Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
Atorka 2,21% 36,83%
Bakkavör 1,65% 8,16%
Exista 5,25% 51,56%
FL Group 4,36% 3,33%
Glitnir 2,52% 22,10%
Eimskipafélagið 7,92% 30,00%
Icelandair 3,85% -2,17%
Kaupþing 3,55% 38,76%
Landsbankinn 2,13% 53,77%
Straumur 3,52% 18,39%
Teymi 16,01% 13,86%
Össur 0,903% -4,42%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir,
LSR, Lífeyrissjóður verzlunar-
manna og Gildi lífeyrissjóður,
áttu um helming af heildareign-
um lífeyrissjóðanna í árslok 2006
samkvæmt könnun Landssam-
taka lífeyrissjóða.
Heildareignir lífeyrissjóða-
kerfisins námu 1.500 milljörð-
um króna um síðustu áramót og
höfðu aukist um 23 prósent á
milli ára. Samanlagt áttu þrír
stærstu sjóðirnir 738 milljarða
króna.
Tíu stærstu sjóðirnir áttu 1.227
milljarða króna sem svaraði til 82
prósenta af heildareignum lífeyr-
issjóðakerfisins. Um mitt þetta ár
voru hreinar eignir lífeyrissjóða
komnar í 1.622 milljarða króna
sem var um níu prósenta aukning
frá ársbyrjun. - eþa
Þrír sjóðir með helminginn
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
greiddi Jóhannesi Siggeirssyni,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
sjóðsins, hærri laun en núver-
andi framkvæmdastjóra á síð-
asta ári. Launagreiðslur til Jó-
hannesar, sem lét af störfum sem
framkvæmdastjóri Sameinaða í
febrúar 2005, námu 16,3 millj-
ónum króna í fyrra en Kristján
Örn Sigurðsson, sem gegnir nú
starfi framkvæmdastjóra, fékk
14,7 milljónir.
Eins og greint var frá í fjölmiðl-
um á sínum tíma gerðu þáver-
andi formaður og varaformaður
Sameinaða lífeyrissjóðsins við-
auka við ráðningarsamning fyrr-
verandi framkvæmdastjóra árið
2000. Fram kom í fréttabréfi
Sameinaða lífeyrissjóðsins í júlí
2005 að þáverandi stjórn sjóðs-
ins var ekki kunnugt um þenn-
an viðauka. Hann fól í sér að
við starfslok framkvæmdastjóra
skyldi hann halda fullum laun-
um í þrjátíu mánuði, sem eru
alls 43 milljónir króna, að með-
töldum uppsagnarfresti sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins á
sama tíma.
Reikna má því með að Jóhannes
verði á launaskrá sjóðsins bróður-
part þessa árs. - eþa
Forverinn með hærri laun
Svo virðist sem hlutfall smærri
fjárfesta í Kauphöll Íslands hafi
minnkað á þessu ári. Dagleg velta
í Kauphöll Íslands nemur að með-
altali 10.798 milljónum króna á
mánuði. Hún hefur aukist um 36
prósent frá tímabilinu janúar til
ágúst í fyrra. Hins vegar hefur
fjöldi daglegra viðskipta dregist
saman á tímabilinu. Þau voru 539
að meðaltali á mánuði í fyrra en
eru nú 515 það sem af er ári.
Í Morgunkorni Glitnis segir
að eðlilegt megi teljast að hlut-
fall smærri fjárfesta á mark-
aðnum hafi dregist saman. Alla
jafna séu þeir áhættufælnastir.
Því megi gera ráð fyrir að sam-
setning fjárfesta verði óbreytt
næstu mánuðina.
Metin falla hvert af öðru í
Kauphöllinni um þessar mundir.
Síðastliðinn fimmtudag var velt-
an með hlutabréf orðin jafn mikil
og allt árið í fyrra. Nam hún
2.198 milljörðum króna. - hhs
Smærri fjárfestum fækkar hlutfallslega
Yfirdráttarlán heimila jukust
minna í júlí en upphaflegar tölur
bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2
milljörðum króna í stað 75,6 millj-
arða króna eins og áður var talið.
Þetta sýna endurskoðaðar tölur
frá Seðlabanka Íslands og segir
frá í Hálf fimm fréttum Kaup-
þings. Fyrri tölur sýndu fram á
sögulegt hámark yfirdráttarlána.
Reyndin er hins vegar að upphæð
þeirra er svipuð og í upphafi þessa
árs. Yfirdráttarlánin höfðu hins
vegar farið jafnt og þétt lækkandi
frá því um áramótin. Í júní mæld-
ust þau 64,7 milljarðar og höfðu
ekki verið lægri í tvö ár. Um tölu-
verða aukningu er því að ræða
milli júní og júlí eftir sem áður.
Nemur hún 6,5 milljörðum. - hhs
Yfirdráttur heimila
minni en talið var
Sund þurfa að greiða eina millj-
ón króna í sekt fyrir að hafa ekki
orðið við ítrekaðri beiðni Sam-
keppniseftirlitsins um gögn vegna
rannsóknar á viðskiptum með
hlutabréf í Glitni banka um miðjan
maí á þessu ári.
Í tilkynningu eftirlitsins kemur
fram að félagið hafi ekki svarað ít-
rekaðri gagnbeiðni fyrr en 25. júlí.
„Með því hafa Sund brotið gegn
skyldu til þess að verða við gagna-
beiðni Samkeppniseftirlitsins en
samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga
leggur Samkeppniseftirlitið sekt
á félög sem brjóta gegn skyldu til
þess að afhenda gögn,“ segir í til-
kynningunni. - óká
Milljón í sekt
Frelsi til athafna er stærsta lánið
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
Veldu frelsi – fáðu ráðgjöf hjá viðskiptastjórum SPRON
Við gerum þér tilboð
í fjármögnun á atvinnuhúsnæði
til kaupa eða endurfjármögnunar
í íslenskri og/eða erlendri mynt.
AR
GU
S
07
-0
66
6
Stuttar boðleiðirSvar innan þriggja virkra daga frá því að fullnægjandigögnum er skilað.
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Svo virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem stóðu
meðal annars að kaupum á 22,6 prósentum hluta-
fjár í Straumi-Burðarási af FL Group í desember
á síðasta ári séu að mestu eða öllu leyti farnir út
úr hluthafahópi Straums, þrátt fyrir þá yfirlýstu
stefnu félagsins að laða útlendinga að eigendahópi
félagsins.
Meðal þeirra fjárfesta sem keyptu bréfin af FL
voru tveir bandarískir fagfjárfestar sem eignuð-
ust um tveggja prósenta hlut eins og kom fram
í Fréttablaðinu þegar gengið frá viðskiptunum.
Meðal hluthafa sem komu inn á lista yfir tuttugu
stærstu hluthafa voru Criollo S.A., Omricon Ass-
ociation S.A. og Visgan Corp sem hver um sig átti
1,68 prósenta hlut í bankanum um síðustu ára-
mót. Þessir þrír aðilar féllu út af lista yfir tuttugu
stærstu hluthafa félagsins í febrúar og virðist sem
Landsbankinn í Lúxemborg hafi tekið við þessum
bréfum.
Straumur-Burðarás keypti sjálfur átta prósent
af eigin bréfum á genginu 18 krónur á hlut þegar
FL fór að mestu út úr félaginu. Björgólfur Thor
Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, sagði
þá að félagið myndi ekki eiga eigin bréf til langs
tíma; þeim yrði annaðhvort miðlað út til áhrifa-
fjárfesta eða stærri hóps fjárfesta.
Mikil gagnrýni hefur beinst að félaginu eftir að
að stór hluti þessara eigin bréfa var seldur á dögun-
um til erlendra fjárfesta. Hefur félagið verið sakað
um að selja bréfin á undirverði. Straumur hagnað-
ist lítillega við söluna sem fór fram á genginu 18,6
krónur á hlut en hluturinn endaði í 19,6 krónum
þann sama dag og greint var frá sölu eigin bréfa.
Forsvarsmenn félagsins hafa bent á að sala á bréf-
unum hafi farið fram á markaðsverði þess tíma og
farið hafi verið í einu og öllu eftir settum reglum
um upplýsingagjöf á markaði, til dæmis hvað
varðar flöggunarskyldu.
Már Másson, upplýsingafulltrúi FME, segir að
eftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum frá Straumi
vegna nýlegra viðskipta með eigin bréf. „Þetta
verður bara skoðað, með tilliti til annars vegar
virkra eignarhluta og hins vegar þess sem snýr að
flöggunarskyldunni.“
Erlendir hluthafar horfnir
úr eigendahópi Straums
Erlendir fjárfestar sem eignuðust hlut í Straumi við sölu FL
Group í fyrra hafa selt hlut sinn í félaginu.
T Í U S T Æ R S T U H L U T H A F A R
S T R A U M S - B U R Ð A R Á S S
1. Samson Global Holdings 32.89%
2. Landsbanki Luxembourg 24.42%
3. Löngusker ehf. 3.75%
4. Straumur-Burðarás 2.26%
5. GLB Hedge 1.91%
6. LSR 1.70%
7. Lífeyrissjóður verslunarmanna 1.34%
8. Fjárfestingasjóður ÍS-15 1.22%
9. Arion safnreikningur 1.12%
10. Landssjóður hf, úrvalsbréfad. 0.98%
Miðað við 28.08.2007