Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 34
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 Egilsstaðir: Miðvangur 1, s: 471 2954
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-15
Einn athyglisverðasti
hnefaleikabardagi ársins fór fram
í Las Vegas í fyrrinótt þegar Bret-
inn Ricky Hatton vann Jose Luis
Castillo frá Mexíkó með rothöggi
í fjórðu lotu. Þar með varði hann
IBO-titil sinn í léttveltivigt og er
enn ósigraður á atvinnumanna-
ferli sínum.
Rothöggið var ekki hefðbund-
ið höfuðhögg heldur sló Hatton
Castillo í hægri síðuna með gríð-
aröflugum vinstri krók. Castillo
gekk í burtu og hneig svo niður í
gólfið.
„Hann hæfði mig mjög vel,“
sagði Castillo. „Þetta var fullkom-
ið högg. Ég gat hvorki andað né
staðið upp.“
Hatton sagðist hafa verið sig-
urviss strax í upphafi bardagans
og var sérstaklega ánægður með
höggröðina sem gerði útslagið.
„Hausinn inn, vinstri krókur,
vinstri krókur og þar með var það
búið,“ sagði Hatton. „Ég fann það
í hjarta mínu strax í fyrstu lotu að
hann myndi ekki endast lengi.“
Hatton var að berjast í þriðja
sinn í röð í Bandaríkjunum en
hann vakti enga sérstaka undrun
í sínum fyrstu tveimur bardögum
þar. „Þessi var mun betri. Ég und-
irbjó mig mjög vel.“
Öllum hnefaleikaáhugamönnum
dreymir nú um að sjá Hatton gegn
Floyd Mayweather yngri sem
er talinn besti hnefaleikamaður
heims, pund fyrir pund.
„Það var meira að gerast í þess-
um fjórum lotum í kvöld en Floyd
hefur þurft að kljást við allan sinn
feril,“ sagði Hatton einfaldlega
þegar hann var spurður um hvort
hann myndi mæta Mayweather í
hringnum.
Ricky Hatton gekk frá Castillo strax í fjórðu lotu
Hollendingar urðu í
fyrrakvöld Evrópumeistar-
ar landsliða skipuð leikmönnum
21 árs og yngri, annað árið í röð.
Þeir unnu Serba í úrslitaleik, 2-1,
en keppnin var haldin í Hollandi.
Hollendingar voru með 1-0 for-
ystu í hálfleik en skömmu eftir að
þeir skoruðu sitt annað mark fékk
leikmaður Serbíu að líta rauða
spjaldið. Holland skoraði þriðja
markið áður en Serbarnir náðu að
klóra í bakkann. En þá innsigluðu
heimamenn sigurinn með marki á
67. mínútu.
Holland vann
annað árið í röð
Frederic Kanoute mun
ekki fara frá Sevilla eins og fjall-
að hefur verið mikið um í ensku
pressunni undanfarið. Hann hafði
verið orðaður við Newcastle,
Portsmouth og Bolton.
Kanoute skoraði sigurmark
Sevilla í úrslitaleik spænsku bik-
arkeppninnar sem fór fram í
fyrrakvöld. Hann fékk svo að líta
rauða spjaldið undir lok leiksins.
„Ég á tvö ár eftir af samningi
mínum við Sevilla og ætla mér
ekki að fara neitt,“ sagði Kanoute.
Ég hef lesið mikið að undanförnu
sem er alls ekkert satt.“
Sevilla lenti í þriðja sæti
spænsku deildarinnar og skor-
aði Kanoute 21 mark á tímabilinu.
Hann hefur áður leikið á Englandi
bæði með West Ham og Totten-
ham.
Kanoute fer
ekki frá Sevilla