Tíminn - 10.12.1980, Side 6

Tíminn - 10.12.1980, Side 6
Miðvikudagur 10. desember 1980. Íl9 <S> wmmm tJtgefandi: Frainsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir,, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Hejmilis-Tíminn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir),. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: FIosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu: kr. 350. Askriftargjald á mánuði: kr. 7.000. — Prentun: Blaðaprent h.f. Lexían Fréttir frá Austur-Evrópurikjum um þessar mundir likjast æ meira þvi sem var fyrir rúmum áratug er að þvi dró að rússneski herinn færi inn i Tékkóslóvakiu til að brjóta þar niður tilraunir landsmanna til að efla lýðræði og frjálsræði i land- inu. Þá var það látið svo heita að „gagnbýltingaröfl” og vondir „auðvaldssinnar” væru að afvegaleiða alþýðuna, og að „vinir” tékkóslóvakiskrar alþýðu væru að koma öreigunum til „hjálpar” og til að koma i veg fyrir „hermdarverk afturhaldsins ”. Þá var lika eftir þvi leitað hvort ekki fyndist ein- hver ógæíumaður i landinu sjálfu til þess að kalla eftir „aðstoðinni”, svo að hægt væri að bera þvi við að „beðið” hefði verið um „hjálparhönd”. Það er annars dálitið athyglisvert að fylgjast með orðalagi opinberu fréttastofunnar okkar Is- lendinga, Rikisútvarpsins, af framvindu mála austur þar. Á tungutaki rikisútvarpsins er það orð- að svo að Rússar „hafa ekki enn ákveðið hvað gera skuli i máleínum Póllands” — rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara og eðlilegra en að Rússar hafi ein- hver meiri en litil afskipti af þeim málum. Og það er orðað svo að Rússar séu að velta þvi fyrir sér hvort þeir eigi ,,að taka i taumana” i Póllandi, — rétt eins og Pólverjinn sé eitthvert illa tamið hross sem þarf að finna til valdsins ef vel á að fara og réttur knapi á að fá að njóta útreiðartúrsins. Nú er þetta opinbera orðalag svo sem skaðlaust, og stuðningsyfirlýsingin sem Alþýðusamband ís- lands gerði á þingi sinu og mun hafa sent ríkis- reknum „verkalýðssamtökum” kommúnista i Póllandi er það auðvitað lika, þótt einhverjum hefði sjálfsagt þótt réttast að slik yfirlýsing yrði send til hinna frjálsu einingarsamtaka alþýðunnar þar i landi. Allt bendir til þess að nú standi þar austur frá yfir sá „nauðsynlegi” undirbúningur hugsanlegra aðgerða sem i þvi felst að rangtúlka athafnir „andstæðingsins” og gera honum upp „gagnbylt- ingarstarfsemi”. Rússar vilja sjálfsagt ekki lenda i þvi að nýju að hermenn þeirra verði fyrir áfalli við það að mæta alþýðu „vinarikisins” á þann hátt sem varð i Tékkóslóvakiu, er þúsundir lands- manna sýndu andúð sina og gerðu innrásarliðinu það ljóst hvers konar „frelsun” og „aðstoð” um var að ræða. Rússar gerast um þessar mundir sifellt að- gangsharðari viða um lönd. Hvort sem þeir fara með hervaldi inn i Pólland eða ekki, þá munu þeir' herða mjög að landsmönnum og kenna stjórnvöld- um þar hina „einu réttu” siðu þannig að eftir verði tekið i öllum lepprikjunum. Og það skiptir þá miklu máli að „bræðraflokkarnir” læri lexiuna rækilega og verði hún minnisstæð sem lengst. Hið sama eru þeir að kenna Afgönum, Eþiópiumönn- um og Angólabúum — með dyggilegri aðstoð „þjóðírelsishetjunnar” sem ræður yfir fangelsun- um á Kúbu. En þessa sömu lexiu þurfa allir að læra — og draga af henni réttar ályktanir um kúgunareðli kommúnismans. Erlent yfirlit Nunnumorðin vekja óhug í Washington Stjórnin i E1 Salvador svipt stuðningi að sinni Bandartskar nunnur biöjast fyrir viö gröfina, þarsem likin fundust. AÐ KVOLDI þriðjudagsins 2. þ.m. biðu tvær bandariskar nunnur, Dorothy Casel og Jean Donavan, á flugvellinum i San Salvador. Erindi þeirra var að taka á móti tveimur öðrum bandarisk- um nunnum, Ita Ford og Maura Clark, sem ætluðu að vinna með þeim á vegum sérstakrar nunnureglu, sem annaðist margvisleg hjúkrunarstörf vegna borgarastyrjaldarinnar i E1 Salvador. Flugvélinni, sem Ita og Maura komu með, seinkaði nokkuð og var komið myrkur, þegar hún lenti. Jean og Dorothy voru varaðar við því að aka I myrkri til höfuðborgarinn- ar, sem var um 40 minútna leið, án samfylgdar. Jean var hins vegar vön að fara þessa leið og taldi, að bandariskar hjúkrunarkonur yrðu ekki áreittar. Þegar nunnurnar mættu ekki á tilsettum tima i bækistöðvum nunnureglunnar i borginni, var strax hafin eftirgrennslan, en án árangurs. I lengstu lög var vonað, að þeim hefði verið rænt, og þær myndu brátt koma fram, þvi að ránið hefði stafað af misskiln- ingi. En timinn leið, án þess að nokkuð spyrðist af þeim. Degi seinna fannst billinn, sem þær höfðu ekið i, yfirgefinn og brenndur, i 8 km f jarlægð frá flugvellinum. Ekkert fréttist hins vegar af nunnunum i bráð. En illur grunur hafði læðzt að mönnum. Hann rættist siðar um daginn. Lik nunnanna fjögurra höfðu fundizt hjá afskekktu sveita- þorpi. Þar höfðu bændur orðið þess visir á þriðjudagskvöldið, að' bifreið ók þar um, og sáust siðar' átta menn fara út úr henni. Sumir töldu sig hafa heyrt konur gráta. Þessu var ekki sinnt og nokkru siðar hélt bifreiðin til baka. MORGUNINN eftir fann bóndi, sem var að fara með mjólk til sölu, fjögur kvenmannslik, þar sem billinn haföi numið staðar. Hann flýtti sér á fund lögreglu- stjórans i þorpinu, sem gaf hon- um þau fyrirmæli að grafa likin og gleyma þeím. Annað gæti haft verri afleiðingar. Bóndinn gerði eins og fyrir hann var lagt, en sagan um lik- fundinn komst á kreik. Banda- riski sendiherrann ákvað að fara á vettvang með öflugu fylgdarliði. Likin voru grafin upp. Nunnur, sem voru i för með sendiherranum, þekktu strax likin. Allar likur þykja benda til að hér hafi skæruliðar hægri manna verið að verki og hafi sennilega notið aðstoðar her- manna og lögreglumanna i þjónustu rikisstjórnarinnar. Viðbrögð Bandarikjastjórnar hafa orðið þau, að svipta stjórn- ina i E1 Salvador allri aðstoð, unz mál þetta verður upplýst til fulls. Umrædd nunnur^gla mun ekki siður hafa hjálpað sjúkum vinstri sinnum en öðrum. Þess vegna hafa hægri menn haft horn i siðu hennar, eins og kirkj- unnar yfirleitt, en hún hefur oft tekið málstað vinstri sinna. Hryðjuverk af völdum hægri manna færast mjög i vöxt i E1 Salvador, enda munu þeir nú njóta beins og óbeins stuðnings lögregluvalda. Fáum dögum áður en nunn- urnar voru drepnar, eða föstu- daginn 28. nóvember, höfðu skæruliðar hægri manna ráðizt inn á fund hjá vinstri sinnum, þar sem meðal annars sex aðal- leiðtogar þeirra voru saman- komnir. Þeir höfðu þá alla með sér og fundust lik þeirra skömmu siðar. Þetta hefur vak- ið mikla reiði meðal vinstri sinna. Þeir hafa svarið að hefna sin grimmilega. SEGJA má að borgarastyrjöld sé búin að standa i E1 Salvador i meira en ár, eða allt siðan að Humberto Romero forseta var steypt af stóli i október 1979. Vinstri sinnar höfðu hafið skæruhernað gegn stjórn hans og óttuðust margir, m.a. Bandarikjamenn, að sagan frá Nicaragua myndi endurtaka sig i E1 Salvador, ef ekkert væri að gert. Umbótasinnaðir herforingjar ákváðu að verða fyrri til, gerðu stjórnarbyltingu og mynduöu stjórn, sem naut stuöningsým- issa umbótasinnaðra ílokka. Ljóst virðist, að Bandarikja- stjórn hafi hvatt þá til bylting- arinnar. Hún hefur veitt stjórn þeirra margvislega aðstoð. Stjórn þessi hófst strax handa með viðtækar umbætur, m.a. skiptingu stórjarða. Hægri öflin risu fljótt á móti þessu og voru studd af fámennri auðstétt, sem á flestar eignir i landinu og nýtur ávaxta þeirra erlendis, meðan allur almenningur býr við sárustu fátækt. Vinstri sinnar töldu fyrirætl- anir stjórnarinnar ekki nógu róttækar og snerust þvi einnig á móti henni. Brátt hófust mikil hjaðninga- vig milli skæruliða hægri manna og vinstri manna, en rikisstjórnina skorti bolmagn til að afstýra þeim. 1 fyrstu virtist vinstri sinnum ætla að veita betur, en nú virðist þetta hafa snúizt við. Umbóta- öflin, sem stóðu upphaflega að rikisstjórninni, hafa misst tök á henni og þau færzt i hendur hægri sinna. Her og lögregla virðast meira og minna gengin i lið með skæruliðum hægri manna. Kirkjunnar menn hafa reynt að koma á friði og stuðla að ýmsum umbótum. Mestbar þar á Oscar Arnulfo Romero erki- biskupi, en hægri menn myrtu hann við messugerð. Auk þessa morðs, hafa hægri menn vegið niu presta. Yfirleitter gizkað á, að mann- fall af völdum skæruhernaðar- ins i E1 Salvador sé nú orðið 8000-10000 manns. Af hálfu margra vinstri sinna og umbótasinna hefur það verið gagnrýnt, að Bandarikjastjórn hefur, auk efnahagslegrar að- stoðar, látið herinn fá vopn og annan vigbúnað. Þetta hafi yfir- leitt lent hjá hægri mönnum. Skæruhernaðurinn hefur leitt yfir þjóðina ólysanlegar hörm- ungar, sem ekki er séð fyrir endann á. Ronalds Reagan bið- ur þar mikið vandamál. Margir spá þvi, að hann muni snúast á sveif með hægri öflunum og auðstéttinni, en ekki myndi það auka hróður Bandarikjanna. Q3 JAMAICA Caribbean Sea EL SALVADOR Pacific Ocean 0 Mil« 300 ^COLOMBIA i í ElSalvadorer minnst og þéttbýlastrikjanna IMiö-Ameriku. Landið er um 8 þús. fermilur aðflatarmáli, en Ibúar 4,7 millj.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.