Tíminn - 17.12.1980, Síða 10

Tíminn - 17.12.1980, Síða 10
10 Úr sýningunni á Þvi meir sem vift kaupum Leiksýningar á Húsavík 1 upphafi aðventu áttu leik- húsgestir skemmtilega kvöld- stund hjá Leikfélagi Húsavikur. Leikfélagið hóf þá að sýna tvo einþáttunga í gamla Samkomu- húsinu á Húsavik: „Þvi meir, sem við kaupum”, eftir danska höfundinn, Jan Hansen, og ,,VaIs” eftir Jón Hjartarson. Um fyrri þáttinn segir svo i leikskrá, að i sumar hafi 5 ungar konur i leikfélaginu tekið sig saman, að gamni sinu, og byrj- að að þýða leikritið. begar full- þýtt var og lög felld að textum, var til þess horft hvernig fara mundi á sviði. Og fyrr en varði, var 30 manna hópur farinn að vinna við að æfa og undirbúa leiksýningu. Leikstjóri var eng- inn, en hlutirnir gerðir i sam- vinnu. Alls koma 20 leikarar og söngvarar fram i sýningunni. Með helstu hlutverk fara: Aðal- björg Sigurðardóttir, Sæunn Geirsdóttir, Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, Helgi Benediktsson, Hrefna Jónsdóttir, Jósteinn Þorgrimsson og Kristján Hall- dórsson. Ekki skortir danska kimni i ieikritinu og á fjörlegan hátt fjallar það um fólk, sem hefur ákveðið að mann lffið skuii vera innantómt og ákaf- lega dapurlegt í velferðarþjóð- félagi, hvar fátt er um annað en sölumennsku og auglýsinga- skrum. tmyndaður harmur fólks, sem ekki virðist hafa kynnst þvi hvað er: „ekki vel- ferð”. Leitað er að hinum seka alls staðar annars staðar en hjá sjálfum sér. Þegar sá seki finnst, heitir hann „neysluþjóð- félag", rétt eins og höfundur geri það að gamni sinu að vita ekki að sókn eftir vindi var vel þekkt fyrirbæri löngu fyrir daga almennra þokkalegra lifskjara fólks á Norðurlöndum. Leikritið hefur verið skemmtilega staðfært á Húsa- vik, sýningin og aðdragandi hennar færir i ljós hve gaman getur verið að lifa i „neyslu- þjóöfélagi”. Hinn einþáttunginn, Vals, eft- ir Jón Hjartarson, frumsýndi leikfélagið á Húsavík í vor og sýndi siðan á leiklistarhátið i Finnlandi i april s.l. Leikarar i þvi eru aðeins fjórir, Arnina Dúadóttir, Pétur H. Pétursson, Anna Ragnarsdóttir og Ingi- mundur Jónsson, sem jafnframt er leikstjóri. Leikritið fjallar um vandamál gamallar konu. beirri gömlu þykir, sem henni sé mjög ýtt til hliðar i samfélag- inu og gerir skörulega tilraunir til að fá að vera með. Hún hefur ekki erindi sem erfiði, samt hef- ur hún fengið að dansa sinn „vals” áður en hún deyr. Þrátt fyrir alvöru kjarnans i leikritinu, geislar það af hressi- legum tilsvörum og gamansöm- um atburðum. Leikarar og leik- stjóri skila öllu því afburða vel til áhorfenda. HUsavik,8. des., 1980 Þorm. J. Hrefna Jónsdóttir og Guðrún Maria Berg I hlutverkum i leikritinu Því meir sem við kaupum Veiðar i þorskfisknet leyfisbundnar Sjávarútvegsráöuneytið hefur gcfiö út reglugerð um veiðar I þorskfisknet. Samkvæmt reglu- gerð þessari eru allar veiðar i þorskfisknet háöar sérstökum leyfum ráðunevtisins. Ráöuneytið getur bundið leyf- in og úthlutun þeirra þeim skil- yrðum, er þurfa þykir m.a„ i þvi skyni að stuðla að auknum gæð- um afla og takmarka fjölda eða veiðar einstakra gerða skipa. Umsóknir um leyfi til þorsk- fisknetaveiða skuli hafa borist ráöuneytinu a.m.k. viku áður en bátur hefur veiðar. I umsókninni skal greina nafn báts, einkennis- stafi og skipaskrárnúmer, enn- fremur nafn skipstjóra og nafn og heimilisfang móttakanda leyfis. Miðvikudagur 17. desember 1980 Matur Sigrúnar Átbylgjan, die Fresswelle, flæðir yfir löndin, þvi nú hefur rætst hinn aldagamli draumur fátæklinganna um himnariki á jörð: allir hafa nóg að éta, og það er sunnudagur á hverjum degi. En jafnframt þvi, sem matargerð hættir að snúast um svölun frumþarfa, breytist hún i listgrein, og hana ekki af lakara taginu. Það á ekki sist við um þann skóla matargerðarlistar, sem Sigrún Daviðsdóttir aðhyll- ist, hinn franska nýbylgjuskóla, en þar er öðru fremur lögð áhersla á gott hráefni og ein- falda framsetningu. Bocuse, konungur þessarar stefnu, býr matseðil sinn til á matvöru- markaðnum — hann lætur hráefni dagsins ráða. Og sama gerir Sigrún, sem nefnir bók sina „Mat, — sumar, vetur, vor og haust”, og undirstrikar þar með, að matur er árstiðabund- inn vegna hráefnisins. Árið 1978 gaf hún út „Mat- reiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri”, og sveiflaði sér þar með i fremstu röð islenskra höfunda af þessu tagi. Sú bók hefur reynst mjög vel, bæði byrjendum og lengra komnum, auk þess sem hún hefur hlotið viðurkenningu Hins islenska sæl- kerafélags (á Vorráðstefnunni 1979). Svo vel vill til, að yfirburðir „Nýja eldhússins” yfir aðrar eldhússtefnur hafa verið sann- aðir með visindarannsóknum — sannleiksgildi hins þýska orð- taks „ein Mann ist was er isst”, (matur er mannsins megin) er orðin rannsóknarstofustað- reynd i lifefnafræði. Skemmt hráefni, þótt sósað sé i sterkum kryddum og fagurlega fram- reitt, er i rauninni baneitrað, of-, soðinn matur er bætiefnasnauð- ur og ekki til annars fallinn en fitunar, maður sem etur óhollan mat verðurverrimaður,m.a. af sömu ástæðu og skemmdar tennur spilla heilsufari manna eins og Nóbelsskáldið lýsti áriö 1928: Menn með skemmdar tennur, beinætur og graftar- igerðir yfir annarri hverri tann- rót, eru gagnsýrðir af skaðleg Sigriin Daviðsdóttir um eiturefnum sem flytjast inn i blóðið frá igerðum þessum. Eit- ur þetta verkar á einstaklinga sinn með hverjum hætti eins og t.d. vinandi. Einkenni verkana þess lýsa sér I ýmsum tegund- um af gigt og hjartveiki, brjóst- veiki, magakvillum auk marg- vislegra taugatruflana, sem aft- ur koma fram i hvers kyns skapbrestum, i heimsku, aftur- haldssemi, leti, fúlmennsku, óhreinskilni, duttlungum o.s.frv., ogleiðir i mörgu falli til brjálsemi. Sigrún er með sérstakan kafla um fiskrétti, en þetta kaldgeðja sunddýr, fiskurinn, er nú á sið- ustu timum mikils metiö meðal matlistarmanna i Evrópu, og mega þeir þó iðulega sætta sig við stórum verra hráefni en vér íslendingar. Á þessu sviöi, sem og viðar i' bókum sinum, vinnur hún merkilegt brauðtryðjenda- starf með þvi að kynna upp- skriftir að lystugum réttum sjaldheyrðra jafnt sem algeng- ari sjávardýra, sem munu með tið og tima lyfta sæfangi á þann heiðursstall, em þvi ber, eftir aldalanga niðurlægingu i soðn- ingu og trosi. 14.12 Sigurður Steinþórsson Nýjar bækur Verðlaunasaga: Undir regnboganum Um þessar mundir kemur út hjá Námsgagnastofnun bókin Undir regnboganum eftir Gunn- hildi Hrólfsdóttur. í tilefni alþjóðaárs barnsins 1979 efndi Rikisútgáfa námsbóka til samkeppni um bækur handa börnum á skólaskyldualdri. 28handrit bárust til samkeppn- innar og varðdómnefnd sammála um að veita Gunnhildi Hrólfs- dóttur viðurkenningu fyrir hand- rit sitt. Þetta er fyrsta bók höfundar sem er húsmóðir i Mosfellsveit. „Sagan fjallar um Döggu, 11 ára telpu sem á heima i þorpi norðanlands. Henni virðast öll sund lokuð, þegar móðir hennar slasast, og Dagga veröur aö fara til ættingja sinna i Reykjavik. Ekki líður þó á löngu þar til hún er oröin þátttakandi i lifi hinnar glaðværu fjölskyldu i Brekku, hinu nýja heimili sinu, þar sem hver dagur er ævintýri li'kastur.” A Bílbeltin hafa bjargað iteERÐAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.