Tíminn - 23.12.1980, Side 9

Tíminn - 23.12.1980, Side 9
Þriðjudagur 23. desember 1980 13 Minning Ólafur Jónsson Þegar ólafur Jónsson fyrrv. ráðunautur, ólafur i Gróðrar- stöðinni, er til moldar borinn, er lokið ævidegi manns, sem orðið hefur islenskum landbúnaði nyt- samari en flestir aðrir á þessari öld. Stundum er sagt, að afburða- menn séu helst ekki metnir að verðleikum fyrr en eftir dauða sinn. Sem betur fer er þetta ekki föst regla og a.m.k. á þaö ekki við um Ólaf Jónsson. Að vera gerður að heiðursfélaga i þeim félags- skap, sem menn starfa í, er e.t.v. ekkert dyggjandi merki um verð- leika, en samt eiga menn varla völá öðru betra til að tjá virðingu og þakkir fyrir vel unnin störf i almannaþágu. Þess heiðurs varð Ólafur aðnjótandi i öllum þeim félagsskap landbúnaðarins, sem hann hafði afskipti af: Búnaðar- sambandi Eyjafjaröar, Rækt- unarfélagi Norðurlands og Búnaðarfélagi tslands. Ennþá fyrr hafði islenska rikið sýnt honum þann sóma, sem það getur æðstan veitt, að sæma hann fálkaorðunni fyrir störf sin. Starfsvettvangur ólafs var fyrir norðan. Hjá Ræktunarfélag- inu vann hann i tilraunastöð þess á Akureyri, Gróðrarstöðinni, i 25 ár og sem framkvæmdastjóri þess miklu lengur eöa 40 ár. Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar var hann 5 ár sem ráðunautur og siðan hjá Sambandi nautgripa- raáctarfélaganna þar, S. N.E. i 8 ár. Hinn langi starfsferill ólafs er aö þvl leyti óvenjuíegur, að’á efri árum „verteraði” hann, eins og það er kallaö I skóla, þegar menn hætta viö nám i einni grein i miöj- um kliöum og snúa sér að annarri. Hann, sem verið hafði um langan aldur frumkvöðull og leiðbeinandi i öllu, sem að jarð- rækt lýtur, meðferð grdðurmold- ar og ræktun nytjajurta, „verteraði” yfir i búfjárræktina, þegar hann var kominn á sjötugs aldurinn og tók aö skipuleggja ræktun mjólkurkúnna við Eyja- fjörð I afkvæmarannsóknarstöö- inni á Lundi við Akureyri. Að þvi starfi gekk óíafur meö alveg sama brennandi áhuganum ogsömu verkkunnáttu, sem hann reyndarbjósig sérstaklega undir með kynnisferð til Norðurlanda, eins og hann gerði ungur maður, erhann hóf jarðræktartilraunirn- ar I Gróðrarstöðinni meira en 30 árum áður. Og i báöum tilvikum varð árangur starfa hans mikill og óumdeilanlegur. Það er vandaverk að gera út- tekt á störfum manns eins og Ólafs Jónssonar, og til þess geri égengatilraun hér. Þóheldég, að margir muni verða sammála um, að það sem einkenndi hann öðru fremur sem tilraunamann og ráðunaut, hafi verið það, hve praktiskur hann var i viöhorfum til vandamálanna og i túlkun á niðurstöðum. Teorian var eflaust I lagi, en hún er ekki nóg út af fyrir sig. En hann þekkti vandamálin, eins og þau birtast bændunum I hversdagsleika bú - skaparins.og miðaði leiðbeining- arnar við það. Ef til vill má segja sem svo, að hannhafi jafnan gætt þess að halda traustu sambandi við „grasrótina” bæði i' eiginleg- um og óeiginlegum skilningi. Og ólafur hélt góðu sambandi við grasrótina einnig i félagslegu merkingunni,i félagsskap bænda. Þar var hann virkur i besta skiln- ingi og naut trúnaðar bænda i fyllsta máta, sem best sannast á þvi, að Eyfirðingar sendu hann sem fulltrúa sinn á Búnaöarþing i 26 ár samfleytt. Þar var hann mikils metinn alla tið og talinn meðal þeirra, (jafnan tiltölulega fáu) sem móta stefnu og stýra þróun mála. Fyrir þátt hans á þeim vett- vangi meðal margs annars kaus Búnaðarfélag Islands hann heiðursfélaga sinn árið 1967. Nú að leiðarlokum vill félagið votta honum virðingu og þakkir fyrir hans ágæta hlut I sókn og sigrum islenskrar bændastéttar á þeimlanga og viðburðarika tima, sem hann stóð i fremstu röð sam- taka þeirra. Undirritaður kynntist Ólafi Jónssyni töluvert mikið sem ráðunaut og félagsmálamanni, og var hann þá kominn yfir miðjan aldur. Samt er það ekki sú hlið mannsins, sem ég kynntist best eöa minnist mest, þegar ég nú lit til baka. Það er alkunnugt, að áhugamál hans og störf voru margvisleg og rúmuðust ekki öll á landbúnaðarsviðinu. Þannig er það miklu fremur útilifsmaður- inn, náttúruskoðarinn, bók- menntamaðurinn og söngmaður- inn ólafur Jónsson, sem mér er efst I huga nú. Við fórum saman nokkrar ógleymanlegar öræfaferðir. Ég tel mig eiga honum mikiö að þakka, hann kenndi mér að láta heiliast af fjöllunum. Ég minnist gönguferða á Sprengisandi og glúntasöngs 1 tjaldi við Köldu- kvisl. Ég minnist ferðar af Kili vestur yfir Langjökul til Borgar- fjarðar. Og ég minnist skiðaferða á Glérárdal og á Vaðlaheiði alltaf með ólafi. Hann var afskaplega skemmtilegur og fræðandi feröa- félagi, einn þeirra manna, sem gott er að hafa kynnst. Ég vil að lokum tjá þakklæti mitt fyrir kynninguna við Ólaf Jónsson i Gróðrarstöðinni og votta ekkju hans og dætrum samúð við fráfall hans. HjörturE. Þórarinsson. Vélstjóri Vélstjóra vantar á MB Frey SF 20, Upplýsingar i sima 97-8192 eða 97- 8222. þjónusta vinnsla u landbúnaðarafurða vinnsla sjávarafurða allt í einu númeri sna aa gefur samband við allar deildir kl. 9-18 KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI BQapartasalan Höfðatúni 10, simi 11397. Höfum notaöa varahluti I 'flestar gerðir bfla, t.d. vökvastýri, vatns- kassa, fjaðrir, rafgeyma, vélar, felgur o.fl. i Ch. Chevette ’68 Dodge Coronette ’68 Volga ’73 Austin Mini ’75 Morris Marina ’74 Sunbeam ’72 Peugeot 504, 404, 204, ’70, ’74 Volvo Amazon ’66 Willys jeppi ’55 Cortina ’68, ’74 Toyota Mark II ’72 Toyota Corona ’68 VW 1300 ’71 Fiat 127 ’73 Dodge Dart ’72 Austin Gipsy ’66 Citroen Pallaz ’73 Citroen Ami ’72 Hilman Hunter ’71 Trabant ’70 Hornet ’71 Vauxhall Viva ’72 Höfum mikið úrval af kerru- efnum. Bilapartasalan, Höfðatúni 10. Simar 11397 og 26763. Opið kl. 9-7, laugar- daga kl. 10-3. Höfum opiö i hádeginu. Bflapartasalan, Höfðatúni 10. VARIST STEIN- SKEMMDIR OG LEKA KLÆÐIÐ MEÐ BLIKKI. FRAMLEIÐUM ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA. BLIKKVER BIIKKVER SELFOSS1H Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040 FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaS kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja oruggt rafmagn um hátiðirn ar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yf ir daginn eins og kostur er, eink- um á aðfangadag og gamlársdag. Forð- ist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. raf magnsof na, hrað- suðukatla og brauðristar — einkanlega meðan á eldun stendur. 2Farið varlega með öll raftæki til að forð- ast bruna og snertihættu. Illa meðfarnar iausataugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Otiljósasamstæður þurfa að vera vatns- þéttar og af viðurkenndri gerð. 3Eigið ávailt til nægar birgðir af vartöpp- um (,,öryggjum''). Helstu stærðir eru: 10 amper — Ijós 20-25 amper = eldavél 35 amper = aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr ibúð, (t.d. eldavél eða Ijós), getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. 5Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íþúina í aðaltöflu hússins. 6Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja í gæslumann Raf- magnsveitu Reykjavikur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Geymið auglýsinguna. t Möðir okkar og tengdamóðir Bergný Magnúsdóttir sem lézt 20. des. sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 30. desember kl.10.30 f.h. Ásgrimur Sveinsson Hólmfriður Jóhannsdóttir Guömundur Björnsson Viktoria Kristjánsdóttir Kristin Björnsdóttir Jóhannes Pétursson Hrefna Björnsdóttir K jartan Guðjónsson Svavar Björnsson Asa Kristinsdóttir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.