Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 28
„Hlöllabátar hafa alltaf verið
í uppáhaldi hjá mér,“ segir
Gunnþór Ingólfsson, rekstrar-
stjóri Hlöllabáta á Akureyri,
en skyndibitastaðurinn var ný-
lega opnaður fyrir norðan og er
til húsa í gömlu Borgarsölunni í
miðbænum. Gunnþór er ánægð-
ur með staðsetninguna sem hann
segir mjög góða. „Við erum hér á
horninu á göngugötunni og Ráð-
hústorginu og ætlum að hafa
opið á daginn, á næturnar og um
helgar,“ segir hann og bætir við
að svona stað hafi vantað í veit-
ingahúsaflóruna á Akureyri. „Ég
held að þetta hafi verið einmitt
það sem vantaði hingað og er
mjög bjartsýnn á að þetta muni
ganga vel.“ Gunnþór segist hafa
leitast eftir að hafa staðinn sem
líkastan Hlölla-bátum í Reykja-
vík. „Ég fór suður og kynnti
mér starfsemina þar. Hér verða
veggborð og barstólar svo það
verður hægt að tylla sér niður.
Þetta verður alveg eins og fyrir
sunnan og nú þurfa Akureyring-
ar ekki lengur að keyra suður til
að fá sér Hlöllabát.“
Hlöllabátar á Akureyri
Breska stúlknasveit-
in Spice Girls ætlar að
tilkynna um framtíð-
aráform sín á næstu
dögum. Miklar vanga-
veltur hafa verið uppi
um að stúlkurnar ætli
að koma saman á nýjan
leik eftir margra ára
hvíld.
Kryddpíurnar hafa selt yfir þrjá-
tíu milljónir platna og komist á
toppinn víða um heim. Eftir gífur-
legar vinsældir á tíunda áratugn-
um ákváðu þær að einbeita sér að
sólóferlum með afar misjöfnum ár-
angri. Talið er að píunar ætli í tón-
leikaferð um heiminn og að ný plata
sé væntanleg úr þeirra herbúðum.
Yfirlýsing á
næstunni
Sænski trúba-
dorinn José
Gonzalez gefur
út sína aðra
sólóplötu, In
Our Nature,
25. septemb-
er. Á plötunni
verða tíu lög
sem voru tekin
upp á þremur vikum í heimaborg
Gonzalez, Gautaborg.
„Eiginlega öll lögin fjalla um
mannlegt eðli, aðallega heimsku.
Annaðhvort er ég að ásaka sjálfan
mig eða mannkynið í heild sinni
fyrir heimsku. Flest er þetta samt
gert á frekar skondinn hátt.“
Fyrsta plata Gonzalez, Veneer,
kom út fyrir tveimur árum og
vakti á honum mikla athygli. Hélt
hann meðal annars tónleika á Ice-
land Airwaves-hátíðinni við góðar
undirtektir.
Lög um
heimsku
Langri bið Melanie Brown
er loks á enda því nýlega
var henni tilkynnt að pabbi
hinnar þriggja mánaða
gömlu Angel Iris væri
gamanleikarinn Eddie
Murphy.
Breska götublaðið The Sun
greinir frá þessu. Eddie
Murphy hefur neit-
að frá fyrsta degi
að hann sé pabbi
stelpunnar en dóm-
ari í Los Angeles
skikkaði Eddie í
faðernispróf. Nið-
urstöðurnar bár-
ust fyrir helgi
og er Mel B sögð vera í skýjun-
um með að þetta skuli vera komið
á hreint. Náinn vinur Kryddstúlk-
unnar segir hana reyndar
alltaf hafa vitað að Murp-
hy væri faðirinn. „Og
henni finnst ótrúlegt að
það skuli hafa þurft DNA-
próf til að sýna fram á
það,“ hefur The Sun eftir
vininum. „Hún er him-
inlifandi yfir því
að sannleikur-
inn sé kominn
í ljós og ætlar
að einbeita sér
að því að vera
mamma.“
Mel og
Eddie þóttu
á sínum
tíma nokk-
uð undarlegt
par og kom
það fjölmiðl-
um í opna skjöldu að þau skyldu
stinga saman nefjum. Mel varð
síðan ólétt eftir nokkurra vikna
samband en Adam var ekki lengi
í paradís. Eddie hætti með henni
í hollenskum sjónvarpsþætti og
krafðist þess að fram færi faðern-
ispróf. Gamanleikarinn lýsti því
síðan yfir að ef hann reyndist vera
faðirinn myndi hann standa sína
plikt. Angel Iris er sjöunda barn
Eddie en annað barn Mel sem á
stúlkuna Phoenix Chi með Jimmy
Gulzar. Samkvæmt The Sun hefur
söngkonan verið að hitta kvik-
myndaframleiðandann Stephen
Belafonte á milli þess sem hún
undirbýr endurkomu Spice Girls á
föstudaginn í þessari viku.