Tíminn - 10.12.1980, Page 15
ÍÞRÓTTIR
Miövikudagur 10. desember 1980.
„Við eigum
möguleika”
9 sagði Torfi Magnússon fyrirliði Vals
,/Eftir þennan sigur
okkar i kvöld vonum við
Valsmenn bara að KR
vinni Njarðvíkinga á föstu-
daginn. Ef þeir gera það er
okkar möguleiki vissulega
orðinn þó nokkur," sagði
Torfi Magnússon fyrirliði
Vals eftir að Valur hafði
sigrað KR í úrvalsdeildinni
i körfuknattleik er liðin
léku í Laugardalshöllinni í
gærkvöldi. Lokatölur urðu
76:71 Val í víI.
Leikurinn sem slikur var
ekkert sérstakur en jafn var
hann yfirleitt og spennandi. Vals-
menn höfðu yfirhöndina til að
byrja með en munurinn var þó
aldrei mikill með liðunum. t leik-
hléi var munurinn aðeins eitt stig
40:39 Val i vil.
Valsmenn byrjuðu siðari hálf-
leikinn vel og skoruðu fyrstu sex
stigin og höfðu yfirleitt sex til sjö
stiga forskot þar til að rúmar
tvær minútur voru til leiksloka að
KR-ingum tókst að minnka mun-
inn i þrjú stig 68:65. En Valsmenn
voru sterkari aðilinn og þeir áttu
ekki i erfiðleikum með að tryggja
sér sigurinn, sigur sem ef til vill
eftir að reynast þeim mikilvægur
i baráttunni um Islandsmeistara-
titilinn i ár.
Valsliðið lék oft á tiðum vel i
gærkvöldi þó það geti leikið betur.
Það sem gerði útslagið i leiknum
var að hittni Valsmanna var mun
betri en KR-inga. Þá vóg frammi-
staða Brads Miley, Bandarikja-
mannsins i liði Vals, þungt á
metunum. Hann átti stórleik, sér-
staklega i vörninni þrátt fyrir að
hann skoraði 24 stig i sókninni. 1
vörninni gætti hann Keiths Yow
mjög vel og hirti Miley 26 fráköst
sem ekki er neitt smáræði. Krist-
jón Agústsson var einnig drjúgur
i liði Vals og skoraði 18 stig. Þá
áttu þeir Jón Steingrimsson og
Rikharður Hrafnkelsson mjög
góðan leik, sérstaklega þó Jón
sem er ört vaxandi leikmaður.
I liði KR var Garðar Jóhanns-
sonbestur og er greinilega i góðri
æfingu um þessar mundir. Hann
skoraði 18 stig i leiknum. „Mótið
er alls ekki búið. Njarðvikingar
eiga eftir að tapa stigum, sagði
Garðar eftir leikinn og bætti við.
„Við eigum að leika gegn UMFN
á föstudaginn og þann leik vinn-
um við.”
Tveir aðrir leikmenn skoruðu
jafn mikið og Garðar i leiknum
fyrir KR, þeir Jón Sigurðsson og
Keith Yowsem var þó slakur og
hittni hans var afleit.
Dómarar voru þeir Erlendur
Eysteinsson og Sigurður Valur
Halldórsson og voru þeim mjög
mislagðar hendur en hafa ber það
i huga að þeir geta átt slæman
dag jafnt og leikmenn. — SK
Viggó ekkí með
á móti Belgum
,/Við eigum að leika
þýðingarmikinn leik gegn
Huttenberg 21. desember
og það eru alveg hreinar
linur að ég fæ mig ekki
lausan til þess að leika
landsleikina gegn Belgum,
ef til mín yrði leitað" sagði
Viggó Sigurðsson hand-
knattleiksmaður sem leik-
ur með Leverkusen í
Þýskalandi.
Islendingar mun leika tvo leiki
gegn Belgum i Laugardalshöll-
inni 20. og 21. desember og eru
þeir liður i undirbúningi islenska
landsliðsins fyrir HM keppnina i
Frakklandi i febrúar.
Hilmar Björnsson landsliðs-
þjálfari sagði i samtali við Tim-
ann að hann myndi velja lands-
liðshópinn um næstu helgi og sið-
an yrðu hafnar æfingar af fullum
krafti 15. desember og æft tvisvar
á dag fram að leikjunum við
Belga.
röp—.
Þjóðverji
til Akraness
• Tveir v-þýskir knattspyrnuþjálfarar
reiðubúnir að koma
„Ég hafði samband við
forráðamenn F.C. Köln í
gærkvöldi og þeir tjáðu
mér það að þeir væru
komnir með tvo þýska
þjálfara sem báðir væru
tilbúnir að koma hingað til
Akraness að þjálfa knatt-
spyrnulið IA". Sagði Jón
Runólfsson formaður
knattspyrnuráðs Akraness
er Tíminn hafði samband
við hann i gærkvöldi.
„Það er þó nokkuð siðan viö
settum okkur i samband við Köln
og báðum þá um að aðstoða okkur
við að fá hingað knattspyrnu-
þjálfara.
Við höfum leyft þeim að hafa
dálitið frjálsar hendur með þessi •
mál, þeir þekkja vel aðstæðurnar
hjá okkur og mér skilst að það
eina sem standi á hjá þeim núna
er hvor þeirra, þeir telji henta
okkur betur.
Þau mál ættu aö skýrast i næstu
viku, en það liggur alveg ljóst fyr-
ir að hingað mun koma þýskur
þjálfari”, sagöi Jón að lokum.
röp—.
ÍÞRÓTTIR
Bandarik jamaðurinn i liði
Vals, Brad Miley, sest her
blaka knettinum i körfu KR-
inga i leik liðanna i gærkvöldi á
mjög svo snyrtilegan hátt.
Miley atti storleik, skoraði 24
stig og hirti hvorki fleiri né
færri en 26 fraköst og var
langbesti maður vallarins.
Timamynd Robert.
„Fréttín í Vísi
helber uppspuni”
• segir Trausti Haraldsson um að hann hafi hafnað 45
milljón kr. samningi hjá Stuttgart Kickers —
9 Forráðamenn félagsins sáu ekki einu sinni ástæðu til
þess að heilsa mér
„Þessi frétt í Vísi í gær
sem byggð er á fréttum úr
þýskum blöðum um að ég
hafi hafnað 45 milljóna kr.
samningi er helber upp-
spuni", sagði Trausti
Haraldsson knattspyrnu-
maður úr Fram er Tíminn
spurði hann i gær hvað
hæft væri í frétt Vísis.
„Forráðamenn Stuttgart
Kickers gerðu sér einu
sinni ekki svo litið fyrir að
heilsa mér og ég sá þá
aldrei þann tima sem ég
staldraði við hjá félaginu.
Og það að ég hafi ekki
mætt á nema eina æfingu
er algjör fjarstæða, ég
æfði á hverjum degi með
liðinu.
Það var ekki fyrr en ég
var farinn af hótelinu sem
ég bjó á að þeir buðu mér
leigusamning sem átti að
gilda í sex mánuði, en ég
hef engan áhuga á því að
rifa mig upp með alla f jöl-
skylduna fyrir svo stuttan
tima" sagði Trausti. röp-
Trausti nafnaði 45
milljóna kr. samningi
Þaö helur vaklö mlkla athygll (
V-Þýskalandi
Hlöðum i Stultgart og vlða I Þýska-
laniti hefur orftift tlftrætt Lsfftustu |
Srgja þau. aft forráðamenn Stutl- | a
garl Kirkrrs eigi bágU^MMto^Uja
Frétt Visis um að Trausti hafi hafnað samningi