Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
©
Miðvikudagur 17. desember 1980
ÍÞROTTiR
Koibeinn Kristinsson IR. Hann ieikur ekki körfuknattieik framar.
,Leik ekki
körfuknatt-
leik framar’
segir Kolbeinn Kristinsson sem sleit
liðbönd í þriðja sinn og leikur ekki
körfuknattleik framar
„Það er alveg öruggt held ég að
ég leiki ekki körfuknattleik fram-
ar.” sagði Kolbeinn Kristinsson
leikmaður með ÍR og landsliðinu i
körfuknattieik i samtaii við Tim-
ann i gærkvöldi. Kolbeinn var að
leika sér i knattspyrnu á sunnu-
daginn þegar liðbönd slitnuðu í
vinstra fæti.
„Ég var búinn að verða fyrir
þvi áður að liðböndin slitnuðu
tvisvar á hinum fætinum og það
gefur augaleið að það verður erf-
itt fyrir mig að leika með aftur.
Það er mikið verk. að „teipa” á
sér báða fæturna fyrir hverja ein-
ustu æfingu og fyrir hvern leik.”
bað þarf ekki að fara mörgum
orðum um það hversu dapurlegt
þaðer fyrir islenskan körfuknatt-
leik að missa Kolbein úr sinum
leikmannahópi. Hann hefur um
árabil verið einn af okkar allra
bestu bakvörðum og leikið lengi
með IR og landsliðinu. Kolbeinn
er ekki alls óvanur i að lenda i
meiðslum sem þessum.Þetta er i
þriðja skipti sem það kemur fyrir
hann. Ekki þarf að fara i grafgöt-
ur með það að Kolbeinn leikur
ekki meira með 1R i vetur né i
framtiðinni og mun það að sjálf-
sögðu veikja liðið mikið en i ÍR
eru þó ungir og efnilegir leikmenn
sem geta fyllt skarð það sem Kol-
beinn óneitanlega skilur eftir sig.
— SK.
Heiðursformaður Þórs Haraidur Helgason og kona hans frú Áslaug
Einarsdóttir.
Haraldur heidur á skjali þvi sem fylgdi útnefningu sem heiðursformað-
ur Þórs, sem honum var afhentá 65 ára afmæli Þórs fyrir stuttu.
Þá sæmdi Sveinn Björnsson forseti iSÍ Harald æðsta heiðursmerki ÍSt,
en Haraldur var formaður Þórs um tuttugu ára skeið 1960-1980.
ÍR-ingar veittu
UMFN keppni
í úrvalsdeildinni
i körfuknattleik
í gærkvöldi
,,Ég er mjög ánægður
með þennan leik hjá
okkur. Þetta er besti
leikur sem við höfum
náð að sýna i vetur og ég
heid að mér sé óhætt að
fullyrða að við hefðum
unnið öll hin liðin i deild-
inni með svona leik,”
sagði fyrirliði ÍR, Krist-
ínn Jörundsson, eftir að
Njarðvikingar höfðu
sigrað íR-inga i úrvals-
deildinni i körfuknatt-
leik i gærkvöldi með 98
stigum gegn 88 eftir að
staðan i leikhléi hafði
verið 50:49 UMFN i vil.
Leikurinn sem slikur
var mjög góður og bæði
liðin sýndu góðan körfu-
knattleik og þar fyrir ut-
an var leikurinn ákaf-
lega spennandi, nokkuð
sem menn áttu ekki
beint von á fyrir leikinn.
Þaö setti nokkuö strik i reikn-
inginn hjá IR-ingum að Kolbeinn
Kristinsson gat ekki leikið með
vegna meiðsla og er ekki gott að
segja hvernig leiknum hefði lykt-
að hefði hann leikið með.
IR-ingar höfðu forystuna til að
byrja meðog Njarðvikingar kom-
ust ekki i forystu fyrr en fyrri
hálfleikur var hálfnaður. Þá var
staðan 25:22. Staðan i leikhléi var
svo eins og áður sagði 50:49
UMFN i vil.
Siðari hálfleikur var einnig jafn
og skiptust liðináumað hafa for-
ystu eða þar til á 11. minútu siðari
hálfleiks að þeim tókst að komast
i fjögurra stiga forystu og þeim
mun héldu þeir út leikinn og gott
betur. Þeir juku hann i 10 stig og
lokatölur urðu 98:88 UMFN i vil.
Njarðvikingar fengu þarna
mikla mótspyrnu sem þeir hafa
eflaust ekki reiknað með. Leikur
liðsins var ákaflega köflóttur og
hafa þeir sunnanmenn oft leikið
betur án þess þó að verið sé að
gera li'tið úr frammistöðu
IR-inga. Stigahæstur i' liðinu var
að venju Danny Shouse, hann
skoraði 31 stig en Gunnar
Framhald á bls 19
1 1 1 ll i í 1 •úmmmI ■ lif f i
i g y | HJj 1 i i'
1 | l il l i i.I |" 11 1 I í'-J-'ll lil J J ' 1 11
118 Í 1 I 1 i fc i I l l iJl 11| ? J " > É ]1||J
1, 1 f H1 i |í II I í iMjii
i 1 E f ! }f W a M >'-■
1 Í11 m f !■ m II 11
1 1 111 ÍÍB^ÖÍ
H '' f
iþróttasamband tslands efndi til blaðamannafundar að Hótel Loftleiðum á sunnudagskvöldið og til-
kynnti þar hverjir höfðu verið valdir íþróttamenn ársins ihinum ýmsu iþróttagreinum. Verðlaunin voru
feiknafallegar keramikskálar sem fyrirtækið Frjálst framtak gaf. Á myndinni eru þeir sem verðlaunin
hlutu. Efri röð frá vinstri: Björn Þór Ólafsson (skfði), Gunnlaugur Jónasson (siglingar), Hannes
Eyvindsson (golf), Bjarni Friðriksson (júdó), óskar Jakobsson (frjálsar Iþróttir), Torfi Magnússon
(körfuknattleikur), Leifur Harðarson (blak), Páll Björgvinsson (handkilattleikur), Karl Óskarsson
(skotfimi), Ingi Þór Jónsson (sund).
Neðri röð frá vinstri: Kristfn Magnúsdóttir (badminton), Áslaug óskarsdóttir (fimieikar), Sigurrós
Karisdóttir (sund fatlaðra), Ragnhiidur Sigurðardóttir (borötennis) og Skúli Óskarsson (lyftingar).
Aðaluppistaðan
úr Fram og FH
í kvennalandsliðinu sem valið hefur
verið til æfinga fyrir HM-keppnina
Eins og áður hefur
komið fram tekur is-
lenska kvennalandsliðið
i handknattleik þátt i
b-keppni heims-
meistarakeppninnar i
handknattleik á næsta
ári og munu þær taka
þátt i forkeppni sem
verður i vor. Nýlega
voru valdar eftirtaldar
stúlkur til æfinga til
undirbúnings keppni
þessari:
Markv. Kolbrún Jóhannesdóttir
Fram
Gyða Olfarsdóttir FH
Jóhanna Pálsdóttir Val.
aðrir leikmenn:
Guðriður Guðjónsdóttir Fram
Jóhanna Halldórsdóttir Fram
Sigrún Blómsterberg Fram
Oddný Sigsteinsdóttir Fram
Margrét Blöndál Fram
Katrin Danivalsdóttir FH
Kristjana Aradóttir FH
Margrét Theódórsdóttir FH
Hildur Harðardóttir FH
Erna Lúðvikdsóttir Valur
Sigrún Bergmundsdóttir Valur
Arna Garðarsdóttir KR
Olga Garðardóttir KR
Eirika Asgrimsdóttir Vikingur
Ingunn Bernódusdóttir Vikingur
Erla Rafnsdóttir IR
Á þessu stigi málsins er ekki
vitað við hverja verður leikið eða
hvar en i forkeppni þessari er
leikiðum 4laussæti tilþátttöku b-
keppninni sjálfri sem verður i
^Danmörku nóvember/desember
1981. Til eflingar þessari þátt-
töku eru stúlkurnar með happ-
drætti i gangi og viljum við hvetja
fólk til að kaupa miða er þeim
verður boðið en dregið verður 23.
desémber n.k.