona er-
um við
i nýrri útgáfu
Setberg hefur sent frá sér nýja
útgáfu af bókinni „Svona erum
við”i þýðingu örnólfs Thorlacius
rektors. Börnin vilja margt vita
um sig sjálf og spyrja oft um
fleira en foreldrar þeirra hafa
vald á aö svara. Þessari bók er
ætlað að hjálpa bæði börnum og
fullorðnum um rétt og fullnægj-
andi svör. Skipulegt og auðskilið
mál ásamt smellnum og vel
gerðum teikningum sýnir hvernig
við erum, hvernig við vöxum,
hvernig liffærin starfa og hvers
við þörfnumst til að halda heilsu.
Landsvirkjun greiðir verka-
mönnum við Hrauneyjafossvirkjun
fyrir verktakana
Kostar Lands-
\irkjiiH minna
en einn verk-
fallsdagur
AB— Mörgum kann að virðást
sú ákvörðun Landsvirkjunar
allforvitnileg, að greiða verka-
mönnum við Hrauneyjafoss-
virkjun hækkun kaups vegna
samningsins frá 27. október til
20. nóvember. En það hefur það
i för með sér að samningurinn
verður afturvirkur, eins og var
ein meginkrafa verkalýðs-
félagsins Rangæings. Það sem
er svo forvitnilegt i þessu sam-
bandi er að Landsvirkjun er
þannig að greiða fólki kaup sem
er ekki eingöngu i störfum hjá
Landsvirkjun, heldur einnig hjá
hinum ýmsu verktökum við
Hrauneyjafossvirkjun. Vegna
þessarar einkennilegu stöðu
snéri blaðamaður Timans sér til
Guöjóns Tómassonar og spuröi
hann hvernig stæði á þessari
ákvörðun.
Svar Guðjóns var á þessa leið.
„Þetta er nú svolítiö flókið
mál, sem erfitt gæti reynst að
útskýra i stuttu máli. Inn i þetta
mál spinnst hin svokallaða
verðbótaformúla, en það sýnir
sig ekki fyrr en i árslok hvernig
hún litur út. Þá munum við hjá
Landsvirkjun fá endurgreitt frá
verktökunum það sem formúlan
bætir á þessu timabili. Þvi má
segja aö við séum einungis að
leggja út hluta af þessari upp-
hæð fyrir verktakana. Það
verður ekki hægt að segja til um
endanlega upphæð fyrr en i árs-
lok þegar að húsaleiguvisitalan
verður kunn. Þó get ég fullyrt
það nú strax að útlagður
kostnaður af okkar hálfu vegna
þessara launagreiðslna til
verkamanna verktakanna kem-
ur til með að verða lægri en
verkfallið kostaði Landsvirkj-
un hvern dag”.
Loforð Landsvirkjunar um
þessar greiðslur til verkamann-
anna ásamt yfirlysingu for-
sæt isráöherra Gunnars
Thoroddsen þess efnis aö rikis-
stjórnin muni beita sér fyrir þvi
að gerð verði hitaveita fyrir
Rauðalæk, Hellu, Hvolsvöll og
nágrenni, munu hafa haft úr-
slitaáhrif hvað snerti undir-
skrift fulltrúa Rangæings i
samningageröinni.
„Gróflega gengið
á rétt okkar”
Ségir Sigurður Runólfsson
m j ólkurfr æðingur
AB — „Það er nú litið að frétta
af stöðu mála, i samningavið-
ræðum okkar mjólkurfræðinga
viö vinnuveitendur okkar. Við
erum búnir að halda eina 6 eða 7
fundi, og i stuttu máli sagt þá
hefur yfirleitt ekkert gerst á
þessum fundum”, sagöi
Sigurður Runólfsson mjólkur^
fræðingur i viðtali við Timann i
gær.
Það kom fram i máli Sigurðar
að það er mikið sem ber I milli
hjá deiluaðilum, og að mati
mjólkurfræðinga er ymislegt
sem lagfæra þarf i samningum
mjólkurfræðinga til þess að þeir
megi una vel við sinn hag.
Sigurður sagði að það væri helst
i sambandi við rannsóknarstörf
sem atvinnuveitendur hefðu
gengið á hlut mjólkurfræðinga.
Þar væri gróflega gengið inn á
verksvið mjólkurfræðinga.
Sigurður sagði að i rannsóknar-
störfum væri ófaglært fólk. Þar
mætti nefna fólk sem ynni rann-
sóknarstörf hjá Rannsóknastofu
Mjólkursamsölunnar. Þar væru
ýmsir aðilar sem ynnu störf
sem að mati mjólkurfræðinga
tilheyra mjólkurfræðingum al-
gjörlega. Þar væru störf eins og
störf viö fitumælingar og flokk-
un mjóikur, sem væru i rauninni
algjörlega inn á verksviöi
mjólkurfræðinga. Þetta sagði
Sigurður að væri mjólkur-
fræðingum algjörlega heilagt
mál og þeir myndu hvergi hvika
frá kröfum sinum um að verk-
svið þeirra yrði virt. Siguröur
sagði að þó að ekki rikti at-
vinnuleysi i stétt mjólkur-
fræðinga i dag, þá gæti svo far-
iö, með áframhaldandi þróun,
að engin stétt mjólkurfræðinga
yrði eftir. Upp á slika þróun
gætu mjólkurfræðingar ékki
horft aðgerðarlausir.
Siguröur sagði einnig að ekki
yrði fundað á ný með deiluaðil-
um fyrr en laugardaginn 29.
nóvember, þar s.em mjólkur-
fræðingar teldu það litla
þýðingu hafa að funda aftur fyrr
en atvinnuveitendur kæmu með
breyttu hugarfari til samninga-
fundar.
Eins og áður hefur komið
fram, hafa mjólkurfræðingar
boðað verkfall sitt frá og með 1.
desember þannig að samnings-
aðilar munu koma til með að
hafa nauman tima til samnings-
gerðar frá næsta samnings-
fundi,eigi ekki að koma til verk-
falls.
Auglýsið í ^
Timanum