Tíminn - 10.12.1980, Síða 13

Tíminn - 10.12.1980, Síða 13
Miðvikudagur 10, desember 1980. 13 Krá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Kór og hljómsveit Tónskól- ans halda tónleika BSt — í dag, miðvikudaginn 10. des., efnir Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar til tónleika i kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg klukkan 20.30. Bæði kór og hljómsveit skólans munu taka þátt i hljómleikunum. Hljómsveit Tónskólans mun sjá um fyrri hluta efnisskrár og flytja verk eftir J. S. Bach, Haydn og Grieg, einleikari með hljómsveit- inni verður Kristján Matthiasson. Eftir hlé mun svo Kórinn og hljómsveitin ásamt einsöngvur- unum Sigrúnu V. Gestsdóttir og John A. Speight, flytja kantötu nr. 140 „Vakna, Sions verðir kalla” eftir J.S.Bach. Tónleikarnir hefjast eins og áð- ur sagði kl.20.30 og eru nemend- ur, foreldrar, styrktarfélagar og aðrir velunnarar skólans vel- komnir. Stjórnandi tónleikanna er Sigursveinn Magnússon. FTestunarfrumvarp krata: íslenska þjóðin getur komist yfir peningaskortinn JSG — Agúst Einarsson mælti i gær fyrir frumvarpi nokkurra þingmanna Alþýðuflokksins um frestun gjaldmiðilsbreytingar- innar um eitt ár. Agúst hóf ræðu sina með þvi að tilkynna að rikis- stjórnin myndi ekki gripa til efna- hagsráðstafana fyrir næstu ára- mót: þvi væri sjálfsagt að fresta fyrirhugaðri breytingu, en einu rökin sem hægt væri að færa gegn þvi að svo yrði gert, væri að slikt myndi reynast ógerlegt af tækni- legum ástæðum. Yrðu þessar tæknilegu ástæður látnar aftra frestun, sagði Agúst, „væri þetta fyrsta málið sem ég vissi um að ekki værihægt að taka skynsamlega afstöðu til”. Hann sagði að islenska þjóðin hefði áð- ur lagt aðra eins erfiðleika að baki eins og myndu skapast vegna skorts á peningum um tima. Hægt væri að auka notkun á ávisunum og skuldaviðurkenn- ingum. bá vitnaði Agúst m.a. i viðtal við Jóhannes Nordal i Morgun- pósti, þar sem hann hefði ekki viljað fullyrða að frestun væri tæknilega ómöguleg, en að minnsta kosti yrði hún dýr, þar sem prenta þyrfti nýja seðla sem aðeins yrðu notaðir i fáa mánuði. Vilmundur vill breyta lögunum um stéttarfélög: Vinnustaöafélög semji um kaup og kjör JSG —Vilmundur Gylfason mælti i gær fyrir frumvarpi sinu um breytingar á lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur. Vilmundur lýsti kjarnanum i frumvarpi sinu á þá leiöað „vinnustaðurinn verði grundvallareining þegar samið er um kaup og kjör, en kerfið verði ekki lárétt.” Gert er ráð fyrir að i fyrirtækj- um meö fleiri en 25 starfsmenn verði stofnuð svonefnd „starfs- greinafélög” til að semja um kjör allra starfsmanna fyrirtækisins, án tillits til hvaða vinnu þeir stunduðu, viö vinnuveitandann. Hin eldri félög ættu að starfa áfram en að öörum verkefnum. Svavar Gestsson sagði að með þessu frumvarpi væri Vilmundur að leggja til aö Alþingi tæki ákvörðun um innra skipulag verkalýðshreyfingarinnar, en það teldi hann fráleitt. Til sölu Landrover diesel árg, ’75 m/ökumæli. Góður bill i topplagi. Upplýsingar i sima 99-4071 ^ Fósturheimili óskast Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir fósturheimili fyrir 12 ára gaml- an þroskaheftan dreng. Mögulega er um að ræða langtima fóstur. Drengurinn gengur i öskjuhliðarskóla og þvi nauðsynlegt að heimilið sé á Reykja- vikursvæðinu. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við WH Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar JJ^AsparfellM2^sím^454^^^^^^ Bækur — Bækur Blindur er bóklaus maður — Vissulega eru nú á boöstólum, að manni er tjáð, margár alveg óviðjafnan- legarbækur. Við hérna hjá Ægisútgáfunni eigum vafalaust litla möguleika . i samkeppni við svo frábærar bókmenntir, en við ætlum samt að kynna ykkur nokkrar af okkar bókum, sem hafa nokkra sérstöðu og við teljum á- stæðu til að lita á, áður en þiö ákveðið jólabækurnar. Skipstjóra- og stýrimannatal IV bindi bar eru birtar meö myndum 701) æviskrár, til viðbótar þeim 1900 sem voru i fyrri bindunum. betta er eina æviskrárritið, sem eingöngu er helgað sjó- mönnum, en i öðrum æviskrám er þeirra yfirleitt að litlu getið. Einnig eru i fyrri bindunum fróðlegar greinar um sjómannafræðslu, fiskveiöar og siglingar. betta verk er samantekið, ef verða mætti til nokkurs vegsauka fyrir sjó- menn, og ætti að vera til á hverjusjómannsheimili. Bóndi er bústólpi bessa útgáfu hefur Guðmundur Jónsson.fyrrverandi skólastjóri á Hvann- eyri annast. Ýmsir ágætir höfundar skrifa greinar um 12 merkisbændur, sem flestir eru landsþekktir. beir eru: Dagur Brynjólfsson, Davíö á Arn- bjargarlæk, Gestur á Hæli, Guöjón á Ljúfustöðum, Jónatan á Holtastöö- um. Kristinn á Skarði, Ólafur i Hvallátrum, ólafur f Brautarholti, Páll I búfum, Sandafeðgar, Siginundur á Hamraendum og borsteinn á Húsa- l'elli. barna er mikinn fróðleik að finna um búskaparhætti, fyrir og um aldamótin siðustu og framlaraviöleitni þessara manna. Vonandi er hverj- um bónda fengur að þessari bók. íslenskir athafnamenn borsteinn Matthiasson, ræðir við nokkra menn sem staðið hafa i ýmsum stórræðum. beir eru: Bragi Kinarsson i Eden.sem komið hefur upp fá- gætu blómafyrirtæki, sem vakið helur aðdáun innan lands og utan. Krist- mund Sörlason.sem ásamtbróöur sinum, hefur komið á fót myndarlegu stáliðjufyrirtæki Stálver h/f, sem hel'ur beitt sér fyrir ýmsum nýjungum og er þar liklega merkust isgerðarvél, sem vinnur úrsjó. Helgi Eyjólfsson, byggingameistari, sem lengi var forstjóri Sölunefndar setuliðseigna, hefur byggt fjölda húsa og m.a. verksmiðjurnar á Djúpuvfk og Hjalteyri við aðstæður, sem flestum hefðu reynst erfiðar, en Helgi kunni ráð við öllu. Pál Friðbertsson.sem hefur staöið i fararbroddi um baráttuna i atvinnu- málum Súgfirðinga. Oft hefur verið þæfingslegt fyrir fæti en Páll hefur alltaf lagt á brattann og meö samstöðu héraðsbúa, sigrast á erfiðleikunum og rekur nú að talið er eitt best búna frystihús á landinu. Soffanias Cesils- son á Grundarfirði. Hann var lengi hörkuskipstjóri og aflakló. Rekur nú t'iskvinnslufyrirtæki, og hefur átt i ströngu striði við „kerfið” eins og al- þjóð er kunnugt. Hann er einn þessara óbugandi bjartsýnis- og dugnaðar- manna, sem ekki hopar fyrir neinum andbyr. Við getum endalaust deilt um hvert rekstrarformið eigi að vera, en vist er að dugandi athafnamenn eru hverju þjóðfélagi vitaminssprauta, sem ekki má án vera. Kramgjörnum ungum mönnum er þessi bók hollur lestur. Gullkistan Endurminningar Arna Gislasonar, Arngrimur Fr. Bjarnason bjó til prent- unar og skrifaði itarlegan formála. Bókin kom út 1944oghefur lengi verið ófáanleg. betta er fiskveiðasaga við tsafjarðardjúp, 1880 til 1905. bykir af- burðagott heimildarit frá þessu timabili og skemmtilega skrifuð. Arni var fvrstur manna til aö láta vél i fiskibát en það olli sem kunnugt er byltingu i sjávarútvegi. bað ætti aö vera óþarlt að hvetja þá sem nálægt sjávarút- vegsmálum koma til að eignast þessa bók. í dagsins önn Spjallað við samferðamenn, sem eru aö þessu sinni: Aöalbjörg Alberts- dóttir.þingeysk sómakona, sem m.a. rak hér i Reykjavik matsölu i ára- tug, mörgum að góðu kunn. Att i stundum á brattann að sækja en lét aldrei bugast. Listaskyttan Hrefnu-Gesturstundaði hrefnuveiöar um langt skeið , og þekktur viða um land. Liklega ein mesta afburðaskytta, sem sögur fara af og missti vart marks hvort sem miðað var á fugl á flugi eða tófu i fjallshlið. Margt íleira lrásagnarvert hefur mætt Gesti á lifsleiðinni. Gisli 'Vagnsson varpbóndinn frægi á Mýrum i Dýrafirði, frægur og fréttaeíni utanlands og innan fyrir árangur sinn og framtak i' þessari búgrein. Hróð- ur æðarvarpsins á Mýrum hefur borist viða um lönd. Auk þess hafði Gisli margt forvitnilegt i pokahorninu, en sá heiðursmaður er nú nýlega látinn. brúður Sigurðardóttir og Guömundur Bergsson hjónin i Hvammi —borg- firski bóndinn og Reykjavikurmærin, brutust áfram frá litlum efnum til bjargálna og sönnuöu áþreifanlega hverju samheldni, kjarkur og dugnað- ur fær áorkað. Holl hugvekja nú, þegar bölsýnin riður húsum og flestir mála skrattann á vegginn. Magnús Guöjónsson sem sumir hafa kallað landsbflstjóra. Hálfgerður undrakall. Fyrsti rútubilstjóri á Islandi, Sjó- maður, útgerðarmaður, en fyrst og fremst bilstjóri og enn ekur Mangi. Hélt uppi áætlunaríeröum milli Hal'narfjarðar og Reykjavikur um árabil. Lenti i ótöldum svaöilförum, kynntist fjölmörgum furðufuglum og hefur frá mörgu að segja, skritnu og skemmtilegu. Á hættusvæðinu og Um sollinn sæ tvær bækur Jóh. J.E. Kúldendurprentaðar i einni bók. bessi bók fjallar að meginhluta um stört hans á sjó og landi á striðsárunum, auk þess sem margt fleira ber á góma. bá er að nefna siðasta bindi þessarar stórfróðlegu æ isögu, sem við höfum nefnt „Kúlds ævintýri '. Sú bók heitir Stillist úfinn sær.bar segir frá seinni hluta starfsævi Jóhanns. Sem og löngum fyrr, reyndust störf hans æði fjöl- breytt og ógerlegt að tina allt til sem við sögu kom á þessu timabili. betta safn er alls fimm bindi og má ýkjulaust segja, að það sé eigulegt öllu fróð- leiksfúsu fólki. Ægisútgáfan Sólvallagötu 74 — Símar 14219 & 28312 POfiSWNN MArrMlAW / D/IGSINS ÖNN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.