Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 20
A Slmi: 33700 NÖTTU OG DEGI ER VAKA * VEGI Miövikudagur 17. des. 1980 Gagnkvæmt tryggingafélag v WSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 MmM Rikisábyrgðin til Flugleiða: Búið að samþykkja helm- m eða 3,5 milliarða „Að okkar mati er tryggt að skilyrðin fyrir ábyrgðinni séu eða verði uppfyllt”, FRI — Fjármálaráðuneytið hef- ur nú samþykkt rikisábyrgöir fYrirhelming þcirrar upphæöaiv er Flugleiðir fóru fram á eöa um 3,5 milljaröa. Að sögn Höskuld- ar Jónssonar ráðuneytisstjóra i fjármálaráðuneytinu þá er næsta skref hjá þeim i málinu aö ganga formlega frá þessu, taka veð og ganga frá venjuleg- um skilyrðum. segir Birgir Guðjónsson i samgönguráðuneytinu Timinn hafði samband viö Birgi Guðjónsson hjá sam- göngumálaráðuneytinu og spuröi hann hvort Flugleiðir hefðu uppfyllt öll þau skilyrði sem sett höfðu verið fyrir þess- ari aðstoð. Hann sagði i samtali við blaðiðaðað þeirra mati væri tryggt að skilyrðin yrðu upp- fyllt. — Ég og Steingrimur Her- mannsson samgönguráðherra sátum á fundi með Flugleiða- mönnum nú i lok nóvember þar sem skilyrðin og framkvæmd þeirra var rædd og þá var þann- ig gengið frá málunum að það er okkar mat að skilyrðum sé full- nægt, sagði Birgir. — Það verður hinsvegar að lita á það að til dæmis er eitt af skilyrðunum að aðalfundur verði haldinn i lok febrúar og sá mánuður er ekki nú og að Arna- arflugsmönnum verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða i sinu félagi en viðræður standa nú yfir um það mál sem við komum af stað og fylgjumst með og fleira mætti tina til, en þetta eru ráðstafanir sem verða gerðar og þeim þannig fullnægt. Skiðalyftan i Hveradölum opnuð: Stutt í að opni i Bláfjöllum Kás — Um helgina var skiðalyft- an I Hveradölum opnuö i fyrsta skipti á þessum vetri. Er nú kom- inn nægur snjór þar, og gekk skiöamennskan með ágætum, aö sögn Stefáns Kristjánssonar, iþróttafulltnia borgarinnar. Nú er aðeins dagaspursmál hvenær lyfturnar i Bláfjölluin opna. Næg- ur snjór er þar fyrir hendi, en starfsmenn hafa ekki viljað opna þær strax þar sem snjó er fljótt að taka upp i fjallsbrúnunum. Bláfjallanefnd hefur fjölgað lyftum um eina upp i Bláfjöllum, en þar er aöeins um aö ræða lyftu fyrir byrjendur. Hins vegar er veruleg búbót af skiðalyftu sem skiöadeild Fram hefur sett upp i Eldborgargili, og sem tilbúin veröur til notkunar á næstu dög- um eða vikum. Akveðin hafa veriö ný lyftu- gjöld sem gilda i lyftur Bláfjalla- nefndar komandi vetur. Meðal- hækkun er ca. 48%. Átta lyftu- miðar sem kostuðu lOOOkr. i fyrra vetur kosta nú 1500 kr., eða 50% hækkun. Miðar fyrir börn eru helmingi ódýrari. Dagskort kosta nú 4000 kr. en kostuðu áður 2.800 kr., er það 43% hækkun. Arskort kostar nú 60 þús. kr., en kostaði i fyrra 40 þús. kr. Franskur nýnasisti Leitar eftir pólitfsku hæli á íslandi KL — Það bar til tiðinda i gær- morgun, að inn i islenska sendi- ráðið I Paris vatt sér maður, kynnti sig sem Marc Frederiksen og kvaðst vera i þeim erinda- gjörðum að leita upplýsinga um möguieika á að fá hæli á lslandi sem pólitiskur flóttamaður. Marc Frederiksen er formaður flokks nýnasista i Frakklandi. Marc Frederiksen kvaðst ekki hafa vegabréf og ekki eiga þess kost að fá það i sínu heimalandi, og þvi þurfi hann að fá hæli á Islandi, enda eigi hann vini hér á Framhald á bls. 19. 24 árekstirar höfðu orðið i Reykjavik I hálkunni i gær, þeg- ar við töluðum við lögregluna kl.19. Þá urðu önnur minnihátt- ar slys, — bíll valt viö Stekkjar- bakka og ekið var á dreng gegnt Landsspitalanum og slasaðist hann nokkuð. Er myndin hér að ofan af slysstaönum, en þarna stumra menn yfir . drengnum, meðan beðiö er komu sjúkra- bflsins. Tímamynd Róbert). „Komumst yfir land- helgina á 6 dögum” — ef vel gengur, segir Höskuldur Skarphéöinsson skipherra KL — ,,Ef það er gott veður og ekkert annað kemur upp á, kom- umst við yfir að kanna alla land- helgina á 6 dögum,” segir Hösk- uldur Skarphéðinsson skipherra hjá fluggæslu landhelgisgæslunn- ar, er hann var spuröur, hvernig tækist að haida uppi eftirliti á hinu 750.000 ferkm. svæði, sem Is- lensk landhelgi nær nú til. — Við höfum skipt útsvæðinu i fjóra hluta og landgrunninu i tvennt, austurhluta og vestur- hluta. Hvert flug tekur u.þ.b. 6-8 tima.svoaðef ekkert óvænt kem- ur fyrir komumst við yfir það lög- sagnarumdæmi, sem við eigum að sinna á 6 dögum. En það getur mikið Sreytst á 6 dögum, sagði Höskuldur ennfremur. En þess ber að gæta, að komi upp neyöartilfelli, slys eða leit á sjó, riðlastkönnunarflugið. Land- helgismenn hafa sem kunnugt er gagnrýnt harðlega þá ákvörðun að selja aðra Fokker-flugvél Gæslunnar og benda t.d. á það ástand, sem myndast, þegar upp koma bráðatilfelli, sem sinna þarf, auk landhelgisgæslunnar. Auk þess þurfi sú flugvél, sem þeir hafa enn til umráða, að fara i nauðsynlegar skoðanir eins og aðrar flugvélar, og þá falli niður landhelgisflug og það sem verra Framhald á bls. 19. Víkingur fær 2 milljónir Kás— Borgarráð samþykkti á fundi sinum I gær að veita handknattleiksdeild Vikings 2 milljón króna styrk vegna sérstaklega góðrar frammi- stöðu í Evrópumeistaramót- inu i handknattleik. Er gert ráð fyrir að styrkurinn fari til greiðslu á ferðum liðsins. Er þetta svipaður styrkur og Valur fékk fyrir ári þegar þaðlið stóð i svipuöum sporum og Vikingur nú. dagar til jóla Jólahappdrætti SUF Vinningur dagsins nr. 2031 Þriðjudaginn 16. des. nr. 500 Mánudaginn 15. des. nr 1937 Sunnudaginn 14. des.nr. 1038. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.