Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 17. desember 1980 Fjölbrautaskóli Suðurnesja Flugliðabraut verður starfrækt við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á árinu 1981 ef unnt reynist. Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf, 17 ára aldur og einkaflugmannspróf i bókleg- um greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eða til Flugmálastjórnarinnar Reykjavikurflugvelli i siðasta lagi 31. des. Skólameistari. Félagsmála- fulltrúi Laust er til umsóknar starf á Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar. Helstu verkefni eru málefni aldraðra, vinnumiðlun, at- vinnuleysisskráning, málefni andlega og likamlega fatlaðs fólks og eftirlit með gæsluvöllum bæjarins. Reynsla i starfi er æskileg. Laun skv. 12. launaflokki B.S.R.B. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. grein laga nr. 27/1970. Nánari upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri i sima 53444. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. þ.m. ásamt upplýsingum um fyrri störf. Bæjarstjórinn. -----------------------------------------------i Fischer Pnce Skólar - Bensinstöðvar Brúöuhús - Bóndabær Bílar ofl. ofl. MatchBox rafmagnsbilabrautir Leikfangahúsið Skólavöröustig 10, Simi 14806 Alþingishátíðarkantata Björgvins Guðmundssonar Sinfónfuhljómsveitin ásamt söngveitinni Filharmóntu á æfingu. Tfmamynd GE. A morgun, fimmtudag, 18.12. kl. 20.30, flytur Sinfóniuhljóm- sveit tslands og Söngsveitin Fil- harmonia, ásamt einsöngvur- unum Ólöfu K. Harðardóttur, Sólveigu Björling, Magnúsi Jónssyni og Kristni Hallssyni, tslands þúsund ár, Alþingishá- tiðarkantötu Björgvins Guð- mundssonar undir stjórn Páls P. Pálssonar og kórstjóra Debra Gold. Björgvin Guðmundsson er eitt mikilvirkasta tónskáld sem ts- land hefur alið, merkur braut- ryðjandi kórtónlistar hér á landi og eru tónsmiðar hans, smáar og stórar, yfir fimm hundruð talsins. Hann fæddist að Rjúpnafelli I Vopnafirði 1891 en lést á Akur- eyri 1961. Til Kanada fluttist Björgvin 1911 og bjó hann lengst af i Winnipeg og kynntist þar fyrst æðri tónlist og tónlistar- starfi. Hóf hann snemma að semja kórtónsmiðar og ein- söngslög og vakti um si'ðir slika athygli og tiltrú góðra manna, að þeir tóku sig saman og kost- uðu hann til tóniistarnáms við Royal College of Music i Lond- on. Þar var hann við nám i tvö ár 1926-’28. Fór siðan aftur til Kanada, en fluttist alfarinn heim til Islands og settist að á Akureyri 1931. Björgvin sýndi ó- trúlegan stórhug og kjark i tón- smiðum sinum. Hann setti sér ströng takmörk og tók sér til fyrirmyndar þá tónlist, sem hann dáði mest, lúterska kirkju- tónlist, með Bach og Há’ndel i broddifylkingar. Henni kynntist hann í Winnipeg og var hún slik opinberun og stór skammtur af heimsmenníngu, að önnur merkisfyrirbæri tónlistarsög- unnar komu trauðla til álita hjá honum uppfrá þvi. Hann samdi flest sinna stærri verka i Kanada, jafnvel áður en hann komst til náms á Englandi. Þetta eru t.d. óratoriurnar Strengleikar, Friöur á jörðu og örlagagátan, risavaxin tónverk fyrireinsöngvara, kór og undir- leik, þar sem áhersla er lögð á pólyfónisk tilþrif, innan þröngra og vissulega fábrotinna hljóm- rænna marka. Alþingishátiðarkantatan ,,ls- lands þúsund ár” er samin 1929 oger hún síðasta stórverkið sem Jón Þórarinsson og Páll P. Pálsson. hinir tólf eru allir tónsettir i heild. Þar skiptast á i listilegum hlutföllum einsöngs- og kór- þættir og er leitast við að ná fram dramatiskum og sterkum áhrifum meö einföldum og aug- ljósum hætti. Þótt Björgvin hefði bersýni- lega hljómsveit i huga við undirleik i flestum sinna stærri söngverka, hafði hann ekki efni eða ástæður til að setja þær i raunverulegan hljómsveitar- búning. Ýmsir hafa síöar orðið tilaðbæta þarum, núsiðast Jón Þórarinsson tónskáld, með þeirri hljómsveitarútsetningu á heima og hann mun hafa tekið flest eða öll önnur stórverk hans til meðferðar. Björgvin Guðmundsson var mikill eljumaður og fyrir utan tónsmiðar starfaði hann lengst af sem afkastamikill söngstjóri ogkennari. Hann var söngkenn- ari yið m ennta- og barnaskóla á Akureyri 1931-46, en þá- leysti bæjarstjórnin hann f heiðurs- skyni frá störfum á fúllum laun- um, svo hann mætti helga tima sinn tónsmiðum eingöngu. Er hann sennilega eina islenska tónskáldið, sem notið hefur slikrar viðurkenningar i sinni heimabyggð. Björgvin samdi i Kanada. Til- efnið var opinber keppni um tónverk i sambandi við Alþing- ishátíðina 1930 og var ljóð Daviös Stefánssonar ,,Að Þing- völlum 930-1930* fyrirskrifaður texti. Björgvin fellir að visu nið- ur fyrsta kafla ljóðsins „Hljóðs biðk allar helgar kindir”, en „Islands þúsund ár” sem hér heyrist i fyrsta sinn i kvöld. Kantata þessi var annars frum- flutt f Winnipeg þjóðhátiðarárið 1930 undir stjórn höfundar og við pianóundirleik. Kantötukór Akureyrar, sem Björgvin stofn- aði og stjómaði lengi, flutti ýmsa hluta hennar i tónleikum hér Amarflug fjölgar ferðum fyrir jólin KL — Sérstök jólaflug Arnarflugs hefjast 17. desémber til áætlunar- sta&a félagsins. 1 a&alatri&um ver&ur flogið samkvæmt venju- legri áætlun og aukafer&um bætt vi&eftir þörfum, en nú þegar hafa bókanir sf&ustu dagana fyrir jói gefift tilefni til aukafer&a til flest allra áætlunarsta&a félagsins. Einungis verður flogið á aö- fangadag ef veður hefur hamlað flugi dagana á undan og ekki hef- ur tekist aö koma öllum farþeg- um á ákvörðunarstað. Hins vegar fellir Arnarflug allt flug niður á jóladag, en hefur aftur flug á annan i jólum til Siglufjarðar og Flateyrar og Suðureyrar. Milli hátiöanna verður flogið samkvæmt áætlun og bætt við aukaferðum ef tilefni þykir til. Stúdentaráð 60 ára Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá þvi að Stúdentaráð Háskóla íslands tók til starfa, en þ. 11. desember árið 1920 fóru fyrstu stúdentaráðskosn- ingarnar fram. Verkefni Stúdentaráðs og hlutverk þess hafa i aðalatrið- um verið hin sömu frá upp- hafi, þ.e. aö gæta hagsmuna stúdenta og vera fulltrúi þeirra innan skóla sem utan„ Verkefnin hafa þó fariö vax- andi eins og að likumlætur.og er nú skrifstofa ráðsins opin samfellt allt árið um kring.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.