Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 8
Þriðjudaginn 26. júní verður
farin fræðslu- og gönguferð um
Hengilsvæðið.
Hugað verður að
orkunni og beisl-
un hennar, orku-
jarðfræði, gróðri og sögu. Mæting við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól
kl.19:30. Leiðsögumenn eru Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, og Kristinn
H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur.
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
Ganga um
Hengilssvæðið
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
80
05
0
6.
2
0
0
7
Hvað heitir nýkrýndur ljót-
asti hundur heims?
Hvað heitir heiðin þar sem
mosabruninn varð?
Eru geitungar seint eða
snemma á ferðinni í ár?
Neytendasamtökin hafa kvartað til
Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Heklu á
Volkswagen-bílum. Þar eru bílar frá Heklu kallaðir
„grænir“ vegna þess að umboðið greiðir fyrir kolefn-
isjöfnun nýrra bíla í eitt ár.
Á heimasíðu samtakanna segir að samtökin telji
fullyrðinguna „Þeir eru allir grænir“, sem kemur
fram í auglýsingunni, villandi. Bílar séu langt frá því
að vera „grænir“ ef hugtakið grænn sé skilið sem
„umhverfisvænn“ eins og gefið sé í skyn í auglýsing-
unum. Neytendasamtökin geta engan veginn tekið
undir að eins árs kolefnisjöfnun samsvari því að bíll
sé grænn eða umhverfisvænn, segir í tilkynningu á
heimasíðunni.
„Við teljum okkur ekki vera að villa um fyrir einum
né neinum, það kemur skýrt fram í auglýsingunum
að orðið grænn vísar í eins árs kolefnisjöfnun bíls-
ins,“ segir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu.
„Við lítum svo á að í þetta eina ár séu bílarnir grænir,
og eftir að árinu lýkur er kolefnisjöfnunin á ábyrgð
eigandans. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá
neytendum við þessari herferð.“
Þegar bíll er kolefnisjafnaður er ákveðinn fjöldi
trjáa gróðursettur, sem ætlað er að vega upp á móti
útblæstri bílsins.
Villandi að kalla bílana græna
Karl Ágúst Úlfsson, leik-
stjóri, leikari og rithöfundur, var
valinn bæjarlistamaður Garða-
bæjar 2007. Gunnar Einarsson
bæjarstjóri afhenti Karli Ágústi
starfsstyrk listamanna árið 2007
við hátíðlega athöfn í Vídalíns-
kirkju á þjóðhátíðardaginn 17.
júní.
Garðabær hefur afhent
starfsstyrk til listamanns eða
listamanna frá árinu 1992. Sá aðili
sem hlýtur starfsstyrkinn er
nefndur bæjarlistamaður
Garðabæjar. Bæjarstjórn
Garðabæjar velur bæjarlista-
mann í samráði við menningar- og
safnanefnd bæjarins.
Karl Ágúst bæj-
arlistamaður
Barack Obama,
einn frambjóðenda demókrata til
forsetaembættis, gagnrýnir
hægrisinnaða evangelíska kristna
leiðtoga fyrir að nýta sér ólíkar
trúarlegar skoðanir í þeim
tilgangi að valda deilum og
klofningu í samfélaginu.
Obama talaði á kirkjuráðstefnu
á laugardaginn. Hann sagði
trúnni hafa verið rænt og að hann
saknaði þeirra daga þegar hún
var notuð til þess að færa fólkið
saman.
„Þeir þreytast ekki á að segja
evangelískum kristnum að
demókratar beri ekki virðingu
fyrir kirkjunni. Á meðan gefa
þeir restinni af þjóðinni þau
skilaboð að einu málin sem skipti
trúrækna Ameríkana máli séu
fóstureyðingar, hjónabönd
samkynhneigðra og skólabænir,“
sagði Obama. -
Segir trúnni
hafa verið rænt
Bryndís Kristjánsdótt-
ir, skattrannsóknarstjóri ríkisins,
vill að embættið fái vald til að
ákæra skattsvikara fyrir dómstól-
um. Þannig verði hægt að koma í
veg fyrir að skattsvikamál dagi
uppi hjá ríkislögreglustjóra.
Bryndís lýsti þessari skoðun sinni
í grein sem birtist í Morgunblaðinu
í gær. Tilefni skrifanna eru yfirlýs-
ingar Helga Magnúsar Gunnarsson-
ar, saksóknara efnahagsbrota hjá
ríkislögreglustjóra, í fjölmiðlum
undanfarið. Þar hefur hann meðal
annars líst þeirri skoðun sinni að
sökum þess hversu örðugt er fyrir
hans embætti að vinna mál á til-
skildum tíma vegna mannfæðar
væri réttast að leggja embætti
skattrannsóknarstjóra niður og
færa verkefni þess og mannafla á
hendur saksóknara efnahagsbrota.
Helgi hefur jafnframt sagt að hjá
skattrannsóknarstjóra sé ekki sér-
þekking á því hvað þurfi til að sak-
fella skattsvikara. Því hafi lögregl-
an oft þurft að rannsaka málin aftur
nánast frá grunni.
„Við rannsókn hjá skattrann-
sóknarstjóra er farið að lögum um
meðferð opinberra mála,“ segir
Bryndís í grein sinni. „Innan emb-
ættisins hefur byggst upp þekking
og reynsla og eru færustu sérfræð-
ingar starfandi hjá embættinu í
dag.“
Skráð atvinnu-
leysi í maí var 1,1 prósent sem
þýðir að 1.759 voru án vinnu.
Atvinnulausum fækkaði um tæp
sex prósent frá apríl þegar 1.866
voru án vinnu.
Atvinnuleysið í maí var um 15
prósentum minna en í maí á síð-
asta ári.
Í lok maí voru 610 störf laus og
fjölgaði lausum störfum frá apríl-
mánuði.
Vinnumálastofnun skýrir frá
þessu.
Samkvæmt tölum stofnunarinn-
ar minnkaði atvinnuleysi á lands-
byggðinni um tíu prósent á milli
apríl og maí og um 1,4 prósent á
höfuðborgarsvæðinu.
Fleiri konur eru atvinnulausar
en karlar en atvinnuleysi karla
minnkaði mun meira á milli mán-
aðanna en kvenna.
Í maí voru gefin út 47 ný
atvinnuleyfi til íbúa utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins en
nýskráningar ríkisborgara frá
nýjum ríkjum Evrópusambands-
ins voru tæplega sjö hundruð.
Vinnumálastofnun ráðgerir að
atvinnuleysi í júní muni ekki
breytast mikið frá því sem var í
maí og bendir á að atvinnuleysi
stóð í stað þessa sömu sumarmán-
uði í fyrra.
1.759 án vinnu en 610 störf laus
Nærri 200 prófess-
orar, listamenn og fleiri þekktir
einstaklingar, sumir við háskóla í
Bandaríkjunum, Bretlandi og
Japan, hafa skrifað undir áskorun
til Nicolas Sarkozy Frakklands-
forseta, þar sem stofnun nýs
ráðuneytis innflytjenda- og
þjóðernismála er mótmælt.
Í áskoruninni, sem var birt í
vinstriblaðinu Libération, er farið
fram á að nafni ráðuneytisins
verði breytt, þar sem það gefi í
skyn að innflytjendur séu
vandamál, og víðtækar valdheim-
ildir þess verði skornar niður.
Sarkozy gerði þjóðernismál að
áherslumáli í kosningabaráttunni
og vann þar með fylgi kjósenda
yst á hægri vængnum.
Þjóðernisráðu-
neyti mótmælt
Guðmundur Kristj-
ánsson, forstjóri Brims hf., segir
ekkert mál að eyða hundruðum
milljónum króna í hafrannsóknir
sem ekkert kemur út úr. Hann
bendir á að það þurfi að tengja
saman hvernig hafrannsóknum sé
stjórnað og hvernig þeim sé
varið.
„Við sem komum inn í þessa
grein löngu eftir að kvótakerfið
kom á þurfum að spila eftir lögun-
um og þau eru alveg skýr og löngu
búið að útdeila veiðiréttinum.
Hins vegar hafa hafrannsóknir
setið á hakanum því við höfum
ekki komist upp úr þessu arga-
þrasi með kvótakerfið,“ segir Guð-
mundur og bendir á að hægt sé að
nýta skip og mannskap útgerðar-
manna til hafrannsókna.
Guðrún Marteinsdóttir, prófess-
or í fiskifræði við Háskóla Íslands,
sagði í viðtali við Fréttablaðið í
gær að fara verði að veiðiráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar fyrir
næsta fiskveiðiár og jafnframt
setja upp áætlun til langs tíma um
hvernig staðið verði að rannsókn-
um og nýtingu stofnsins til fram-
tíðar.
Varðandi hver eigi að koma að
kostnaði á slíkum rannsóknum
segir Eggert Benedikt Guð-
mundsson, forstjóri HB Granda,
að sjálfsagt sé að styðja allt sem
mögulega gæti eflt rannsóknir og
þekkingu á sjónum í kringum
okkur. „Hver stendur svo straum
af þeim kostnaði tengist í raun
annarri umræðu og fleiri málum,“
segir Eggert Benedikt.
Arnbjörg Sveinsdóttir, formað-
ur sjávarútvegs- og landbúnaðar-
nefndar alþingis bendir á að staða
sjávarútvegsfyrirtækja sé mis-
góð og því óeðlilegt að krefja þær
útgerðir um fjármagn sem standa
höllum fæti. „Ég tel að það þyrfti
að hafa samráð við hagsmuna-
samtök útvegsmanna áður en
teknar eru frekari ákvarðanir
um aðkomu þeirra að rannsókn-
um.“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna, segir
hugmyndir Össurar Skarphéð-
inssonar iðnaðarráðherra um að
fara með hafrannsóknir í
umhverfisráðuneytið ekki skyn-
samlegar. „Þá er farið með rann-
sóknir og ákvörðunarvald frá
þeim sem eiga mestra hagsmuna
að gæta og hafa mestu þekking-
una.“
Hafrannsóknir hafa
setið á hakanum
Sjálfsagt að styrkja hafrannsóknir segja útvegsmenn. Formaður sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefndar bendir á misgóða stöðu sjávarútvegsfyrirtækja.