Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 6
Samhæfðar aðgerð-
ir ríkja við Norður-Atlantshafið
gegn ólöglegum og óábyrgum fisk-
veiðum á svæðinu hafa borið
árangur. Þetta er niðurstaða fund-
ar sjávarútvegsráðherra Norður-
Atlantshafsins sem haldinn var á
Grænlandi og lauk í gær. Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra sat fundinn ásamt ráðherr-
um eða fulltrúm þeirra fá, Græn-
landi, Færeyjum, Kanada, Noregi
og Rússlandi, auk fulltrúa Evrópu-
sambandsins.
Aðgerðir gegn ólöglegum og
óábyrgum fiskveiðum var aðal-
efni fundarins og lýstu ráðherr-
arnir sérstakri ánægju með árang-
ur þeirra. Í fréttatilkynningu frá
sjávarútvegsráðuneytinu segir að
til dæmis hafi ekki orðið vart við
veiðar sjóræningjaskipa á Reykja-
neshrygg það sem af er ári, en
veiðar þeirra þar hafa verið við-
varandi vandamál undanfarin ár.
Áætlað er að þau hafi veitt í það
minnsta 20 þúsund tonn af úthafs-
karfa þar á síðasta ári.
Aðgerðirnar sem gripið hefur
verið til fela meðal annars í sér að
banna skipum sem stundað hafa
ólöglega veiðar að koma til hafnar
aðildarríkjanna. Nokkur sjóræn-
ingjaskip hafa verið rifin í brota-
járn eða kyrrsett.
„Það væri réttast að
stinga úr þér hjartað“, er meðal
hótana sem maður á þrítugsaldri
búsettur á höfuðborgarsvæðinu
hefur notað gegn ungum stúlkum
í spjallforritum á netinu. Umræða
um manninn kom upp á vefnum
MinnSirkus.is fyrr á þessu ári.
Vefstjóri síðunnar brást skjótt
við og lokaði á aðgang mannsins
að síðunni. Vefstjórinn fór síðan
með gögn til lögreglunnar um
hver maðurinn væri og upplýs-
ingar um stúlkur sem maðurinn
hafði áreitt.
Fréttablaðið hefur undir hönd-
um afrit af spjalli mannsins í gegn-
um samskiptaforritið MSN-Mess-
enger. Maðurinn, sem notar
póstfangið waffensssoldier@hot-
mail.com, er þar að ræða við nítján
ára stúlku. Þegar hann komst að
því að stúlkan ætti kærasta reidd-
ist hann. Hafði í hótunum við stúlk-
una og kvað hana skulda sér fyrir
tímann sem hann eyddi í hana.
Meðal annars spyr hann stúlkuna
hvort henni hafi verið nauðgað.
Hann þekki nauðgara sem virðist
alltaf sleppa og ætli að láta hann fá
upplýsingar um stúlkuna.
Í kjölfar spjallsins fór stúlkan
ásamt systrum sínum með tölv-
una sína til lögreglunnar í Kópa-
vogi og vildi leggja fram kæru.
Stúlkan fékk þau svör að þetta
væri líklega bara einhver ruglu-
dallur sem væri heima að leika
sér. Stúlkan var send heim án þess
að af henni væri tekin skýrsla.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn stað-
festir að engin gögn séu skráð um
komu stúlkunnar né vefstjóra
MinnSirkuss.
Fréttablaðið hefur haft uppi á
yfir tug stúlkna, frá fimmtán ára
gömlum, sem hafa átt í samskipt-
um við manninn á síðustu þremur
árum. Þær hafa allar sömu sögu
að segja. Þetta sé skapheitur
maður sem aðhyllist nasisma.
Þegar stúlkurnar hafi ekki viljað
hitta manninn eða tilkynnt honum
að þær ættu kærasta hafi hann
reiðst og hótað þeim ofbeldi, oft
með óbeinum hótunum.
Petrína Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Barnaheillum,
segir að þessi mál séu erfið við-
ureignar. „Það er mikilvægt að
foreldrar séu meðvitaðir um
hvað börnin þeirra eru að aðhaf-
ast í tölvunni. Til að lögreglan
geti gert eitthvað er mikilvægt
að halda gögnunum til haga. Það
er algjört lykilatriði,“ segir Petr-
ína.
Hótar nauðgunum
og barsmíðum
Maður hefur komist upp með að áreita ungar stúlkur á netinu í yfir þrjú ár.
Algjört lykilatriði að halda gögnum til haga þannig að lögreglan hafi eitthvað
til að vinna með, segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Ástæður endurkröfu eru
langoftast ölvun þeirra sem veld-
ur tjóninu. Þetta kemur fram hjá
endurkröfunefnd sem starfar
samkvæmt umferðarlögum og er
skipuð af viðskiptaráðherra fyrir
árið 2006.
Vátryggingafélag sem greitt
hefur bætur vegna tjóns af völd-
um ökutækja eignast endurkröfu-
rétt á hendur þeim sem tjóninu
olli af ásetningi eða stórkostlegu
gáleysi.
Helgi Jóhannesson hæstaréttar-
lögmaður segir tölurnar fyrir árið
2006 svipaðar og fyrri ár. „Við
erum þó að sjá heldur færri mál
fyrir árið 2006 heldur en undan-
farin ár.“ Helgi segir að annað-
hvort sé um að ræða munatjón eða
persónutjón og einstakar kröfur
ekki vera áberandi hærri í krón-
um talið fyrir árið 2006 heldur í
takt við almennar verðlagshækk-
anir.
Hæsta endurkrafan nam
þremur milljónum króna
Ali Hassan al-Majid eða
„Efnavopna-Ali“ eins og hann er
kallaður hefur verið dæmdur til
dauða af íröskum dómstóli fyrir
stríðsglæpi. Tveir áratugir eru
síðan Al-Majid
gaf íraska
hernum skipun
um að nota
efnavopn sem
sögð eru hafa
fellt hundrað og
áttatíu þúsund
manns á
árunum 1980 til
1988 en á þeim
árum geisaði
stríð á milli Íraks og Írans.
Tveir aðrir voru dæmdir til
dauða en það voru þeir Hashim
Ahmad al-Tai, fyrrverandi
varnarmálaráðherra Íraks, og
Hussein Rashid Mohammed,
fyrrverandi aðstoðarmaður í
Íraksher. -
Var dæmdur
til dauða
Yfir tvö hundruð og
þrjátíu manns höfðu fundist
látnir eftir ofsaveður og miklar
rigningar í Pakistan í gær.
Stormurinn rústaði hús og felldi
niður rafmagnslínur í borginni
Karachi. Flestir hinna látnu létust
í byggingum sem hrundu, vegna
raflosts eða urðu fyrir trjám sem
stormurinn hafði rifið með sér.
Fjöldi fólks er slasaður og
neyðarástandi hefur verið lýst
yfir á spítölum borgarinnar.
Monsoon-tímabilið er hafið í
Pakistan og má búast við talsvert
meiri rigningu á næstu dögum.
Hundruð látnir
í Pakistan
Í tilefni af því að sextíu ár
eru liðin frá strandi breska
togarans Dhoon við Látrabjarg
var haldin minningarathöfn við
Geldingsskorardal á Látrabjargi
á laugardaginn. Tólf manns af
sextán manna áhöfn togarans var
bjargað á frækilegan hátt og
markar atburðurinn djúp spor í
björgunarsögu landsins.
Sýning um strandið er á
safninu á Hnjóti þar sem sýndir
eru munir og myndir sem
tengjast björgunarafrekinu.
Minningar-
athöfn við
Látrabjarg
Óttast þú áhrif
loftslagsbreytinga?
Hefur þú áhyggjur af stöðu
íslenska þorskstofnsins?
Lögreglan á Selfossi
handtók tvo unga menn á
fimmtudag sem játuðu að hafa
brotist inn í sumarbústaði í
Grímsnesi.
Lögreglu barst tilkynning um
dularfullar mannaferðir við
sumarbústað og þegar á staðinn
var komið lögðu mennirnir tveir á
flótta hlaupandi. Þeir náðust og
þegar bifreið þeirra var skoðuð
fannst þýfi. Þá fannst einnig þýfi
úr öðrum bústað sem mennirnir
viðurkenndu að hafa brotist inn í
og dvalið í í tvær nætur.
Að sögn lögreglunnar er
talsvert um að brotist sé inn í
sumarbústaði í sumarbústaða-
hverfum.
Játuðu innbrot í
tvö sumarhús
Tvær konur útskrif-
uðust með kennsluréttindi á
bifhjól nýlega og eru þær fyrstu
hérlendis til að ná þessum
áfanga. Námið fór að mestu
fram í Danmörku þar sem
aðstaða til slíkrar kennslu er
með því besta sem þekkist.
Námið er á vegum stofnunar
Kennaraháskóla Íslands,
Símenntun-Rannsóknir-Ráðgjöf,
og tekur rúmlega viku. Alls luku
21 ökukennari námi. Það er von
aðstandenda námsins sem og
hinna nýútskrifuðu kennara að
ný viðhorf og nýjar kennsluað-
ferðir sem þeir kynntust í námi
sínu erlendis komi til með að
nýtast vel við bifhjólakennslu
hérlendis.
Tveir kvenkyns
ökukennarar