Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. desember 1980 5 Björn 6. Björnsson sýnir i Torfunni ljósmyndir, teikningar og sitthvaö frá: LEIKMYNDAGERÐ VIÐ PARADÍSARHEIMT Norðurlönd ekki sjálfstætt FIDE- 1979 lét NDR i Ham- borg gera sjónvarps- kvikmynd eftir skáld- sögu Halldórs Laxness, Paradisarheimt. Höf* undur handrits og leik- stjóri var Rolf Hadrich, sá sami og kvikmynd- aði hýr Brekkukots- annál 1972, en nú sem þá sá Björn G. Björns- son um leikmyndagerð. Paradisarheimt er viöamikil saga, sem gerist viða um lönd, og var efni hennar skipt i 3 hluta i handriti. Sögustaðir eru fjöl- margir, bæði raunverulegir og til orðnir i hugskoti höfundar, þvi sagan greinir öðrum þræði frá raunveruiegum atburðum og stöðum. Ljóst var, að gerð leikmynda við Paradisarheimt yrði mikil framkvæmd og kostnaðarsöm eins og ævinlega þegar endur- skapa þarf hugblæ liðsins tima. í júli 1978 var hafist handa við söfnun heimilda og val upptöku- staða á Islandi, kannaðar voru söguslóðir i Danmörku og i október var farin fyrsta könnunarferðin af mörgum til mormónabyggðanna i Utah i Bandarikjunum. Þá voru gerð- ar fyrstu áætlanir um fram- kvæmdir og kostnað. Alls var kvikmyndaðá um 100 stöðum, bæði hér á landi, i Utah og i Þýskalandi, en þar voru tekin þau atriði sögunnar, sem gerast eiga i Danmörku. Um það bil helmingur ofan- greindra staða er landslag, og þá er það oft aðalstarfi leik- myndagerðarmanna að fjar- lægja eins og kostur er ummerki nútimans og annað, sem ekki fellur að anda verksins. Leikmyndir i Paradisarheimt eru margar, liklega 40-50, en oft er erfitt að greina I sundur hvað er leikmynd og hvað er aðlögun á umhverfi, sem fyrir hendi er að einhverju leyti. Leikmyndagerð við Para- disarheimt tók eitt ár. Vinnu- stundir urðu um 30 þúsund og kostnaður tæpar 200 millj. króna. Vinnan fór fram á þrem- ur tungumálum i fjórum lönd- um og komu um 100 manns við sögu. Langstærsta framkvæmdin við gerð leik- mynda við Paradisar- heimt var bygging aðal- götunnar í mormóna- þo r p i n u i Utah. He‘r er Björn að störf- um við gerð þeirrar leik- myndar. svæði að sinni Skáksamband Norðurlanda hafði lagt fram tillögu þess efnis, fyrir FIDE-þingið á Möltu, að Norðurlöndin yrðu gerð að sjálf- stæðu FIDE - svæði. Miðnefnd FIDE, sem yfirfer öll mál sem berast, lagði hinsvegar til við þingið að ósk FIDE-ráðsins, að engar breytingar yrðu gerðar á svæðaskipulaginu að sinni, með hliðsjón af svæðamótunum, sem i hönd fara á næsta ári. Hinsvegar skyldi stefnt að þvi að endurskoða það fyrir þarnæstu heims- meistarakeppni, sem hefst árið 1984. A aðalþinginu var samþykkt að hafa þennan háttinn á, og yrði þá m.a. tillagan um „Nordic Zone” tekin til athugunar. Enda þótt málið hafi ekki náð fram að ganga að þessu sinni var tækifær- ið notað til að kynna tillöguna og ræða efni hennar við fjölmarga fulltrúa, til að afla henni fylgis þótt siðar verði. Með þvi að Norðurlöndin yrðu sjálfstætt skáksvæði innan FIDE, myndu norrænir skákmeistarar m.a. fá tryggðan aukinn rétt i svæða- og millisvæðamótum heims- meistarakeppninnar. Nýir norrænir titilhafar i skák A aðalþingi FIDE, þvi sem ný- lokið er á Möltu, voru fjölmargir nýir titiiberar i skák útnefndir. Þeirra á meðal voru eftirtaldir úr hópi norrænna skákmanna: Alþjóðlegir meistarar: Erling MortenSen, Danmörku, Nils-Gustav Renman, Sviþjóð FIDE-meistarar: Jakob Öst-Hansen, Danmörku, Björn Brinck-Clausen, Danmcrku, Harri Hurme, Finn- landi, Björn Tiller, Noregi, Ragn- ar Hoen, Noregi, Dan Kramling, Sviþjóð. Þá náði Yrjö Rantanen, frá Finnlandi, lokaáfanga að stór- meistaratitli i siðustu umferð Olympiumótsins. Standa vonir til að hann verði útnefndur stór- meistari hinn 1. jan. nk. Samkv. þessu eiga Noröurlönd- in nú: 6 stórmeistara, 28 alþjóð- legameistara og 8 Fide-meistara. Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stærðum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátír velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ við veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfétögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Þorsteinn Matthiasson hcfur skráð þessa þætti, af sinni al- kunnu háttvisi. Honum er það helst til foráttu fundið að hann leitar fremur eftir þvi betra i fari sinna viðmælenda.- Málshátturinn „Fár bregður þvi betra ef hann veit hið verra” er honum viðsfjarri. Hann er ekki i nýtfskulegri leit að ávirðingum og hneykslismálum. Það er óhætt að fullyrða að þessi bók er lærdómsrik og auk þess skemmtileg og myndum prýdd. Ægisútgáfan Bragi Einarsson i Eden. Allir þekkja þaðfræga fyrirtækien færri manninn, sem stendur aö baki athöfn- unum. Athafnaþrá, bjartsýni og dugn- aður var eina. veganestið og oft hefur Bragi og þau hjón, þurft að beygja bakið á fyrstu árunum. Erfiöleikarnir létu ekki á sér standa, en ekki var bugast og árangurinn blasir við. Helgi Eyjólfsson. Byggingameistari. Hagsýni og dugnaö- ur eru þungamiðja hans starfssögu. Honum hefur verið sú list lagin að fram- kvæma hlutina á hagkvæmari hátt en aðrir og oft hefur hann gert það sem flestir töldu ófært. Má þar m.a. nefna byggingu verksmiðjanna á Djúpuvik og Hjalteyri, sem hann byggði við aðstæð- ur sem vægast sagt voru ekki aölaðandi. En Helgi fann ráð við öllum vanda og svo hefur verið allar hans athafnir. Kristmundur Sörlason. Fátækur sveitastrákur af Ströndum. Byrjaði sinar athafnir i smáskúr, eftir ýmiskonar svalk á sjó og i landi. Hefur nú ásamt Pétri bróður sinum, komið á fót umsvifamiklu fyrirtæki, Stálveri h.f., sem hefur fitjaö upp á ýmsum ný- ungum. M.a. smiðað vél sem framleiðir is úr sjó og margt fleira mætti telja sem aðhafst er á þeim bæ. Áþreifanlegt dæmi þess, hverju vilji og dugnaður fær áorkað. Páll Friðbertsson. Forstjóri, Súgandafiröi. Hann er að segja má fæddur inni sitt hlutverk. Fað- ir hans var forustumaður um atvinnu- mál og þaö hefurfallið i hlut Páls að halda uppi merkinu. Oft hefur verið þungt fyrir fæti, en nú hefur fyrirtækinu, sem hann hefur stjórnað, tekist að koma á fót einu best búna frystihúsi á landinu og eignast nýjan skuttogara.Páll hefur átt þvi láni að fagna að eiga ágæta sam- starfsmenn'og Súgfirðingar hafa staðið fast saman um sin atvinnumál. Soffanias Cecilsson. Hefur nokkra sérstöðu i þessum hópi. Hann byrjaði formennsku og fyrirvinnu heimilis i barnæsku. Var um árabil af- burðafengsæll skipstjóri. En hætta skal íslenskir athafnamenn hverjum leik þá hæst hann ber. Soffanias rekur nú fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði. Hefur átt i vmsum brösum við kerfið en ekki látið undan siga. Temur sér ekki víl eða vol. Litrik persóna sem gaman er að kynnast þeg- arallter undirlagt af bölsýni og barlóm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.