Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.12.1980, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 17. desember 1980 19 flokksstarfiö laugardaginn li. des. nr.4615 sunnudaginn 7. des. nr.4761 mánudaginn 8. des. nr.4276 þriðjudaginn 9. des. nr.1145 miðvikudaginn 10. des. nr.2251 fimmtudaginn 11. des. nr.2422 föstudaginn 12. des. nr.3248 laugardaginn 13. des. nr. 3077 Aðalfundur FUF i A-Hún. Vegna óviðráðalegra ástæöna verður aðalfundur FUF i A-Húna- vatnssýslu ekki haldinn fyrr en i janúar 1981 en þá munu mæta á fundinn þingmennirnir Guðmundur Bjarnason og Halldór Asgrims- son. Munu þeir ræða stjórnmálaviðhorfið og greina frá störfum Alþingis i vetur. Eru heimamenn hvattir til að nota þetta einstaka tækifæri og fjöl- menna á fundinn. Dagskrá nánar augiýst siðar. Stjórnin. Jólahappdrætti SUF Vinningar: þriðjudaginn 2. des. nr.3201 miðvikudaginn 3. des. ncl98 fimmtudaginn 4. des. nr.762 föstudaginn 5. des. nr.3869 Nýnasisti © landi sem geti útvegað honum vinnu. Helgi Gíslason sendiráðsritari i Paris kvaðst þegar i stað hafa sent utanrikisráðuneytinu skýrslu um málið og vildi litlu við þá skýrslu bæta. — Við vitum ekki einu sinni, hvort þetta er réttur maður, en hann gaf upp þetta nafn, sagði hann. Að sögn Berglindar Ásgeirs- döttur i utanrikisráðuneytinu hvilir dómur á Frederiksen i Frakklandi og flokkur hans hefur verið bannaður. Hefur skýrslu sendiráðsins i Paris um atburð þennan verið komið til dóms-" málaráðuneytisins. — Þetta er beiðni þess eðlis, sem við eigum um að fjalla. Að visu má ætla, að sendiráðsmenn hafi gengið út frá þvi, að þessu yrði ekki tekið mjög liklega, gerðu reyndar enga tillögu um málið. Þeir ganga sjálfsagt út frá þvi sem sjálfsögðu, að þetta þyki ekki æskileg viðbót. Þetta er nú raunar svolitið hjákátlegt með þessar beiðnir, sem koma frá öðr- um löndum, venjulega er nú litið á eftirleitar og póliti'skt hæli sem hlut, sem skeður á staðnum, en ekki per póst, sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dóms- málaráðuneytinu um málið. Komumst ® er, þá sé enginn flugkostur fyrir hendi til leitarflugs, ef með þarf. Núverandi skipakost landhelg- isgæslunnar telja starfsmenn hennar i algjöru lágmark og út- haldi skipanna er lika haldið niðri isparnaðarskyni, það svo að sl. 2 sumur hafa ekki verið nema 2, og stundum bara 1 skip við eftirlit. — Landhelgisgæsla er náttúr- lega ekki einkamál okkar hjá landhelgisgæslunni, hún á að vera mál allrar þjóðarinnar. Ekki dytti okkur i hug að láta hvern sem er vaða yfir landið okkar. Landhelgin er lika lögsaga okkar, sagði Höskuldur Skarphéðinsson að lokum. Mannaráðning O en varnarliðinuer nú heimilt að ráöa i þær stöður sem losnað hafa. Þessi ráðstöfun kemur einnig til með að bæta að nokkru þær atvinnuhorfur sem eru nú á Suðurnesjum en i samtali við Timann sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður og for- maður Verkalýðsfélags Kefla- vikur og nágrennis að því miður héldi hann að þessi ráðstöfun kæmi til með að hafa litil áhrif strax en hins vegar væri þetta vissulega jákvætt er til lengri tima væri litið. Hann sagði ennfremur, að at- vinnuástandið á Suðumesjunum væri mjög ótryggt og sem dæmi um áhyggjur fólks yfir þvi nefndi hann að verkakvennafé- lagið hefði nýlega ályktað að þegar yröi hafist handa um upp- Dyggingu atvinnulifs þar og teknar ákvarðanir sem hægt væri að treysta i þvi sambandi. Fjárfestíng O eru taldar munu dragast saman að raungildi frá fjárfestingu þeirraá þessu ári. ibúðabygging- ar verða samkvæmt áætluninni ó- breyttar, en opinberar fram- kvæmdir munu hins vegar aukast um 0,7%. Einungis orkufram- kvæmdir á vegum hins opinbera munu á næsta ári kosta 106 mill- jarða króna. Erlendar lántökur á árinu 1981 eru eins og áður hefur komið fram, áætlaðar 134 milljarðar og 848 milljónir króna. Langstærsta lántakan er vegna framkvæmda Landsvirkjunar, rúmir 46 mill- jarðar. Þá eru lántökur vegna hitaveitna 18,4 milljarðar, vegna innlendra skipasmiða lOmilljarð- ar, og vegna innflutnings á skip- um 5 milljarðar. Þá er lántaka vegna Orkubús Vestfjarða 2,7 milljarðar og Járnblendiverk- smiðju 1 milljarður. 176 íbúöir byggð 17 mishá fjöl- býlishús, 2-4 hæðir, með samtals 176 ibúðum. Húsunum er raðað i fjórar sam- stæður umhverfis sameiginlegt garð- og leiksvæði, en undir þvi eru neðanjarðar bifreiðaskýli, þar sem hver ibúð fær rétt fyrir eitt bifreiðarstæöi. Hverri sam- stæðu fylgir mjög fullkomið þvottahús. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, tók sem fyrr segir fyrstu skóflustunguna, og sagði við það tækifæri, að fyrirhuguð byggingarframkvæmd bæri vott um þann stórhug i átt til félags- legra bygginga, sem kæmi fram i nýju lögunum um félagslegar byggingar. Taldi Svavar að hin aukna á- hersla sem lögð verður á félags- legar ibúðir koma til með að gjör- breyta húsnæðismarkaðnum og styrkti almenning i landinu i' bar- áttunni til betri lifskjara og i' bar- áttunni gegn verðbólgunni. Súrál O ingsaðferö þá sem liggur til grundvallar útreikningunum og tölulegar niðurstöður þessara at- hugana. Rikisstjóm Islands hefur kynnt Alusuissemál þetta með formleg-_ um hætti og gaf fyrirtækinu kost* á að koma á framfæri upplýsing- um og skýringum áður en ipálið væri kynnt almenningi og Alþingi. Einn af varaforstjórum Alusuisse kom til Islands i þessu skyni og voru helstu svör hans þau, að inn i útflutningsverðið frá Astraliu vantaði hluta af kostnaði við f jár- festingu Alusuisse þar og að Alu- suisse greiddi talsverðar fjár- hæðir til framleiðslufyrirtækj- anna i Astraliu ár hvert, vegna kostnaðarhækkana og kæmu þær fjárhæöir ekki fram i útflutnings- verðum áströlsku hagskýrslanna, en þaöan hef ur iönaöarráöuneytiö upplýsingar sinar. Staöhæfði hann, aö súrálsveröin til ISAL væru i samræmi við viðskipti milli óskyldra aðila. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra sagði á fundinum i Lögregluþjóni á Sauðárkróki: Vikið frá starfi vegna ákæru um fíkniefnasmygl AM — i gær var ákveðið að vikja úr starfi lögregluþjóni á Sauðár- króki, sem á fyrra ári var dæind- ur í 45 daga gæsluvarðhald, sem llæstirettur hafði staðfest og einu sinni framlengt. Sætti hann þessu varðhaldi vegna ákæru um eiturlvfjasölu. en tveir menn þóttust hafa keypt af honum allt að tvö kiló af maiijúana, LSD töfl- ur, amfetamin og dexedrin. Mað- urinn hafði verið á tlðum feröa- lögum til fjölmargra landa og tal- ið að hann hefði þá verið i við- skiptaerindum vegna fikniefna.. Mál þetta vekur athygli um þessar mundir, þar sem rannsókn er nú nýlokið og saksóknari búinn að fá það i hendur. Hefur verið gagnrýnt að maðurinn gegni lög- reglumannsstarfinu á meðan hann liggur undir ákærunni. Flugleiðir settu tímahömlur KL — „Flugleiðir settu ákveönar timahömlur á aðgang landhelgis- gæslunnar að Fokker-flugvélinni i þeim samningi, sem þær buðu okkur i sölusamningnum, og okk- ur fannst þær óaðgengilegar,” segir Höskuldur Skarphéöinsson skipherra i tilefni af þeim um- mælum, sem höfð voru eftir Sveini Sæmundssyni i Timanum i gær, að vélin væri landhclgis- gæslunni til reiðu, ef mikið lægi við. — Flugleiðir undanskildu tim- ann frá 1. júni til 15. september, 2 vikur um jól, 2 vikururn páska, 10 vikur að vetrarlagi, þegar aðrar vélar félagsins væru i skoðun, og alltaf, þegar einhverjar at þeirra vélum væru bilaðar. Þetta iannst okkur mönnum óaögengilegt með öllu, svo litils virði fyrir okkur, að við gætum alveg eins hafnað þvi og sleppt þvi alveg. Þvi að hvaða dagar eru þá eftir? Mér sýnist á þessu, aö Flugleið- á aögang að Fokkernum.” segir Höskuldur Skarphéöinsson skipherra ir 'bjóði landhelgisgæslunni, að hún geti fengið vélina til afnota nákvæmlega, þegar þær þurfa ekkert á henni að halda, sagði Höskuldur Skarphéðinsson að lokum. Alþingi ræöir skuttogarakaup til Þórshafnar og Raufarhafnar: „Ætlaö að eyða atvinnu- leysi og stöðva tekjulækkun” — Verður 500 milljóna halli á fyrsta rekstrarári? JSG — „Eins og mál horfa við i dag, verður ckki annaö séð en að eina leiöin til aö ná þeim árangri sem að er stefnt sé að útvegaður verði sameiginlegur viöbótar tog- ari fyrir Raufarhöfn og Þórshöfn, og mæli ég eindregið með aö gerðar vcrði ráöstafanir til þess hið fyrsta,” segir m.a. i bréfi Sverris Hermannssonar til rikis- stjórnarinnar frá þvf i júli s.l. vegna togarakaupanna til Þórs- hafnar og Raufarhafnar og sjávarútvegsráðherra las upp við umræöur á Aiþingi i gær. gær, að hann teldi þessar skýr- ingar ekki trúveröugar við fyrstu sýn. Þó sagði hann að þær yrðu kannaðar gaumgæfilega áður en endanleg afstaða yröi tekin til þeirra. Iðnaðarráðuneytið hefur i við- ræðum við Alusuisse itrekað þann vilja rikisstjórnarinnar að mál þetta verði tekið upp milli aðila hið fyrsta, og aö viðræður um endurskoðun allra samninga milli Alusuisse og islenskra aðila hefj- isthiðfyrsta. Gerter ráð fyrir þvi að slikar viðræður geti hafist snemma á næsta ári. Að sögn Hjörleifs mun hækkun á orku- verði verða helsta baráttumálið i þeim viðræðum. íþróttír © Þorvaröarson skoraði 24 stig, þar af 20 i siðari hálfleik. IR-ingar geta verið ánægðir með þennan leik. Leikur liðsins var mjög góður og það nýja leik- kerfi sem þeir reyndu i leiknum gaf þeim margar góðar körfur. Liðið saknaði Kolbeins nokkuð mikið og nærvera hans hefði ef til vill breytt úrslitununtp nokkuð. Þeir Jón Jörundsson og Andy Fleming áttu báðir góðan leik og skoruðu jafnmikið eða 26 stig en næstur kom Kristinn Jörundsson með 14 stig en barðist að venju mjög vel. Leikinn dæmdu þeir Þráinn Skúlason og Jón Otti Ólafsson og gerðu þeir það vel. —SK Ráðherra sagði það koma sér á óvart þegar stjórnarmenn i Framkvæmdastofnun væru nú að sverja af sér alla aöild að togara- málunum. Hann taldi aö fyrir þátt sinn þyrfti stofnunin ekki að skammast sin , hún ætti einmitt að beita sér i byggðamálum, og hér væri einmitt verið að skapa atvinnu á stað þar sem atvinnu- leysi og lækkun tekna hel'ðu verið áberandi undanfarin tvö ár. Ráð- herra sagði að fólksfækkun hefði á Þórshöfn verið 4,5% siöustu tvö ár. „Norð-Austurland er strálbýll landshluti, og þar má enginn hlekkur bresta. Hnignun eins staðar mun óumflýjanlega hafa áhrif á aðra staði, og siðan lands- hlutann sem heild,” sagði sjávar- útvegsráðherra. Fram kom að kaupverð hins nýja togara sem er 496 brúttólest- ir, verður 2,4 milljarðar, en nauð- synlegar breytingar munu kosta 700 milljónir. Rikissjóður gengur i ábyrgð fyrir 80% af kaupverð- inu. en Byggðasjóður lánar 20%. Steingrimur Hermannsson og Eggert Haukdal töldu þetta nokkuð hærra verð en rætt hefði veriðum i upphafi, en Steingrim- ur benti þá til samanburðar að togari sem verið væri að smíða fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur i Stálvik myndi kosta nálægt 5 milljörðum. Varðandi rekstrargrundvöll hins nýja togara sagði sjávarút- vegsráðherra að reikna mætti með að tekjur á fyrsta ári yrðu 1000til HOOmilljónir króna, en af- borganir og vextir verða á sama tima 650 til 700 milljónir. Þvi myndi útgerðin ekki verða i jafn- vægi á árinu, þó tekjur myndu slaga hátt i gjöld. Kjartan Jó- hannsson taldi að þessar tölur sýndu að 500 milljóna halli yrði á útgerðinni á fyrsta ári, þvi annar kostnaður en fjármagnskostn- aður yrði 750 til 800 milljónir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar Hildar Benediktsdóttur Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Elli og hjúkrunar- heimilinu á Höfn Steinunn óladóttir fjölskylda og systkini hinnar látnu. ‘Útför bróður okkar, / Péturs S. Sigurðssonar bifreiðastjóra verður gerð frá Fossvogskirkju föstudagilin 19. þ.m. kl. 13.30 Guðrún Sigurðardóttir Gisli Sigurðsson Sveinn Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.