Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 1
Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 36% 77% 2% Fæst á N1 í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Afþreyingarmiðstöð í háloftunum Heimsfrægð í kjall- aranum hjá Jóa Fel Ástin á Íslandi dvínar ekki Alnet hefur hannað forrit sem þýðir heilu setningarnar, greinarnar og jafnvel bækurnar setningafræðilega rétt úr íslensku yfir í ensku. Að sögn Matthíasar Sigurðar Magnússonar, starfsmanns Alnets, getur forritið aðeins þýtt úr íslensku í ensku enn sem komið er en ekki öfugt. Reiknað er með að fyrsta útgáfa af þýðingar- forritinu verði tilbúin á næsta ári og verði þá aðgengileg á netinu. Þýðir íslensku yfir á ensku „Ég tel það klárt að atvinnugreinin þurfi að koma miklu meira að bæði rannsóknum og ákvörðunum um heildarafla. Ég held að það fari best að þeir sem eigi mestra hagsmuna að gæta komi meira að rannsóknunum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að nauðsynlegt væri að gera þjóðar- átak í hafrannsóknum. Til að standa vel að slíkum rannsóknum þyrfti að veita 70-100 milljónum króna á ári í þorskrannsóknir og milljarði í haf- rannsóknir. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það athugandi að útgerðar- menn komi með auknum hætti að kostun hafrannsókna. „Það þarf að auka fé í hafrannsóknir og líka þær rannsóknir sem Hafrannsókna- stofnun hefur verið að gera, bæði af fjárlögum og með aðkomu útgerð- armanna.“ Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims hf., segir það sjálfsagt að útgerðin sé þátttakandi í rann- sóknunum. „Það má þó ekki vera þannig að útgerðin eigi bara að borga og ekki koma nálægt neinu, þá verður enginn árangur. En ef atvinnulífið og vísindasamfélagið geta unnið saman þá er það hið besta mál,“ segir Guðmundur. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir það spurningu hverjir munu njóta góðs af þessari auknu þekkingu til lengri tíma. „Sumir hafa talað um að þegar þorsk- stofninn fer að hjarna við aftur þá fari sú aukning til einhverra annarra en þeirra sem eru með kvótaheim- ildirnar núna.“ Útgerðir komi meira að hafrannsóknum Útgerðarmenn vilja í auknum mæli koma að hafrannsóknum og ákvarðana- tökum í sambandi við sjávarútveginn. Auknum greiðslum fylgi aukin ábyrgð. Mikill meirihluti Dana vill að ákvörðun um nýjan sáttmála Evrópusambandsins verði tekin með þjóðaratkvæða- greiðslu. Sjötíu prósent Dana voru á þessari skoðun, nítján prósent töldu ekki þörf á atkvæðagreiðslu og hlutlausir voru ellefu prósent. Í viðtali við Berlingske Tidende sagði Rune Lund í Einingarlistan- um þessar niðurstöður ekki gefa kost á öðru en að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. „Það er ekki einungis vegna kröfu fólksins um atkvæðagreiðslu heldur líka vegna þess að samn- ingurinn felur í sér að Evrópusam- bandið öðlast meira vald á meðan völd sérhvers lands minnka.“ Meirihluti vill greiða atkvæði „Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Eyþór Friðriksson, gangavörður í gjaldskýli Hval- fjarðarganganna, um bílalestina sem silaðist í átt að borginni í gær- kvöldi. Bílalestin var óslitin frá Grundartanga til Reykjavíkur í á þriðju klukkustund. Grípa þurfti til þess ráðs að hleypa umferðinni í gegnum göng- in í hollum af öryggisástæðum, til að fólk sæti ekki of lengi fast í göngunum. „Þetta er mjög undar- legt,“ segir Eyþór. „Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem við höfum þurft að gera þetta. Við gerðum þetta einu sinni í fyrra minnir mig.“ Byrjað var að loka með hléum klukkan sex og var viðbúið að ástandið myndi vara til klukkan níu hið minnsta. Eyþór segir tjaldvagna, fellihýsi og aðra tengivagna eiga stóran þátt í lestinni sem myndaðist. „Já, það lengir lestina auðvitað mikið þegar annar hver bíll er með aftanívagn.“ Verðirnir fylgdust með umferðinni við hinn gangamunnann í gegnum öryggismyndavél. „Þar var fólk farið að leggja húsbýlunum úti í kanti og setjast út að fá sér kaffi,“ segir Eyþór. Einnig var þung umferð til borg- arinnar um Suðurlandsveg. Að sögn lögreglu gekk öll umferð að mestu áfallalaust fyrir sig. Aldrei séð aðra eins bílalest Alþjóðaleikum ung- menna lauk í gær með lokaathöfn þar sem verndari leikanna, fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen, kom fram. Um er að ræða fjölmennasta alþjóðlega íþróttaviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi. Um tólf hundruð keppendur á aldrinum 12-15 ára komu til landsins og kepptu meðal annars í frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu, badminton og golfi. Markmið leikanna er að þróa skilning og vináttu á milli barna frá ólíkum löndum og kenna þeim þá hugmyndafræði sem Ólympíu- leikarnir byggjast á. Alþjóðaleikum lauk í gær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.