Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 9
H A U S
MARKAÐURINN
Ásgeir Jónsson, forstöðu-
maður greiningardeild-
ar Kaupþings, segir að
mörgu þurfa að hyggja í
tengslum við vangavelt-
ur um að taka hér ein-
hliða upp evru, málið sé
langt því frá einfalt.
„Til dæmis yrði að
leysa vandamál eins og
lánveitingar til þrauta-
vara. Ríkið yrði að kaupa
upp íslensku myntina
og erfitt að átta sig á
hvað það væri nákvæm-
lega mikill peningur. Þá
sér maður kannski ekki
alveg í hendi sér hvernig
þetta kæmi nákvæmlega
til með að virka þegar
komið er svo mikið utan-
aðkomandi peninga-
framboð inn í landið, til
dæmis ef viðskiptahalli
væri mikill. Hann þyrfti
að fjármagna með ein-
hverjum hætti. Mynt-
svæði má svolítið hugsa
sér eins og stöðuvatn
sem flæðir bæði í og
úr. Í miklum viðskipta-
halla yrði nettóflæði
fjármuna meira úr
landi,“ segir Ás-
geir en vill þó ekki
útiloka að hægt
væri að fara þessa
leið. „En í öllu falli
er þetta mjög
áhugavert
sem fræði-
leg vanga-
velta.“
Ásgeir
segir hins
vegar
ljóst að
evru-
aðild væri miklu betri
því öðrum kosti væri
þetta líkt og að ákveða
við upphaf ferðalags að
elta einhvern gönguhóp
óboðinn. „Maður nýtur
kannski góðs af sam-
fylgdinni, en fær maður
í hópnum þann stuðning
sem maður þarf raun-
verulega á að halda.“
Ásgeir bendir á að við
upphaf landnáms hér
hafi silfur verið notað
sem gjaldmiðill í við-
skiptum líkt og í Skand-
inavíu, bæði hafi verið
hægt að vinna eitthvað
hér og svo hafi landnem-
arnir líka haft með sér
töluvert silfur að heim-
an. „En svo virðist hafa
verið einhver viðskipta-
halli þannig að silfrið
hvarf úr landi og fólk var
að hverfa til greiðslu-
miðla á borð við fisk eða
álnir í staðinn. Eitthvað
svipað mun eiga við í
svona myntkerfi. Ein-
hvern þarf til að jafna
út peningaframboð-
ið. En málið er æði
flókið því verið
er að ræða um
peningamargfald-
ara, bankakerfið,
og samspil
þess við
ríkið.“
Silfrið hvarf úr
landi á þjóðveldisöld
9MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2007
Ú T T E K T
„Fyrsta ákvörðun væri frekar að tengja sig
við eitthvert af þessum stóru kerfum. Hvað
okkur varðar er evrópska myntbandalag-
ið það sem liggur næst,“ segir hann og telur
það áhugavert sem fram kom á ráðstefnunni
að kostirnir í gjaldeyrismálum væru fleiri
en þeir tveir sem lagt hefur verið upp með
í umræðu hér, en það er annars vegar upp-
taka evru og aðild að Evrópusambandinu sem
í raun væri forsenda þeirrar upptöku, eða
að búa áfram við núverandi fyrirkomulag
með flotgengi krónunnar. „Mér fannst menn
yfirgefa ráðstefnuna með það í huga að aðrir
kostir, sem ekki væru síður raunhæfir fyrir
land eins og Ísland, væru til staðar.“
SVEIFLUÁHRIF KRÓNU ÖNNUR
Björn Rúnar leggur engu að síður áherslu
á að þótt lausnir á borð við dollaravæðingu
séu til staðar sé ekki þar með sagt að þær
heppnist endilega. „Við búum enn í hagkerfi
sem að verulegu leyti byggir á auðlindanýt-
ingu, sjávarútvegi og orkuframleiðslu. Svo
erum við með fjárhagslegar langtímaskuld-
bindingar sem getur verið flókið að fást við
ef við vildum fara í myntbreytingu. Annars
vegar er það hvað gerist með húsnæðislánin
og hver situr uppi með skellinn ef langtíma-
vextir lækka varanlega. Tveir aðilar myndu
fara illa út úr því, Íbúðalánasjóður og lífeyris-
sjóðirnir. Á móti kæmi hagræði fyrir heim-
ilin og fyrirtækin. Þessi vandi er óháður
því með hvaða hætti evran yrði tekin upp.
Síðan er þessi klassíska hagstjórnarspurn-
ing um hvort menn séu tilbúnir að axla
það sem því fylgir að gefa frá sér sjálf-
stæða peningastefnu. Hvað sem sagt er um
peningalega þjóðernishyggju þá fylgir henni
efnahagslegur öryggisventill sem vissulega
hefur nýst okkur í gegn um tíðina. Hvort það
er besta lausnin í dag er svo annað mál.“
Björn Rúnar segir hins vegar að þótt
krónan sveiflist kannski ekki meira en aðrir
gjaldmiðlar, svo sem japanska jenið, þá séu
áhrifin af sveiflu krónunnar önnur. „Sveifl-
urnar í gengi jensins skapa ekki verðbólgu
í Japan með sama hætti og sveiflur í gengi
krónunnar gera hér,“ segir hann og bætir við
að þótt einhliða upptaka annarrar myntar hér
væri ekki fullkomnasta fyrirkomulag sem
mætti hugsa sér myndi það gegna betur til-
ætluðu hlutverki en mynt sem með sveiflum
sínum leiðir af sér mikla ólgu í undirliggj-
andi rekstrarskilyrðum fyrirtækja og verð-
bólgu fyrir heimilin. „Þegar upp er staðið er
hlutverk peninga að greiða fyrir viðskiptum
milli einstaklinga og fyrirtækja, eins konar
smurning á efnahagslífið, auk þess að mæla
og viðhalda eignum og gæðum. Þegar þessi
virkni er farin að líða fyrir sveiflur og smæð
myntanna þá setur maður spurningarmerki
við hversu lengi er réttlætanlegt að viðhalda
myntinni og hvort maður fái eitthvað út úr
því að halda úti sjálfstæðri mynt,“ segir hann
og telur að eftir fund sem þann sem RSE stóð
fyrir á fimmtudaginn mætti gefa hugmynd-
um sem þessum smáséns. „Mín persónulega
skoðun er sú að það kerfi sem við byggðum
upp árið 2001 þegar við tókum upp verðbólgu-
markmið hefur ekki skilað þeim árangri sem
menn vonuðust eftir. Mjög nauðsynlegt er því
að skoða með opnum huga hvort ástæða er til
að reyna aðra leið til að ná markmiðum um
efnahagslegan stöðugleika þar sem viðhald-
ið er sæmilega eðlilegum rekstrarskilyrðum
fyrir atvinnulífið og lágmarks verðbólgu.“
Þá segist Björn Rúnar sammála fyrirlesur-
um ráðstefnu RSE um að þróunin í heimin-
um sé frekar í þá átt að myntir verði færri og
stærri. Björn Rúnar telur upptöku flotkrón-
unnar 2001 hafa verið rétta ákvörðun miðað
við þær aðstæður sem á voru til staðar. „En
þar með er ekki sagt að við eigum að vera
með núverandi fyrirkomulag um alla framtíð.
Rökin fyrir því að taka upp fastgengi eru mun
sterkari nú en þau voru fyrir sex árum.“
myndinni
nu RSE, rannsóknamiðstöðvar um
ðanir, en sem fyrr er umræðu um
ti sem fyrir hendi kunna að vera.
„Engin spurning er
að hægt er að bæta
slæmt hagkerfi með
dollaravæðingu, en
hennar gerist hins
vegar ekki þörf í
hagkerfi þar sem
gengur vel.“